Tíminn - 07.04.1966, Blaðsíða 5
FfMMTUDAGUR 7. anrfl 196G
5
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjórl: Krlstján Benedlktsson Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug-
lýsingastj.: Steingrlmur Gislason Ritsti.skrifstofur i Eddu-
húsinu, simar 18300—18305 Skrifstofur Bankastraeti 7 Af-
greiðslusími 12323 Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur,
sfmi 18300. Askriftargjald kr 95.00 á mán lnnanlands — t
lausasölu kr. 5.00 aint. — Prentsmiðjan EDDA h.f
Þjóðaratkvæði
Fyrstu umræðu um álsamninginn er lokið í neðri
deild, og honum vísað þar til sérstakrar nefndar. Þessi
fyrsta umræða um samninginn hefur að mörgu ieyti
verið athyglisverð og margt nýtt komið fram, sem áður
var dulið. Samningurinn er líka margþættur og margir
aukasamningar fylgja honum. Sum atriðin eru þannig,
að auðvelt er að túlka þau á ýmsa vegu og þó einkum,
þegar það fylgir þeim, að komi til ágreinings um, hvernig
béri að skilja þau, skuli bæði dæmt eftir íslenzkum lög-
um og alþjóðareglum, sem oft eru óljósar.
Þótt ekki væri nema af þessum ástæðum, þyrfti samn-
ingurinn mjög vandlega athugun á Alþingi, en því er
ekki að heilsa, því að fyrirsjáanlegt er, að meðferð hans
þar verður fyrst og fremst til málamynda, enda ekki
um annað að ræða en að fella hann eða samþyk'kja, þar
sesn ríkisstjórnin er búin að binda hendur sínar varð-
andi aliar breytingar á honum með því að láta ráðherra
undirskrifa hann fyrirfram. •.
Hér er þó um miklu meiri bindingu að ræða en venju-
lega lagasetningu. Venjulegum lögum er hægt að breyta
átrax á næsta þingi, ef þau reynast mikið gölluð, og
stjómarskránni er hægt að breyta á tveimur þingum
með kosningum á milli. Þessi samningur er.hips vegar
óbreytanlegur í 45 ár, eftir að Alþingi hefur samþykkt
hann. Við hann verður þjóðin að búa nauðug viljug all-
an þann tíma, hversu miklir vankantar, sem kunna að
reynast á honum.
Það er af þessum ástæðum, sem það ætti að vera við-
regla að bera undir þjóðaratkvæði alla meiriháttar
^jáflninga, sem gilda til langs tíma og hvorki þing né
£t}órn hafa aðstöðu til að lagfæra á gildistímanum.
Öm álsamninginn gildir þetta þó alveg sérstaklega.
Hann ekki aðeins bindur hendur þjóðarinnar 45 ár fram
í tímann varðandi þetta mál. Hann skapar að mörgu
leyti hið hættulegasta fordæmi. Hann skapar í fyrsta
lagi það fordæmi, að ísland hafi svo lakari aðstöðu til
stóriðju en t.d. Noregur, að orkuverð eigi að vera miklu
lægra hér en þar. Til þessa munu allir aðilar vitna, sem
síðar kunna að semja við okkur um þessi mál. í öðru
lagi skapar hann það fordæmi,' að útlendir aðilar eigi
að hafa hér margvísleg sérréttindi umfram íslenzk fyrir-
tæki, og að þeir eigi að vera undanþegnir íslenzkri lög-
sögu og réttarfari, ef þeir gera kröfu til þess. Þegar einu
sinni er búið að skapa slíkt fordæmi, er öðrum auðveld-
ara að komast í slóðina. Reynslan er jafnan sú, að mót-
staðan minnkar, þegar búið er að stíga fyrsta sporið.
Það -er af þessum ástæðum og mörgum öðrum, sem
það er skylda, ef menn virða lýðræði og rétt kjósenda
nokkurs, að samningur eins og álsamningurinn sé
borinn undir þjóðaratkvæði. Eðlilegast hefði verið
að kosningar hefðu verið látnar fara fram, bæði um
þetta mál og verðbólgumálin, sem ógna nú framtíð þjóð-
arinnar meira en nokru sinni fyrr. Illu heilli hefur
ríkisstjórnin ekki viljað fallast á kosningar og kann það
að vera mannlegt sjónarmið. Stjórnin veit vel, hvert er
nú álit hennar hjá þjóðinni. Hitt er hins vegar óafsakan-
legt, ef hún vill ekki lofa þjóðinni sjálfri að dæma
í álmálinu, óháð flokkum og afstöðu til annarra mála.
Það getur ekki stafað af öðru en því, að hún líti, þrátt
fyrir öll stóryrði, svipað á álsamninginn og stjórnarand-
staðan og því þori hún ekki að láta þjóðina dæma um
hann. Því skal þó ekki trúað fyrr en endanlega á reynir,
að ríkisstjórnin neiti þjóðinni um þennan sjálfsagða rétt.
TÍMINN
iH’i i > iiaWfcii iTMMWiÉtlíÍIMMP
Walter Lippmann ritar um alþjóöamál:
Deilan viö Kína leysist ekki
meðan kínversku ríkin eru tvö
Mikla aðgætni þarf til að tryggja friðinn í Asíu
STJÓRNIN í Peking lét ekki
undir höfuð leggjast að gefa
þegar í stað til kynna, að af-
staða Kínverja og Bandaríkja-
manna hverra til annarra hljóti
að halda áfram að vera óvin-
veitt og fjandsamleg um alla
framtíð.
Að undanförnu hefur hér í
Washington gætt nokkurrar
tilhneigingar til að draga úr
ágreiningnum. Þetta kom ekki
aðeins fram í könnunum öld-
ungadeildarinnar heldur hefur
það einnig stungið upp kollin-
um hjá rikisstjórninni sjálfri.
En valdhafarnir í Peking
vilja ekkert hafa með þetta að
gera. Þeir vilja hafa ágreining-
inn eins ákveðinn og áberandi
og kostur er, eða svo að við
stríði liggi. Þeir eru mótfalln
r þvi, að nokkuð sé gert til þess
að létta af Bandaríkjamönnum
einum ábyrgðinni á því að
halda fjórðungi mannkynsins
utan við samfélag þjóðanna.
Eg hef ekki neina tilhneig
ingu til að látast fróður um
Rauða-Kína, en mér virðist auð
sætt, að ágreiningurinn milli
Kínverja og Bandaríkjamanna
sé ósættanlegur. Meginstað-
rcyndin er, að við erum flækt
ir í neti ólokinnat borgara-
styrjaldar í Kína. Við höfum
stofnað á Formósu hervernd-
arsvæði fyrir leyfamar af
stjórninni, sem steypt var af
stóli á meginlandinu.
KÍNAVELDIN tvö, sem til eru
í dag eru svarnir, ósættanlegir
óvinir. Sigur annars yfir hinu
hlyti að tákna gjöreyðingu
hins sigraða, en Bandarikja-
menn eru óafturkallanlega
samningsbundnir til að verja
Kína-leyfarnar á Formósu, og
hafa lagt þar við heiðui sinn.
Engin ástæða er til að .ær-la,
að unnt reynist að jafna þessa
deilu með snjöllu stjórn-
kænskubragði, hversu mikil-
hugkvæmni, sem sýnd kynni
að vera. Deilan er þess eðlis,
að hún getur því aðeins o>g pá
fyrst jafnazt, að hún sé farin
að tilheyra fortíðinni.
Ekki er minnsta von um
sættir milli Mao Tse-tungs og
Chiang Kai-sheks. Hvorugur
þeirra gengur nokkru sinni
inn á hugmyndina um tvö Kina
ríki, hversu skynsamlegt sem
það annars væri. Hvor þeirra
im sig hefur fulljTt og lagt þar
við líf sitt, að til sé aðeins eitt
Kínaveldi og hann sé hinn einf
sanni leiðtogi þess.
Borgarastyrjaldir er aldrei
auðvelt að jafna, eins og við
Bandaríkjamenn vitum manna
bezt. 100 ár eru liðin síðan
borgaraslyrjöld okkar lauk, og
við erum nú fyrst að sjá hiila
undir nýja kynslóð, sem er að
verða laus úr hinum gömiu
viðjum Sennilegt er, að hið
sama verði uppi á teningnuii' i
öllum þeim ríkjum, sem nú eru
klofin í tvennt.
EINHVERN tíma kemur að
því, eftir að þeir Mao Tse-tung
Mao Tse Tung
og Chiang Kai-shck eru komnir
undir græna torfu, að upp vex
í Peking og Taipei ný kynslóð
sem jafnar deiluna. Líklegt er.
að eitthvað þessu líkt gerist
einnig í Þýzkalandi og lands-
hlutarnir tveir sameinist, peg
ar Stalínistar, Rússahatarar.
nazistar og nazistahatarar eru
horfnir af sviðinu.
Þetta írestar almennri sætt
í Asiu þar til einhvern tíma )
ófyrirsjáanlegri framtíð. Ég
held ekki, að unnt sé að hugsa
sér neina sáttargerð í Asíu án
velvilja og þátttöku ánægðs
Kínaveldis. Meginvandi okkar
nú felst í því, hvernig okkur
eigi að takast að þreyja larga
stund, án þess að hrapa eða
I
Chiang Kai-Shek
láta smátt og smátt hrekiast
út í þá miklu styrjöld, sem ú
vallt er möguleg, enda þótt
enginn maður með heilu viti
geti óskað eftir henni.
í glímunni við þann erfiða
vanda að varðveita almennan
frið þá löngu stund, sem liða
kann áður en sættir verða
mögulegar, getum við reitt
okkur á þá staðreynd, að leið-
togum allra stórveldanna, sem
hlut eiga að máli eða sem fær
erii um að heyja, stórstyrjold,
er ljóst, að í stórstyrjöld er
ekkert að vinna en ef til vill
öllu að tapa. Eg held, að þetta
eigi við um leiðtoga Kína, ai-
veg eins og leiðtoga Sovétríkj
anna og leiðtoga Bandarílcj-
anna.
MESTA áhætta og aðal-
áhyggjuefni okkar felst í því,
að smátt og smátt sigi á ógæfu
hlið, eitt skrefið leiSi af öðru,
enda þótt enginn ætli sér
að stofna til árekstrar, og eng
inn reynist fær um að koma í
veg fyrir hann.
Aldrei hefur verið nein á-
stæða til að efast um góðar
ásetning forsetans eða dragi :
efa einlæga löngun hans til að
komast hjá stórstyrjöld og
binda endi á smástyrjöldina.
Hitt er ekki eins öruggt, að
hann viti, hvernig hann eigi að
takmarka hernaðarmarkmið
sín. Telja má öruggt, að ásetn
ingurinn um að gera Suður-
Víetnam að frjálsu og óhaðu
ríki, sé handan þess, sem liugs
anlegt er að gera sér vonir um.
Okkur stafar mestur voði at
því að hætta á Iátlausa og ó-
endandega eftirsókn eftir því,
sem ófáanlegt er.