Tíminn - 16.03.1966, Qupperneq 3
MIÐVIKUDAGUR 16. marz 1966
TÍMINN
í SPEGLITIMANS
Maðurinn hér á myndinni
heitr Clifford Kizer og var
dæmdur í lífstíðarfangelsi fyr-
Furstahjónin í Monaco, þau
Rainer og Grace fengu að bíða
árangurslaust eftir því að vera
boðin í brúðkaupið í Hollandi.
Ástæðan til þess að þeim þeim
var ekki boðið er sögð sú, að
Graoe furstafrú hafði látið svo
ummælt að hún gæti vel skil-
ið, að það væri langt frá því,
að allir Hollendingar vildu við-
urkenna Claus von Amsberg
sem væntanlegan prins f Hol-
landi.
Bob Hope fór til Vietnam
til þess að skemmta suðurvíet-
aömskum hermönnum þar. Þeg
ir skemmtuninni var lokið
bakkaði hann túlknum fyrir að
stoð hans með þessum orðum:
Ég hef aldrei haft áheyrendur,
sem hafa hlegið svo hátt. Túlk-
ir morð. Stúlkan á myndinni
er unnusta hans en þau eru ný-
búin að fá giftingarleyfi og
urinn svaraði þegar í stað og
sagði: Þér töluðuð svo hratt,
að ég gat ekki fylgzt með því
sem þér sögðuð svo ég sagði
þeim bara mínar eigin sögur
í staðinn.
Nýjasta kvikmynd gaman-
leikarans fræga Jerry Lewis
heitir _ Jerry frændi bjargar
öllu. í kvikmyndinni leikur
hann sjö mismunandi hlutverk
og hann hefur sjálfur stjóm-
að kvikmyndinni, séð um fram-
leiðslu hennar og skrifað hand-
ritið. Myndin er eins konar
glæpamynd þar sem 30 milljón
ir dollarar leika stórt hlutverk.
Þetta er 32. kvikmynd Jerry,
sem er nú orðinn fertugur.
Hanvi byrjaði að leika í kvik-
myndum fyrir 16 árum síðan.
hyggjast nú ganga í hjónaband
eins fljótt og unnt er.
Ung stúlka í Florida, June
Clark, hefur nú hnerrað í sjö
vikur samfleytt og enda þótt
það sé henni huggun að fá
bréf víðs vegar að úr heim-
inum hefur ekkert ráð fundizt
énn til þess að stöðva hnerra
hennar.
June Clark fær daglega um
50 bréf og ekki færri símahring
ingar og allir koma með góð
ráð um það, hvernig hún eigi
að fara að því að hætta að
hnerra. Ekkert af þessum ráð-
um hefur þó komið að tilætl-
uðu gagni og ekki hefur lækn-
unum neitt tekizt að lækna
þennan stöðuga hnerra.
Nú sem stendur hnerrar hún
aðeins aðra hverja mínútu, seg-
ir móðir hennar. — Þegar hún
byrjar að hnerra tíundu hverja
Stúlkan hér á myndinni er
fyrrverandi ljósmyndafyrirsæta
1 Montreal. Nafn hennar er
Gerda Munsinger og er hún
bendluð við hneykslismál eitt,
sem varðar kanadiska þingið
og er því líkt við Profumo-
hneykslið fræga, og telja þing-
menn kanadiska þingsins það
jafnvel enn verra en það.
★
sekúndu gef ég henni svefn-
töflu og til allrar hamingju
hnerrar June ekki, þegar hún
er sofandi.
Talið er að hjónavígsla
þeirra Beatrix prinsessu Hol-
lands og Claus von Amsberg
sé ein umdeildasta hjónavígsla
sem fram hefur farið eftir síð
ari heimstyrjöldina
konungborins fólks.
meðal
Lögreglan rak um það bil
1000 manns, frá ráðhúsi borg-
arinnar, en þetta fólk var þang
að komið til þess að mótmæla
hinni fyrirhuguðu giftingu.
Sjónvarpsstrengur, sem átti að
nota við sjónvarpssendingar
frá brúðkaupinu var eyðilagð-
ur nokkrum tímum áður en
brúðkaupið átti að hefjast. Hin
ir ungu mótmælendur köstuðu
reyksprengjum að vagni brúð-
hjónanna eins og sést á mynd-
inni sem hér fylgir og hróp-
uðu: Lengi lifi lýðveldið!
3
Á VÍÐAVANGI
Sjálfshuggun
f blöðum borgarinnar, eins-
um þó blöðurn þeirra flokki,
sem eru í minnihluta í borgar-
stjórn, birtast nú flesta daga
kvörtunarbréf frá borgurtmum
um ýmis atriði óstjórnarinnar í
borgamálefnum. Þessi béf og
kvartanir fara svo í taugarnar
á íhaldsfulltrúunum og mál-
gögnum þeirra, að þeir ta'ka
ekki á heilum sér, og af því að
þeir vita, að þessi bréf eru tal-
andi tákn um hraðminnkandl
fylgi íhaldsins í höfuðborginni,
og hugsunin um að tapa þar
völdum er mcsta skelfing, sem
þessir menn geta hugsað sér,
þá hafa þeir nú gripið til þess
ráðs til þess að sefa eigin ótta
og stramma sig svolítið upp, að
segja að það séu bara borgar-
fulltrúar minnihlutaflokkanna,
sem sitji við að skrifa þessi
borgarabréf, og enginn finni
ástæðu til að kvarta nema þeir.
Við þessa sjálfshuggun situr
núna, en hætt er við, að hún
verði honum léleg brynja 22.
s maí í vor.
Lýðræðistillaga
Ný lýðræðishetja að nafni
Magnús Þórðarson veður fram
á síður Lesbókar Morgunblaðs
ins til að sýna og sanna pjóð-
inni, að það sé æðsta þjón-
usta við lýðræði og frelsi að
að veita bandaríska hernum
einkaleyfi á íslandi tii þess að
reka sjónvarpsstöð fyrir íslend
inga og velja þeim sjónvarps-
efni í samkeppni við þjóðarsjón
varpið. Um þetta segir hann:
„Verði almenningi meinað að
horfa á varnarliðssjónvarpið,
má alveg eins fara að banna
innflutning á bókum og blöðum,
sem ekki falla í kramið hjá
kúltúr-gestapóinu“.
Úr því að maðurinn nefnir er-
lend blöð og bækur er rétt að
bera hér fram þá tillögu, að til
samræmis við það, að banda-
ríski herinn hafi hér einkaleyfi
til rekstrar erlendar sjónvarps
stöðvar í landinu, verði t. d.
brezka eða tyrkneska hernum
falið að velja og flytja inn er-
Icndar 1 bækur til íslands, og
hafi sá aðili einkaleyfi á því
vali. Það mundi vafalaust full-
nægja frelsis- og lýðræðishug-
sjón þessa Magnúsar, sem aug
sýnilega er ekki f neinum sál-
arháska.
RauS rós
Hannes á horninu rifjar upp
þá sögu í gær, að í kröfugöngu
árið 1923 hafi ung og fátæk hús
móðir gengið í veg fyrir Al-
þýðuflokksmerkisbera í farar-
broddi og fest rauða rós í barm
hans. Þetta er falleg minning,
en ýmsir munu spyrja, hvaða
Alþýðuflokksforingja í stjórnar
göngunni með íhaldinu.
FramtíSarsýn
í blöðum og á þingi hefur
undanfarið vcrið mjög rætt um
alúmínbræðslu, sterkt S!
minkaeldi, enda liggja frum-
vörp um allt þetta fyrir þing-
inu núna. Maður nokkur setti
þá framtíðarsýn, sem við blasir,
fram I eftirfarandi vísu:
Gæfusólin glaðast skín
á götu landsins barna,
ef þau hafa alúmín
öl og mink og — Bjarna.