Tíminn - 25.02.1966, Blaðsíða 13

Tíminn - 25.02.1966, Blaðsíða 13
FÖSTCDAGUR 25. febrúar 1S6G ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR Auka þarf keppni í hlaupum innanhúss Sexþrautarkeppni KR lokið Hinni margumtöluðu sexþraut KR-inga í frjáisiþróttum er nú lokið. Síðasta grein keppninnar var 300 m hlaup og sigraði Ólafur Guðmundsson í þeirri grcin. Segja má, að þessi keppni hafi tekizt vel í alla staði, og eru KR-ingar á einu máli um það, að auka beri hlaupakeppni innanhúss yfir vetr- artímann. Um þetta segir í frétta- tilkynningu frá frjálsíþróttadeild KR: Lokagreinin í keppninni, 300 m hlaupið, fór fram miðvikudag- inn 16. febr. Keppni þessi var skemmtileg og nýstárleg, og er það engum vafa undirorpið, að með slíkri keppni má mjög auðga hið fábreytilega vetrartímabil frjálsiþróttamanna hérlendis. Þess ari hlið frjálsra íþrótta hefur ekki verið gefinn neinn gaumur hér á landi, en nú er sannarlega kom- inn tími til, að íslenzkir frjáls- íþróttamenn og ekki sízt forystu- menn á því sviði, endurskoði af- stöðu sína og reyni að læra af reynslu nágrannaþjóðanna, sem nm árabil hafa keppt í hlaupum innanhúss með góðum árangri. Engir umtalsverðir annmarkar voru á framkvæmd hlaupsins, aðr- ir en þeir, að aðeins einn kepp- andi getur hlaupið í einu. í tals- vert stærri sal, t.d. íþróttahöllinni í Laugafdal mætti fá mun stærri hringbraut .(g.m.k. 100 m) og að auki svigrúm til að 4—6 menn gætu hlaupið samtímis. Hingbrautin í KR-salnum er 75 m löng og voru því hlaupnir 4 hringir. Ólafur Guðmundsson sigraði ör ugglega í 300 m hlaupinu á 43.5 sek, en geta má þess til gamans, að bezti tími hans í 300 m hlaupi utanhúss, er 8 sek. betri, eða 35.5 sek. Úrslit í 300 m hlaupinu: Ólafur Guðmundsson 43.5 sek Björn Sigurðsson 44.6 sek Trausti Sveinbjörnsson 45.1 sek Úlfar Teitsson 45.4 sek Nils Ziemsen 46.6 sek. Þórarinn Ragnarsson 46.6 sek Ólafur Sigurðsson 47.2 sek Stigakeppnin stendur nú þannig: Ólafur Guðmundsson 22 stig Björn Sigurðsson 27.5 stig Nils Zimsen 40.5 stig Tekið skal fram, að þótt sex- þrautarkeppninni sé raunverulega lokið í karlaflokki, eru þetta ekki endanleg úrslit. Allmargir kepp- endur hafa misst af keppni í einni grein, en þeim verður gefinn kost- ur á að keppa í henni n.k. mið- vikudag og komast þannig aftur á blað í stigakeppninni. Þrír af leikmönnum Dundee Utd. Mogens Berg iengst til vinstri. 'Hann er Dani frá Odense. Fyrir miðju er Svíin Person frá Gautaborg, margreyndur sænskur landsiiSsmaður. Og til hægri er Dössing — Dani frá Viborg. Dundee Utd. til fslands á vegum Fram í byrjun júní - í liðinu eru nokkrir þekktir norrænir leikmenn ALF-Reykjavík, fimmtudag. fslenzkir knattspyrnuunnemUir eiga von á góðum gestum næsta sumar, því afráðið er, að skozka 1. deildar liðið Dundee Utd. komi Myndin hér að ofan birtist f „Expressen'* með greininni um Ingólf. Þarna sést Ingólfur skora i leik Malm- berget. r „Expressen" um Ingélf Oskarsson: I flokki toppmanna Alf—Reykjavík, fimmtudag. Tímanum barst nýlega eintak af sænska stórblaðinu „Expressen“ og í því rákumst við á skemmti- lega grein um Ingólf Óskarsson, þar sem honum er hælt á hvert reipi. Orðrétt segir í greininni: „Óskarsson er ekki aðeins bezti Ieikmaður Norrlands, heldur telst hann í hópi toppmanna í sænsk- um handknattleik í dag.“ Þessi ummæli „Expressen' eru mikil viðurkenning fyrir Ingólf, þótt lið hans, Malmberget hafi Svíþjóðar misst af lestinni upp í 1. deild, en nýlega tapaði Malmberget fyrir Hornskroken í þýðingarmiklum leik, sem skar úr um það, hvort liðið hlyti rétl til að keppa um sæti í 1. deild. Framhald á bi. 14. hingað á vegum Fram í byrjun júní og leiki þrjá leiki. Björgvin Schram, formaður KSÍ, hefur ann- ast samninga fyrir Fram við hið skozka félag, en þess má geta, að fleiri skozk 1. deildar lið höfðu áhuga á íslandsferð, þ.á.m. Dun- fermline, Kilmarnock og Hibern- ian. Dundee Utd. er um þessar mund ir ofarlega í skozku 1. deildinni, en hefur verið slegið út í bikar- keppninni. Liðið hefur innan sinna vébanda 5 eða 6 norrær.a leikmenn, þ.á.m. Persson og Wing frá Svíþjóð, sem eru kunnir sænsk ir landsliðsmenn, Mogens Berg, danskur landsliðsmaður, og Döss- ing, sem einnig er danskur. Allir þessir leikmenn hafa vakið verð skuldaða athygli í skozku knatt- spyrnunni og aukið aðsóknina að leikjum Dundee Utd. Skozk knattspymulið hafa áður gist ísland. Er skemmst að minn- ast komu St. Mirren og Dundee. Upp úr þeim heimsóknum fengu forystumenn í skozku félögunum augastað á ísl. leikmönnum, og varð það m.a. til þess, að Þórólf- ur Beck fór til St. Mirren, en nokkrir aðrir leikmenn fengu tæki færi til að æfa með skozkum fé- lögum. Eins og fyrr segir, er ráðgert, að Dundee Utd. leiki þrjá leiki í för sinni hingað, gegn gestgjöf- unum, Fram, Rvíkur- og íslands- meisturum KR og úrvalsliði KSÍ, en það skal tekið fram, að ekkert hefur endanlega verið ákveðið um þetta. Rúmenar unnu Dani 20:17 Heimsmeistararnir i handknatt- leik, Rúmenar, léku í gærkvöldi gegn Dönum landsleik í Kaup- mannahöfn. Svo fóru lcikar, að I Rúmenar sigruðu með þriggja marka mun, 20:17, eftir að hafa haft yfir í hálfleik 9:8. Bezti leik maður rúmenska liðsins var Jacov, sem skoraði 5 mörk. Ole Ejleirsen skoraði flest mörk danska iiðsins. 5, en Arne Andersen skoraði 4. Á sunudaginn munu Rúmenar leika landsleik gegn Norðmönnum í Sandefjörd og í íþróttahöllinni i Osló á þriðjudaginn. Eftir það halda Rúmenar til Reykjavíkur og leika tvo landsleiki gegn íslend ingum um aðra helgi. Real Madrid og Ferencvaros töp- tiðu fyrri leik Ferenscvaros, liðið sem Kefl- víkingar mættu i fyrstu umferð Evrópubikarkeppninnar í knatt spyrnu, tapaði í fyrrakvöld fyrir Inter Milan í „kvartfinal" keppn- inni 0:4. Þetta var fyrri leikur liðanna. f Brussel fór einnig fram leik- ur í fyrrakvöld i Evrópuhikar- keppninni milli Anderlecht (belg- ísku meistaranna) og Real Madrid. Anderlecht sigraði með 1:0. 1:0 Enska landsliðið með þrjá nýliða innanborðs, Newton (Blackburn), Hunter (Leeds) og Hurst (West Ham), sigraði V-Þýzkaland í landsleik í fyrrakvöld með 1:0. Leikurinn fór fram á Wembley og skoraði Stiles ( Manch. Utd.), sem lék i stöðu miðherja eina mark leiksins í fyrri hálfleik. Leikurinn þótti frekar lé- legur, en þess má geta, að vöUurinn var mjög þungur. Landsliðsþjálfarinn Alf Ramsey kom mönnum á óvart með uppstillingu liðs ins, sem var þannig: Banks, Cohen, Newton, Moore, J. Charlton, Hunter, Ball, Hunt, Stiles, Hurst og B. Charlton.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.