Tíminn - 31.03.1966, Side 9

Tíminn - 31.03.1966, Side 9
FIMMTUDAGUR 31. marz 1966 TÍMINN 9 Kl. 13.00 Brottför frá aðalskrif | stofunni £ Srnith Square með bíl | til Battersea, og þaðan með þyrlu til Luton, og þaðan kl. 13.55 með einkaflugvél til Elmdon flug- vallar við Birmingham. Kl. 14.45 Ræða á útifundi oig önnur ræða klukkutíma síðar ann j arsstaðar. Kl. 19.15 Aðalræða dagsins í Birmingham ráðhúsinu. Kl. 21.00 Brottför frá Birming- hann og kornið til Lundúna tveim tímum síðar. Auk alls þessa þarf Heath að sjálfsögðu að fylgjast jafnt með málflutningi andstæðinga sinna sem samherja, öðrum almennum fréttum, halda ráðstefnur með helztu ráðgjöfum sínum, og að lok um að koma ferskur og vel undir- búinn, bæði andlega sem líkam- lega á hlaðamannafund næsta morgun. Meðal Frjálslyndra. Eins og kunnugt er var blóma skeið Frjálslynda flokksins fyrir um það bil fimmtíu árum síðan. Sömu sögu er einnig að segja um kvenfólk það er annast mót- töku í aðalstöðvunum. Þær mundu sinn frfil fegurri undir stjórn Asquith og þó sérstaklega Lloyd George, annáluðum manni á sínum tíma. Lord Byer er talsmaður Frjáls- lyndra á flestum þeirra fundum, utan um daginn, þegar leiðtogi flokksins, Jo Grimmond brá sér í bæinn norðan úr Hálöndum og ræddi við blaðamenn. Lord Byers er meðalmaður á hæð, og þéttvaxinn og hefur ser gjarnan til aðstoðar ýmsa sérfræð inga flokksins; hverra nöfn heyr ast sjaldan eða aldrei, hvorki í sjónvarpi né blöðum, og hættir t.il að gleymast von bráðar. Fylgi Frjálslyndra um síðustu kosningaír var um 3 milljóhir at- kvæða, én aðeins 10 þingmenn. Þrátt fyrir það að langflestir hinna 350 frambjóðenda flokksins berj ist í svokölluðum vonlausum sæt um, virðast Frjálslyndir samt bjartsýnir á að halda að minnsta kosti sínu fyrra fylgi, og virðast skoðanakannanir síðustu daga staðfesta þá trú. Fáeinar kosningasögur. Einn af litríkari persónuleikum Frá aðalstöðvum verkamannaflokksins viS Smitiv*org. í íhaldsflokknum er Quintin Hogg, fyrrum Hailsham lávarður. Hogg er þingmaður þeirra í Marylebone, sem er kjördæani fyrir norðan Ox- ford Street, og hafði á kjörskrá slíkt ágætis fólk sem Dr. Stephen Ward, Profumo og þær vinkon urnar Mandy Rice Davies og Krist ínu Keeler. Hogg er málaflutnings maður að starfi, síðan hann lét af ráðherratign fyrir 17 mánuðum síðan, og einn fremsti ræðumað- ur flokksins á útifundunum. Fræg asta setning hans er, að þeir, sem veiti Verkamannaflokknum fylgi sitt við kosningar séu hreinlega snar-hringlandi-bandsj óðandí-Vít-io lausir. („Starve raving bonkars"). Þessi setning hans, sem fyrst kom fram í seinustu kosningum, kann að hafa átt einhvern þátt í hinum nauma ósigri íhaldsflokks- ins; hvað sem öðru leið töldu Verkamannaflokksmenn sér hið mesta happ í málskrúði Quintins. f þessum kosningutn, hefur Quintin Hogg notað þessa setn- ingu að staðaldri, og fer nú líkt með honum og Guðmundi okkar Jónssyni söngvara, sem ekki mátti komá svo fram opinberlega, að fólk heimtaði ekki að heyra „Hrausta menn“. Nú þykir engin ræða hjá Hogg, að hann segi ekki þessi frægu orð. Um daginn var hann að tala yfir hausamótun um á Wilson & Co hér vestur í Chiswitík (Borgarhluti í Lundún um. Kom þá unglingspiltur upp að vörubílspallinum, sem ræðu- maður stóð á, og bar fyrir sér áróðursspjald, á hverju var mynd af sjálfum forsætisráðherranum. Hogg hafði með sér göngustaf, hinn mesta kjörgrip, er faðir hans hinn fýrsti Lord Hailsham, i.afði arfleitt hann að. Hóf Hogg upp stafinn og keyrði í „höfuð“ Wil- son. Lauk þeirri viðureign svo, að stafurinn hrökk i tvennt, en áróðursspjaldið brotnaði og burð armaður þess snéri sneyptur á braut. Varð Hogg um leið eins og svo oft áður hetja forsíðanna og eftirlæti sjónvarpsins. Á blaðamannafundi hjá Frjáls- lynda flokknum um daginn spurði einn viðstaddra Lord Byers, hverju það sætti, að ræðumaður virtist vita nákvæmlega, hvað and stæðingar hans hefðu talað um í Transport House og hjá íhald- inu, nokkrum minútum fyrr. Vildi Lord Byers upplýsa það í eitt skipti fyrir öll, hvort þeir Frjáls lyndir hefðu komið sér upp leyni hljóðnemum líkt og RÚ9sar gerðu í ameríska sendiráðinu í Moskvu hér um árið. Lord Byers neitaði að svara spurningunni af eðlileg um ástæðum, eins og hann komst að orði. „Blaðamenn geta ekki ætlast til, að við látum uppskátt um öll okkar leynivopn fyrir kosn ingar“. Þótti mönnum svar lávarð arins snjállt og skellihló allt sam kvæmið. Spumingar svipaðar þess ari, skjóta gjarnan upp kollinum á þessum blaðamannafundum. Virt ust talsmennirnir fagna þeim og vissulega gera þær allt andrúms- loft þægilegra. Um daginn var Heath spurður hversu það sætti að áður hefði hann komið fram upp- klæddur í blátt prjónavesti og með blátt bindi o. s. frv. Nú í dag væri hann hins vegar upp- færður í rautt vesti og með rault bindi. Vildi hr. Heath upplýsa, hvort þessir litir stæðu í einhverju sambandi við sinnaskipti, er hann hefði ef til vill orðið fyrir um nóttina. Varð hin mesti hlátur uppi með al blaðamanna og hló Heath ~iálf ur þó mest allra. Sannfærðist bréf ritarinn um, að honum færi bros og hlátrar ólíkt betur en alvöru- svipur og ábyrgðartilfinninga- hrukkur, sem virðast þjaka hann um of. Þegar Heath komst loksins að, upplýsti hann, að förinni væri heitið þá síðar um daginn norður í Lancashire, þar sem hann bvgg ist vdð að margir áheyrendur sínir væru í rauðara lagi. Og svo „lyktarbomban", se*n unglingur varpaði að Wilson í gær, og sikaddaði lítillega annað auga hans. Þótt um tíma liti svo út, að alvarlegt slys hefði viljað til, gaf Wilson sér samt tíma til þess, að biðja lögregluna að láta allt mál niður falla vegna at- viksins, og að láta unglinginn laus an. Þótti þetta drengilega gert af Wilson, og telja sumir hér enn eina sönnun fyrir pólitískum hæfi leikum mannsins: Honum takist jafnvel að gera sér mat úr sinum eigin slysförum. Slagorð — sum tvíræð. Verkamannaflokkurinn gengur til þessara kosninga undir slag- orðinu: Þú veizt að Verkamanna- flokkurinn getur stjórnað. (You know Labour government works.) íhaldsflokkurinn valdi sér orðin: „Athafnir — ekki orð eða — Action — not words. Þótt slag orð þetta hafi þann kost, að vera bæði stutt og laggott tókst ilokks félagi þeirra upp í miðlöndum að bæta um. Þeir dreifðu í hundruð um þúsunda eintaka meðal kjos enda ritlingi, á forsíðu hvers stóð: „Women demand action not words“, Konur krefjast athafna — ekki orða. Eins og nærri má geta hefur þetta tiltælki vakið hinn mesta aðhlátur — fyrir eðhlegar ástæður. Sannast hér, að slagorð stjórnmálaflokka þurfa mikillar yfirvegunar og umhugsunar við, annars gæti svo farið að t. d. „Hvatarkonur heimtuðu hina leiðina"!!!! Lokið 23.3. 1966. á hvern hátt slíkar sjónvarpssend ingar yrðu sambærilegar þeim, sem hér er um að ræða.Ekki yrðu þær ætlaðar hermönnum til skemmtunar í leiðindum sínum við „verndun frelsisins“. Þér mun uð þekkja þess dæmi úr mannkyns sögunni, að smáþjóð getur horfið, ef svo má segja, þ.e. öll sérkenni hennar sem þjóðar geta þurrkazt út fyrir of einhliða áhrif stórþjóð ar. Þetta er einmitt það, sem flest ir okkar 600-menninganna óttast, að geti orðið hér, ef ekki er við spornað. Ekki fæ ég séð; að við þyrftum að óttast þennan mögu- leika í sambandi við alheimssjón varp. Þar gætum við einmitt fylgzt með hinu bezta, sem aðrar þjóðir hafa upp á að bjóða í skemmtana iðnaði menningar- og fræðslumál um. Þér talið þessu næst um ótta við erlend áhrif. Teljið þér greini lega, að þessi ótti stafi af alda langri einangrun þjóðarinnar. Ég held óhætt sé að fullyrða, að fáir óttist minna erlend áhrif en há- skólastúdentar. En mig langar til að rifja upp fyrir yður sögu, sem þér hafið vafalaust heyrt oftar en ég. Þetta er merkileg saga. Þetta er sagan af Mjallhvítu. Eins og þér munið, kom vonda stjúpan einu sinni sem oftar í dul argervi þangað sem Mjallhvít bjó hjá dvergunum sjö. í þetta skipti, sem ég hef í huga, kom hún með íðilfagurt epli til að gefa Mjall hvíti. Þetta epli var með þeim undrum gert, að annar helmingur þess var eitraður. Mjallhvít beit glöð í, og hafði nær orðið henni að fjörtjóni. Auðvitað endaði þetta ævintýri vel, eins og öll góð ævintýri. Þau erlendu menningaráhrif sem yfir okkur steypast nú á síð ustu árum, eru nákvæmlega eins og þetta epli. Annar helmingur þeirra er góður, hinn er skaðleg ur. Og hvað gerum við? Við gleyp um eplið! Fjarri fer, að við há- skólastúdentar ætlumst til, að epl inu sé hafnað. En krafa okkar hlýt ur að vera sú, að reynt sé að nýta hinn góða hlutann — eitraði helm ingurinn sé sendur til föðurhúsa. — Nú megið þér ekki skilja orð mín svo, að ég telji ALLA dag- skrá Keflavíkursjónvarpsins hafa skaðleg áhrif á menningu þjóðar okkar. Langt því frá. Mér er kunn ugt um, að þar eru fluttir ágætir þættir til fróðleiks og skemmtun ar. Ekki dettur mér annað f hug en slíkir þættir yrðu fluttir í ís- lenzku sjónvarpi einnig. En þá höfum við líka fengið tækifæri til að velja og hafna. Þá höfum við einnig að sjálfsögðu fengið íslenzk an texta við myndirnar. Eins og er, er um hvorugt þetta að ræða. Þér getið að lokum um, að lít il hætta ætti að stafa af erlendu sjónvarpi, þar sem við vitum um leið og myndin birtist á skermin- um, að þetta er erlent sjónvarp. Hér mætti minna yður á, að öll höfuðrök, sem til áskorunar okkar stúdenta liggja, komu fram í há- tíðaræðu Sigurðar Líndal, hæsta- réttarritara, 1. des. sl. Var þar, ítarlega rædd þessi hlið málsins.! En auk þess langar mig til að svara þessu með einni sögu. Hún gerðist í Stór-Reykjavík nokkr- um öldum síðar en sú, sem til var vitnað áðan.: Maður einn kom gangandi eftir götu, þegar fram hjá honum hljóp drengsnáði, sem hrópaði í sífellu setningu, sem hljómaði eitthvað á þessa leið: „æmgóín hóm tú kill mæ broðer.“ Maðurinn nam stað- ar og hváði. Og drengurinn endur tók: „æmgóin hóm tú kill mæ broð er“. Nú varð manninum Ijóst, að þetta mundi eiga að vera enska, og setningin ætti að vera: I am going home to kill my brother, (ég er að fara heim til að drepa bróður minn). Og í undrun sinni spurði vegfarandinn: „Heyrðu góði, veiztu, hvað þetta þýðir?“ „Nei,“ svaraði stráksi, „ég lærði þetta í sjónvarpinu." Haldið þér, að slíkir áhorfend ur sjónvarps geri sér Ijóst, að þeir eru að horfa á erlent sjónvarp, hlusta á erlenda tungu? Ég ætla ekki að ræða við yður um kommúnisma í þessu bréfi, enda frá mínum sjónarhóli óskylt mál. Ekki dettur mér heldur í hug að ræða við yður þá staðhæfingu, að viðbrögð okkar háskólastúd enta séu einna likust aðgerðum nazista. Það hljótið þér að hafa I skrifað í ógáti . Þetta er orðið langt bréf, máski lengra en ég ætlaði. En ég veit, að tímarit yðar, Heima er bezt, kemur á mörg íslenzk heimili. Nú, þegar ég lýk þessu bréfi, hefur auk þess meginefni greinar yðar verið endurprentað í Stakstein- um Morgunblaðsins. Því er þetta bréf skrifað. Reykjavík, 25. marz, 1966, Heimir Pálsson, stud. mag. Minningargjöf um Guðbjart Ólafsson Sæmundur Tómasson Spítala stíg 3, sem var formaður á ein- um Teinæringnum frá Grinda- vík sem bjargað var í þessu óveðri, hefur sent Slysavarna- félagi íslands kr. 21000.00, að gjöf til að minnast þessa at- burðar og í minningu og þakk- lætisskyni við Guðbjart Ólafs- son fyrrverandi forseta Slysa varnafélagsins sem bjargaði 38 sjómönnum frá Grindavík þennan dag. Sæmundur hefur iðulega minnst þessa atburðar með fjár gjöfum til Slysavamarfélagsins á undangengnum árum í bréfi sem hann lét fylgja gjöfinni og dagsett er 21. þ.m. segir hann meðal annars. „í dag hefði Guðbjartur Ól- afsson orðið 77 ára. Tveimur dögum eftir afmælisdaginn hans, er hann varð 27 ára, en við erum jafnaldrar, þá bar fundum okkar fyrst saman. Þá var hann skipstjóri á kutter „Ester“ frá Reykjavík, én ég var formaður á tíu manna fari frá Grindavík. Fundum okkar bar fyrst saman 24. marz 1916 klukkan 5 síðdegis þrjár sjó- mílur suðaustur af Reykjanesi í ofviðri með sjódrifi, byl og hörkufrosti í álandsvindi, ég var sá þriðji í röðinni, fjórða skipið köm strax á eftir mér. Við vorum 38 menn úr Grindavík, sem þá leituðum til hans í vanda okkar. Svo giftu- samlega tókst til hjá Guðbjarti Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.