Tíminn - 31.03.1966, Qupperneq 8

Tíminn - 31.03.1966, Qupperneq 8
8 TÍMINN________ PÁLL HEIÐAR SKRIFAR FRÁ LUNDÚNUM: FIMMTUDAGUR 31. marz 1966 Skylmingar á Smiths-torgi Gata nefnist Smiths-torg hér í borg, og er sá siður, að nefna göt- ur torg ellegar sund í samræmi við marga óvenjulega hluti,. er fs lendingar reka augu í hér í heims borginni. Smiths-torg er skammt frá Thaimes, ofanstreymis við West- minster höll er hýsir bæði lávarða- og neðri deild brezka þingsins. Sambyggt við 'eikna stóra skrifstofubyggingu ICI (Intemational Chemicial Industri es, stærsta fyrirtæki á Bretlands eyjum) er að finna „Transport House“, aðalstöðvar Verkamanna flokksins. Húsið dregur nafn af eigendunuim, Transport & Gener al Workers Union (Stærsta verka lýðsfélagið) oig undirstrikar jafn framt hin nánu tengsli milii Verkalýðshreyfingarinnar og Blaðamanna fundir brezku stjórnmála- flokkanna Verkamannafloikksins. Næsta hús við Transport House eru aðaistöðv ar íhaldsflokksins. Og steinsnar þaðan eru bækistöðvar Frjáls- lyndra, sem þeir keyptu nýlega. Tímar.iönnuim stöddum í Lund- únum hefur orðið tíðreikað nið ur á margnefnt Smithstorg að hlýða á talsmenn flokkanna, taka myndir og fylgjast með skeggj- uðum, ófyrirleitnum ljósmyndur um ,sem valsa um allt með svört sólgleraugu; maður er stundum í vafa um hverjir ráði hér hús um. Slíkur er fyrirgangur þessara afsprengja nútíma fréttamennsku. Ótaldir eru þó sjónvarpsmenn með tól sín og tæki: Ljóskastara, „make-up girls“, alvarlega gáfu menn með hrukkur í ennum, horn spangargleraugu, knýttar þver- slaufur. Þessi fyrirbrigði eru sjúnvarpsfréttamenn og/eða „commentators“ og heita ýmist Robin Day, George Ffitch eða AIi ster Burnett. Stjúrnmálamönnum stendur meiri ógn af mönnum þessum en Gyðingum stóð nokkru sinni af SS! Hjá Gallaghan. Jim Gallaghan hefur gegnt emb ætti fjármálaráðherra undanfarna 17 mánuði. Jim er kominn af fátæklingum vestan úr Cardiff í Wales. (Fyrrum mesta kolaútflutn ingshöfn í heimi; berst nú viíi landlægt atvinnuleysi, og byggir framtíðarvonir á olíuinnflutn- ingi!!) Hann naut gagnfræðamenntunar í æsku og hóf undir tvítugu störf á skattstofu þar í borginni. Eng- an mun hafa grunað á þeim tíma, að hinn ungi skattsveinn ætti eft ir að verða yfinmaður allra skatt stofa á Bretlandseyjum og æðsti fégæzlumaður hennar Hátignar. Ef til vill hefur Jim verið hugs í að til æskuáranna á skattstofunni í Cardiff þeghr hann lýsti yfir í dag við blaðamenn að betra væri að fæðast til gæfu en auðæfa; sín reynsla sannaði það. í fundarsalnum í Transport House, þar sem Gallaghan situr fyrir gafli í flóði sjónvarpsljósa og með formann Verkamanna- flokksins á hægri hönd, eru á hverjum morgni klukkan 10.30 samankomnir á annað hundrað blaða- sjónvarps- og útvarpsmenn víðsvegar að úr veröldinni. Til að byrja með fór mörgum þeirra eins og Gallaghan sjálfum að líta upp með veggjum salarins hvar gefur að líta þrjú málverk hvoru megin af óklæddum „þokkagyðj um“ við hin annarlegustu störf: Haldandi í hunda, lofandi Guð, ellegar þvoandi þvott í rómantísk um tjömum með rollur sem áhorf endur. Fundir Gallaghans hefjast með því að hann les upp fyrirfram undirbúna ýfirlýsingu um einhver þau mál sem efst eru á baugi þann daginn. Að lestri loknum er kom ið að spurningum fréttamanna. Nokkra fundi hafa setið auk Gallaghans ýmsir samráðherrar hans svo sem Richard Crossmann húsnæðismálaráðherra (var í stríðinu yfirmaður deildar 6em sá um sálfræðilegar áróðursaðferð ir gegn Þjóðverjum og íhalds- menn kalla nú í gamni og alvöru Göbbels Verkamannaflokksins.), Pearth landbúnaðarráðherra og Roy Gunter verkalýðsmálaráð- herra sem mætti sérstaklega á fundinum til að svara spurning um varðandi hina átta starfsmenn BMC í Cowley, er sektaðir voru af vinnufélögum sínum fyrir að neita að taka þátt í óopinberu verk falli. (Sjá grein Tómasar Karls ! sonar um brezku kosningamar). Margir fréttamenn vonast eftir að höfuðpaurinn sjálfur, Wilson, setjist á pallinn með Gallaghan í næstu viku, en orðvárir starfs menn í fréttadeild flokksins gátu hvorki staðfest það né neitað í dag. Aðspurðir hvort vegir Har- olds væru eips óútreiknanlegir og fhaldsmenn segja stefnu hans í ýmsum málum, svöruðu þeir með tómu brosi og furðusvip, sem Eng lendingar setja upp við útlendinga, þegar þeir spyrja „heimskulogra“ spurninga. Hjá Heath. Þeir íhaldsmienn hafa aðsetur í ,stóru skrifstofuhúsi, 23 skref (upp mæling KJ.) frá Transport House. Þrátt fyrir að nýprentaðir bækl ingar og áróðurplögg i hrönnum á göngum séu sameiginlegt ein- kenni á skrifstofum allra flokk- anna, er þó ólíkt andrúmsloft því í Transport House. í anddyrinu hjá íhaldinu sitja þrjár vel upp aldar, vel ættaðar, vel upp færðar stúlkur, sem nýlega hafa lokið sinni fyrstu samkvæmis „season" og innkaupum hjá Harrods (dýr- asta vöruhús Lundúnaborgar). Hvaða álit sem maður hefur á hinum svokölluðu æðri stéttum, eru dömurnar þó ólíkt meira augnayndi, en boraðir ungir sósíal istar með Oxford hreim í Trans- port House. Móttökur og öll fyrirgreiðsla stúlknanna er með þeim hætti, að afgreiðslufólk, a. m. k. í brauð- og mjólkursölubúðum í Reykja- vík, gætu mikið af þeim lært. Þeir fréttamenn sem hófu morg uninn með því að hlusta á Jim Gallaghan eru nú allir samankomn ir í salarkynnum fhaldsmanna og klukkan á slaginu ellefu fcirtist leiðtogi þeirra Edward Heath hár og spengilegur og óaðfinmanlega klæddur ásamt formanni flokks- ins, Edward DuCann, sem iika er hár, ekki spengilegur og óaðfinn anloga klæddur. Edward Heath er tómstunda- píanisti og fyrsti piparsveinninn sem íhaldsflokkurinn hefur gert að leiðtoga sínum, síðan William Pitt hinn yngra, en síðan eru nú um tvö hundruð ár. Faðir Heaths, sem er trésmíðameistari niðri í Kent, hefur látið svo um mælt, að síðan pilturinn sleit trúlofun sinni við tónlistargyðjuna (Heath yngri hlaut upphaflega skólastyrk til náms í orgelleik í Oxford) hafi hann ekki verið við neitt kven- kyns kenndur fyrir utan „pólitík- ina“ hverri hann hafi verið „kvæntur" síðan um tvítugt. Hvað sem þessu líður er degin um ljósara að Heath er hinn mesti afkastamaður og hamhleypa að hverju, sem hann gengur, og kostir hans sem stjórnmálamanns eru ótvíræðir. Bezta sönnun þess er forysta hans í íhaldsflokknum, sem fram að þessu hefur verið þekktur .fyrir annað en að velja sér leiðtoga úr lægri stéttum þjóð félagsins, eða án fjölskyldutengsla við ráðamennina á hverjum tíma. Blaðamannafundir Heaths íara fram á svipaðan hátt og hjá and- stæðingum hans 1 Transport House: Fyrirfram undirbúin yfir lýsing og síðan spurningar. Á fyrsta fundinum var leiðtog inn fremur þreytulegur og tetdnn en þó glaður í bragði, í ljósgráum einhnepptum fötum, bláu nrjóna vesti og með blátt bindi og vasa- klút í sama lit. Ekki er að undra, þótt leiðtoginn eé þreytulegur, þvl hann hefur langa daga og erfiða í bak og fyrir, eins og sést af eftir farandi stundatöflu. Klukkan 11 fyrir hádegi er blaðamannafundur sem lýkur hálftíma síðar. OPIÐ BREF til Steindórs Steindórs- sonar, menntaskólakennara Hr. menntaskólakennari, Stein dór Steindórsson. Ég geri ekki ráð fyrir, að þér kannizt við nafn mitt, er þér les ið það undir þessu bréfi. Hinu er ekki að leyna, að vel var mér kunnugt nafn yðar, áður en ég sá það undir ritstjóragrein í 3ja tbl. 16. árgangs af tímariti yðar, Heima er bezt. Ég viðurkenni meira að segja fúslega Rð oft hafði ég lesið mér tik áuægju greinar yðar í því riti, *vo og nokkur skrif yðar um gróður ís- lands. En nú ber svo kynlega við, að þér ritið í áðurnefnt tölublað grein og segið þar hluti, sem margir hverjir eru slíkir, að mig rak í rogastanz. Enn meir undrað ist ég þetta, þar sem ég vissi, að þér unnið þjóðlegri menningu ís lenzkri. Ég sé því ekki annað ráð vænna en að rita yður línu og freista að leiðrétta sumt, sem þér haldið þar fram, svo og mótmæla rakalausum aðdróttunum. Grein yðar ber*yfirskriftina Er þetta múgsefjun? Víkið þér þar fvrst að þeim alkunnu sannindum að oft sé hatramlegast deilt um þau mál, sem minnstu skipti, eða eins og þér oxðið það „um lítils- verða hluti.“ Þetta þykir mér vel mælt og réttilega. Hitt undrar mig þegar þér teljið deilur þær, sem risið hafa um sjónvarp varnarliðs ins á Keflavíkurflugvelli, sanna mál yðar. Þar á ofan bætið þér því við, að fátt hafi „gert furðu legra í því efni, en undirskrifta- söfnun yfir 600 háskólastúdenta, um að krefjast banns við því, að minnsta kosti jafnskjótt og ís- lenzkt sjónvarp tekur til starfa." (Hér má skjóta því inn í, þótt litlu máli skipti, að nöfn þeirra, er áskorunina undirrituðu, hafa birzt í nýlega útkomnu Stúdenta blaði, og þar getið þér sannfærzt um, að þau eru nákvæmlega 600, en ekki „yfir 600“). Síðan segið þér, að yður virðist helzt sem hér sé um einhverja múgsefjunaröldu að ræða. Þetta sýnist mér ástæða til að ræða ofurlítið. Eins og þér tekið réttilega fram í næstu málsgrein, er múgsefjun fyrirbæri, sem minna hefur gætt hérlendis en víða annars staðar. Þetta munu flestir, sem nokkuð til þekkja, geta staðfest. En mér er spurn: Hvar í ósköpunum væru minni líkur til að múgsefjun skyti upp kollinum í íslenzku þjóðfélagi en meðal háskólastúdenta? Ég hygg, að þér þekkið svo vel skóla brag í Menntaskólanum á Akur- ejri, að þér vitið, að því fólki, sem þar stundar nám, er ekki hætt ara við múgsefjun en öðrum nema síður sé. Háskólastúdentar hafa ný lokið prófum í yfirgripsmiklu námsefni menntaskólanna. Ætti það ekki einmitt að stuðla að því, að þeir hefðu öðrum fremur opin augu fyrir því, sem er að gerast í kringum þá, og gætu tekið heil- brigða afstöðu til mála? Ég spyr yður sem einn reyndasta mennta skólakennara landsins, og ég held sannast að segja, að það væri nokkuð alvarlegur dómur yfir lærifeðrum okkar, ef þér teljið þeim hafa mistekizt svo uppfræðsl an, að háskólastúdentar séu öllum öðrum næmari fyrir múgsefjunar- öldum. Þeirri aðdróttun yðar, að það séu kommúnistar.og aftur komm únistar, sem standi fyrir öllu slíku vil ég leyfa mér að vísa algerlega á bug sem fjarstæða og tel ég yður mann til að afla yður upplýsinga um pólitíska hlið málsins frá nem endum yðar, sem undir áskorun- ina rituðu, ef þér teljið það skipta máli. Hins vegar má benda yður á, að áður hafði verið lögð fyrir Alþingi algerlega hliðstæð áskor- un undirrituð af 60 mönnum. Þér ætlið e.t.v., að þeir séu allir komm únistar eða máski haldnir múg sefjun? Þessu næst segið þér, að rök- visara væri fyrir þá, sem andvígir eru hersetu hér á landi, að beina skeytum sfn gegn hernum en ekki „jafn óraunverulegum hlut * eins og sjónvarpinu.“ Ég játa fúslega, að sjónvarpsmálið leysist á mjög einfaldan hátt, ef herstöðvar væru lagðar niður hérlendis. Og sannar lega mundi ég fagna. En nú vit um við báðir vel, að sú lausn mála virðist alls ekki á næsta leiti, og þvi höfum við 600 háskólastúd- entar snúið okkur gegn sjónvarp inu, og fjöldi okkar telur meira að segja, að íslenzkri menningu stafi meiri hætta, já rniblu meiri af þeim ahrifum, sem berast gegn um hið erlenda sjónvarp hér, en af setu tiltölulega fámenns og sæmilega einangraðs herliðs. Skal þetta rökstutt lítillega. Eins og þér vitið er sjónvarp í því fólgið, að mynd birtist á skermi, í þar til gerðu tæki. Mynd þessari fylgir tali hún er hreyfi mynd. Á sjónvarp horfa menn heima í stofum sínum. Bandaríkja menn hafa nýlega hafið sjónvarps sendingar í Viet-nam, vegna þess, að þeir telja sjónvarp munu hafa mikil áhrif í baráttu þeirra þar í landi. Er þetta ekki nægilegt til að sýna, að sjónvarp muni vera álitið áhrifamikið fjölmiðlunar- tæki? Haldið þér ekki, að það hafi áhrif á börn og unglinga, sem þau fylgjast með á slíkum skermi í stofunni heima hjá sér? Mér sýn ist það ætti að vera hverjum sæmi lega skynsömum maniá ljóst. Hald ið þér nú í öðru lagi, að efni það, sem ætlað er til dægrastyttingar hermönnum í einhverju landi, muni líka vera hollasta efni börn um þess lands? Ég get bent yður á að kunnugir menn segja, að sjón varpsstöðvar Bandaríkjahers i Bandaríkjunum séu allflestar lok aðar, þ. e. efni það, sem þar er flutt, berst ekki út fyrir herstöðv arnar. Segir þetta yður • ekki, hverja skoðun menn muni hafa á þessum málum í því landi? Þér haldið fram, að sambæri legt muni verða, er hingað berast sjónvarpssendingar frá gervihnött um. í því sambandi má minna á, að á síðasta sumri birtust fréttir af því I ísienzkum dagblöðum, að haldið hefði verið þing, þar sem saman komu fulltrúar frá, að mig minnir, tuttugu ríkjum til að ræða möguleika á samvinnu allra þess- ara ríkja um dagskrá í komandi alheimssjónvarpi. Ekki get ég séð

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.