Tíminn - 07.04.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.04.1966, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 7. apríl 1966 TÍMINN í SPEGLITIMANS Kona sænska sendiherrans i London, frú Anna Haglund hef ur yfirgefig London og heldur sig nú í Jerúsalem. Ástæðan til þessa er sú, að soniur henn ar, Axel, sem er 25 ára gamall er góður vinur ljósmyndafyrir- sætu, sem er fráskilin. Báðir foreldrar Axels eru mjög á móti þessu sambandi, og móðir in svo mikið, að hún hefur nú setzt að í Jerúsalem. Áður en hún fór, var þó birt við hana viðtal í Daily Express, og þar sagði hún meðal annars: — Við 'hjónin erum mjög á móti þessu. Við erum kaþólsk, og „vinkona" sonar obbar hefur verið gift. Þegar sonur minn hegðar sér á þennan hátt, verð ég að fara frá London-1. Sænsba ambassadorsfrúin hefur áður verig þebbt fyrir einkennilega hegðun \dð ýmis tækifæri. Eitt sinn voru 10 al- þingismenn sænsbir á ferð í London, og átti ambassador- inn að bjóða þeim í mat. Frúin bauð aðeins fjórum þingmönn um og voru það eingöngu þing menn úr sænska borgaraflokkn um. Hinum sex þingmönnun- um, sem allir voru sósíaldemó kratar, var ekki boðið. Út af þessu varð mikill úlfaþytur í Svíþjóð, en þó keyrði um þver- bak, þegar ambasadorinn af- sakaði þetta uppátæki konunn- ar með því, að eibki væru til fleiri diskar á heimilinu.. lohn Lennon, sem er eins og kunnugt er einn af The Beatl es, hefur gefið út eina bók og ætlar nú að fara að gefa út aðra. Fyrsta bókin hans fékk ekkert of góða dóma, og um daginn var hann spurður hvort dómar þeir, sem hann hafi fengið fyrir bókina, hafi ekki dregið úr kjarki hans. — Nei, svaraði hann, — ég skrifa ekki bækur fyrir ritdóm ara. Þeir vilja fá þær ókeypis. islisii.... ; Stúlkan hér á myndinni er júgóslavnesk og heitir Olga Palinkas og fékk smáhluíverk í kvikmynd Orsons Wells .,The Trial“, sem var tekin í Júgóslavíu. Fyrir nokkrum mán uðum fór hún til Parísar til Fyrir skemmstu var haldin Kebir. Elzta dóttir Hassans hér á myndinni vera að Iag- minningarathöfn um marokk- kóngs Marokko, Lalla Meriem færa hárgreiðslu frænda síns, önsku prinsessuna Aid E1 sem viðstödd var athöfnina sést sem er bróðursonur kóngsins. þess að stunda nám en ein- hvern veginn virðist hún ekki komast hjá því að leika í kvik myndum, því fyrir sköminu lék hún í kvikmynd, sem var tek in í Nice, ásamt leikaranum Jean Paul Belmondo og nú stendur til að hún Ieiki stórt hlutverk í kvikmyndinni „Le Malediction de Bclphegor". * Pétur prins af Danmörku og Grikklandi hefur nú verið rek inn úr félagi hershöfðingja Grikkjahers. Ástæðurnar til þess'a eru þær, að félagið telur að Pétur hafi haft í frammi andþjóðlega starfsemi. Á hann sem er náfrændi Konstantins konungs að hafa gagnrýnt grísku konungsfjölskylduna og grísku stjórnina.. Prinsinn er þriðji í röðinni sem ríkisarfi Grikklands, hefur nú í um það bil 25 ár átt í deii um við grísku konungsfjöl- skylduna, þar sem hún neitaði að viðurkenna hjónaband hans en hann er kvæntur rússneskri konu. Hefur Pétur alltaf öðru hverju ráðizt harkalega á Frið riku ekkjudrottningu og sakað hana um að valda sundrungu innan grísbu konungsfjölsKyld unnar og skipta sér af stjórn- málum. Síðasta gagnrýni hans kom fram á blaðamannafundi í Hongkong fyrir skömmu og á hann að hafa rætt stjórnmála ástandið í Grikklandi og sagt að sú stjórn, sem nú færi með völd, væri ekki sú, sem griska þjóðin óskaði eftir. ★ Síðastliðinn sunnudag tóku Castro forsætisráðherra Kúbu og allir ráðherrar hans sig til brettu upp ermarnar og fóru út á sykurekrurnar til þess að hjálpa til við sykuruppsker- una og hyggjast þeir sinna því starfi í tvær vikur. Eru þeir með þessu að gefa öðrum Kúbubúum fordæmi í sam- bandi við sjálfboðavinnu við sykuruppskeruna. ' 1 i ■ Svíum hefur bætzt einn nýr knattspyrnudómari, sem er ekki í frásögur færandi nema af því að þessi knattspyrnudóm ari er fyrsta konan, sem fær réttindi til þess að dæmn knattspymuleiki. Hún Hún heit Um þessar mundir er leik- stjórinn frægi René Clair að gera kvikmynd í Parfs og nefnist myndin „Er París að brenna“, og kostar hvorki meira né minna en tvær millj ónir punda, og í henni leikur fjöldinn allur af þekktum leik urum. Má þar nefna Leslei Caron, Orson Wells, Kirk Dougl as, Charles Boyer, George Chak iris, Alain Delon, Danile Gel in, Yves Montand, Simone Sign oret, Jean Paul Belmondo, Glenn Ford, og Anthony Perk ins. Kvikmyndin gerist í Par ís á stríðsárunum þegar ör- lög Parísarborgar voru í veði. í fimm mánuði hafa París- arbúar fylgzt með töku kvik myndarinnar og séð borginni breytt að ýmsu leyti sökum kvikmyndatökunftar. Hrinandi svín hafa hlaupið eftir Champs “81 . ir Brigitte Sjöberg og er frá Gautaborg og fyrst um sinn hcfur hún fengið leyfi sænskra knattspyrnuyfirvalda til þess að dæma unglingaleiki — cn hún vonast til þess að hækka í tigninni. Elysée og í kjölfar þeirra hafa hlaupið hermenn i einkennis búningum nazista. Byggingar, sem nýlega hafa verið hvit- þvegnar samkvæmt ráðuneyt isskipun hafa verið gerðar skít- ugar aftur einnig samkvæmt skipun ráðuneytis. Öllu þessu hafa hinir örgeðja Frakkar tek ið með þögn og þolinmæði og segja aðeins: Þetta er kvik mynd, sem allir Frakkar vildu leika í. Frú Elsa Martinsen, Slövika í Noregi, eignaðist sitt fjórða barn 25. marz síðastliðinn. Það merkilega er, að áður átti hún þrjú böm, sem öll voru fædd sama dag, það er að segja 28. marz, og eru þó engin þeirra fædd sama ár.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.