Tíminn - 02.04.1966, Page 3

Tíminn - 02.04.1966, Page 3
Tónleikar á Pálmasunnu- dag á Selfossi LG-Selfossi, fimmtudag. Lúðrasveit Selfoss heldur hljóm leika í Selfossbíói á Pálmasunnu- dag, 3. spríl, kl. 15._ Stjórnandi hljómsveitarinnar er Ásgeir Sig- urðsson, og verður flutt bæði er- lent og innlent efni. Einleikari með lúðrasveitinni verður að þessu sinni Stefán Stepf ensen, en hann hefur verið kenn ari sveitarinnar í vetur. í lúðra- sveitinni eru 21 hljóðfæraleikari, og hafa þeir að undanförnu æft af kappi. Lúðrasveit Selfoss er átta ára 1 gömul. Þess má geta, að landsmót g Landssambands lúðrasveita verð- | ur haldið á Selfossi í sumar. Kvennadeild stvrkt-1 arfélags lamaðra '*«' fatlaðra Mánudaginn 21. marz, sl. ^ar haldinn stofnfundur Kvennadeild- ar Styrktarfélags lamaðra og fatl aðra í Tjarnarbúð. Mættar voru 60 konur. Ávarp flutti frú Matt- hildur Þórðardóttir og skýrði frá tilgangi með stofnun kvennadeild ar innan þessa félagsskapar. Frú Jónína M. Guðmundsdóttir, for- stöðukona æfiflgastöðvárinnar að Sjafnargötu 14, sagði frá starfi æf ingastöðvarinnar og væntanlegum verkefnum deildarinnar. Fundar- stjóri var kosin frú Guðlaug Svein bjárnardóttir og voru kosnar í stjórn: Frú Jónína M. Guðmunds- dóttir, formaður frú Matthildur Framhald á 14. síðu Veggmyndir úr hraunleir komnar á markaðinn G®-Reykjavík, föstudag. Veggmyndir úr hraunleir er helzta nýjungin í listiðnaði, sem leirbrennslan Glit sendir á mark- aðinn þessa dagana, og var blaða mönnum í gærkvöldi boðið að skoða þær, þar sem sýning þeirra og sala er hafin í Húsgagnaverzl un Reykjavíkur, Brautarholti 2, fjórtán veggmyndir, sem límdar eru á þar til gerðan ramma, svo að hægt er að hengja þær upp eins og venjuleg málverk. Höf- undar þessara fjórtán hraunvegg- mynda eru listmálararnir Hring- ur Jóhannesson og Þorbjörg Hös- kuldsdóttir, er starfað hafa í þrjú ár við listmálun hjá Gliti. Fyrstu veggmyndirnar úr þessu efni, sem gerðar hafa verið hér, voru þrjár veggmyndir til skrauts í Hótel Holti, er það var opnað í fyrra, feiknastórar myndir, sem þar hanga á þrem stöðum, hver 1,8 ferm. að stærð, tvær þeirra eft ir Ragnar Kjartansson, leirkera- smið og ein eftir Hring Jóhannes- son. Einn útlendur gestur í hótel- inu varð svo hrifinn af þessum myndum, að hann pantaði vegg- mynd úr hraunleir hjá Ragnari, og er sú mynd nú komin til Þýzka lands, á heimili þessa fyrrverandi hótelgests í Holti. En langstærsta veggmyndin, sem Ragnar hefur gert, er keramikmynd sú, er nú prýðir vegg í Stapa, félagsheimili Njarðvíkur, hún er tuttugu fer- metrar. Forráðamenn Glits hafa orðið varir við mikinn áhuga og og eftirspurn eftir keramik- veggmyndum. Því var ákveðið að framleiða svo margar myndir sam- tímis, svo að kostur gæfist á að sjá dálítið úrval mynda, og hefur Húsgagnaverzlun Reykjavíkur tek ið að sér sýningu og sölu vegg- myndanna. Sögðu ráðamenn Glits við fréttamenn, að þau íslenzku efni, sem notuð eru í mótun mynd anna, gæfu möguleika til sköpun- argleði og listtjáningar í ríkum mæli. Utan sölutíma verzlunarinn ar verða myndirnar hengdar þannig, að hægt er að skoða bær inn um glugga verzlunarinnar. IdMBGMtÐAGUR 2. aprfl 1966 TÍMINN Tvær veggmyndanna frá Gliti í Húsgagnaverzlun Keykjavikur og höfundar þeirra, listmátararnir Hringor Jóhannesson og Þorbjörg Höskuidsdóttir. Tímamynd—GB WILSON Sigurvegarinn, Wilson, skor- aði í dag á brezku þjóðina að sýna samhug á næstu árum svo að hægt sé að leysa þau miklu og alvarlegu vandamál, sem landið á við að etja, og for- sætisráðherrann kom með fyrstu aðvörun sína eftir sigur- inn: — Hin nýja stjórn er reiðubúin að grípa til óvinsælla ráðstafana, ef þær eru nauð- synlegar til þess að gera efna- hagslíf Bretlands heilbrigðara og samkeppnisfærara. — Ákvörðun þjóðarinnar um að gefa ríkisstjórninni greirii- legt umiboð mun, — að mínu áliti — vera til hins bezta ryr- ir ríkisstjórn Bretlands og framtíð landsins, sagði Wilson á tröppum Downing Street 10, hinum opinbera bústað for- sætisráðherrans. — Ég tel, að okkur beri skylda til þess að vinna saman, — brezku ríkis- stjórninni og brezku þjóðinni, að því að leysa þau vandamai, sem enn bíða úrlausnar, — sagði hann. Fréttin um hinn yfirgnæi- andi sigur Wilsons hækkaði pundið í verði í kauphöi.inm í London. Telja fréttaritarar, að þetta sé merki um, að al- þjóðlegum fjármálamönnum hafi létt við, að flokkur W'il- sons skyldi fá svo öntggan meirihluta. eftir óvissu síðustu 17 mánaða. Wilson mun væntanlega ekki til kynna hverjir verði í hinni nýju stjórn fyrr en í næstu viku, en talið er, að ýmsar breytingar verði gerðar. M.a. er talið víst, að Patrick Cordon Walker, fyrrver- andi utanríkismálaráðherra, verði, að nýju ráðherra — líklega fái hann evrópsk málefni til að fjalla um. Edward Heath, leiðtogi íhalds- manna, beið þar til Verkamanna- flokkurinn hafði opinberlega unn ið 316 þingsæti sitt, með að til- kynna ósigur sinn. Ýmsir nánustu samstarfsmenn hans féllu í kosningunum. Meðal þeirra var Ohristopher Soames, helzti talsmaður flokksins í utan- ríkismálum, Peter Thorneycorft fyrrverandi varnarmálaráðherra Henry Brooke, fyrrverandi inn- anríkisráðherra og Julian Amery, fyrrverandi flugmálaráðherra, en frambjóðendur Verkamannafl. felldu þá alla. Frjálslyndi flokkurinn mun að öllum líkindum auka þingmanna tölu sína úr 10 í 12, vegna óvænrra sigra í Skotlandi og Vestur-Eng- landi, og þrátt fyrir fylgistap, sem nemur um 750.000 atkvæðum miðað við tölur, sem fyrir iágu í kvöld. Samkvæmt þessum töium, var atkvæðaaukning Verkamanna flokknins rétt innan við 3% Kosningaþátttakan var aðeins minni en 1964, eða 75.28% gegn 77.03% síðast. Er talið hafði verið i 626 kjör dæmum af 630, skiptust atkvæð in þannig milli flokkanna: Verkamannafl. 13.027.800, (12.177.314 í fyrra) — 48.0% (44.2% í fyrra). íhaldsflokkur 11.387.832 (11.971.345) — 41.9% (43.4%) Frjálslyndi flokkurinn 2.293.422 (3.061.843) - 8.4% (11.1). Aðrir 452.689 (349415) — 1.7% (1.3%). Knappasti sigurinn féll t hend- ur íhaldsmönnum, sem unnu eitt kjördæmið með aðeins þriggja at- kvæða meirihluta. Sjö sinnum þurfti að telja í því kjördæmi, áð ur en niðurstaða fékkst. Komm únistaflokkurinn komst hvergi nærri því að fá þingmann. í miðstöð Efnahagsbandalagsins Brussel er sagt, að vonandi muni Wilson forsætisráðherra taka fyrsta skrefið í átt til athug unar á möguleikum að aðild Breta að EBE. Minnt er á, að Wilson hafi lofað að skipa Evrópumála- ráðherra í nýju stjórninni sinni. Slíkur ráðherra hlýtur að fá það fyrsta verkefni að hafa samband við EBE-ríkin og fá nákvæmar upplýsingar um, hvaða skilyrði verði sett við inngöngu Breta í bandalagið, er sagt í Brussel. í París telja fréttaritarar, að sig ur Verkamannaflokksins hafi dreg ið úr möguleikum þess, að Bretar gangi í EBE. En formaður utan ríkismálanefndar franska þings- ins, Maurice Schumann, sagði, að hann teldi vandamálin í sambandi við inngöngu Breta yrðu leyst á kjörtímabili því, sem nú er að hefjast. Tage Erlander, forsætisráðherra Svíþjóðar, og Jens Otto Krag, for sætisráðherra Danmerkur, sendi heiUaskeyti til Wilsons. í skeyti frá Willy Brandt. leiðtoga Vestur þýzkra jafnaðarmanna, segir, að sigur brezkra sósíalista sé mikill atburður, einnig fyrir sósíalista- flokka í öðrum ríkjum. Talsmað- ur Bonn-stjórnarinnar sagði. að stjórnin vonaði. að Bretland myndi ekki láta hjá líða tækifæri til þess að tengjast fastari bönd um við Evrópu. Opinberlega hefur ekkert kom ið frá Bandaríkjastjórn um úrslit in, en víða þar í landi var sigri Wilsons fagnað, einkum þó, að sigur hans var það mikill, að hann gæti gripið til þeirra ráðstafana, j? sém nauðsynlegar væru til þess að | koma að nýju fjöri í efnahagslíf » Bretlands. Kenneth Kaunda, for- | seti Zambíu, fagnaði sigri Wil- f sons, og kvaðst vona, að stjórn ' hans myndi, með svo mikinn meiri hluta á bak við sig, gera það, sem hún teldi náuðsynlegt, í Rhodesíu málinu. Ian Smith, leiðtogi hvíta » minnihlutans í Rhodesíu, vildi lít ' ið segja um úrslitin, annað en, B að ef brezkir kjósendur væru 9 ánægðir, þá væri hann einnig 1 ánægður. Margir hvítir menn þar S í landi telja, að stefna Wilsons K gegn Smith- stjórninni muni harðna. Izvestija skrifar í dag, að sigur inn þýði ekki, að brezkir kjósend ur séu fylgjandi stefnu Wilsnns í utanríkismálum, einkum þó stefnu hans í Vietnammálunu. Bendir blaðið á, að fylgisaukn ing hjá Verkamannaflokknum hafi mjög styrkt vinstrisinna flokksins. og muni bað væntan- | lega auka áhrif þeirra á stjórnar- , stefnuna. Hið nýja þing verður mun f „yngra“ en hið gamla, einkum á I þetta þó við um þingflokk verka j manna Mikill fjöldi nýrra þing- I manna á aldrinum 25—35 ára eru | komnir á þing, en aðrir eldri hafa | vikið fyrir þeim. Konum hefur fækkað — þær eru nú 27, en voru 29. Tvær kvennanna hafa eigin- menn sína líka á þingi — eru bæði hjónin frá verkamönnum. Einnig verða einir feðgar i þing- inu og bræður eru þar nokkuð fjölmennir — eða sex. ■ 3 Á VÍÐAVANGI Smán Sir Mogga Það vakti að vonum allmikla athygli, þegar ljóst var, að Sir Moggi — þetta öndvegis frctta- blað með allt frjálslyndið i málflutningi — lét sig hafa það að stinga undir stól því atriði úr viðtali blaðamanna við Meyer forstjóra Swiss Alumin- ium, að ákvæðið um erlendan gerðardóm í álsamningnum við íslendinga væri algert eins- dæmi í svipuðum samningum hringsins við önnur ríki. Öll önnur blöð og útvarpið sögðu greinilega frá svörum Meyers um þetta. En Morgunblaðið lét þessa aðalatriðis í viðtalinu ekki getið. Þannig auglýsti það uppgjöf sína og smán. í fyrrad. birtist svo allt í einu leiðari, þar sem reynt er að réttlæta þetta, sem Morgun- blaðið sagði ekki frá á þriðjud. Þar er því haldið fram, að gerðardómsákvæðið sé nauð- synlegt í samningnum við fs- lendinga vegna þess, að ál- hringurinn beri hér fjárliags- ábyrgð á hinu „íslenzka“ dótt- urfélagi, en ekki t. d. á hinu norska dótturfyrirtæki, og því hafi ekki þurft ákvæði um er- lendan gerðardóm þar. Allir, sem lásu viðtöl blaða- anna við Meyer, vita þó vel, að hann gaf allt aðra skýringu á þessu, sem sé þá, að „hér væri því ekki fyrir að fara eins og víða’ erlendis, að dómstólar hefðu fjallað um mörg deilu- mál af þessu tagi, og hér væru engir dómar í þessum efnum til að styðjást við", éins Og Al- þýðublaðið hafði eftir Meyer. Meyer sagði nefnilega hrein- Iega, að hann vantreysti íslenzk um dómstólum í þessu efni. Aumingja Sir Moggi, sá á bágt um þessar mundir. „Hóflegt raforkuverð71 Þessi merkilega klausa er í leiðara Sir Mogga í fyrradag um álsamningana: „En væntanlega skilja menn, að samningar nást ekki, nema báðir aðilar telji sér hag að þeim. Hóflegt raforkuverð var það eina, sem við fslendingar gátum boðið í samkeppni við aðra, og við höfum mikinn hag af því að selja raforkuna á 2,5 mill.“ Það skilst á þessari klausu, að ríkisstjómin og Moggapiltar hennar hafa talið, að þeir yrðu um fram allt að ná samningum um álbræðsluna, hvað sem það kostaði, og þeim finnst kynlegt, að menn skuli ekki skilja það, að raforkuverðið varð að vera svona lágt, því að annars hefðu samningar bara alls ekki náðst — guð hjálpi okkur. Og „hóf- Iegt raforkuverð" var hið eina, sem hægt var að bjóða. Það leynir sér ekki sársaukinn yfir því að hafa ekki haft meira „að bjóða“. Auðvitað telja þessir menn það enga fórn, þótt selja verði íslenzka lögsögu f hend- ur erlendra aðila. Það var auð- vitað ekki nema sjálfsagt, enda var hið einá, Sehl máli skipti, að „ná samningum", en að „sjálfsögðu hefði engin von verið til þess, ef við hefðum krafizt þess hagkvæmásta úr öllum samningum um ál- vinnslu", eins og Sir Moggi segir. Það var sem sagt ekki aðalat- riðið að ná hagkvæmum samn- ingum, heldur bara að ná samn ingum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.