Tíminn - 07.04.1966, Blaðsíða 14

Tíminn - 07.04.1966, Blaðsíða 14
TIMINN FIMMTODAGUR 7. apríl 1966 14 FRÁ ALÞINGI Framihald af bls. 2 Ekki afskipti af kjaramálum. Eysteinn ságði, að mikil hætta væri á því, að álhringurinn mundi vilja hafa afskipti af kjaramálum og þau væru einmitt einn veiga- mesti þáttur þjóðarbúskaparins. Aiþýðuflokkurinn virtist skilja þessa hættu og hefði sett það skil- yrði, að hringurinn gerði þetta ekki og gengi ekki í samtök at- vinnurekenda. En hvernig ætlaði flokkurinn að tryggja þetta. Bene dikt Gröndal hefði sagt, að flokk- urinn vildi fá yfirlýsingu hrings- ins um þetta, en Meyer forstjóri befur svarað þvi til um þetta mál, að það væri ekki á dagskrá. Hvern ig ætlaði flokkurinn að fá þessa yfirlýsingu eða tryggja skilyrði sitt í 45 ár? Eysteinn dró síðan fram nokkur samanhurðaratriði úr norsku og fslenzku álsamningunum og nefndi að Norðmenn fá 28% hærra raf- magnsverð og auk þess vísitölu- hækkun á fimm ára fresti. Norð- menn réðu staðsetningu í sam- ræmi við þarfir sínar og völdu stað, þar sem hringurinn varð að byggja alla þjónustu og búsetuað- stöðu upp, sjá fyrir húsnæði verka fólks síns, sjúkrahúsum, skólum o. fl. Samanburðurinn leiðir í ljós, að norsku samningarnir eru á all- an hátt miklu hagstæðari en þeir íslenzku. Þá gat Eysteinn þess, að mótmæli gegn samningnum hefði komið frá mörgum aðilum. Engin haldbær rök. Eysteinn sagði að lokum, að nið urstaða þessarar fyrstu lotu um- ræðnanna um álmálið væri sú, að útreikningar ráðherrans um gróða af rafmagnssölu til álvers hefðu reynzt haldlausir og villandi í veigamiklum atriðum, og dæmið um gróðann gæti hæglega snúizt við og orðið mikið tap. Afsölun íslenzks dómsvalds væri niðurlægj andi fyrir þjóðina. Framsóknar- flokkurinn hefði krafizt þess, að þing yrði rofið og málið lagt und- ir dóm þjóðarinnar í kosningum en vildi stjórnin ekki fara þá leið ætti hún að láta þjóðaratkvæði fara fram um málið, og þar gæti vilji þjóðarinnar komið hreinlega í ljós. Ekki væru til nein fram- bærileg rök gegn því að málið færi í þjóðardóm, heldur öll með því, og þess vegna væri það rétt- mæt krafa. HÆTTA VIÐ ÍSLANDSFERÐ GB—Reykjavík, miðvikudag. Rúmenski dansara- og söngva- araflokkurinn, sem von var hing að á annan páskadag á vegum Þjóðleikhússins, hefur hætt við ferðina til íslands og raunar til Norðurlandanna allra, sem á- formað var, að flokkurinn heim- sækti á leið sinni vestan um haf. Ákveðið var, að flokkurinn, sem telur 85 manns, hefði eina sýn- ingu í Þjóðleikhúsinu hér, á ann- an í páskum. Fólkið hefur undan farið verið á sýningaferð um Bandarikin, ætlaði að koma hing að meg Loftleiðavél frá New ork, en i þess stað 'flytja Loft- leiðir hópinn til Luxemburg, en þaðan flýgur hann síðan til Rúm eníu. HERFERÐ Framhald af bls. 32. vandamál þróunarlandanna, að þeir sendi henni álit sitt og tillög ur um það, hvernig haga beri starfseminni framvegis. Skrifstofa nefndarinnar er nú sem fyrr í æskulýðshöllinni að Frikirkju- vegi 11, Reykjavík. Nefndina skipa Sigurður Guðmundsson, skrifst.stj., formaður, Elías Snæ land Jónsson, blaðamaður, Gísli B. Björnsson, teiknari, Magnús Jónsson, stud. phil., Ragnar Kjart- ansson, framkv. stj., Valur Vals- son, stud. oecon, og Örlygur Geirs son, framkv.stj. Jón Ásgeirsson hefur frá upphafi verið framkv. stjóri Herferðarinnar, en lætur senn af því starfi. Mun Magnús Jónsson taka við af honum. Þá skýrði Hannes Þ. Sigurðs- son, formaður ÆSÍ, frá því, að starfsemi Herferðarinnar yrði haldið áfram, en ekki væri enn nánar ákveðið með hvaða hætti. Þakkaði hann nefndarmönnum og framkvæmdastjóra svo og öðru starfsfólki fyrir frábær störf, og þó sérstaklega landsmönnum öll- um fyrir mikinn og góðan stuðn ing við málefnið. NÝJAR KVIKMYNDIR Framhald af bls. 24. sem Bandaríkin voru í hvað ör astri uppbyggingu, en þá fóru sirkusflokkar vítt og breitt um landið. Aðalhlutverkin í þess ari mynd leikur Elvis Presley og Barbara Stanwyck. Leikstj. er John Rich. Þetta er mynd fyrir alla fjölskylduna. LAUGARÁSBÍÓ sýnir kvikmynd-| ina Rómarför frú Stone. Þar segir frá amerískri leikkonu, sem finnst að lífsblómið sé að fölna og bregður á það ráð að fara til Rómar sér til hress ingar ásamt heilsutæpum eig inmanni sínum .Maðuririn deyr á leiðinni og frúin ákveður að setjast að í Róm. Vinkona henn ar útvegar henni síðan lags- mann (gigolo). Samlíf þessa lagsmanns og ekkjunnar geng ur í brösum, einkum vegna að gerða vinkonunnar, sem kom sambandinu á og ætlaði að láta lagsmanninn hafa peninga út úr ekkjunni. Myndin endar skemmtilega og óvænt. Það mun heldur algengt fyrirbæri, að konur fái sér lagsmenn, j rfn vel launaða, þegar kemur til Ítalíu, en ekki mun hafa verið gerð jafn góð mynd um þetta fyrirbæri áður. Aðalhlutverk leika Vivien Leigh og Warren Beatty. Leikstjóri José Quint- cro. Myndin er byggð á verki eftir Tennessee Williams. HAFNARFJARÐARBÍÓ sýnir kvik myndina Sannindi. Þetta er frönsk mynd og fjallar um ó- líkan skilning þriggja persóna á hinum raunverulega sann- leika. Eftir mikil átök og ást- arleiki, hálfkveðnar vísur, sem Frakkar hafa svo gaman af, finnst einn aðal þátttakandinn skotinn út í stoógi. Aðilar gefa sig fram og hafa þrjár mismun andi sögur að segja. Aðalhlut verk leika Michéle Morgan, Catherine Spaak (dóttir belg íska ráðherrans) og Jean Claude Brialy. BÆJARBÍÓ sýnir kvikmyndina Kvennalæknirinn á annan í páskum. Myndin er um þekktan og mikilsmetinn kvennalæknir, sem giftur er fallegri konu, en afbrýðíssemi er hvað eftir annað nærri búin að eyðileggja hjónaband þeirra. Stafar þetta m. a. af því að hann hjálpar konum við fæðingar, en sjálf á læknisfrúin ekkert barn. Síð an verður gömul ástmey lækn- isins veik, og þá fara að gerast ýmsir atburðir. Þessi gamla vinkona er ólæknandi, en lækn irinn og hún gera sér grein fyr ir því að þau hafa alltaf verið ástfangin hvort af öðru. Aðal hlutverk leika Lex Barker og Senata Berger. Leikstjóri er Rudolf Jugert. GAMLA BÍÓ sýnir kvikmyndina Einkalíf leikkonunnar. Þetta er mynd um unga svissneska stúlku, sem býr hjá ríkri móð ur sinni í Genf og er trúlofuð. Síðan leiða atvinkin til þess að þessi stúlka verður á skömmum tíma fræg leikkona og með öllu því amstri og umstangi sem því fýlgir. Dramatískir atburð ir láta ekki á sér standa og skiptast á örvænting og ham- ingja. Aðalhlutverkin leika Birgitte Bardot og Marcello Mastroianni. Leikstjóri er Louis Mallf. THOR—KRISTMANN Framhaid ai bis. ö. það séu fleiri eiris og þessi. Er þetta fölsun? Ég bara spyr. Áður en lengra er haldið, vil ég enn eins og áður mælast til þess að fá að vita, með hverjum hætti, ég hafi brotið gegn 229. grein almennra hegningarlaga (sem fjallar um uppljóstrun einka mála). Ennþá hef ég ekki fengið að vita, hver þau einkamál séu, enda hef ég aldrei vikið að einka málum mannsins, hvorki fyrr né síðar. Ég hef nákvæmlega engan áhuga á einkamálum stefnandans kannski mér verði nú næst stefnt fyrir það tómlæti. Fyrir- spurnir mínar um þetta til and- stæðinga minna hafa engan ann- an árangur borið, en lögmaðurinn hafði þau orð í réttinum 1. apríl, 1964, að þarna myndi vera of- stefnt, og ef það er ekki bókað, vænti ég þess, að þáverandi dóm ari staðfesti það, en nú er lög- maðurinn fjarri góðu gamni. Ég vil beina því til dómarans, hvort ekki sé eitthvað athugavert við svo tilefnislausa ákæru, og hvort ekki megi sekta lögmann stefn- anda fyrir það, enda eru það til- efnislausar dylgjur, ef ekki rógur að láta liggja að því, að ég hafi áhuga á einkamálum stefnandans. Og að ég sé ekki merkilegri mað ur en svo, að ég sé að bera út einkamál hans. Skyldi ég ekki hafa annað betra við minn tlma að gera? Er þetta ekki ærumeið- ing? í greinargerð minni óskaði ég eftir vottorðum þvi til sönnunar, að með minni litlu grein, eða eins og segir í stefnunni: „að með árás þessari á mannorð hans og atvinnu sé stórlega raskað högum hans.“ Ég óskaði eftir þvi, að hann sannaði að mín grein hefði valdið honum atvinnutjóni, og með hverjum hætti hann hefði orðið fyrir miska, hvers konar, og mæti sérstaklega til fjár og skfl- greindi þau óþægindi, sem hann þættist hafa mátt þola aí völdum greinar minnar samkvæmt stefn- unni. Hvað á hann við með því að ég hafi stórlega raskað högum hans? Hvar eru vottorðin, sem ég auglýsti eftir í upphafi málsins, á morgun eru tvö ár síðan ég auglýsti eftir þeim vottorðum, hvar eru þau? Ég bað um vottorð sem sýndu að hann hefði af mín- um völdum verið sviptur laun- um sem bókmenntafræðari í skólum, um \að hann hefði verið sviftur listamannalaunum af sömu ástæðu, öðrum tekjulindum. Ég man ekki betur en ég læsi það fyrir jólin, að komið hefði út bók eftir hann og jafnvel verið skrifaður ritdómur um hana, svo væntanlega verð ég ekki sakaður um að hafa komið því í kring, að hann fái ekki prent að eftir sig lengur, hvernig sem á því stendur. Það liggur ^kkert fyrir réttinum, bókstaflega ' ekki neitt, um að ég hafi að neinu leyti raskað högum stefnanda, og úr því að ekki hefur verið sýnt fram á að högum' stefnanda hafi verið raskað með grein minni, þá er augljóst að miskabótakrafan er fullkomlega tilefnislaus. Sá, sem samdi stefnuna er svo seinhepp- inn að minnast á mannorð stefn- anda og mun ég síðar fjalla um það, hvernig mannorð hans )ítur út sem bókmenntafræðings og rit höfundar, annað er ekki til um- ræðu frá minni hálfu. Ádeilu minni (í Birtingsgrein- inni) er augljóslega beint gegn stjórnmálamönnum, sem hafa mis notað vald sitt gagnvart íslenzkri menningu i sambandi við úthlut- un listamannalauna. Þeir eru að- ilar málsins og hefðu átt að stefna mér ef þeim hefði sýnzt svo. Ég hef aldrei hugsað mér að eiga orðastað við stefnanda, þótt ég hafi neyðzt til þess í þessum réttarsal. Samvizka mín býður mér að mótmæla því hneyksli sem ég tel þetta vera og þeirri sér- stæðu stefnu í bókmenntafræðslu, sem um ræðir. Þetta er málefna- leg menningargagnrýni á samfé- lagslegum forsendum, það liggur í augum uppi, að hér er ekkert einkamál á ferðinni. Þetta er þjóðfélagsvandamál og skyldi mega um þau fjalla ef lýðræði er meira en orðið tómt. Ef prent- frelsi, hugsanafrelsi, málfrelsi er meira en orðin tójn. Ég minni á stjórnarskrána og sáttmála Sam einuðu þjóðanna sem ísland hef- ur undirritað. Lögmenn hafa sagt mér, að þeir telji þrjár stéttir manna ekki eiga erindi til dómstólanna visandi til meiðyrðalöggjafarinnar: Stjórn- málamenn, listamenn og blaða- menn. Heldur sé þeim ætlandi að geta útkljáð deilumál sín á öðr- um vettvangi, og rithöfundur, sem ekki treyst.ir á vopn sín á ritvell- inum, eigi ekki skiiið þann titil. MeiðjTðaiöggjöfn á ekki að vera skálkaskjól til að verja menn fyr- ir réttmætri gagnrýni, þá er hún orðin bættuleg og ósiðleg og veik- ir tiltrú almennings til réttvisinn ar og gæti jafnvel orðið argvítug í augum fjöldans. Ég ítreka dóms kröfur mínar að ég verði sýknað- ur að öllu leyti og mér dæmdur málskostnaður að mati hins virCti legar réttar. Þá krefst ég þess að lögmaður stefnanda verði sektað- ur fyrir filefnislaus ummæli í greinargerð sinni. Það hefur iörigum tíðkazt hressi legt tungutak í þessu landi, allt frá Njálu, og má minna á þa3, hvernig þjóðhetja íslendinga. Skarphéðinn Njálsson kastar orð- um á Þorkel bák í liðsbóninni forðum. Þessu er þjóði® vön og það væri miirið voðaverk aB lög- bjóða tæpiömgu og rósamií i þessu hrjóstnga landi og bann?. mömmtn að segjr. img sinn, en þaí .gefca reyndar eo*in 15g né dóroatólar jjar G£. Maðurinn minn, faðir, sonur og bróðir, Hróar Hermóðsson Kleppsvegi 70, andaðist hinn 30. 3. Útförin hefir farið fram. Hulda Vilhjálmsdóttir, börn, móðir og systkini. Þökkum auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför, Jóns Kristóferssonar frá Vindásl Vandamenn. Kærar þakkir vottum við öllum þeim, sem sýndu okkur samhug og vináttu við andlát og jarðarför konu minnar, móður okkar og tsngda móður, Sigríðar Guðmundsdóttur i Kristján Jónsson frá Garðsstöðum Einar Valur Kristjánsson, Goðrún Eyþórsdóttir. Kveðjuathöfn um Sigurfinn Sveinsson frá Bergsstöðum, fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaglnn 13. apríi kl. 10.30 f. h. og verður úfvarpað. Jarðsett verður að Hruna fimmtudaginn 14. apríl kl. 2. e. h. Bílferð verður frá Umferðarmiðstöðinnl kl. 10, f. h. sama dag. Fyrir mína hönd barna minna uppeldissonar og annara vanda- manna, Guðrún Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Sigurfinnsson, Kristrún Sigurfinnsdóttir, Þórunn Sigurflnnsdóttlr, Dórothea Sigurfinnsdóttlr Sveinn Kristjánsson. Björn Þorgrímsson andaðist að heimili sínu Grettisgötu 67 þann 5. aprtl. Marta Valgerður Jónsdóttir, Anna Sigríður Björnsdóttir, Ólafur Pálsson. Útför Steins Dofra ættfræðings fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 12. apríl kl. 1,30. Vandamenn. Hjartanlegar þakkir fyrir samúð og vináttu, sem okkur var sýnd vlð andlát og útför, Maríu Katrínar Ragnarsdóttur Birtingaholti, Magnús H. Sigurðsson og synir, Ragna Gamalfelsdóttir, Slgrún Ragnarsdóttir, Hannes Ragnarsson, Sigriður Sigurfinnsdóttir, Sigurður Ágústsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.