Tíminn - 01.03.1966, Qupperneq 2

Tíminn - 01.03.1966, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 1. marz 1966 Stórkaupmenn vilja aukið verzlunarfrelsi EJ—Reykjavík, mánudag. Á aðalfundi félags íslenzkra stórkaupmanna, sem haldinn var laugardaginn 26. febrúar. voru ýmis hagsmunamál félagsins rædd. Fundurinn, sem var fjöl- sóttur, samþykkti svohljóðandi ályktun: „Aðalfundur félags íslenzkra stórkaupmanna 1966, skorar á rík- isstjórnina að framkvæma nú þeg ar eftirtalin atriði: a. Afnema einkasölu ríkisins á eftirtöldum vörum: Tóbaki, við- tækjum, eldspýtum, bökunar- dropum, ilm- og hárvötnum og grænmeti, Frá verðlagsráði landbúnaðarins. Vegna nýju kaupgjaldsvísitöl- unnar breytist verð á landbúnaðar vörum í fyrramálið þannig, að súpukjöt 1. verðflokkur kostar kr. 67.20 hvert kg., en kostaði áð ur kr. 66.00 Verð á öðrum kjöt- vörum hækkar sambærilega. Hver mjólkurhyrna hækkar í verði um 10 aura, þannig að hver mjólkurhyrna kostar nú kr. 7.75. Rjómi í lausu máli hækkar um 80 aura hver lítri og kostar nú kr. 85.40. 45% ostur hækkar úr kr. 124.50 í kr. 125.75 hvert kg. Verð á smjöri helzt óbreytt. b. afnema gildandi verðlags- ákvæði með öllu, c. lækka tolla enn frekar en gert hefur verið, d. rýmka heimild einkafyrir- tækja til að flytja út framleiðslu vörur þjóðarinnar, e. stuðla að því, að Verzlun- arbanki íslands h.f., fái heimild til gjaldeyrisviðskipta og veita bankanum aðstoð til að koma á fót verzlunarsjóði til eflingar frjáls ari verzlun í landinu. Aðalfundurinn vísar til fyrri röksemda, varðandi ofangreind mál, sem hann telur, að eigi þurfi að ítreka. Aðalfundurinn vill færa ríkis- stjórninni þakkir sínar fyrir það mikla átak, sem gert hefur verið í því að gera innflutningsverzlun- ina svo til alfrjálsa, landsmönnum öllum til hagsbóta.“ Árekstur í Svínahrauni í gær var ekið á kyrrstæðan bil í Svínahrauni á Hellisheiði. Hafði ökumaður stöðvað bifreið sína til þcss að huga að vélinni, þegar ekið var aftan á bifreiðina. Meiddust tveir farþegar í bifreið inni, sem ók á hina en ekki munu meiðslin hafa verið alvarleg. Á- reksturinn varð á fjórða tímanum í gær. Nkrumah verður dreginn fyrír rétt — ef hann kemur NTB-Accra, Addis Abeba og Moskvu, mánudag. Kwame Nkrumah, fyrrverandi forseti Ghana, verður dreginn fyr ir rétt, ef hann kemur til Ghana, að því er leiðtogi byltingarmanna Joseph Ankrah, hershöfðingi, tjáði fréttamönnum í dag. „Sér- hvert land, sem Nkrumah dvelst í, verður beðið að afhenda okkur hann,“ sagði Ankrah. Nkrumah sjálfur fór frá Peking í dag í sovézkri flugvél, en ekki er vitað, hvert hann ætlar. Ankrah hershöfðingi sagði þefta á sínum fyrsta blaðamannafundi frá því stjórnarbyltingin var gerð á fimmtudaginn. Aðalmál fundar ins var, að kynna Daniel Amihyia, sem var í London, meðan bylt- ingin var gerð og sem lýsti því yfir þar, að hann væri maðurinn á bak við byltinguna. Hann var um kringdur hermönnum, og Ankrah hershöfðingi sagði, að byltingar- menn þekktu ekki Amihyia. „Hann er glæpamaður, sem leitað hefur verið að í Ghana,“ sagði Ankrah. Ankrah var að því spurður, hvað gert yrði við Nkrumah, ef hann kæmi aftur til Ghana, og sagði, að hinir nýju leiðtogar vildu ekki blóðsúthellingar. Við köllum hann fyrir rétt fyrir afbrot hans, ekkert annað, sagði hann. Jafnframt sagði hann það ósatt, að nýju leiðtogarnir ætluðu að slíta stjórn málasambandi við Sovétríkin og til Ghana að nýju Kína. Við viljum reyna að hafa gott samband við alla, sagði hann. Nkrumah fór með flugvél frá sovézka flugfélaginu Aeroflot frá Peking í dag, en ekki er vitað um ákvörðunarstað hans. Aukaflug- vél frá Areflot kom í dag til Ur- kutsk í Austur-Síberíu og hélt síðan áfram til Moskvu, en ekki hefur verið staðfest, að Nkrumah sé um borð í vélinni, en talið er, að svo sé. Talsmenn sendiráðs- Ghana í Moskvu sögðu í dag, að þeir vildu ekkert með hinn fallna leiðtoga sinn hafa, ef hann kæmi þangað. Heimildir segja, að Nkrumah muni ekki vera lengi í Moskvu. í dag hófst ráðherrafundur Ein ingarbandalags Afríku 45 mfnút- um síðar en áætlað var. Töfinni ollu umræður um, hverjir væru hinir réttu fulltrúar Ghana á ráð- stefnunni — sendimenn hinnar nýju stjórnar, eða sendimenn Nkrumah. en samkomulag náðist ekki. Quaison Sackey, utanrikis ráðherra Nkrumah, átti að vera fundarstjóri, en með þegjandi samkomulagi sendinefndar nýju stjórnarinnar. hófst fundurinn undir stjórn utanríkisráðherra Sómalíu. Quaison-Sakey kemur til Addis Abeba á morgun, og er tal ið, að hann ætli sér að berjast gegn því, að sendinefnd hinnar nýju stjórnar verði viðurkennd á fundi Einingarbandalagsins. TÍMINN Ætla að byggja 27 þús. ni3 hús við Miklubraut SJ-Reykjavík, mánudag. Við Miklubraut er í bígerð að reisa 27 þús. rúmmetra byggingu er á að hýsa um 30 heildsölufyrir tæki og mun skapast eins konar heildsölumiðstöð í þessari bygg- ingu, eftir því sem segir í frétta tilkynningu frá Félagi íslenzkra stórkaupmanna. Arkitcktarnir Jós er Reynis og Gísli Halldórsson, vinna nú að frumuppdráttum og „samkvæmt þegar gerðum útlits teikningum mun þetta verða ein fegursta stórbygging borgarinn- ar, sem setja mun svip sinn á hinn nýja miðbæ“, eins og segir í fréttatilkynningunni. NÁMSKEIÐ í STÆRÐFRÆÐI Brezkur stærðfræðingur, Dr. Michael Mather frá Manchester Háskóla, mun halda fyrirlestra um inngangsatriði tópólógíu við Há- skóla íslands í marzmánuði. Tópólógía er eitt af meginatrið um nútímastærðfræði, og er þetta í fyrsta skipti, sem hún er kennd við Háskólann. Viðtalstími og fyrsti fyrirlest urinn verða í I. kennslustofu Há- skólans miðvikudaginn 2. marz 1966 kl. 17.30. Öllum er heimill aðgangur. VeriS er aS handiárna Ásmund á lögreglustöSinni í Reykjavík. Nokkrum mínútum siSar hafSi hann leyst af sér handjárnin. Tímamynd—GE. Islenzkur töframaður sagar sundur kvenfólk! GÞE—Reykjavík, mánudag. Það er ekki svo ýkja langt síðan, að menn voru í hrönn- um dæmdir til dauða fyrir galdra, og áttu allir þeir, sem framkvæmt gátu hluti, sem fjöldinn ekki skildi, að vera í nánum tengslum við djöfsa þann, sem bústað átti í iðrum jarðar. Við, sem lifum á atóm öld, álítum, að þessir fuglar séu fullt eins mikil guðsbörn og Pétur og Páll, og þetta séu menn, sem eigi hæfni sína und ir miklu viljaþreki og þjálfun komna. Slíkir náungar eru ekki á hverju strái, en að und- anförnu hafa borizt sögur af ungum kynjamanni, sem ku geta leyst af sér handjám eins og að drekka vatn, dáleitt sak iaust fólk með augnaráði sínu einu saman og stolið af fólki bráðnauðsynlegustu hlutúm. svo sem gervitönnum, án þess að viðkomandi hafi um það hina minnstu hugmynd. Þessi furðufugl Ieit inn á ritstjóra arskrifstofu Timans í dag. Hann heitir Ásmundur Pálsson og er '22j<- ára að aldri. ‘ Þetta virðisl hinn mesti still ingarmaður, hægur og rólegur með afbrigðucn, og bágt á ég með að trúa því, að allar sög- umar sem hann sagði mér séu sannar en forvitinn lesandi get ur komizt að raun um það, éf hann lítur ínn í Austurbæjar- bíó á fimmtudagskvöld kl. 11.15, en þar mun hann koma fram ásamt 50 öðrum skemmti kröftum. Skemmtun þessi vprð ur á vegum Skrifstofu skemmtikrafta. — Hvað er það nú helzt sem þér er til lista lagt, Ásmundur? — Eg het fengizt talsvert við dáleiðslu, sagað sundur kvenmann, sem liggur í kassa og lætur höfuð og fætur standa út um sinn hvorn enda kassans. Þá hef ég látið hafa mig fyrir skotmark og komizt alheill úr því, og farið ofan í kassa og látið reka mig í gegn með sverði. Eins hef ég leyst af mér handjárn og verið með ýmsar sjónhverfingar. — Og hvai hefurðu lært þessi ósköp7 - Pabbi kom mér upp á lag ið, þegar ég var fjögurra ára. Hann sýndi mér ýmsa spila- galdra, og pai með var áhug inn vaknaður. Síðan færði ég mig upp á skaftið af eigin rammleik, og það má heita, að ég sé sjálfmenntaður í þessu. Eg var bara smástrákur, þegar ég byrjaði á dáleiðslu, og not- aði hænurnar hans pabba fyrir tilraunadýr. Einu sinni kom litli bróðir minn hlaupandi ut- an úr hænsnahúsi og tilkynnti að allar hænurnar væru dauð ar. Eg hafði bá dáleitt þær, allar með tölu. — Hefur pú komið eitthvað fram opinberlega? — Já, ég hef tvisvar komið fram á skeonmtunum hér í Reykjavík og svo víða úti á landi. Einnig hef ég komið fram erlendis, en þannig er mál með vexti, að ég var á togara, og pegar við vorum í höfn Bremerhaven og Grims by fórum við á skemmtistaði, og pá var eg fenginn til að leika listir mínar. — Hefurðu gert eitthvað af Framhald á 14. síðu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.