Tíminn - 25.02.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.02.1966, Blaðsíða 5
TÍMINN 5 FÖSTUDAGUR 25. febrúar 1966 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Pramkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrlmur Gfslason. Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 95.00 á mán. lnnanlands — í lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Tangarsókn álmanna Jóhann Hafstein, iðnaðarmálaráðherra, skilur að nú þarf mikiLs við til þess að fá þjóðina til þess að fallast á ókjarasamninga þá, sem stjórnin fyrirhugar um stór- iðju í landinu á kostnað framleiðsluatvinnuveganna. Hann ritar í gær langa grein í Morgunblaðið með tölum mikium og hyggur að með hæfilegri hagræðingu geti þær orðið drjúgar til blekkinga eins og í höndum Gylfa. En samt skjótast upp úr ráðherranum merkilegar játn- ingar í þessari grein. Hann segir t. d. „Það er rétt, að vinnuaflsskorturinn er alvarlegt við- fengsefni. En sé litið raunsætt á hlutina er álbræðsla í þessu sambandi miklu minna viðfangsefni en sumir láta í veðri vaka. Það er augljóst, að meðan byggingarfram- kvæmdir eru í hámarki, getur vinnuaflsskorturinn verið erfitt viðfangsefni.En fyrir því má sjá með skipulögðum ráðstöfunum fil þess í bifi að draga úr öðrum fram kvæmdum á vegum hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga. Erlent vinnuafl gæti einnig komið að notum, samkvæmt gildancfi íslenzkum lögum og venjum.“ Af þessum orðum verður fullljóst, að íslenzkir álmenn og rfldsstjómin eru staðráðin í því að koma álverksmiðj- unni npp, hvemig sem kjörin em, og þeir hafa þegar gert um það fullkomna hernaðaráætlun, hvemig víkja skuli íslenzku atvinnulífi, íslenzkum þjóðarhagsmunum og íslenzku framtaki til hliðar, svo að gata hinna erlendu stóramsvifa verði bein og greið með hæfilegri umbun tfl góðra þjónustumanna hér á landi. Þessi hemaðaráætlun stjórnarinnar gegn íslenzkum atvinnuvegum fyrir erlendu álbræðsluna er tangarsókn. Aimars vegar skal kreppt að einkarekstri og félagsrekstri almennings með aukinni sparifjárfrystingu, harðari Iánakreppu og hærri vöxtum, svo að þessir íslenzku aðilar ráðist ekki í of miklar framkvæmdir, sem krefj ast vinuafls og fjármagns. Sókn á þessum vígstöðvum var hert um áramótin með aukinni frystingu og hækkun vaxta. Nú bendir Jóhann ráðherra á hinn þátt tangar- sóknarinnar, niðurskurð opinberra framkvæmda hjá ríki og bæjum, niðurskurð á byggingu skóla, sjúkrahúsa, vega, brúa, gatna og annarra hinna allra brýnustu sam- félagsframkvæmda. Það var aðeins smáæfing í fyrra, þegar ríkisframkvæmdir voru skornar niður um 20%. Þetta er sú fórn sem álstjórnin skipar þjóðinni kinn- roðalaust að færa, og hún hikar ekki við að beita harðri tangarsókn til þess að ná þessu marki, kreppa bæði að einka- og félagsrekstri og skera niður brýnustu samfélagsframkvæmdir. sem við eram á eftir öðrum þjóðum með og þurfum öllu öðru fremur að flýta. Ofan á þennan ,,fagnaðarboðskap“ bætir ráðherrann svo við eins konar loka- og áherzluorðum: „Vel má vera, að okkur auðnizt ekki að búa svo um hnútana, sem bezt yrði á kosið“. Þannig játar ráðherran, að útlit með samningana sé ekki sérlega gott, og hann býr þjóðina undir það að ná ekki hagkvæmum samningum. En það breytir engu í augum þessa ráðherra og ríkisstjórnarinnar Þetta skal gert, hve óhagstætt sem það er, og hve miklar hættur sem það hefur í för með sér, og fyrir það skal ekki hik- að við að fórna áðurtöldum þjóðarhagsmunum. Slík ríkisstjórn er þjóðarsmán, hún er fyrsta stjórnin sem telur íslendinga ekki færa um að vjrkja fallvötn sín sjálfa. En þjóðin veit betur. Hún veit, að hún er full- fær um að virkja við Búrfell, en erlend á^bræðsla með þeim kjörum, sem boðin era, er hvorki tímabær né hagkvæm. Robert F. Kennedy öldungadeildarþingmaður: Veita verður hinum óánægðu hlutdeild í ábyrgð og valdi Engin lausn styrjaldarinnar í Vietnam er áhættulaus Síðastl. laugardag hélt Robert F. Kennedy öldunga deildarþingmaður, blaða- mannafund, þar sem hann hvatti til þess að reynt yrði að leysa styrjöldina í Viet nam með myndun sam- steypustjörnar þar, með aðild Viet - Cong, sem kallar sig öðru nafni þjóð legu frelsishreyfinguna, en yfirleitt er talin undir stjórn kommúnista. Þessi tillaga Kennedys hefur vak ið mikla athygli og deilur. Hér á eftir fer útdráttur úr greinargerð, sem Kennedy las á fundinum, þýddur úr ,The New York Times“. EF SATT ER, að samningar séu markmið okkar, eins og við höfum oft lýst yfir, verð um við að reyna að finna með alveg. Samningar hafa í för með sér, að hvor aðili um sig verður að láta undan í veiga miklium atriðum til þess að fá fram hitt. sem nauðsynlegra er. Verið getur, að samningum sé ekki unnt að koma á í stríð inu vegna þess, að markmiðin séu ósamrýmanleg, eða annar aðilinn eða báðir fáist ekki til að sætta sig við neitt minna en fullan ávöxt sigursins. Ef svo er verðum við að láta okk ur lynda að sjá á bak samn ingavoninni og halda áfram hina óvissu og ókortlögðu braut stríðsins. Eg hefi þá trú, að til sé með alvegur, unnt sé að binda endi á vopnaviðskipti og ná friðsam legri lausn. Taka verður þó fram fyrst af öllu. að meðal- vegurinn, —samkomulagsleið in, —hefir í för með sér áhættu. Andstæðingur sem heldur lífi kann ef til vill að leggja til orrustu öðru sinni. Á ríkisstjóm, sem ekki nýtur viðvarandi vemdar bandarísks herstyrks, kann að verða ráð- ist. henni spilll eða steypt af stóli. Að minni hyggju erum við nægilega hugrakkir til að leggja út í þessa áhættu. Þetta er sama áhættan og við tökum á okkur hvern einasta dag í hundrað ríkjum um heim all- an. Til eru tylftir ríkja, sem þá og þá gætu orðið fyrir kommúnistaárás eða spillingu. Ef við vildum ekki eiga á hættu að þessi ríki kynnu að verða fyrir spillingu kommún ista, eða verða þeim ef til vill að bráð. hefðum við einfald lega orðið að hernema þau öll. En Ijóst er, að við tókum fremur kost að lifa við þessa áhættu en að reyna að her- nema þessi ríki. Við göngumst undir þessa áhættu i trúnni á, að emstaklingar og þjóðir gef ist ekki viljandi upp fyrir mönnum fra öðrum löndum. SÉ ÞFSS’ grundvallartrú okkar röng verður Vietnam ekki annað en lítið leiftur í því mikla báli sem í vændum Róbert Kennedy er. En Kínverjar hafa beðið afhroð í Indonesíu, Alsír og Mið-Afríkulýðveldinu, — en þó ekki af því. að við séum þeim öflugri og færari, né heldur hinu, að við höfum sigr að þá. Þeir biðu afhroð vegna þess. að þjóðir þessarra landa vildu heldur ráða málum sín- um sjálfar á sinn hátt, — trú okkar reyndist á rökum reist. Ekki er víst, að þessi trú reyn ist rétt hvert einasta sinn eða í öllum löndum. En á liðinni tíð hafa menn ávallt kosið sjálfstæði og frelsi. hafi valið legið ljóst fyrir. Hver verða svo aðalatriði samkomulags í Víetnam ef við leggjum þessa megintrú á mannlegum vilja til grundvall ar? Hver svo sem aðstaða þjóð- legu freisisfylkingarinnar kann að vera, — hvort heldur hún er leikbruða einungis eða að einhverju leyti sjálfstæð, — værður að sætta sig við þá staðreynd við hvaða samkomu- lagsumleitanii sem er. að í Suður-Vietnam eru að verki ó- ánægjuöfl, bæði kommúnistísk og ekki kommúnistísk, sem vilja breyta ríkjandi skipulagi í landinu bæði pólitísku og efnahagslegu. Þrjár leiðir er unnt að fara i viðureigninni við slíka hópa sem þessa: Drepa þá eða yfir- buga, láta peim eftir landið eða veita peim hlutdeild í valdi og ábyrgð. Fyrri leiðirn ar tvær er ekki unnt að fara nú nema með því að beita her- valdi einu. Þriðja leiðin, að veita hin- um óánægðu hlutdeild í valdi og ábyrgð ei undirstaða allra vona um samningslausn. Þétta er hvorki auðveldasta né öruggasta leiðin. Ekki er held ur unnt að segja með iieínum öruggum iíkum með hverjum hætti þetta geti orðið né hve miki) að'idin yrði. Þetta gæt' orðið a einni ráðstefnu, mai gendurteknum fundum eða með hægíara og ijóma- lausn framvmdi' gagnkvæmra tilhliðrana smátt og smátt. ÞURFA MUN stórmikla pólitíska snilli og vit til að finna nákvæmlega út, hvað aðild má vera mikil án þess að leiða annað hvort til yfir- drottnunar eða innbyrðis átaka. Og sníliinni verður að vera samfara vilji til að kanna til þrautar hinn drjúg- mikla mun á framgimi, ætlun og áhuga Hanoi-manna. Pek- ingmanna og Sovétmanna. Vera má einnig að þetta kosti að koma á laggirnar málamiðlunarstjórn, sem eng um þessara aðila sé að skapi. Vissulega leggjum við nokkuð í hættu þegai við gerum ráð fyrir. í fyrsta lagi, að efnaleg og félagsleg velgengni dragi úr eftirsókninni eftir kommún ismanium, og í öðru lagi. að aðild að erfiðinu og ánægj- unm við að veita þjóðinni for ustu laði andstæð öfl til sam komulags sem varðveiti bæði sjálfstæði þjoðar þeirra og ný- fengna aðild þeirra sjálfra að valdinu. Einig verðum við að vera reiðubúnir að tefla á tvísýnu kosninga og eiga á hættu þann möguleika, að endursameining verði ef til vill samþykkt. Við verðum ennfremur að búa okk ur undir að hugsa um, hvaða afstöðu slík endursameinuð þjóð tæki til Bandaríkjanna, Kína kommúnistanna og Sovét ríkjanna. Séum við fúsir að tefla á þessa tvísýnu og andstæðingar okkar fúsir að leggja sinn málstað í sömu hættu, — sama val í friði. — getur samkomu lag verið mögulegt. Þá væri hin áhættan að baki ógn auk inna átaka og eyðileggingar. VITANLEGA yrði að vernda þessa samkomulags- lausn gegn skyndilegu ofbeldi og eyðileggingu. Fyrir hendi verður að vera alþjóð- legt vald til að bera ábyrgð á og fylgja fram samkomulag- inu, traust aðilanna og gagn- kvæmir eiginhagsmunir. Er- lendur her verður að hverfa á burt í jöfnum. ákveðnum áföngum. Og við verðum að standa á því fastar en fótun um, að alþjóðleg stofnun, sem unnt er að treysta hafi strangt og nákvæmt eftirlit með hinni pólitísku framkvæmd. Eg vil leggja ríka áherzlu á að ábyrgð okkar og árvekni í Vietnam væri engan veginn lokið með slíku samkomulagi. Johnson forseti hefir tekið skýrt fram, að við séum reiðu búnir að veita Norður-Víet- nam efnahagsaðstoð. Við verð um ennfremui að aðstoða við að bæta eyðileggingu 20 ára styrjaldar ef Suður-Vietnamar eiga að vera frjálsir að því áfram að ráða örlögum sínum og lifa i friði og eindrægpi við norðanmenn. Endurreisnarstarf okkar get ur orðiö allt að því eins dýrt og styrjaldarreksturinn er nú og krafizt enn meiri vits og Framhald á bls. 12.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.