Tíminn - 30.03.1966, Blaðsíða 12
12
ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR
MIÐVIKUDAGUR 30. marz 1966
Litlar breytingar á ísl. landsliðinu fyrir
leikinn gegn Dönum á laugardaginn
- hætt er við að hafa aukalandsleik, sem fyrirhugaður var á sunnudaginn.
Gunnlaugur Hjálmarsson.
Alf—Reykjavík.
Landsliðsnefnd HSÍ hefur nú
valið ísl. landsliðið, sem allir
treysta á að sigri Dani á laug
ardaginn í síðari leik landanna
í heimsmeistarakeppni’nni. Og
í Ijós kemur, að litlar breyt-
ingar eru á liðinu frá síðari
leiknum gegn Rúmenum. Að-
albreytingin er sú, að Guðjón
Jónsson er settur út, en í hans
stað kemur Ingólfur Óskars-
son.
Ástæðan fyrir því, að Guð-
jón er settur út úr liðinu er
sú, að hann hefur ekki getað
stundað æfingar síðustu vik-
urnar atvinnu sinnar vegna,
en hann starfar á vegum Aðal
verktaka í Hvalfirði. Er vissu
lega slæmt, að Guðjón skuli
ekki vera í æfingu, því hann
hefur staðið sig vel í síðustu
landsleikjum.
Annars er liðið þannig skip-
að:
Þorsteinn Björnsson, Fram
Hjalti Einarsson, FH
Gunnlaiugur Hjálmarss., Fram,
(fyrirliði)
Sigurður Einarsson, Fram
Ingólfur Óskarsson, Fram
Geir Hallsteinsson, FH
Auðunn Óskarsson, FH
Hermann Gunnarsson, Val
Stefán Sandholt, Val
Karl Jóhannsson, KR
Hörður Kristinsson, Ármanni.
Fyrirhugað var, að á sunnu-
daginn færi fram aukalands-
leikur, en nú hefur verið horf
ið frá þvj, þar sem dönsku leik
mennimir eru á hraðri ferð
og fara utan á sunnudagsmorg
un aftur. Eiga þeir fyrir hönd
um ferð til Sovétríkjanna í
næstu viku.
ísl. landsliðsmennimir eiga
erfitt verk fyrir höndum, nefni
lega að gefa Dönum skell. Fá
ir búast við því, að þeir sigri
með 9 marka mun, sem nægir
til þess að hljóta sæti í loka
keppni HM, en sigur, þó ekki
væri nema eins til tveggja
marka, væri kærkominn. En
það er varasamt að vera of
bjartsýnn — og hyggið ráð er
að búast við því versta en
vona það bezta.
Leikurinn á laugardag hefst
kl. 17 og verður dómarinn
sænskur, Hans Carlsson, sem
dæmdi leiki fslands og Rúss
lands. Þess má geta, að sala
aðgöngumiða hefst í dag í
Bókabúð Lárusar Blöndal í
Vesturveri og Skólavörðustíg.
Ellert taldi sig
ekki eiga erindi
Alf—Reykjavík.
Síðasta æfingin áður en lands-
liðsnefnd valdi endanlega lands-
liðið gegn Dönum, var haldin í
Laugardalshöllinni á mánudags-
kvöld, og jéku þá fyrir luktum
dyrum tilraunalið landsliðsnefnd
ar og pressulið.
Nokkur forföll voru í báðum
liðum, og vantaði t.d. báða mark
verðina í tilraunaliðið, þá Þor-
stein Björnsson og Ellert Schram.
Þorsteinn mun hafa verið lítillega
meiddur, en forföll Ellerts vom
nokkuð annars eðlis, því Ellert
taldi sig ekki eiga erindi í pressu
leikinn af persónulegum ástæð-
um. Mun hann hafa láiið þau orð
falla, að einhverjir aorir, með
meiri kunnáttu í handknattleik,
ættu frekar erindi í pressuleik en
hann. Eins og kunnugt er, hefur
Ellert lítið stundað handknattleik
og hefur aðeins hlaupið í skarðið
þegar illa hefur árað hjá KR og
sýnt góð tilþrif.
:mf.vxiit-sr* ao t
Pressuleikurinn á mánudags-
kvöld var frekar slakur og sigraði
landsliðið með 3ja marka mun,
21:18. í marki tilraunaliðsins léku
þeir Sveinbjörn Ármannsmark-
vörður og Logi Haukamarkvörður
en Hjalti og Jón Breiðfjörð, Val,
léku í marki pressuliðsins.
Stjórnarmenn SKÍ, sem mættir voru á 500. fundlnn og þrlr af þeim, sem sátu stofnfund sambandsins. í neðri
röð frá hægri: Sveinn Sveinsson, Stefán Kristjánsson, form. SKÍ, Einar B. Pálsson og Ketill Ólafsson. í
aftari röð eru stjórnarmennirnir Gísii Kristjánsson, Þórir Lárusson og Ólafur Nilsson. Á myndina vantar Þóri
Jónsson. (Tímamynd HZ)
Ársþing Í8R
Ársþing ÍBR verður haldið þriðju
daginn 5. apríl í húsi Slysavarna-
félagsins við Grandagarð.
Chelsea sigr-
aði með 1:0
( . *;
Chelsea og Munchen léku síð-
ari leik sinn í borgakeppni Evr
ópu í gærkvöldi í Ltmdúnum. Svo
fóru leikar, að Chelsea sigraði
1:0, og er með þeim úrslitum kom
ið í undanúrslit keppninnar og
mætir Barcelona. Fyrri leiknum
lauk 2:2.
Elzta sérsambandið innan I.S. I.
heldur 500. stjórnarfund sinn
Tæp 20 ár liðin frá stofnun Skíðasambands íslands
Alf—Reykjavík.
í gær, þriðjudag, var haldinn
500. fundurinn hjá stjórn Skíða-
sambands íslands, sem er elzta
sérsambandið innan ÍSÍ, stofnað
fyrir tæpum 20 árum. Og í tilefni
af því bauð núverandi stjórn SKf ]
fréttamönnum á fundinn, en auk
þess sátu fundinn Gísli Halldórs-
son, forseti ÍSÍ, Hermann Guð-
mundsson, framkv.stj. ÍSÍ og ýms
ir forvígismenn skíðaíþróttarinn-
ar.
Stefán Kristjánsson, formaður
Skfðasambands fslands, bauð
gesti velkomna og rakti í stórum
dráttum sögu sambandsins á 20
ára tilveruskeiði. Stefáni fórust
svo orð:
„Eg býð ykkur velkomna til
þessa fundar, sem er hinn 500. í
stjórn Skíðasambands íslands.
Mér þykir hlýða af þessu tilefni
að minnast með nokkrum orðum
aðdraganda að stofnun sambands-
ins og fyrsta fundar þess. Það var
hinn 23. dag júnímánaðar 1946,
að 9tofnfundur Skíðasambands ís
lands var saldinn í Atvinnudeild
Háskólans. Fulltrúar á fundinum
voru 6 frá þrem skíðaráðum. Frá
skíðaráði Reykjavíkur voru Stein-
þór Sigurðsson og Einar B. Páls-
son, frá skíðaráði Akureyrar Her
mann Stefánsson og Bjarni Hall-
dórsson og frá skíðaráði Siglu-
fjarðar Ketill Ólafsson og Sveinn
Sveinsson.
Forgöngu um stofnun Skíða-
sambands íslands höfðu þeir Stein
þór Sigurðsson og Einar B. Páls-
son. Allmörgum árum áður höfðu
þeir skrifað stjórn íþróttasam-
bands íslands og bent á nauðsyn
þess, að stofnað yrði sérsamband
innan ÍSÍ, sem færi með sérgrein
armálefni skíðaíþróttarinnar.
Þessi hugmynd hlaut ekki góðar
undirtektir og þurftu mörg ár að
líða þar til nógu mörgum yrði
ljóst, hver þörf var á stofnun sér
^alfundur KRR
Aðaifundur KRR verður hald-
inn í Félagsheimili Vals við Lauf-
ásveg fimmtudaginn 31. marz og
hefst kl. 20.30.
sambanda fyrir hinar ýmsu grein
ar fþróttanna.
Þó kom þar, að lögum ÍSÍ var
breytt, og hinn 23. júní 1946
heimilar stjórn ÍSÍ, að stofna
megi sérsamband sem fari í um-
boði ÍSÍ með málefni skíðaíþrótt
arinnar. Sama dag boða þeir Stein
þór og Einar til stofnfundar Skíða
sambands íslands.
Skíðasamband Íslands er því
Framh. á bls. 10.
Leipzig og HG keppa
um Evrópubikarinn
Danska kvennaliðið HG og
austur-þýzka liðið Leipzig leika
til úrslita i Evrópukeppninni
i handknattleik. Danska liðið
sigraði Sparta Prag í siðari
leik liðanna með 6:5. en hafði
unnið fyrri leikinn með yfir-
burðum, 10:3. Leipzig lék gegn
ungverska liðinu Spartacus og
gerði jafntefli í síðari leiknum
5:5, en hafði unnið fyrri leik-
ínn 10:4.
F'ns og kunngt er lék kvenna
lið Vals gegn Leipzig og tap-
aði báðum leikjunum. Þvj er
spáð, að Leipzig verði Evrópu
bikarmeistari og tald þar með
titilinn af HG, sem vann hann
sfðast.