Tíminn - 25.02.1966, Síða 9
FÖSTUDAGUR 25. febrúar 1966
TÍMINN
ÉS er komin til aS fá upplýsingar (Tardieu). Bjarni Steingrímsson og GuSmundur Pálsson.
LEIKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
ORÐ OG LEIKUR
Leikfélag Reykjavíkur hefur að
nýju tekið upp sýningar á stutt-
um verkum síðdegis á laugardög-
um. í fyrra var það Saga úr dýra-
garðinum eftir bandaríska höfund
inn Albee og nú einþáttungar
þriggja nútímahöfunda, sem rita
á frönsku. Þessi tilhögun hlýtur að
mælast vel fyrir hjá þeim, sem
hafa raunverulegan áhuga á
Leiklist, í fyrsta l.agi vegna þess
hve félagið hefur vandað val verk-
efnanna á þessum sýningum
vegna þess hve tíminn er hentug-
ur og lítið um svokallaðar skemmt
anir frá klukkan 4 til 6, og síðast
en ekki sízt vegna þess að félagið
boðar að með þessu móti sé unnt
að koma á framfæri mörgum ný-
stárlegum verkum, sem ekki er
rúm fyrir að kvöldi til. Það hljóm-
ar kannski skrítilega í eyrum kræs
inna leikhúsgesta, að vart sé ger-
legt að koma stuttum en nýstárleg-
um verkum að í kvölddagskrá fé-
lagsins, en hitt vill við brenna, að
borri manna gefi slíkum sýning-
um minni gaum en þær verðskulda
Dg vitanlega þarf leikfélag
Jð hugsa um pyngjuna eins og
flestar aðrar stofnanir. LR hefur
haft mörg leikrit sem fengur er að
á verkefnaskrá sinni fyrr og síðar
sn því er ekki að leyna, að talsvert
aunnmeti hefur slæðzt innanum og
iamanvið. Með tilkomu síðdegis-
sýninganna virðist stefnt að æski-
egra hlutfalli en verið hefur, og
;átið er í veðri vaka, að íslenzk
/erkefni séu næsta mál á dagskrá,
»f áhugi leikhúsgesta reynist næg-
ur. Þetta er fagnaðarefni.
Sýningin Orð og leikur er for-
vitnileg fyrir margra hluta sakir.
Þar er fyrst hérlendis flutt verk
eftir franska nútímahöfundinn
Jean Tardieu, sem telst til form-
byltingarmanna í leikritagerð, nýr
leikstjóri kemur fram á sjónar-
sviðið með fyrsta verkefni sitt í
Iðnó, þar er nýr leikmyndasmiður
á ferðinni með fyrstu verkefni sín
á þessum stað.
Sveinn Einarsson stjórnaði
þætti Tardieus: Ég er kominn til
að fá upplýsingar, en það er ann-
að leikstjórnarverkefni Sveins hjá
félaginu. Þáttur Tardieus er hvað
nýstárlegastur af þeim, sem hér
eru fluttir, einfaldur en torskil-
inn í senn, þar sem höfundur not-1
ar mjög hversdagslegt form til að |
komast inn á vandrataðar króka-
leiðir. Hið byrokratiska tákn, upp-
lýsingaskrifstofa á járnbrautar-
stöð, er skyndilega orðin vettvang
ur mannlegra örlaga, þar sem hin
þýðingarmestu skref eru stigin.
Þeir Guðmundur Pálsson og
Bjarni Steingrimsson fóru með
hlutverkin tvö, og hafa báðir vel
að unnið. Leikur þeirra ber einn-
ig vott um næmi og alúð stjórn
andans, en þáttur Tardieus er eitt
þeirra verka, sem ber að skynja
fremur en skilgreina, og ætla ég
mér ekki þá dul, að fjalla nánar
um inntak þess eða boðskap.
Leikmynd Sævars Helgasonar
lofar góðu um frekari afrek á því
sviði, en hún var að minni hyggju
í fullu samræmi við anda verksins
og gaf hæfilega sterkt til kynna
að þessi hversdagslegi staður væri
í rauninni staður til hinzta upp-
gjörs.
Þýðing Vigdísar Finnbogadóttur
lét vel í eyrum.
Annar þáttur sýningarinnar var
Leikur án orða eftir Samuel Beck-
ett, en þar lék Gísli Halldórsson
hlutverkið eitt og þögult. Manninn.
Þessi þáttur heyrir víst til smá-
verka hins fræga höfundar, en fað-
ernið leynir sér ekki: hið kulda-
lega skop, samúðin undir niðri.
Manninum er hrundið inn í tiiver-
una. Þar ráfar hann um eins og
________________________9
dýr í búri. Óskilgreint utanvið-
standandi vald réttir að honum
hnoss, sem hrökkva undan þegar
hann reynir að grípa þau, veitir
honum íánýt tækifæri. Maðurinn
þreytist á því að grípa í tómt
líkt og skepna, sem duttlungafull-
ur prakkari er að ginna. Nú bíður
hann og hefst ekki að. Þar hefst
mótleikur, en verkinu lýkur án
þess að árangur hans sé gefinn tii
kynna.
Gísli Halldórsson lék Manninn
og mun hafa verið einn í ráðum
um flest varðandi þáttinn, þar sem
leikskráin getur ekki um fleiri í
því sambandi. Hann lagði réttilega
áherzlu á hið skoplega. þar sem
andhverfan hlýtur að birtast líkí
og af sjálfu sér. ef skopið fær að
njóta sín. En þessi stutti þáttur
er nánast svipmynd og leikurinn
heyrir ekki til stórverka Gísla Hall
dórssonar
Þriðji einþáttungurinn, Skemmti
ferð á vígvöllinn eftir Arrabal, er
líklegastur til að ná hjörtum leik-
húsgesta, og að sumu leyti mestur
fengur að honum. Þar er spönsk
alþýða lifandi komin, lífsþróttur
hennar, skjótræði, trúgirni, barna
skapur, brjóstvit hennar og mann-
gæska í hnotskurn fáránlegra að-
stæðna. Þetta er listlega samið
verk, og listlega flutt í Iðnó. Það
er fyrsta leikstjórnarverkefni
Bjarna Steingrfmssonar hjá LR og
ber þess Ijósan vott, að hér hafi
félaginu bætzt góður liðsmaður á
því sviði. Sævar Helgason gerði
einfalda leikmynd, sem féll prýðis
vel að þættinum og hlutur ljósa-
meistarans, Gissurar Pálssonar,
varð mjög til að veita sýningunni
nauðsynlegt myndrænt gildi, með
hljóðritaðri undirstrikun, skothríð
og véladyn. Borgar Garðarson
skilar hér hlutverki á mjög
skemmtilegan og viðfeldinn hátt,
og minnist ég þess ekki að hafa
séð hann leika öllu betur en nú.
Arnar Jónsson fer léttilega og við-
kunnanlega með hlutverk annars
þátttakanda f stríðinu, og hlutverk
foreldra og skemmtiferðafólks eru
í öruggum og góðum höndum
þeirra Auróru Iíalldórsdóttur og
Haraldar Björnssonar. Guðmund-
ur Erlendsson og Erlendur Svav-
arsson léku sjúkraliða, og sýndi
Guðmundur eftirtektarverð svip
brigði í þessu smáhlutverki.
Þýðing Jökuls Jakobssonar fór
vel í munni leikaranna.
Baldur Óskarsson.
Aðalfundur
Iðnráðs
Reykjavíkui
Aðalfundur Iðnráðs Reykjavík-
ur var haldinn laugardaginn 5.
þ.m.
Ritari fundarins var kosinn,
Halldór Magnússon, málari. For
maður Iðnráðsins, Gísli Ólafsson,
minntist fyrrverandi formanns
Guðmundar Halldórssonar, sem
lézt á síðastliðnu starfsári.
Því naest skýrði framkvæmdar-
stjóri frá störfum Iðnráðsins á
liðnu kjörtímabili.
I stjórn voru kosnir: Formaður,
Gísli Ólafsson, bakari, og með-
stjórnendur: Valdimar Leonhards
son, bifvélavirki, Þorsteinns B.
Jónsson, málari, Ásgrímur Lúðvíks
son, bólstrari og Ólafur H. Guð-
mundsson, húsgagnasmiður.
f varastjórn: Þorsteinn Daníels
I son, skipasmiður, Hafsteinn Guð-
mundsson, járnsmiður, Gissur Sig-
urðsson, húsasmiður og Guðjón
Brynjólfsson, blikksmiður.
Endurskoðendur: Guðmundur
B. Hersir, bakari og Árdfs Páls-
dóttir, hárgreiðslukona. Til vara:
Hrafnkell Gíslason, bifreiðasmiður.
Skemmtiferð á vígvöllinn. (Arrabal). Arnar Jónsson, Borgar Garðarsson, Haraldur Björnsson og Auróra Hall-
dórsdóttir.
«■'. *-i vi 0 Ai Á> V 4.Í V' vt vi, c... U. LI
>> ..T. /. v, * .