Tíminn - 25.02.1966, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.02.1966, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 25. febrúar 1966 2 TÍMINN Hús Bernörðu Alba í þessum fræga harmleik Garcia Lorca, sem Leikfélag Reykjavíkur sýnlr um þessar mundir, koma aSelns fyrir konur. Á myndinni sjást nokkrar þeirra, Bernarða Alba (Regína Þórðardóttir) ásamt dætr- um sínum, sem þær leika Sigríður Hagalín, Guðrún Stephensen, Kristín Anna Þórarinsdóttir, Margrét Ólafsdóttir og Helga Bchmann. Leikstjóri er Helgi Skúlason og hlaut sýningin, sem kunnugt er mikið lof. Næsta sýning er annað kvöld, laugardag. SJÁVARÖTVEGSMÁL Framhald af bls. 1 Jýstu því yfir, að stjórn L.f.Ú. hefði lýst sig samþykka frv. og að efni fiskverðssamkomulagsins hefði verið rætt á fundum útvegs- manna víðs vegar um land, án þess að andmæli hafi komið f'ram gegn þvi atriði þeirra, sem þetta frv. fjallar um. í öðru lagi voru það fulltrúar sjómanna, þ.e. for- maður Sjómannasambands íslands fulltr A.S.Í.. í verð'lagsráði og full trúi stjórnar Farmanna- og fiski- mannasambandsins. Skýrðu þeir frá því, að andmæli gegn frv. lægju ekki fyrir af hálfu samtaka þeirra, og formaður Sjómanna- sambandsins lýsti því ennfremur yfir, að víðtækur skilningur á nauðsyn þessa máls væri fyrir hendi meðal sjómanna og hann gerði ekki ráð fyrir andúð á mál- inu af þeirra hálfu. í n. varð ekki samstaða um af- greiðslu málsins. Undanfarin ár hefur verið ein- stakt góðæri til sjávarins og afla- brögð miklu meiri en nokkru sinni áður. Stórfelldar verðhækk- anir á erlendum mörkuðum í mörg ár í röð hafa skapað hag- stæðari söluskilyrði en áður hafa þekkzt. Ytri skilyrði fyrir góðri afkomu útgerðarinnar og fiskiðnaðarins hafa því verið ákjósanleg, en mega sín því miður lítils gegn verð- bólgustefnu ríkisstjórnarinnar. Óðaverðbólga er bókstaflega að sliga sjávarútveginn, eins og raun- ar aðrar framleiðíslugreinar lands- manna, þrátt fjrir þessi hagstæðu ytri skilyrði. Þegar verðleggja skyldi þorsk- afla nú um áramótin, var Ijóst, að veruleg hækkun yrði að verða á fiskverðinu af þessum sökum. Varð það niðurstaða yfirnefndar verðlagsráðs, að verðið til bátanna yrði að hækka um 17%. Vafalaust mátti sú hækkun ekki minni vera, enda virðist á það skorta, að þetta verðlag tryggi eðlilega útgerð á þesáari vertíð. En þá kom í ljós, að verkunarstöðvarnar og hrað- frystihúsin voru ekki talin geta staðið undir þeirri hækkun. Nú er það að vísu mjög misjafnt vegna aðstæðna, sem alkunnar eru og hér verða ekki raktar, hvaða fiskverði frystihúsin geta staðið undir, en í þessu frv. er engin viðleitni til að jafna þann aðstöðumun. Vafalaust er það rétt, að a.m.k. fjölmörg frystihúsanna höfðu ekki möguleika á að taka þessa hækkun alla á sig. Það er þó ekki vegna þess, að þau hafi á undanförnum árum farið var- hluta af þeim verðhækkunum, sem orðið hafa á mörkuðu'iium. Meðalútflutningsverð hrað- frystra flaka var á árinu 1965 fjórðungi hærra en á árinu 1963 og verðlag óverkaðs saltfisks, sem er önnur aðalframleiðsluvaran, var fullum þriðjungi hærra 1965 en 1963. En þessar miklu hækkanir hafa horfið í hít óðaverðbólgunnar. Það á við um fiskiðnaðinn eins og aðrar framleiðslugreinar okkar að undirrót þeirra erfiðleika, sem við er að fást, er óðaverðbólgan. En ríkisstjórnin hefur aldrei feng- izt til að ráðast að rótum meins- ins. Ráðstafanir hennar til að vinna gegn verðbólgunni hafa ein ungis verið kák og sýndar- mennska. Broslegir eru tilburðir hennar þegar hún með hátíðleg- um alvörusvip ráðskast í því að lækka vexti um 1% eitt árið og hækkar þá aftur um 1% það næsta og segist með því vera að skapa jafnvægi í efnahagsmálun- um, án þess að.það hafi minnstu áhrif á það verðbólgubál, sem geisað hefur látlaust hin síðustu ár. Nú á að leysa vanda sjávarút- vegsins með því að lækka útflutn- ingsgjöld á þorskafurðum, en hækka þau jafnmikið á síldaraf- urðum. Með þeim hætti á að færa tæpar 40 millj. króna milli þessara atvinnugreina. En óðaverðbólgan á að fá að halda áfram að grafa undan báðum. Hér er sýnilega tjaldað til einnar nætur. Það er líka óstæða til að vekja athygli á því, að með millifærslu af þessu tagi er ekki verið að taka gróðann af síldariðnaðinum og síldarútveginum, gróða, sem vafalaust er talsverður hjá sum- um, til að bæta þeim, sem lakast eru settir, heldur er verið að taka fé af öllum, sem við síldina fást, en afkoma þeirra er mjög mis- jöfn. Vitað er, að útgerð margra síldveiðiskipa hefur gengið illa og tekjur sumra síldveiðisjómanna hafa ekki numið, tpeiriji ep, kaup- tryggingu. Ekkert liggur heldur fyrir um það, hvert verðlag muni verða á síldarafurðum á þessu ári, og alls- endis óséð, hvort framkvæman- legt verður að hækka á þeim út- flutningsgjöldin, eins og frv. gerir ráð fyrir og nema mun sem svar- ar 10 kr. á hvert síldarmál. Þar sem ekki þarf að gera ráð fyrir, að neitt, sem máli skiptir af síldarafurðum af framleiðslu þessa árs, verði hvort eð er flutt út fyrr en í sumar, er alveg ónauð synlegt að ákveða þessa hækkun, fyrr en betur verður séð, hvert síldarverðið getur orðið, enda mun Alþinig enn sitja að störfum í tvo mánuði. Hér er því um nýtt frumhlaup að ræða á borð við bráðabirgðalögin frá því í sumar sem ríkisstjórnin gafst upp við að framkvæma, þótt vonandi sé, að það fái ekki eins hörmulegar af- leiðingar og þau, að stöðva allan síldveiðiflotann. Það skal á hinn bóginn, eins og áður segir, sízt dregið í efa, að frystihúsin yfirleitt og fiskverk endur þurfi a.m.k. ámóta stuðn- ing og þeim er ætlaður með frv. þessu, en hann hefði að okkar dómi betur verið í öðru formi. Viljum við í því sambandi minna á fyrri tillögur þingmanna Fram- sóknarflokksins um minnkaðar álögur og aukinn stuðning við fisk iðnaðinn, s.s. lækkun vaxta, aukn- ingu afurðalána o.fl. en slíkar til- lögur þjóna því jákvæða mark- miði að draga úr tilkostnaði við framleiðsluna í stað þess að velta byrðunum af einni grein á aðra, eins og þetta frv. gerir ráð fyrir. Nauðsyn þess að snúa við á braut óðaverðbólgunnar er svo augljós, að ekki ætti að þurfa að færa að því frekari rök. Af hálfu þm. Framsóknarflokksins hafa oft ar en einu sinni við svipuð tæki- færi og nú verið bornar fram til- lögur um, að allir þingflokkar snúi sér sameiginlega að því verk- efni, en þær tillögur hafa verið hunzaðar af ráðandi meiri hluta. Loðnuaflinn nálgast sextíu þúsund tonn Loðnan hefur veriS veidd til beitu allt frá 1920. SJ-Reykjavík, fimmtudag. Loðnuveiðin er nú stunduð í grennd við Vestmannaeyjar og við Reykjanes, en undanfarið hefur verið bræla á miðunum og fremur Iítið fiskast. Þegar hafa verið veidd nálægt 60 þús- und tonn af Ioðnu og hefur meir en helming af þeim afla verið landað í Vestmannaeyjum og í Reykjavík. Fyrir skömmu ræddi Tím- inn við Jakob Jakobsson, fiski- fræðing, um loðnuna og sagði hann, að fiskifræðingar álitu, að loðnustofninn væri mjög stór. Loðnuveiði hefur verið stunduð Eramhaid a 01 14. Lenti undir vörubíl en sakaði ekki KT-Reykjavík, fimmtudag. f dag varð ungur drengur fyrir vörubifreið á Skúlagötu rétt aust an við Frakkastíg. Drengurinn lent undir bifreiðinni, en meidd- ist ekki. Vildi þetta til með þeim hætti, að vörubifreiðin var á leið austur Skúlagötu á hægri akrein, er drengurinn hljóp í veg fyrir hana. Náði ökumaðurinn að hemla fljótlega, svo að bifreiðin lenti á drengnum á litlum hraða, Vetrarríki í Skagafirði GÓ-Sauðárkróki, fimmtudag. Mikið vetrarríki er hér um slóð ir og erfiðar samgöngur af þeim sökum. í gær komu nokkrir bílar hingað úr framanverðum Skaga firði, en þeir urðu að njóta að- stoðar veghefils. Annars eru allir vegir hér ófærir og hafa miólkur flutningar stöðvazt af þeim sök- um. Kom engin mjólk hingað í dag. Ófært er um Hólahrepp og frá sveitunum þar fyrir norðan neíur engin mjólk borizt síðan á laugar dag. Nokkur snjókoma hefur verið hér, en skafrenningur lokar öll- um vegum fljótlega eftir að þeir eru opnaðir. Um daginn gerði ákaft hvassviðri og fauk þá þak af hlöðu á bænum Miðsitju og fauk það alla leið fyrir Hérðas- vötn. ástandi, sem skapazt hefur hjá framleiðsluatvinnuvegunum í mesta góðæri í manna minnum. Eins og aðrar atvinnugreinar eiga nær allar greinar sjávarút- vegs við vaxandi erfiðleika að stríða vegna verðbólgunnar. Nefnd hefur verið sett á fót til að leita bjargráða fyrir þann meg inhluta bátaflotans, sem er undir 120 tonna stærð. Togararnir hafa engan rekstrargrundvöll. Aðeins stærstu síldarbátarnir ganga sæmi lega enn þá, en ef áfram heldur sem horfir efnahagsmálastefnunni i landinu mun verðbólgan einnig kippa grundvellinum undan rekstri þeirra fyrr en vanr Þetta verður ekki lagað með tilfærslu á útflutningsgjöldum fremur en verðbólgan verður ham in með þvi að hringla með vext- ina. Aðeins raunhæfar ráðstafan- en felldi drenginn og rann yfir hann. Er bifreiðin staðnæmdist, var drengurinn fyrir aftan fram hjól hennar. Ekki virtist dreng hafa orðið meint af þessu, og tók brosandi á móti rannsóknarlögreglunni er hún kom á staðinn. VERKCFALL í BYRIUN MARZ! Verzlunarmenn í Reykjavík hafa boSað verkfall í kjöt- og nýlenduvöruverzlunum dag- ana 3., 4. og 5. marz n.k. Var verkfallið boðað að afloknum samningafundi með sátta- semjara í nótt. Að því er Magnús L. Sveins son skrifstofustjóri Verzlun armannafélags Reykjavíkur tjáði blaðinu í kvöld, buðu veitendur í gærkvöld 2% Iaunahækkun, en eins og kunnugt er, neituðu þeir við- ræðum um kauphækkun 4. febrúar sl. Sú hækkun, sem vinnuveitendur buðu í gær, 2% átti að gilda tvö næstu ár. Sagði Magnús, að ekki væri að orðlengja það, verkfall hefði verið boðað og slitnað hefði upp úr samningum. Sáttasemjari hefur boðað næsta samningafund á þriðju dagskvöld. ir til að hafa hemil á dýrtíðinni fá hér nokkru um þokað. En til slíkra ráðstafana hefur ríkisstjórn in verið ófáanleg. Fulltrúar samtaka sjómanna og útvegsmanna lýstu afstöðu sam- taka sinna þannig, að ekki er að sjá, að þau vænti aðgerða í þá stefnu frá ríkisstjórninni, því að ekki varð annað ráðið af ummæl- um þeirra en að samstaða væri í samtökum útvegsmanna og all- víðtæk samstaða í samtökum sjó- manna einnig um þau bráða- birgðaúrræði. sem í frv. felast. Að svo vöxnu sjáum við ekki ástæðu tii ieggjast gegn fram- gangi fr munum ekki heldui Ijá þvi siuoning okkar. Munum við halda áfram viðleitni okkar hér á háttv Alþingi til að skapa grundvöll fyrir nýrri og heil brigðri stefnu í efnahagsmálum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.