Tíminn - 20.03.1966, Page 14

Tíminn - 20.03.1966, Page 14
SUNNUDAGUR 20. marz 1966 14 TÍMINN RÆÐA JENS OTTÓ KRAG Framhald af bls. 1 nokkru sinni fyrr. Ræða forsætis ráðherrans mun birtast í heild hér í blaðinu á þriðjudag. í kvöld færði Blaðamannafélagið forsætisráðherrahjónunum gjafir. SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. Jens Otto Krag fékk forláta bók að gjöf, en Helle Virkner fékk armband úr íslenzku víravirki. Á morgun er fyrirhugað að þau hjónin fari til Þingvalla, en síð an býður Bjarni Benediktsson, for sætisráðherra, þeim til hádegis- verðar. Síðdegis koma þau í síð degisboð, sem Gylfi Þ. Gíslason, settur utanríkisráðherra, heldur þeim í Nausti. Kvöldverðar neyta þau hjá Birger Kronmann, sendi herra og um kvöldið sjá þau Gullna hliðið. Forsætisráðherra- hjónin fara utan á mánudagsmorg un. í skemmtinefnd B. í„ sem auk formanns félagsins, Emils Björns sonar, hafa undirbúið þessa heim Skákþing islands 1966 verður haldið að Hótel Sögu (í nýjum salarkynn- um) og hefst mánudaginn 4. apríl n. k. kl. 13.00. Teflt verður í landsliðs, meistara, fyrsta og öðrum flokki svo og unglingaflokki. — Þátttöku- tilkynningar sendist Skáksambandi íslands í póst- hólf 674, Reykjavík, eigi síðar en 27. þ.m. AÐALFUNDUR Skáksambands íslands verður haldinn fimmtu- daginn 7. apríl n.k. — Dagskrá: Venjuleg aðal- fundarstörf. MóSir okkar Helga Gísladóttir Unnarholti, andaðist að heimiii sínu föstudaginn 18. marz. Börnin. MaSurinn minn Guðmundur Sæmundsson frá Nikulásarhúsi í 'Fliótshlíð til heimllis að Þórsgötu 21 verður jarðsunginn frá Fossvogskapelt unni þriðjudaginn 22. marz kl. 10,30. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Margrét Kristjánsdóttir. sókn, forsætisráðherrahjónanna, eru þau Elín Pálmadóttir, Agnar Bogason og Atli Steinarsson. ÍSVANDAMÁL Framhald af bls. 1. aðgerða ofar í ánni, yrði frá 9 til 15 GWh á ári fyrstu þrjú starfsár virkjunarinnar, eða rúmlega 1% af áætlaðri heildarorkusölu Landsvirkjun- ar. Tíminn mun birta fréttátil- kynninguna í heild í blaðinu á þriðjudaginn. RAFMAGNSVERÐ Framhald af bls. 5. ópólitískum sérfræðingum, að rafmagnsverð hljóti að hækka stöðugt — þó ef til vill smátt og smátt eftir að aluminverk- smiðjan tekur til starfi, verði samningar gerðir á þeim grund velli, sem nú er talið. BREZK KVENHETJA Framhald af bls. 9. - beth Wilkins, sem beið við fangelsishliðið, kom sem snöggv ast auga á hana, þar sem hún sat teinrétt í sætinu, þegar henni var ekið að aftökusvæð- inu. Hún hafði aðeins eina ósk fram að færa, að fá sjö stórar nælur. Hún notaði þær til þess að festa pilsinu sínu þétt um ökla sér. Sex menn voru í skotsveitinni. Klukkan sjö gaf Bulke ofursti skipun um að skjóta og fjórar kúlur hittu í mark. Aftur verður undarlegur dráttur á að málið sé tekið fyrir. Stjórnin í Washington hlýtur að hafa vitað um aftök- una sama daginn, en fjórir dag- ar liðu þár til sagan var birt á forsíðu í New York Times! Það var 16. október: Edith Cavell, ensk kona, tekin af lífi fyrir þá sök, að hafa aðstoðað bandamenn í Brussel. Hinn 18. október sagði Tim- es frá því, að skotsveitin hefði af ásettu ráði miðað lágt, og Bulke ofursti hafði orðið að nota skammbyssu sína til þess að ljúka verkinu. Whitlock sagði svo sína sögu 22. októ- ber, og fyrisögnin var með stóru letri: Skýrsla Whitlock: Flýttu sér að taka Edith Cavell af lífi að nætur- lagi, og létu sig engu skipta mótmæli sendi- ráðsins, reyndu meira að segja að koma í veg fyr- ir að fréttist um dóm- inn yfir henni. Um öll Bandaríkin skrifuðu leiðarahöfundar um þennan fyr irlitlega verknað. Aðeins 18 mánuðir áttu eftir að líða, þang að til Bandaríkin voru komin í styrjöldina, og sagan um af- töku Edith Cavell sneri hlut- leysi manna upp i hatur gegn Þjóðverjum. Skopteiknarar sendu frá sér myndir af Þjóðverjum með apaandlit standandi yfir líki konunnar. „Verknaður dýrslegr ar stríðsvélar," stóð í Times. Washington Star skrifaði: „Það er ómögulegt að meta það tjón, sem þessi aftaka hefur valdið Þýzkalandi.“ Eftir stríðið var líkami þess- arar veikbyggðu konu, sem „minnsti vindblær hefði getað borið á brott“ fluttur heim til Bretlands. Hún var jörðuð með mikilli viðhöfn, og stytta var reist af henni á St Martins Place rétt við Trafalgar Square. Á fótstallinum stóðu þessi orð: „Mannúð, hugrekki, fórnfýsi." En það átti eftir að letra þýðingarmeiri orð á stallinn í minningu Edith Cavell, en þessi orð ritaði George Bern- hard Shaw í inngangi sínum að Heilagri Jóhönnu. „Rannsókn- arherréttur nútímans dæmdi hana til dauða, og landar henn- ar, sem sáu þarna gott tæki- færi til þess að predika um umburðarleysi óvinarins, reistu henni minnisvarða, en gættu þess sérstaklega að rita ekki á fótstallinn „Föðurlandsást er ekki nóg,“ en vegna þessarar gleymsku og lyginnar, sem hún felur í sér, munu þeir þarfnast aðstoðar Edith sjálfrar, þegar þeir verða að lokum dregnir fyrir æðri dóm.“ Árið 1924 beygðu landsmenn sig fyrir þessum orðum og bættu við á fótstallinn „Föð- urlandsást er ekki nóg!“

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.