Tíminn - 30.03.1966, Side 3
WTÐVIKUDAGUR 30. marz 1966
Georige Harrion og kiona
hans Patti Boyd sjást hér á
myndinni með söngkonunni
Cilla Black. Myndin er tekin,
★
Nú hafa Japanir gert nýja
uppfinningu í sambandi við
transistorútvarpstæki. Þar sem
það hefur gert mörgum gramt
í geði að heyra í útvarpi hvar
sem þeir eru því alls staðar
eru unglingar á ferðalagi með
tæki sín í fullum gangi hafa
Japanir nú tekið upp á því að
framleiða sólgleraugu með inn
byggðu útvarpi. Gleraugun vega
aðeins 85 grömm og er út-
varpstækið, með rafhlöðum sem
endast í 160 klukkustundir.
Hægt er að fá þessi gleraugu
bæði sem venjuleg gleraugu og
sólgleraugu.
-*p
★
Khalid prins, sem er uppá-
haldssonur Ibn Saud fyrrver-
andi konungs í Arabíu brá sér
til Vínar fyrir skemmstu og
fór þar í spilavíti og tapaði
1600 þúsundum á einni nóttu.
★
Síðastliðinn laugardag var
gerð útför Andrew Griimond
frá St. Andrew, Fife í Skot-
landi, en hann fannst látinn í
íbúð sinni i Edinborg fyrra
miðvikudag. Andrew var son
ur Jo Grimond, leiðtoga frjáls
lynda flokksins á Bretlandi, og
konu hans. Hann hefði orðið
tuttugu og sjö ára s. 1. föstu
dag. Yngri bróðir hans, John,
nítján ára ferðast um bessar
mundir á Ítalíu og var lögregl
an á Sikiley að leita hans T.il
að segja honum af láti
Andrews.
★
þegar þau koma til þess að
vera viðstödd frumsýningu
kvikmyndarinnar Alfie, en sú
kvikmynd verður send á kvik
Fullorðn kona, sem er kom-
in á eftirlaun og kunningi
hennar fóru á veitingastað
nokkurn í Danmörku og stálu
þar peningum úr seðlaveski
eins gestsins. Þau voru tekin
höndum og eftir langa yfir-
hagrslu játaði konan loks að
hafa tekið peningana. Hafði
hún allan tímann gejmit þá í
fölsku tönnunum sínum.
★ ;
Lögreglan í olíuríkinu Abu
Dabi við Persaflóa fær engin
laun greidd, fyrr en hún hefur
komið upp um þjófa þá, sem
stálu 250.000 pundum frá stjórn
anda ríkisins sheik Shakbout
Ben Sultan. Sheikinn hefur ekki
aðeins stöðvað allar launa-
greiðslur til lögreglumanna, því
allir starfsmenn hallar hans og
opinberir embættismenn hafa
elcki fengið nein laun eftir
að hann komst aö þvl, að ekki
einu siníri þrír stjömufræðing-
ar, sem hann hefur í þjónustu
sinni gátu fundið þjófinn.
Stjörnufræðingarnir tóku
nokkra menn sem voru grun-
aðir og fékk hver hinna grun-
uðu handfylli af döðlum upp í
sig og samkvæmt trú I Abu
Dabi átti sá seki að kafna. Allir
sem þessa meðhöndlun fengu
gátu samt auðveldlega rennt
niður döðlunum .
★
Gamanleikarinn Charlie
Chaplin á alltaf í vandræðum
með börn sín. Eins og kunn-
ugt er slettist upp á vin
skap þeirra Michaels elzta son
ar hans og hans og það vakti
mikla athygli þegar það komst
upp að Micháel lifði á atvinnu
leysisstyrk, og enn er ekki gró
ið um heilt með þeim feðgum.
Einnig gramdist Chaplin það,
myndahátíðina í Cannes. Aðal
leikendurnir í myndinni eru
Shelly Winters bg Michael
Caine.
★
þegar dóttir hans Geraldine
hætti ballettnámi sínu til þess
að leika í kvikimyndinni Dr.
Zivago. En Geraldine var ekki
af baki dottin. Hún gabbaði
föður sinn með því að sækja
um hlutverk í kvikmyndinni,
sem hann nú er að gera, Greifa
frúin frá Hongkong. Sótti hún
um hlutverkið undir fölsiku
nafni og það fór svo að hún
fékk hlutverkið og faðir henn
ar lét hana halda hlutverkinu
eftir að hann vissi hver hún
Anita Ekberg er nú aftur
koimin til Hollywood til þess
að leika í kvikmynd með Jerry
Lewis. Kvikmyndin heitir
Way . . . Way Out og fjallar
um bandarískan og rússneskan
geimfara, sem mætast. á mánan
um. Anita Ekberg hefur nú
breytzt mikið í útliti, því hún
hefur nú fórnað sínu langa
ljósa hári og er orðin brún-
hœrð og þar að auki hefur hún
lézt um 15 kiló.
*
Adenauer sagði frá heimsókn
sinni til Moskva 1955 á flokks
ráðstefnunni í Bonn. Sagði
hann þar, að hann hafi fengið
Sovétleiðtogana til þess að
drekka áfenga drykki. Þessi
gamli stjórnmálamaður, sem
alltaf sat á milli Bulganins og
Krustjoffs tók eftir þvi að
hann hafði annan þjón en gest
gjafar hans.
— Við höfðum eins vínglös,
sagði Adenauer, en ég tók
glösin þeirra og bragðaði á
því, sem þeir voru að dr^kka
og það kom í ljós, að þeir
drukku bara blávatn, en ég
drakk sterkt vín frá Krím. Þá
stakk ég upp á því, að við
annaðhvort drykkjum allir
vatn eða vín. Og hann bætti
við: — Við drukkum allir vín.
*
Fimmtán ára drengur, sem
kastaði ólyktarsprengju að for
sætisráðherra Bretlands, Har-
old Wilson, á kosningafundi í
úthverfi London, hefur sent
forsætisráðherranum afsökun-
arbréf. Skólastjórinn i skóla
þeim, sem drengurinn stundar
nám í, var viðstaddur, þegar
drengurinn skrifaði afsökunar-
bréfið. Sagði hann að drengur
inn hefði verið mjög miður
sín út af þessum atburði og
skammazt sín mikið og við-
urkennt það, að hann hefði
kastað sprengjunni. Hann á-
kvað þegar í stað að skrifa for
sætisráðherranum afsökunar-
bréf og það hafði hann gert á
skrifstofu hans. Bréfið er nú
á leiðinni sagði skólastjórinn.
var.
★
ÞjóShátíSardagur írlands, St. Patricks dagur var haldinn hátíSlegur
I New York meSal (rskra Bandaríkjmann þar. Fóru þeir I skrúS-
göngu og vr öldungadeildarþingmaSurinn Robert Kennedy þar
I fararbroddi. Mitt á 'Fifth Avenu stanzaði hann alla skrúSgönguna
til þess aS heilsa upp á mágkonu sina Jacqueline Kennedy ,sem stóS
meSal áhorfenda á gangstéttinni.
3
Á VÍÐAVANGI
Hljóp undir blekk-
ingabaggann
Forsætisráðherrann sér nú.
að svo illa er komið fyrir Jó-
hanni álbaróni, að hann vcrður
að hlaupa undir blekkingabagg
ann með honum. Hann segir í
Reykjavíkurbréfi á sunnudag-
inn um haginn af því að
sclja erlendu álveri ódýrustu
orku okkar frá Búrfellsvirkjun
á undirverði:
„Þannig mun tekjuafgangur
virkjunarinnar fram til ársin.s
1985 verða um 700 millj. kr.
meiri, ef gerður er raforku-
sanmingur við álbræðsluna, en
vera mundi án hans.“
Bjarni sér engin önnur ráð
en að herða á gömlu blekking-
unni hans Jóhanns, sem þó er
búið að reka marg sinnis of-
Ian í hann. Hann telur hluta af
sköttum álbræðslunnar með
rafmagnsverðinu eins og hann,
en það svarar til 200 milljóna
á „ágóðanum". Hann reiknar
með vöxtum og vaxtavöxtum til
1985, þó að varaorkan verði
v upp eydd 1976, og við þurfum
þá að virkja á ný fyrir okkur.
Og sú virkjun verður ekki
gerð fyrir „ágóða“ af orku-
sölu, sem fram fer á næsta ára
tug á eftir. í þessu máli ber
allt að sama brunni. Skrum
þeirra Bjarna og Jóhanns er
svo botnlaust, að þeir scgjast
ætla að virkja fyrir fé, sem
ekki fæst inn fyrr en áratug
eftir að þá virkjun þarf að
gera.
Sannleikurinn blasir nú við
öllum. Búrfellsvirkjun er stór-
brotin og sjálfsögð framkvæmd
en það er að taka óhagkvæmt
lán hjá framtíðinni að selja þá
orku, sem umfram er fyrstn
árin, erlendri álbræðslu og
gera við hana 25 ára sölusamn
ing um hana. Það ián verða fs
lendingar að borga með okur
vöxtum eftir 1976.
Ruglaðir kratar
Kratar eru nú orðnlr svo
ruglaðir í íhaldsdansinum, að
þeir vita ekki hvað þeir gera
eða samþykkja. Fyrir skömmu
samþykkti miðstjórn Alþýðu-
flokksins að lýsa yfir stuðningi
við stórvirkjun í Þjórsá við Búr
fell. Þeir virðast alveg vera
búnir að gleyma því, að bað
mál er löngu fastákveðið og af
greitt, og Alþingi samþykkti
þá Virkjun fyrir ári, og hún
kemur leyfi til erlendrar ál-
bræðslu ekkert við. Þetta væri
alveg hið sama og Kratar hlypu
nú til og lýstu yfir stuðningi
við 12 mílna Iandhelgi, sem
samþykkt var og framkvæmd
árið 1958.
Vegur og vandi
Þjóðviljinn birti f gær yfir
Iýsingu frá stjórn Sósíalistafé-
lagi Reykjavíkur, þar sem hún
hvetur félagsmenn sfna til þess
að mæta á stofnfundi Alþýðu-
bandalagsins í kvöld og minnir
á þá samþykkt sína og óhagg
anlegu ákvörðun að félagið
gangi sem ein heild í þetta fé-
lag. Stjórnin virðist vilja
minna á, að í raun og veru eigi
kommúnistar Alþýðubandalag-
ið og rökstyður það með þess
um orðum:
„Þann áratug, sem Alþýðu-
bandalagið hefur verið við
lýði, hefur starfsemi þess i
höfuðborginni mætt að mestu
Framhald á bls. 11.