Tíminn - 20.03.1966, Page 9
SUNNTJDAGTJR 20. marz 1966
TÍMTNN
9
„GuS veri meS okkur". Þessi teiknimynd birtist í New York Herald
Tribune nokkrum dögum eftir aftöku Edith Cavell.
ekki pínd til sagna. Að þvi er
vinir herrnar sögðn, hryllti hana
við að segja ósatt, en eins og á
stóð stefndi þessi játning henni
ar ekki aðeins henni sjálfri,
heldur öllum öðrum í skólan-
um í voða. Menn geta velt því
fyrir sér, hvort hún hafi ef
til vill unnið þýðingarmeira
verk fyrir leyniþjónustuna
brezku og þar af leiðandi ját-
að á sig minni glæpinn til
þess að leyna hinum stærri, en
ekkert það hefur komið í ljós,
sem styður þessa kenningu.
Hagsmuna brezkra þegna í
Belgíu gætti bandaríski sendi-
herrann, fyrrverandi blaða-
maður, Brand Whitlock. Við-
brögð hans við handtökunni
sem hann sagði sjálfur, að frétzt
hefði fljótlega um alla Brussel,
var að bíða frá 5. til 31. ágúst
með að hafa samband við yfir-
mann þýzku stjórnmáladeildar
innar, von der Lancken barón.
Whitlock sagði, að honum
„hefði verið tilkynnt rótt í
þessu“ um handtöku ungfrú
Cavell, og hann óskaði eftir
að mega útvega lögfræðing,
sem gæti komið fram fyrir
hönd hennar í herréttinum.
Útskýringar þær, sem gefnar
voru á þessari undarlegu töf,
eru ekki sérlega sannfærandi.
Whitlock var mjög fylgjandi
því, að Bandaríkjamenn skær-
ust í leikinn í styrjöldinni, og
ef til vill hefur hann verið að
vona, að Þjóðverjar gerðu eitt-
hvað óskaplegt og vanhugsað
við ungfrú Cavell og yrðu til
þess að vekja óvild í Banda-
ríkjunum. Þar sem ekkert sann
ar þessa tilgátu, verður að
hafna henni á sömu forsend-
um og því, að Bretar hafi sjálf-
ir sökkt Lusitaniu í sama til-
gangi.
Þegar öllu er á botninn
hvolft, er það vafasamt, að
íhlutun Whitlock fyrr hefði
borið nokkum árangur. Von
der Lancken lét ekki svo lítið
að svara fyrstu málaleituninni,
og í svari við öðru bréfi sendi-
herrans, sem sent var 10. sept-
ember, sögðu Þjóðverjar ein-
faldlega, að þeir væru búnir
að útvega lögfræðing.
Lögfræðingnum var ekki
veitt heimild til þess að sjá
skjólstæðing sinn fyrr en dag-
inn, sem réttarhöldin áttu að
fara fram, en það hefði eflaust
heldur ekki haft nokkur áhrif.
Edith Cavell játaði enn allt.
Réttarhöldin enduðu 11. októ-
ber og ungur sendiráðsmaður
Hugh Gibson var viðstaddur
fyrir hönd Whithloek, sem var
veikur. Búizt var við að dóm-
urinn hljóðaði upp á fangelsis-
vist, eða ef til vill að konan
yrði flutt til Þýzkalands.
Þjóðverjarnir sögðu Gibson,
að dómurinn yrði ekki kveðinn
upp, fyrr en eftir að minnsta
kosti tvo til þrjá daga .Þeir
neituðu öllu, þótt orðrómur
væri kominn á kreik í borg-
inni, að kveðinn hefði verið
upp dauðadómur yfir Edith.
Gibson flýtti sér til von der
Lancken baróns og í fylgd með
honum var spænski sendiherr-
ann, en baróninn var í leik-
húsinu.
Baróninn neitaði í fyrstu, að
orðrómurinn ætti við nokkur
rök að styðjast, en játáði svo,
að hann væri réttur. Gibson,
sem var skapmikill maður, mót-
mælti harðlega og sagði: ....
„að ekkert væri áunnið með því
að skjóta hana, og þetta mundi
þvert á móti skaða Þjóðverja
og ef eitthvað væri, bæta mál-
stað Englendinga. Við bentum
honum á, að málið allt kæmi
sér illa fyrir Þjóðverja. Við
bentum honum líka á hve'skelfi
legt væri að skjóta konu, sama
hvað hún hefði brotið af sér,
og reyndum að leiða honum
fyrir sjónir, hversu hræðileg
áhrif þessi aftaka mundi hafa
um allan hinn siðmenntaða
heim. Með illa duldri fyrirlitn-
ingu svaraði baróninn, að hann
þvert á móti væri þess fullviss,
að þetta hefði fyrirtaks áhrif.“
Einn af aðstoðarmönnum bar
ónsins Harrach greifi, gerði
þetta að enn eftirminnilegri
degi fyrir utanríkisstefnu Þýzka
lands með því að segja, að hon-
um þætti verst, að þeir hefðu
ekki „þrjár eða fjórar gamlar
enskar konur til þess að
skjóta.“
Gihson þrábað Þjóðverjana
í eina og hálfa klukkustund.
Að lokum bað hann um eins
dags frest til þess að geta lagt
málið fyrir Keisarann. Von der
Lancken hringdi í þýzka her-
stjórann, en kom aftur með
þau skilaboð, að ekkert væri
hægt að gera. Gibson fór aftur
til sendiráðsins, þar sem hóp-
ur grátandi hjúkrunarkvenna
beið, og þar sem hann hafði
ekki aðra huggun handa þeim,
bauð hann þeim upp á „eitt-
hvað sterkt að drekka.“ Ilanri
gat ekki sofnað heldur gekk
um göturnar alla nóttina.
Enskum presti, séra Horace
Gahan, var leyft að heimsækja
hina dæmdu konu. Ungfrú Ca-
vell sagði honum, að hún væri
róleg og tilbúin, að þessar vik-
ur, sem hún hafði eytt í fangels
inu hefðu verið þægileg hvíld
frá önnum dagsins.
Klukkan 5 að morgni 12.
október var hún vakin, og Eliza
Framhaid a 14. síðu.
Það eru margar skýringar á
kraftaverkinu um brauð handa
fimm þúsundum í auðninni.
Sumir taka þetta beint og
bókstaflega, hugsa og segja:
Kristur bjó þarna til brauð
úr steinum, fiska úr engu.
Aðrir fara algerlega í hina
áttina og segja:
„Þetta er sagan um hið and-
lega brauð, brauð lífsins, sem
Kristur og kenning hans er,
eða ætti að vera mannkyninu.
Hún fyrirmyndar hið andlega
kraftaveric, sem Kristur gerir
á mönnunum. Hún er frumþátt
ur hinnar heilögu kvöldmáltíð-
ar, þess sakramentis. Þegar
við njótum á táknlegan hátt
líkama hans og blóðs í altaris-
göngunni.
En þessar skýringar báðar,
svo fagrar og skáldlegar, sem
þær annars eru, gleyma því,
að þarna var lagt fram efni,
bókstaflega fæða, fiskur og
brauð. Og þetta gerði maður,
ungur maður, sem gaf nestið
sitt af fórnarlund og gestrisni
í góðri trú að þótt lítið væri
yrði það einhverjum að gagni
og til góðs. Og þeir, sem leggja
áherzlu á þennan þátt atburð-
arins í auðninni þeir ganga
lengra og segja:
„Þetta hafa svo fleiri gert,
þótt ekki sé þess beinlínis get-
ið, einmitt til þess að draga
ekki úr kraftaverki Krists í
vitund og trú fjöldans. Sem
sagt, þarna hafa þeir, sem eitt,-
hvað höfðu minnsta kosti marg
ir lagt það fram, lagt það sam-
an handa öllum og látið Krist
skipta með hugsun og kær-
leika, úthluta eftir skipulögð-
um hópum þar sem viss fjöldi
settist niður í grængresið, ug
var úthlutað af lærisveinunum
á skipulegan hátt, svo að eng-
inn yrði útundan.
Þá segja aðrir, ef það hefur
verið svona, þá hefur það ekki
verið neitt kraftaverk. Þetta
gætu allir, ekkert annað en
skipta því, sem fram er lagt.
En ég spyr, af því að ég
er sannfærður um, að svona
hefur það verið, jafnvel þótt
ég viðurkenni réttmæti hinna
tveggja fyrri og hefðbundnu
skýringa að vissu marki: Er
ekki heimurinn enn að bíða
eftir slíku kraftaverki? Er
það ekki einmitt slík fremd,
slíkt afrek, sem allir heimsins
stjórnmálamenn vilja vinna, en
tekst misjafnlega? Gengur ein-
mitt ekki mjög erfiðlega að
gera þetta kraftaverk, skipta
þannig við nægtaborð tilver-
unnar, að allir fái nóg, og þó
séu nægtir eftir, þar sem að
ekkert virtist fyrir? En það
leynir sér ekki að tölur þær,
sem nefndar eru, þegar körf-
urnar eru taldar sjö eða tólf
eru táknrænar. En þær geta
oáðar þýtt allt, hið yfirfljótan
lega, hvort sem miðað var við
Grikki eða Gvðinga
Hvert sinn sem menn hafa
reynt þessa leið í skipulagi og
samfélagi, þá kemur í ljós
speki þessarar frásagnar, al-
mætti kærleikans í úthlutun
Jesú, og gnægðin í auðlegð lífs
ins og náttúrunnar.
Þess eru dæmin, hvert sem
litið er. Og er skemmst að
minnast, að nú hefur verið
stórafmæli þeirrar stefnu, sem
bar þessa hugsjón fram til sig-
urs, ef svo mætti segja í stjórn-
málalífi íslenzku þjóðarinnar.
En þar á ég við Alþýðusam-
band íslands. Ekki þannig, að
þar sé fullur sigur og fullkom-
ið skipulag, en stórt já, vold-
ugt spor stigið til sigurs á
skorti og hungri, sem áður
þjáði og þjakaði á útmánuð-
um hvers vetrar þessa litlu fá-
tæku þjóð. Og þannig verður
alls staðar þar sem vizka og
kærleikur skipta, hvort sem
það var móðirin, sem í alls-
lausu koti liðinna alda fæddi
barnahóp sinn á furðulegan
hátt og gjörði þannig sama
kraftaverk og Kristur, með
kærleika sínum og fórnfýsi, eða
það eru sjúkrasamlög, trygging
ar og barnalífeyrir, mæðra-
laun, ellistyrkur og eftirlaun
í nútíma þjóðfélagi.
Það er sami andi, sami vilji
að verki til að sefa hungrið og
í auðninni forðum. Og einmitt
þessi vetur sannaði með mynd-
arlegu átaki unga fólksins,
sbr. unga manninn með
nestið sitt, sem guðspjallið seg
ir frá, að við getum mikið í
baráttunni til að kveða nið-
ur hungurvofuna, sem nú þjak-
ar mikinn hluta hins ekki
Kristna hluta heims, þar sem
fólkið hefur ekki enn tileink-
að sér kraftaverkið í auðninni,
kærleika þess og speki, kann
ekki söguna enn á sama hátt
og flestar svonefndar kristnar
þjóðir.
Við vorum margar aldir að
læra þetta guðspjall og kunn-
um það ekki vel enn, gætum
líka gleymt því aftur.
En til sigurs hungrinu dug-
ir ekkert annað en speki kær-
leikans og þeirrar fórnarlund-
ar, sem tekur jafnvel bitann
frá eigin vörum, til þess að
allir verði öruggir gegn sulti
og fátækt. Þetta er fjarstæða
hins góða, eina von gegn ógn-
um þeim, sem stafa af hungr-
inu í heiminum og getur það
leitt af sér styrjöld ægilegri en
nokkuð það sem áður hefur
skeð.
Þess vegna þjóð mín, þess
vegna menn á jörð lærið guð-
spjall kærleikans um auðlegð-
ina á auðninni, lærið það
fljótt, lærið það vel, lifið það
nú er ekki seinna vænna. Tak-
ið sífellt þátt í herferð krist-
ins dóms gegn hungri og böli
mannkyns. Standið með rétt-
læti, friði og frelsi gegn rang-
læti, kúgun og styrjöldum. Og
fyrir friði verður aldrei barizt
með vopnum, heldur með
brauði og fiski, sem lagt er í
hönd hins hungraða.
Árelíus Níelsson.
Gripin — Fram til þess dags 1915, þegar Edith Cavell var hand-
tekin hafSi hún notað hjúkrunarskóla sinn i Brussel, sem við-
komustaS hermanna bandamanna, sem voru á flótta út úr Belgiu.
Á þessri mynd eru Anna Neagel og George Sanders í kvikmyndinni
„Hjúkrunarkonan Edith", sem tekln var árið 1939.