Tíminn - 25.02.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.02.1966, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 25. febrúar 1966 TÍMINN (SPEGLITÍMANS *'.................. l Eins og skýrt hefur verið frá hér á síðunni kom skopleikar- inn frægi Danny Kay til Lund- úna ekki alls fyrir löngu til þess að stjórna hljómleikum Fílharmoníuhljómsveitar borg- arinnar. Allur ágóðinn rann til ★ Brezka veðurstofan lætur ekki leiðinlega veðurfræðinga eða þuli flytja veðurfréttirnar í sjónvarpinu, heldur hafa þeir til þessa unga og fallega stúlku, Anne Aldred, og les hún veður- fréttirnar í viðeigandi klæðn- aði, og er nú hægt að sjá það á klæðnaði hennar, þegar hún birtist í sjónvarpinu, hvernig verðinu er háttað. Þegar hvasst er og kalt les hún veðurfrétt- irnar klædd minkapels og þeg- ar er frost og stormur kem- ur hún í kuldaskóm og með eyrnahlífar, í göngudragt ef veðrið leyfir og þegar það er sumar og sól klæðist hún bik- ini. Fatnað þennan láta helztu tízkuverzlanir Lundúna í té. ★ Innan skamms verða Oscars- verðlaunin veitt í 38. skipti. Hér á myndunum sjást þær fimm leikkonur, sem sagðar eru líklegar til þess að hreppa verð launin að þessu sinni. Þær eru' Efri röð frá vinstri. Elizabeth Hartman, fyrir leik sinn í kvik myndinni „A Patch of Blue“ og Simone Signoret fyrir leik sinn í kvikmyndinni ,,Ship of Fools“. Neðri röð frá vinstri: Julie Andrews fyrir leik sinn í kvikmyndinni „The Sound of Music“, Julie Ohristie fyrir leik sinn í myndinni „Darling" og Samantha'Eggar fyrir leik sinn í kvikmyndinni „Bottom from left“. góðgerðarstarfsemi og meðal gesta sem viðstaddir voru hljómleikana var Márgret prins essa. Hér á myndinni sést stjórnandinn ásamt konu sinni ræða við Margretu. ★ Silfurpeningur til minningar um The Beatles verður nú á boðstólum innan skamms í Bretlandi, Bandaríkjunum og víða í Evrópu. Öðrum megin á peningnum verður greypt mynd af þeim fjórmenningun- um en hinum megin verða nöfn þeirra, með þeirra eigin hendi og setningin The Beatles 1965—1966. Er búizt við, að þessir peningar seljist vel. Það hefur verið fremur hljótt um furstahjónin í Monaco að undanförnu. Þó komust þau í heimsfréttirnar nú fyrir skömmu, þegar þau brugðu sér til Parísar til þess að opna nýtt dagheimili þar. Var fjöldi manns viðstaddur og er mynd- in hér að ofan tekin af þeim hjónum við það tækifæri. Kaþólskur prestur að nafni Jerome Toner, skrifaði írska tímaritinu Irish Spotlight fyr- ir skömmu. í bréfi sínu til blaðsins stakk hann upp á því, að prestar fengju tækifæri til þess að losa sig við hinar dökku gamalsdags hempur sínar. — Við eigum að vera prestar gleð- innar og ljóssins, og hvers vegna ættum við að klæðast svo dökku? spyr pfesturinn. — Jafnvel lítil börn verða hrædd, þegar stór og svartur skuggi beygir sig yfir vagninn þeirra. Heimsmeistarinn í þungavigt, Cassius Clay ætlar nú að reyna að komast hjá því að vera kall- aður í herinn vegna trúar sinn- ar, en hann er eins og kunn- ugt er Múhameðstrúar. — Ég er Múhameðstrúar, seg ir Cassius og við förum ekki í stríð, nema það sé stríð, sem Allah sjálfur hefur lýst yfir. Það er talið mjög sennilegt að heimsmeistarinn verði send ur til Vietnam. Dagblaðið Daily News, sem hafði viðtal við Cassius fyrir skemmstu skrif- aði, að Cassius hefði lýst því yfir að hann hefði séð fjöl- marga hvíta menn brenna til- kynningar þær, sem þeir fengu og kölluðu þá í herinn. Um Vietnam sagði Cassius: — Ég veit ekkert um Vietnam. Ég hef aldrei verið þar. Hvar er það? Er það í námunda við Kína? Kannski fer ég þangað, þegar stríðinu er lokið. Ég get ekki fárið þangúð, þegar allir skjóta á alla. Ég veit ekkert um pólitík. Upprunalega handritið að skjölum þeim, sem ógiltu hjóna band Napoleons Bonaparte og Josephine de Beauharnais fund ust í Alexandriu fyrir nokkru. Samkvæmt upplýsingum þaðan hafa Napoleon og Josephine sjálf undirritað skjölin ásamt 13 vitnum, sem flestir voru ætt- ingjar Napoleons. Prófessor nokkur í sögu við háskólann í Alexandriu segist hafa rann- sakað skjölin vandlega og kom- izt að þeirri niðurstöðu, að þau séu ekta. Margrét Danaprinsessa er nú á ferðalagi í Vesturheimi og eins og svo margt kóngafó'k hefur hún gaman af fornminj um. Hér hefur hún „horfið aft ur í aldirnar" og skoðar gaml- ar Indíánarústir í Mexico. Það er vfst sérlega erfitt að vera vinur Birgitte Bardot, að minnsta kosti hefur hún orsak- að það að tveir ungir menn, Jacques Charrier og Sami Frey fengu taugaáfall. Charrier fékk raunar taugaáfall tvisvar sinn- um — fyrst, þegar þau hitt- ust fyrst og seinna eftir að þau voru gift. Sögur herma, að ekkert útlit sé til þess að núverandi förunautur hennar Bob Zaguri fái taugaáfall og þykir það vel af sér vikið. Á VÍÐAVANGI 862 milljónir. Vísir þykist himin hönduin hafa tekið, þar sem er grein Jóhanns Hafstein um gróðann af erlendri álbræðslu í sam- bandi við Bérfellsvirkjun. Dreg ur Vísir vizkuna úr grein Jóhanns saman í eftirfarandi kjarna og feitletrar á forsíðu í gær: „Eftir að tilboð í Búrfells- virkjun hafa nú borizt og áætl anir gerðar, sem byggjast að verulegu leyti á föstum tilboð um, og miðað við nokkurn flutning framkvæmda frá sið ara stigi á fyrra stig, kemur í ljós, að virkjun með ál- bræðslu er enn þá hagkvæmari en fyrri áætlanir sýna. -Sé mun ur á rekstrargjöldum virkjan anna frá ári til árs lagður á 6% vöxtu, safnast í sjóð, ef virkjað er með álbræðslu, scin væri orðinn árið 1976 kr. 392,7 millj. samkvæmt nýjustu nið urstöðum í stað 319 millj. kr. samkvæmt eldri áætlunum. Þessi sjóður yrði árið 1985 alls 862 millj. kr. Er það í tölum talið hagurinn af því að virkja með rafmagnssölu til álbræðslu". Jóhanni og Vísi finnst auð- vitað mikið til 862 millj. koma, og víst er það nokkur pening ur. En ýmsir mundu spyrja, hvers virði verða 862 miUj. eft ir aldarfjórðung? Ef verðlags þróunin og verðbólgan hafa sama hátt á næsta aldarfjórð ung og undir viðreisnarstjóm síðustu sjö árin, verður það satt að segja ekki mikið fram kvæmdafé. Ef lagðar væru inn 200 milljónir. En fyrst álmenn telja það slíkan feikiauð að eiga 862 milljónir eftir tvo áratugi, mætti ef til vill finna til þess auðveldari ráð en færa allar þær fórnir, sem til þess þarf að koma hér upp erlendri ál- bræðslu. Til dæmis mætti nú leggja inn á 6% vöxtu 250 millj ónir, og yrðu þær þá orðnar 862 eftir 20 ár líka. Löngun álmanna til þess að villa um fyrir þjóðinni ál- bræðslu í vil er svo mikil, að þeir víla ekki fyrir sér að telja 20 ára vexti af fé, sem ísjendingar kynnu að leggja á vexti, lika tekjur af álbræðsl unni!! En er nú alveg víst að þess ar 862 millj. séu öruggur hagn aður? Að vísu segir Vísir, að tilboðin í virkjunina séu að „verulegu leyti föst“. En hvað verður, ef byggingarkostnaður fer svo sem 10—20% fram úr áætlun? Annað eins hefur nú komið fyrir, jafnvel hjá AI- menna byggingafélaginu, eða ætli álmenn hafi hafnargerðina í Þorlákshöfn til sannindamerk is um öryggi tilboða þessa að- ila? Og ef við þetta bættist, að gera yrði ísvarnarmann- virki við virkjunina fyrir 200 millj. sem sérfræðingar telja nauðsynlegt, en nú má alls ekki reikna með í stofnkostn aði? Og færi nú einnig svo, að við vrðum að framleiða raf- magn með olíu handa álbræðsl unni með fimmföldum fram- leiðslukostnaði á við það, sem hún greiðir? Gæti ekki verið, Vísir sæll, að eitthvað færi að saxast á þennan ágóða? Borgar sig að setja íslenzka kramna.í, n ,4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.