Tíminn - 16.03.1966, Page 5

Tíminn - 16.03.1966, Page 5
MIÐVIKUDAGUR 16. marz 1966 TIMINN 5 i— Wmám — Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar- Tómas Karlsson Aug- Iýsingastj.: Steingrimui Gíslason Ritstj.skrifstofur t Eddu- húsinu, simar 18300—18305. Skrifstofur. Bankastræti 7 Af- greiðslusimi 12323. Auglýsingasimi 1.9523 Aðrar skrifstofur, sfmi 18300. Askriftargjald kr. 95.00 á mán. lnnanlands — í lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA hJ. Útgerðin í Reykjavík Þau eru viðbrögð íhaldsins í borgarstjórn, þegar rætt er af hógværð og með rökum um erfiðleika útgerðarinn- ar og aðstöðu til útgerðar frá Reykjavík og hverjar úr- bætur mætti gera þar á> að rjúka upp með geðvonzku og stóryrðum og tala um þekkingarleysi andstæðinga sinna, eins og það eitt búi yfir öllum sannleika málsins. Hefur þetta gengið svo langt, að þegar borgarfulltrúi Framsó'knarfl. vitnaði fyrir skömmu til orða og skrifa ýmissa þekktra útgerðarmanna um þá erfiðleika, sem útgerð frá höfuðborginni og frystihúsin ættu við að glíma kallaði „sérfræðingur“ íþaldsins í borgarstjórninni um útgerðarmál, Birgir ísleifur Gunnarsson, þetta vera venjulegt móðuharðindatal Framsóknarmanna og reyndi að gera málið hlægilegt með útúrsnúningum og hártog- unum. Morgunblaðið hefur svo haldið áfram að skrifa um þetta mál í svipuðum tón og gengið feti lengra í fífl- skapnum. Gegnir mikilli furðu, að menn, sem hlotið hafa þann trúnað að vera kosnir í borgarstjórn, og ritstýra Morgunblaðinu, skuli gera sig bera að slíku ábyrgðar- leysi og flónsku, þegar um er að ræða jafn veigamikið mál og þetta og þýðingarmikið fyrir íbúa Reykjavíkur. En hverjar eru nú þessar fávíslegu tillögur að dómi borgarfulltrúans og Morgunblaðsins? Þær eru í stuttu máli þessar: „Að þar sem útgerð frá borginni virðist eiga í all- miklum erfiðleikum um þessar mundir og standa á tímamótum, og framtíð hennar í nokkurri óvissu, teldi borgarstjórnin ástæðu til að skipa nefnd, er í væru auk kjörinna fulltrúa borgarstjórnar, fulltrú- ar frá samtökum sjómanna og útvegsmanna í borg- inni. Skyldi nefnd þessi m.a. fjalla um eftirfarandi atriði: a) Gera sér grein fyrir, hver hlutur sjávarútvegs- ins væri í atvinnumálum borgarinnar. b) Hver áhrif það mundi hafa, ef útgerð drægist verulega saman næstu árin. c) Hvaða úrbætur mætti gera til að bæta aðstöðu útgerðarinnar í landi og þá sérstaklega aðstöðu bátaflotans í vesturhöfninni og aðstöðu smábátanna, sem hvergi hafa samastað í höfninni. d) Hverjar ráðstafanir væru vænlegastar til að auka útgerð frá Reykjavík í framtíðinni.’’ Heldur er ólíklegt, að sjómenn og útgerðarmenn borg- arinnar telji þessar tillögur bera vott um mikla vanþekk- ingu á útgerðarmálum. Og afstaða íhaldsins í borgarstjórn og málflutningur þess hefur afhjúpað miklum mun meiri vanþekkingu og skilningsleysi á undirstöðuat- vinnuvegi borgarbúa en gera hefði mátt ráð fyrir. Þetta skýrist þó fljótt, ef litið er yfir þann hóp manna> sem skipar meirihluta borgarstjórnar. Áhugi þeirra og skiln- ingur virðist beinast að öðru en útgerðarmálum, svo sem glöggt hefur sannazt. Er án efa mikill sannleikur í þeim' orðum. er einn af útgerðarmönnum borgarinnar viðhafði fyrir skömmu, að líklega hefði Ólafur Thors verið sá síðasti í forustu- liði Sjálfstæðisflokksins, sem nokkurt skynbragð bar á mikilvægi sjávarútvegsins. Skrif Mbl. um útgerðarmálin í Reykjavík styðja þessi ummæli fullkomlega. Þau sýna. að útgerðin á ekki stuðn- ings að vænta, þar sem Mbl. og borgarstjórnarmeiri- hluti Sjálfstæðisflokksins er. Þessvegna finnst þessum aðilum sæma að ræða um þessi vandamál með útúrsnún- ingum, skætingi og uppnefnum. ERLENT YFIRLIT De Gaulle setur Nato í vanda Verður það vatn á myllu þýzkrar vígbúnaðarstefnu? DE GAULLE HINN 7. þ. m. tilkynnti de Gaulle stjóm Bandaríkjanna bréflega, að franska stjórnin hefði ákveðið að draga allan herstyrk Frakka undan yfir- stjórn Nato og jafnframt taka við stjórn allra herbækistöðva í Frakklandi, sem nú eru undir yfirstjóm Nato. Jafnframt lýsti de Gaulle yfir því, að Frakk- land myndi verða áfram í Nato og standa við skuldbindingar sínar samkvæmt Nato-samning inum á þann hátt, að leggja bandalaginu til sjálfstæðan her afla, ef það þyrfti á því að halda vegna sérstakra aðgerða. Hins vegar myndi Frakkland ekki leggja til her undir yfir stjórn Nato á venjulegum tím- um. Það, sem vakir fyrir de Gaulle er tvennt. í fyrsta lagi vill hann byggja upp varnar- kerfi Nato með allt öðrum hætti en nú er gert. í stað fastrar sam eiginlegrar yfirstjórnar vill hann að hvert ríki leggi fram sjálfstæðan herafla, þegar þurfa þykir. f öðru lagi vill hann tryggja hemaðarlegt sam- starf með beinum samningum milli tveggja ríkja. Hinn raun verulegi tilgangur hans með þessu, er að draga úr áhrifum Bandaríkjanna innan Nato og gera Evrópu óháðari þeirn. AFSTAÐA de Gaulle er að ýmsu leyti ekki óeðlileg. Það er rétt, að Bandaríkin hafa haft húsbóndavaldið í Nato frá upp hafi, enda mest byggzt á þeim. Þetta getur verið þreytandi fyr- ir hin ríkin til lengdar. Þess vegna þarf að verða hér einhver breyting, en það er auðveldara að benda á nauðsyn hennar en að segja fyrir um, hver hún skuli vera. Um þetta hefur ver ið rætt fram og aftur undanfar- ið, en án árangurs. Það má þvf segja, að de Gaulle höggvi hér á hnút, sem var orðinn óleysan legur. Með því hefst hins vegar atburðarás, sem ebki er auð- velt að spá fyrir um, hvert muni leiða. Síðan de Gaulle sendi Johnson forseta umrædda orðsendingu, hafa farið fram miklar umræð- ur milli ríkisstjórna hinna að- ildarríkjanna. Af hálfu Breta var strax lagt til, að þau gæfu út sérstaka yfirlýsingu, sem lýsti nauðsyn þess, að bandalag inu yrði haldið áfram. önnur rfki voru þessu fylgjandi, en mörg þeirra lögðu ríka áherzlu á, að hún yrði ekki á neinn hátt móðgandi eða ögrandi i garð Frakka. Þá hefur mjög verið um það rætt, hvernig snúist skuli í verki við tilkynningu Frakka. Sennilega verður niðurstaðan sú, að hin ríkin halda afram sameiginlegri hernaðarlegri samvinnu og þær stöðvar Nato, sem nú eru í Frakklandi, verða fluttar til nágrannalandanna. Margvíslegir hernaðarlegir «rf- iðleikar munu samt fylgja þvi, að Frakkland er ekki lengur með. NIÐURSTAÐA langsamlega flestra þeirra, sem um þetta mál hafa rætt og ritað og ekki voru áður á móti Nato, er und antekningarlaust sú, að það væti mikið óhapp, ef aðgerðir de Gaulle yrðu til þess, að Nato leystist upp. Sambúð aust urs og vesturs er enn ekki kom- in í það horf, að ekki sé þörf þeirrar varðstöðu, sem Nato hef ur leyst af hendi. Upplausn á hernaðarlegu samstarfi Nato ríkjanna, myndi og vafalaust verða vatn á myliu þeirra, sem vilja að Vestur-Þjóðverjar her- væðist og afli sér eigin kjam- orkuvopna. Ávinningurinn við Nato hefur til þessa ekki sizt verið sá, að það hefur haldið þýzku hernaðarstefnunni niðri, en ekkert myndi fremur auka stríðshættu í Evrópu en endur hervæðing Þýzkalands. Mesta hættan, sem hotist getur af að- gerðum de Gaulle, er sú, að hún gefi þýzkum hernaðarsinnum byr í seglin. Meiri og minni upp lausn samvinnunnar innan Nato getur og orðið til þess, að ríkin fari hvert um sig meira eigin leiðir og af því skapazt vaxandi ringulreið og óvissa í alþjóðamálum. Það er t. d. al- veg víst, að samvinnan innan Nato hefur gert Bandaríkin var færnari í Vietnam en ella. Und antekningarlaust öll aðildarrik in hafa hvatt Bandaríkin til var færni þar, og það hefur án efa haft sín áhrif. Þannig mætti telja fram fleiri atriði, sem hníga öll í þá átt, að það myndi verða mikið óhapp, ef Nato leystist upp nú. AÐGERÐIR de Gaulle skapa tvímælalaust visst hættuástand í sambandi við framtíð Nato. En þær geta líka skapað mögu- leika til að koma málunum i heillavænlegra horf. Tvískipt ing Evrópu og tvískipting Þýzka lands er ekki heppileg til fram búðar og gerir Evrópu veikari í skiptum við aðrar heimsálf ur. Hér þarf líka að höggva á hnút og vafalaust stefnir de Gaulle að því með umræddum aðgerðum sínum. Því er ekki að neita, að hér var aðstaða beggja aðila orðin nokkuð kredduföst og steinrunnin. Aðgerðir de Gaulle gera það nauðsynlegt að endurskoða þessi mál að nýju. Mikið veltur á því, eins og áður segir, hvort áhrifin af aðgerð um de Gaulle verða vatn á myllu þeirra, sem vilja endur- vígbúnað Þýzkalands og haldn- ir eru þeirri trú, að vandi Evr- ópu verði aðeins leystur með vopnavaldi, eða hvort það styrkir aðstöðu þeirra, sem vilja leggja meiri rækt við samninga- leiðina til að útrýma tortryggni, en sú leið verður vart farin nema í áföngum. Þá veltur og ekki síður mikið á því, að for- ráðamenn Austur-Evrópu mis- skilji ekki aðgerðir de Gaulle og geri sér ekki of miklar von- ir um, að þær séu upphaf að endalokum vestrænnar sam- vinnu. Það myndi ekki gera þá samningafúsari. MARGT bendir til, að fram- undan séu miklir breytingatím- ar á þessum vettvangi. Svo hlaut að fara. Sagan sýnir, að engin skipan helzt stöðug til langframa. Þetta skildu þeir, sem gerðu Atlantshafssamning- inn. Þessvegna var hann ekki fastbundinn nema til 20 ára. Menn vonuðu, að þá yrði kom- ið annað og friðvænlegra á- stand en það, sem gerði samn- inginn nauðsynlegan. Það ástand hefur því miður ekki skapazt enn. En margt getur átt eftir að gerast á þeim þrern ur árum, sem eftir eru af 20 ára tímabilinu. En því aðeins verður rétt að víkja af þeim grundvelli. sem upphaflega var lagður, að ekki taki við glund- roði og ringulreið, heldur hafi fengizt nýr og traustari grund- völlur til að byggja á. ÞÞ. S ...I

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.