Tíminn - 12.03.1966, Side 1
'""“IHÍÍ.ji
Frá útifundi Alþýðusambandsins vegna kaupbindingarfrumvarpsins haustið 1963,
Tímamynd GE,
•ÍrwjjilrÍHfr-
Íib-tÍJwLiuw
mkmm
ifct
H j
Margt hefur aunmzt
Það er ekki fyrr en á síðasta
áratugi 19. aldarinnar, að sjómenn
og verkamenn byrja að mynda
með sér samtök á íslandi. Fvrsti
vísir að samtökum sjómanna var
Sjómannafélagið Báran í Reykja-
vík, en segja má, að Verkamanna-
félag Seyðisfjarðar, sem stofnað
var 1897, sé fyrsti vísirinn að
samtökum verkamanna — þólt
Verkamannafélag Akureyrai kaup-
staðar hið fyrra hafi að vísu ver
ið stcrfnað á undan.
í dag, á fimmtíu ára afmæli
samtaka launþega, Alþýðasam-
bands íslands þykir rétt að minna
aðeins á þessi tvö félög, þar sem
tvær fjölmennustu verkalýðsstétt-
ir landsins mynduðu með sér sam-
tök — verkamenn og sjómenn.
Um aðdraganda að, og stofnun,
Bárunnar segir svo í „Vinnunni“
1. tbl. 1943:
„Laust fyrir síðustu aldamót
hefst nýtt tímabil í fslenzkum at-
vinnumálum, um leið og fiskveið-
ar byrja á þilskipum í stærri stíl
en áður. Með breytingu þessari
var lagður grundvöllur að nýrri
. stétt í þjóðfélaginu, stétt, sem
hafði að vísu verið til áður meðal
þjóðarinnar, en dreifð og ósam-
stæð og í raun og veru tæpast <.ð-
greind frá alþýðu manna al-
mennt. Hin nýju atvinnutæki
ollu breytingum á þessu. íslenzk-
ir sjómenn stóðu nú andspænis
nauðsyn þess að skapa sér fuil-
komið iífsuppeldi af ákveðnum
framleiðslutækjum — hinum nýja
skipastól — sem rekin yrðu að
sjálfsögðu með öðru sniði en áð-
ur hafði tíðkazt. Stóriðja var að
hefjast í hinu frumstæða þjóðfé-
lagi okkar.“
„Skipstjórar höfðu myndað fé-
lagsskap með sér í ársbyrjun 1893.
með stofnun Skipstjórafélagsins
Aldan í september árið eftir stofn
uðu útgerðarmenn sérstakt félag,
til þess að gæta hagsmuna sinna
gagnvart kröfum sjómanna. Var
frumkvöðull þeirrar félagsstoínun-
tar Tryggvi Gunnarsson bankastjóri
en hann hafði gengizt fyrir því,
að keyptir voru á þessu ári (1894)
átta kútterar til landsins, stór
skip og vönduð. Með þeim fram-
kvæmdum hófst í raun og veru
blómaöld þilskipaútvegsins. Árið
1901 var þilskipatalan alls orðin
140.
Útgerðarmannafélagið hóf starf
semi sína með því að semja og
birta reglugerð um ráðningarkjör
sjómanna. Óánægja var þá tals-
verð meðal undirmanna, einkum
vegna fæðisins, sem bæði var lé-
legt, og illa framreitt. Almennt
voru þá hafðir unglingar, 15 árá
og yngri, til þess að matreiða fyr-
ir skipverja, sem voru 15—25 á
hverju skipi. Fór því matreiðslan
oft í handaskolun, sem vonlegt
var. Margir voru og óánægðir með
kjörin á skipunum, og eftir birt-
ingu reglugerðarinnar fóru ýmsir
meðal sjómanna að hugsa mál sín
alvarlega.
Riðu þeir fyrstir á vaðið Otto
N. Þorláksson og Geir Sigurðsson,
sem báðir voru þá nemendur í
Stýrimannaskólanum. Ræddu þeir
við ýmsa sjómenn um að stofna
með sér félagsskap og var málinu
vel tekið víðast hvar. Fóru þeir
því næst að svipast um eftir hæf-
| um manni, til þess að veita félag-
| inu forstöðu, því að hvorugur vildi
| hætta á slíkt, vegna prófsins um
j vorið. Varð að lokum fyrir valinu
i Jón Jónsson frá Miðhúsum, síðar
: skipstjóri, gagnfræðingur úr Flens
} borgarskólanum. Stofnfundur fé-
j lagsins var haldinn á veitinga-
i staðnum Geysi (Skólavörðustíg
12) hinn 14. nóv. 1894. Fundurinn
hófst kl. 8 að kvöldi og voru mætt-
ir á staðnum 30 sjómenn. í stjórn
voru kosnir: Jón Jónsson, formað-
ur, Hafliði Jónsson frá Mýrarholti
og Geir Sigurðsson. Samþykkt var
að nefna félagið „Sjómannafélagið
Báran.“
Starfsemi Bárunnar beindist að-
allega að því í byrjun, að treysta
félagssamtökin inn á við og hafa
siðbætandi menningaráhrif a stétt-
ina, og kenndi þar áhrifa frá Gó-ð
templarareglunni, en í þeim sam-
tökum voru ýmsir af forystumönn-
um Bárunnar.
í desember 1894 var útgerðar-
mönnum „send reglugerð um kjör
háseta sem samþykkt hafði verið
á fundi í félaginu og undirrituð
af 80 mönnum, voru þar fram
bornar kröfur um að fæðið vrði
bætt og helmingur kaupsins greidd
ur framvegis í peningum." Lítill
árangur var að viðræðum þeim,
sem sjómennirnir áttu við útgerð-
armenn, þar til Skipstjórafélagið
Aldan gerðist sáttasemjari, og náð
ist þá samkomulag.
Brátt fylgdu sjómenn annars
staðar í fótspor reykvískra sjó-
manna, og voru Bárufélög stofn-
uð í Hafnarfirði, Akranesi, Eyrar-
bakka, Stokkseyri, Keflavík og
Garði. Mynduðu þessi félög með
sér samband, sem kallað var Stór
deild, og mættu fulltrúar frá öll-
um félögunum á stofnþinginu. Var
Ottó kjörinn „stórdeildarstjóri,"
Helgi Björnsson ritari og Finnbogi
Finnbogason gjaldkeri. Voru þetta
fyrstu landssamtök launþegastétt-
ar á íslandi. En þegar Verka-
mannafélagið Dagsbrún var stofn-
að 1906, dró mjög úr starfsemi
Bárufélagsins og lognaðist það út
af 1909.
í sama eintaki „Vinnunnar" seg
ir svo um stofnun Verkamanna-
félags Seyðisfjarðar:
„Fjörutíu og fimm ár eru lið-
in, síðan lagður var grundvöllur
að víðtækustu félagshreyfingunni,
sem þekkzt hefur á þessu landi
— félagssamtökum verkamanna -
en þessi hreyfing átti upptök s)n
í smáþorpi austur á landi og vagga
hennar stóð þar fyrst á fátækægu
verkamannsheimili, í litlu timbur-
húsi, eign Jóhannesar Oddssonar,
Miðbæ á Seyðisfirði."
„Umræður munu hafa byrjað
um félagsstofnun þessa á Seyðis-
firði haustið 1896, en hvenær fé-
lagið hóf starfsemi sína veit nú
enginn með vissu, því að funda-
gerðir eru engar til frá fyrstu á-
um félagsins. Líklegt má þó ceija
að stofnfundurinn hafi verið hald
inn seint á árinu 1896 eða í byrj-
un ársins 1897. Hinn 1. mai árið
1897 voru endanlega samþykkt í
félaginu lög þess og aukalög."
Stofnendur félagsins voru 60—70
að tölu og var formaður kjörinn
Anton Sigurðsson, en hann var,
ásamt Jóhannesi Oddssyni. einn
aðal hvatamaður félagsstofnunar-
innar.
I lögum þessa verkamannafélags
segir svo um tilgang félagsins:
„2. gr.: Mark og mið félagsins
er að vernda réttindi verkalýðs--
ins. 3. gr.: Á aðalfundi, í byrjun
hvers félagsárs, ákveður félagið
vinnulaun fyrir komandi ár og skal
þá tekið tillit til árferðis og ann-
ars þess, er þá virðist gefa tilefni
til hækkunar eða lækkunar á
vinnulaunum. Hinn reglulegi
vinnutími skal vera 10 stundir á
dag, er teljist heill dagur." Þá
er einnig ákvæði um, að félaginu
sé skylt, „að styrkja nauðlíðandi
félagsmeðlimi eftir mætti með
hollum ráðum og fjárlánum
úr sjóði félagsins,“ að félagsmenn
skuli „hvetja og uppörva hver ann-
an til árvekni og ástundunar við
alla vinnu . . . og stunda svo hag
síns vinnuveitenda, sem væri það
þeirra eigin hagur“ og að félagið
skuli leita „þannig lagaðs sam-
komulags við vinnuveitendur, að
þeir láti félagsmenn sitja fyrir
allri vinnu hjá sér, og launi hana
samkvæmt ákvæðum félagsins."
í aukalögum félagsins var birt-
ur fyrsti kauptaxtinn, sem sam-
þykktur hefur verið og auglýstur
if íslenzku verkalýðsfélagi. Var
I talsverða kauphækkun að ræða,
samkvæmt taxta þessum. Munu
flestir atvinnurekenda að lokum
hafa undirritað loforð um að fylgja
kauptaxtanum, sem félagið hafði
auglýst.
Verkalýðssamband
fslands
Á næsta áratuginum (1897—
1907) voru nokkur verkalýðsfélög