Tíminn - 07.04.1966, Blaðsíða 12

Tíminn - 07.04.1966, Blaðsíða 12
ÍÞRÓTTiR Landsliðiö í körfu- knattleik utan í dag — tekur þátt í Polar Cup um páskana. Polar Cup keppnin, sú þriðja í röðinni, hefst í Kaupm*nnahöfn á föstndaginn langa og lýkur á páskadag. Mótið er jafnframt Norðurlandameistaramót í Körfu- knattleik og senda Norðurlöndin öll fimm, lið til keppninnar. fs- lenzka liðið nnm fara utan á skír- dag og koma heim aftur á 2. páska dag. Polar Cup keppnin hófst í Stokk- hólmi árið 1962 í tilefni af 10 ára afmáeli sænska körfuknattleiks samhandsins. Gáfu Svíar vegleg- an hikar úr saenskum kristal, sem farandgrip, er keppa skal um eftir sérstakri stigatöflu. Finnar hafa sigrað glæsilega á þeim tveim Polar Cup mótum, sem haldin hafa verið Svíar hafa hlotið annað sæti íslendingar þriðja og Danir fjórðá, en Norðmenn hafa ekki sent lið í keppnina fyrr en nú Ekki hefur ennþá borizt leik- skrá fyrir Polar Cup og því ekki vitað hvemig liðin verða skipuð Það er þó óhætt að bera liðin saman, miðað við fyrri getu á þessum mótum N orðurlandameistararnir Finn- ar, hafa verið £ sérflokki á þess- um mótum Þeir hafa leikið körfu- FLUGNÁM Framhald af bls. 9. eru almennt strangari en ger- tet víðast hvar erléndis. i, —Þið hafið ekki þurft að synja nokkrum um skólavist vegna þrengsla? — Nei, sem betur fer. Við höfum vélar og reynum að koma þessu haganlega fyrir svo að allir sem vilja geti stund- að nám, setjum upp töflu, sem sýnir tímana og hvenær hver á að hafa þessa og þessa, vél. Að vísu eru hér gífurlegar ann ir oft á sumrin og vélarnar stoppa ekki fyrr en liðið er á nóttina. , ... — Hvað hafið þið marga kennara við skólann? — Við höfum þrjá flugkenn- ara, og svo em margir sem kenna það bóklega, siglinga- fræði, veðurfræði, flugumferð- arstjórn og þar fram eftir göt- unum. Og í sama bili kemur inn Þorsteinn Jónsson flugkennari ásamt Skúla Ósbarssyni nem- anda á blindflugsnámskeiði. Þeir eru að fara í smáflugtúr yfir bæinn og bjóða okkur með. Það er heiðskírt og yndislegt veður og gaman að svífa um loftin blá. Skúli stýrir flugvél- inni og fyrir glugganum er blátt tjald, svo að hann sér ekkert út, en hann er fullkom- lega öruggur, enda með þaul- æfðan og góðan flugmann sér við hlíð. Skúli er 19 ára og er staðráðinn í því að gera flugið að .sinni atvinnugrein. Það liggur við að ég öfundi hann að geta, alla æfina svifið um vindanna sali, svo að ég leyfi mér nú að vera ofurlítið skáld leg. Þegar vélin lendir, tökum við Guðjón ljósmyndari saman pjönkur okkar, þökkum hjónun- um fyrir góð ogf'greið svör og þeim Þorsteini og Skúla fyrir flugferðina. Þegar bíllinn brun ar burtu með okkur, sé ég að lítil flugvél er enn á ný að faefja sig á loft. gþe. knattleik síðan árið 1938 Qg hafa iangmesta keppnisreynslu þessara liða. Finnar náðu góðum árangri á Olympíuleikjunum í Tokyo og á Evrópumeistaramótinu í Rúss- landi sl sumar hlutu þeir 12 sæti eftir að hafa verið óheppnir og tap að leikjum með nokkurra stiga mun. Finnska liðið verður skipað há- vöxnum, sterklegum og ungum leikmönnum Þekktastir verða hræðurnir Karl og Marti Liimo ásamt Jormo Pilkevara. Marti Lii- mo 22 ára 198 sm og ákaflega þreklega vaxinn, var valinn í úr- valslið Evrópu, sem sigraði Real Madrid á afmælismóti TS Wisla í Póllandi sl sumar Hinar gömlu kempur Seppo Kuusela og Timo Lampen eru báðir komnir yfir þrí tugt og óvíst hvort þeir verða með að þessu sinni. Telja má víst, að Finnar sigri á þessu móti, en ef til vill ekki með jafn miklum yfirburðum og síðast Svíar hafa haidið öðru sæti á Pólar Cupnum, en voru næstum búnir að tapa fyrir íslendingum í Helsinki 1964 Það hafa orðið miklar framfarir í körfuknattleik í Sviþjóð undanfarið Svíar hafa sent efniiega körfuknattleiks- menn til Bandaríkjanna í skóla þar, svo sem Hans Alhertsson 200 sm og Kjell Rannelid 201 sm, enn fremur hafa þeir fengið bandaríska þjálfara og haldið uppi sérstökum æfingabúðum Svíar hlutu 16. og síðasta sætið á Evrópumeistaramótinu, en þeir töpuðu mörgum leikjum með litl- um mun. Sænska meistaraliðið Alvik lék KR-inga grátt í Evrópubikarnum í haust og verður fróðlegt að sjá hvort Örjan Svidén fær leikið jafn fyrirhafnarlaust í gegnum lands- liðsvörnina, eins og hann lék í gegnum vörn KR í haust. Danir töpuðu fyrir íslendingum með einu stigi í Helsinki og munu ákveðnir í að hefna harma sinna á heimaleikvelli, enda hafa þeir ákveðið að leiknum við fslendinga verði sjónvarpað. Við höfum leikið fjóra lands- leiki við Dani, tapað tveim, sem leiknir voru í Danmörku, en unn- ið tvo á hlutlausum velli. Bezti leikmaður Dana, Arne Pet ersen frá Gladsaxe, hefur verið við nám í Bandaríkjunum og leik- ið körfuknattleik með háskólaliði. | Hann er nýlega kominn heim ogí mun styrkja danska landslið- ið mjög mikið Leikurinn milli j Dana og íslendinga verður vænt- anlega tvísýnasti leikur keppninn- ar. Körfuknattleikur breiðist nú óð- fluga út um Danmörku og hefur tala leikmanna og félaga er stunda körfu margfaldazt á fáum árum. Danir hafa vandað mjög til und irbúnings Polar Cup mótsins og var kostnaður kominn upp í 15000 danskar krónur fyrir nokkr- um dögum Keppnin fer fram í Iferlevhallen, sem er nýtt íþrótta hús i útjaðri Kaupmannahafnar Norðmenn senda nú lið í fyrsta skipti á Polar Cup Norskur körfu- knattleikur er að mestu óþekkt stærð, hins vegar er þó vitað að körfuknattleikur á vaxandi vin- sældum að fagna þar í landi og hefur íþróttin verið kennd í skól- um um árabil Norsk körfuknattleikslið hafa leikið talsvert við sænsk lið á und TÍMINN ÍÞRÓTTIR FIMMTUDAGUR 7. aprfl 1966 Cassius Clay á flótta! Myndin aS ofan er frá einvígi þeirra Cassiusar Clay og Kanadamannsins George Chuvalo í Toronto á dögunum. Og sjái menn! Heimsmeistarinn Clay er á flótta, ekki ber á öSru. Myndin er tekin snemma í einvíginu, en þá gekk Chuvalo bezt. Annars er Clay frægur fyrir aS dansa í kringum mótherja sina, áSur en hann lætur til skarar skríSa, og kannski sýnir myndin aS ofan þátt í þeim dansi. Danir hræddir? Eins og áður hefur verið skýrt frá, kcmur til greina, að ísland hljóti sæti Túnis í loka- keppni HM í handknattleik, en ekkert hefur verið ákveðið endanlega um þetta og verður líklega ekki gert á næstunni íslenzkir handknattleiks- menn ættu ekki að vera of bjartsýnir á það að komast fyr irhafnarlaust í lokakeppnina, því uppi eru raddir um það, að varpa beri hlutkesti um það hvaða þjóð fái hið auða sæti Löndin, sem koma til greina, eru auk íslands, Holland, Spánn, Austurríki og Finn- land Það eru einkum Danir, sem eru hrifnir af þeirri hugmynd að láta hlutkesti ráða, en þeir eru einmitt í riðlinum, sem Túnis átti að vera í Lét Freds lund Petersen, formaður danska handknattleikssam- handsins svo ummælt í blaða viðtali nýlega að það væri ekki nema sanngjarnt, að hlutkesti yrði látið ráða Er greinilegt, að Danir eru hræddir við að fá ísland í riðilinn með sér, en auðvitað væri betra fyrir þá að fá hin löndin anförnum árum og staðið sig vel. Lið Olóarháskóla lék við Kaup- mannahafnarháskóla í Árósum í vetur og sigruðu Norðmenn í þeim leik íslenzka landsliðið er þannig skipað: Birgir Örn Birgis, Einar Bolla- son, Agnar Friðriksson, Hólm- steinn Sigurðsson, Hallgrímur Gunnarson, Kolbeinn Pálsson, Ó1 afur Thorlacius, Gunnar Gunnars son, Þorsteinn Hallgrímson, Ein- ar Matthíasson, Kristinn Stefáns- son. Meðalaldur liðins er tæplega 22 ár, meðalhæð 188,2 sm og sam eiginlegur landsleikjafjöldi er 89 að viðbættum 16 unglingalandsl. Aðeins einn nýliði er í liðinu að þessu sinni, Hallgrímur Gunn- arsson, 17 ára Ármenningur, em vakið hefur athygli fyrir góðan leik í vetur Þetta landslið okkar hefur lang mesta leikreynslu af þeim lands- liðum, er við höfum áður sent á Polar Cup Sjö af leikmönnunum voru með í hinni erfiðu, en lær- dómsríku Bandaríkjaför í fyrra Liðið hefur æft undir hand- leiðslu landsliðsþjálfarans Helga Jóhannssonar í fararstjórn verða Bogi Þor- steinsson formaður KKÍ, Gunnar Petersen féhirðir KKÍ og Jón Ey steinsson form. landsliðsnefndar. Guðjón Magnússon körfuknatt- leiksdómari mun einig fara utan með liðinu og dæma leiki á Polar Cup Guðjón er fyrsti íslendingur inn, sem dæmt hefur miliiríkja leiki í körfuknattleik, en hann dæmdi á Polar Cup í Helsinki 1964 Skíðalands- mótið GS-ísafirði, miðvikudag. Úrslitin á skíðalandsmótinu á ísafirði í dag: Meistaraflokkur 20 ára og eldri Stökik: 1. Svanbergur Þórðarson, Ólafsfirði, 221.8 stig, 2. Sveinn Sveinsson 220.5, 3. Björn Þór Ó1 afsson, Ólafsfirði 209.6, 4. Þórhall ur Sveinsson, Siglufirði 208 stig, 5. Birgir Guðjónssom, Siglufirði 195.5 stig, 6. Haukur Sigurðsson, ísafirði, 193,4 stig. Meistarakeppni, 17—19 ára, stökk: Aðeins einn keppandi var, Sigurjón Erlendsson, Siglufirði og fékk hann 206.5 stig. Fleiri úrslit lágu ekki fyrir í kvöld útreiknuð. Á morgun verð ur keppt í stórsvigi og boðgöngu. Fá vinnu- tap greitt Fyrir forgöngu Knattspymusam bands íslands, hefur ÍSÍ nú gert þær breytingar á áhugamanna- reglum sínum, að eftirleiðis er heimilað að greiða íþróttamönn- um fyrir vinnutap. Tillaga um að greiða knattspymumönnum fyrir vinnutap kom fram á ársþingi KSÍ fyrir tveimur árum og var það upphafið að því, að ÍSÍ tók málið til endurskoðunar, en oft áð- ur hefur málið verið rætt. ÍSÍ hef- ur sent blöðunum eftirfar- andi fréttatilkynningu um þetta ,og fer hún hér á eftir: „Sambandsráð íþróttasamhands fslands kom saman til fundar laug ardaginn 2. apríl s.l. í fundarsal ÍSÍ í íþróttamiðstöðmni í Reykja- vík. Fundurinn hófst kl. 2 e.h. og var settur af forseta íþróttasam- bandsins Gísla Halldórssyni, sem síðan stjómaði fundi. Helztu gjörðir fundarins voru þessar: Fluttar vora skýrsiur fram- kvæmdarstjómar ÍSÍ og sérsam- bandanna. Samþykkt var skiptmg á helmingi skattekna ÍSÍ mili sórsambandanna svo og skipting á útbreiðslustyrk ÍSÍ kr. 360.000,- tfl þeirra einnig var samþykkt skipting á ken n nlustyrkjum tfl sambandsaðila ÍSf. Þá var samþykkt sú^ breyting á áhugamannareglum ÍSÍ að heimilt er að greiða fþróttamanni vissa fjárhæð á dag (kr 333.92) vpgna tapaðra vinnulauna vegna þáttökn í mflliríkjakeppni, eða keppni um Norðurlanda-, Evrópu-, eða heims meistaratitil. Þó má eigi greiða töpuð vinnulaun vegna æfinga tfl undirbúnings slíkum mótum. Einnig voru heimiluð laun til dómara í alþjóðakeppnum og dval- areyrir til fþróttamanna þegar þeir dveljast á erlendri grund í samræmi við reglur þar um, sem alþjóðasambönd hafa sett. , Samþykkt var að íþróttaþing Iþróttasambands fslands, sem halda á í sept. 1966 verði á ísa- firði í tflefni 100 ára afmælis kaupstaðarins. 1 Þá var kosin nefnd til athugunar á sjónvarpi og íþróttum. Að lok- um var samþykkt að breyta móta- og keppendareglum ÍSÍ á þann veg, að framkvæmdastjóm ÍSÍ hefði heimfld tíl að veita eriend- um xþróttamönnum þátttöku í íþróttamótum ef fyrir liggja með- mæli viðkomandi sórsambands. Rætt var um ýmis önnur mál, nn þau, sem getið er hé>r að fram £ >g lauk fundi á laugardagskvöld. Sambandsráðsfundurinn var mjög vel sóttur og voru þar mætt- ir fulltrúar frá öllum kjördæmum og sérsamböndum ÍSÍ auk fram- kvæmdastjórnarinnar". Aðatfundur Fram Aðalfundm- Kuattspyrnufélags- ins Fram verður haldinn í félags- heimilinu miðvikudaginn 13. apríl og hefst klukkan 20.30 Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Aðalfundur Hand- !<nattleiksd. FH Aðalfundur Handknattleiksdeild- ar FH vcrður haldinn mánudag- inn 18. apríl. Venjuleg aðalfund- arstörf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.