Tíminn - 25.02.1966, Blaðsíða 16

Tíminn - 25.02.1966, Blaðsíða 16
 <$► 46. tbl. — Föstudagur 25. febrúar 1966 — 50. árg. ENN FÝKUR SÁL JÓNS INN UM GULLNA HLIÐIU Jarðskjálfta vart í Fljótshlíð Eru Katla eða Hekla að vakna? GÞE-Reykjavík, fimmtudag. Heimilisfólki'ð á Barkarstöðum, sem er innsti bær í Fljótshlíð inni varð vart við talsverðar jarð hræringar seint í gærkveldi og snemma í morgun. Fyrsti kiippur inn var kl. 11.15 og annar nokkr um mínútum síðar. Á sjöunda tím anum í morgun varð fólkið svo vart við þriðja kippinn. Að sögn bóndans á Barkarstöðum voru kippir þessir ekki snarpir en Stærsti bóka- markaðurinn GÞE-Reykjavík, fimmtudag. Hinn árlagi bókamarkaður bóksalafélags íslands í Lista mannaskálanum hefst árdeg is á morgun, og stendur yf ir fram að næstu helgi. Á markaði þessum mun kenna ýmissa grasa, og eru bóka titlarnir sem á boðstólum eru ekki færri en 3(H). Hef ur bóksalafélag fslands aldrei fyrr haft svo stóran markað. Þarna eru barnabækur í meirihluta, en mikið er einn ig af íslenzíkum og þýddum bókmenntum, svo sem ská.'d sögum, ferðabókum, ævi- þáttum, Ijóðabókum og fleiru. Eru bækurnar sum ar hverjar orðnar ærið fá- gætar, og einstaka eru að- eins á markaðinum í fjórum eða fimm eintökum. Yngstu bækumar eru eitthvað um þriggja ára, en þær eiztu frá því fyrir aldamót., Á bókamarkaðínum í íyrra seldust algjörlega upp 34 bókatitlar og þar á meðal Árbækur Espólín, ljós- prentaðar 12 deildir, voru þær seldar á 350 kr., en núna eru þær til sölu hjá fombókasala einum hér í bæ og kosta kr. 2.000.00. Blaðamönnum var í dag boðið að sjá bækurnar, og reyndist þarna mikið úr- val íslenzkra og erlendra bóka á sérlega hagstæðu verði. Blaðamaður Tímans Eramham a . 14 fremur líðandi, og ekki varð hið minnsta tjón af völdum þeirra. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið fékk í dag frá jarðeðlis- fræðideild Veðurstofunnar mæld ust á tímabilinu 11.15 í gærkveldi til 6.52 í morgun á að gizka sjö kippir á þessu svæði eða í um það bil 150 km fjarlægð frá Reykjavík. Er áætlað að þessar jarðhræringar stafi frá umbrot- um á Torfajökuls-MýrdaiIs-jökul- svæðinu. Svo sem fyrr segir hafa kippir þessir ekki verið snarpir, og svo virðist sem fáir hafi veitt þeim eftirtekt, því að Veðurstofan hafðn engar tilkynningar fengið 'um þá um þrjúleytið í dag. Snemma í morgun hringdi bónd inn á Barkastöðum til Hvolsvall ar og sagði frá jarðhræringunum, en þar hafði enginn orðið þeirra var, enda eru um það bil 30 km. milli staðanna. í stuttu viðtali við blaðið í dag. sagði bóndinn á Barkarstöðum, að jarðhræringa yrði afar sjaldan vart á þessum slóðum, og þá sjaldan sem það væri, stæðu þær í einhverju sam bandi við umbrot í Heklu. Hins vegar var talið á jarðeðlisfræði- deild Veðúrstofunnar, að hér væri um að ræða umbrot á Torfa- jökuls-Mýrdalsjökulsvæðinu, og gæti þetta jafnvel bent til þess, að Katla væri að drepa sig úr dróma, en ekkert væri reyndar tun þetta vitað með vissu. liiÉiÉÉi GÞE-Reykjavík, fimmtudag. % Þjóðleikhúsið frumsýnir Gullna hliðið eftir Davíð Stef ánsson á föstudagskvöld. Leik ritið hefur oft verið fært upp jafnt í Reykjavík, sem úti á landi, og hefur það alls staðar átt miklum vinsæidúm að fagna. Leikritið var frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur 26. desember 1941, og tók Þióð- leikhúsið það til meðfcrðar á öðru starfsári sínu eða 1951. Auk þess var verkið sýnt í Þjóðleikhúsinu í santbandi við afmælishátíð Davíðs Stefánsson ar, er skáldið varð 65 ára. Leiikstjóri er Lárus Pálsson, en hann hefur alltaf stjórnað verkinu, er það hefur verið fært upp í Reykjavík. Æfingar á verkinu hafa staðið yfir allt frá áramótum, og aðalhlutverK in hafa með iendi leikararnir Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Rú rik Haraldsson og Gunnar Eyj ólfsson. Leiktjöld eru eftir Lár ... (Tímamynd Bj. Bj.) us Ingólfsson, tónlist eftir Pál ísólfsson. Tónlistarstjóri er Bohdan WodLczko. Svo sem kunnugt er, byggði Davið leik- rit sitt á þjóðsögunni Sálin hans Jóns míns, sem flestir ísiend ingar kannast við. Bæði vegna sögunnar og hinnar skemmti- legu efnismeðferðar Daviðs, hefur leikritið orðið íslending um afar hugstætt, og þeir eru vafalaust fáir, sem komnir eru til vits og ára, er ekki hafa séð leikritið eða heyrt þess getið. STJ0RNÍN TJALDAR TIL EINNAR NÆTURÍSJÁ VARÚTVEGSMÁLUM HZ-Reykjavík, fimmtudag. „Framleiðsluatvinnuvegirnir eiga við stórfellda erfiðleika að stríða vegna óðaverðbólgunnar. Þeir munu fara vaxandi að óbreyttri stjómarstefnu, sem hlýt ur að hafa í för með sér áfram- hald óðaverðbólgunnar. Með ráðstöfunum af því tagi, sem hér er gert ráð fyrir, er tjald að til einnar nætur auk þess sem þær eru i veigamiklum atriðum gallaðar. Þar sem á hinn bóginn virðist allvíðtæk samstaða um þessar ráð- stafanir meðal forystumanna þess- ara stétta, sem mestan hlut eiga að máli — væntanlega sökum þess, að þeir eru úrkula vonar um haldbetri ráðstafanir af hálfu ráðandi meirihluta — sjáum við, sem að þessu nefndaráliti stöndum ekki ástæðu til að leggjast gegn framgangi frumvarpsins." Þannig voru upphafsorð Helga Bergs í Efri deild í gær, er hann mælti fyrir 2. minnihluta sjáv- arútvegsnefndar. Helgi Bergs og Ólafur Jóhannes- son, þingmenn Frams. flokksins í sjávarútvegs- nefnd skiluðu Myndin sérnefnaaráliti og einnig skilaði þingmaður Alþýðubandalagsins séráliti. Frumvarpið, sem til um- ræðu var, fjallar um útflutnings- gjald af sjávarafurðum. Við aðra umræðu tóku margir þingmenn til máls og að henni lokinni fór fram atkvæðagreiðsla um breyt- ingatillögur frá meiri hluta sjáv- arútvegsnefndai og frumvarpið þannig breytt. Voru breytingartil- lögurnar og frumvarpið breytt skv. þeirri samþykkt. Þriðja umræða fór einnig fram, þá talaði enginn, en samþykkt var að senda málið til Neðri deildar og mun það tekið fyrir í henni í dag. Helgi Bergs sagði ennfremur f ræðu sinni: Sj ávarútvegsnef nd hefur haft frv. til athugunar. Hún hefur hald ið um það nokkra fundi og fengið til viðræðna við sig forstjóra Efna hagsstofnunarinnar, Jónas H. Har- alz, sem var oddamaður yfirnefnd- ar um fiskverðið í vetur, og skýrði hann n. frá ýmsum útreikningum og athugunum, sem lágu til grund- vallar verðlagningunni, og sjónar- miðum, sem frv. byggðist á, og fulltrúa fiskkaupenda, sem mæltu með meginefni frv. Þá mættu einn ig á fundi n. fulltrúar fiskseljenda. Voru það í fyrsta lagi framkvæmd- arstjóri og erindreki L.Í.Ú., sem Framhald á bís. 2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.