Vísir - 24.08.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 24.08.1974, Blaðsíða 2
2 Vísir. Laugardagur 24. ágúst 1974. VÍSIBSm: Hefur niöurf elling gengis- skráningarinnar komið sér il!a fyrir þig? Svavar Daviðsson, hjá Bæjarút- gerðinni: — Já, niðurfelling gengisskráningarinnar hefur komið sér illa fyrir mig. Það er verið að fara af landi brott á mið- vikudaginn og ég hafði ætlað að taka gjaldeyrinn minn út siðasta föstudag, en nú fæ ég hann ekki fyrr en á mánudaginn eða 2 dögum fyrir brottför. Að ekki sé nú talað um 25% geymsluféð. Ég fæ 10 þúsund peseta, hvort sem ég dvel þar syðra i eina viku eða fjórar. Það dugir svona einn for- miödag,ef vel liggur á manni. Þorsteinn Þorsteinsson, hár- skeri: — Nei, alls ekki. Þessar hömlur hafa ekkert komið illa við mig. Jú, maður hefur brugðið sér út fyrir landsteinana, til Spánar auðvitað. os bá bótti manni nú ferðamannagjaldeyririnn heldur litill. En það bjargaðist allt. Björgvin Fredrikssen: — Nei, þaö get ég nú ekki sagt. Ég held, að þessi gjaldeyrisvandamál komi verst við námsmenn erlendis. ömurlegast er, að það skuli vera búið að eyða öllum gjaldeyrinum. Jónas Sigurðsson, sjómaður: — Nei, ekki er þaö nú ennþá. Ég er nú alveg laus við allar feröa- hugleiðingar, svo að ekki þarf ég að standa i gjaldeyrisskrapi þess vegna. Hvað gengisfellingin verði mikil? Nei, ég þori engu aö spá. Andrés (•. ðmundsson, læKja- stjórí: — N.:i, hömlurnar og niðurfelling gengisskráningarinn ar hafa ekkert sært mig ennþá. Bergur Adolfsson, yfirpófsaf greiðslumaöur: — Ég er opinber starfsmaður, svo að ekki þarf ég að standa I gjaldeyrisbraski enda ferðast ég heldur ekki, þvi að ég er að byggja. En ég á hins vegar eftir aö kaupa inn nokkuð af timbri i millivegg og náði ekki út þvi timbri áður en takmörkin voru sett. „HEFÐI VERIÐ EÐLILEGT AÐ HAFA SAMRÁÐ VIÐ RÍKIS- STJÓRN" segir Lúðvík „Það var ekki haft neitt samráð við rfkisstjórnina um niöurfell- inguna”, segir Lúðvík í viötali við Visi. „Seðlabankinn hefur tekið sér það vald ásamt viðskipta- bönkum sinum að fella niður gengis- skráninguna. Það var ekki haft neitt samráð við rikisstjórnina um niðurfellinguna og þar af leiðandi enginn rikisráðsfundur boðaður um málið”. Þetta sagði Lúðvik Jósepsson, viðskiptamálaráðherra, um þá ákvörðun Seðlabankans að fella niður skráningu gengisins. ,,Ég tel þennan gang mála óeðlilegan, en Seðlabankinn telur sig hafa vald venju sam- kvæmt til að breyta þannig viðskiptaháttum sinum. Hið eðlilega hefði auðvitað verið, að tekin hefði verið formleg ákvörðun um gengið. Rlkisstjórn tekur ákvarðanir um nýja gengisskráningu, en Seðlabankinn hefur ekki lagt neinar formlegar tillögur um nýtt gengi fyrir rikisstjórnina. Meðan ekki hefur verið ákveöið nýtt gengi, er i sjálfu sér eðlilegt að fella niður gengisskráningu. Slik niður- felling hefur þó I för með sér mikil vandkvæði og er neyöar- ráðstöfun,, sagði Lúðvik að lokum. Blaðið spurði Jóhannes Nordal, hvers vegna ekki hefði ,,Ég man ekki, að samráðs hafi þurft við stjórnina um niðurfell- ingu skráningar”, segir Jóhannes Nordal, Seðlabankastjóri. verið haft samráð við rfkis- stjórnina um niðurfelllngu gengisskráningarinnar. „Gengisskráningin hefur oft verið felld niður án samráðs við rikisstjórn. Ég man reyndar ekki eftir þvi, að slikt samráð hafi verið haft um niðurfellingu skráningar. Seðlabankinn á að sjá um gengisskráningu og hann ákveður það sjálfur, hvenær hann sér ekki annað fært lengur. Slik mál þurfa þvi ekki að fara gegnum rikisstjórnina, en auðvitað vissi viðskiptaráðu- neytið um þessa ákvörðun fyrir- fram. Nei, við höfum ekki lagt neinar tillögur um gengis- fellingu fyrir núverandi rikis- stjórn, enda virðist nokkuð ljóst, aö þessi bráðabirgðarikisstjórn myndi ekki telja sér fært að afgreiða slikar tillögur”. —JB Krónan okkar verður alltaf minna og minna virði. Krónan okkar verður sífellt minna og minna virði. LESENDUR HAFA ORÐIÐ Hví mega rónarnir ekki vera? „Mig langar til að skrifa út af bréfi sem AAiðbæing- ur skrifar í blaðið 5. ágúst sl. Þar talar bréfritari um /,rónana", (svo ég noti nú hans orðalag) sem haldi sig sífellt á Austurvellin- um í Reykjavík, og ,,leggi undir sig bekkina" þar. Það er jú mikið rétt, að menn þessir eru mikið þarna, en því skyldi þeim ekki vera það frjálst eins og öllum öðrum ? Minnist bréfritari einnig á, að menn þessir séu svo illa til fara, að ekki sé nálægt þeim komandi. En hefur bréfritari nokkurn tima hugsað um það, hvar og hvernig þessir menn lifa? Margir og lik- lega flestir þessara manna hafa hvergi höfði sinu að halla. Hvar gætu þessir menn farið inn, og jafnvel þótt ekki væri nema bara til að þvo sér? Ég veit ekki um marga staði. Mikiö er ég hrædd um, að ekki vildu margir fá þessa menn i vinnu til sin og ennþá siöur inn á heimili. En er ekki kominn timi til, að þjóðin fari að vakna af þessum dvala, sem hún hefur legið i? Þarf hún ekki að hugsa fyrir þörfum þessara meðborgara sinna? Þessa menn vantar heimili og vinnu. Þá vantar húsnæði, sem þeir geta verið i:, ekki einungis hús, eins og lögreglustöðina eða þess háttar, þar sem þeir geta farið og sofið yfir nóttina og siðan út um morguninn. Þvi að hvað tekur þá við? Aftur sami hringur- inn. Þessir menn þurfa á ást og um- hyggju að halda alveg eins og aðrar lifandi verur, þeir þurfa einhvern til að sýna þeim, að þeir séu einhvers virði. Það nær ekki nokkurri átt að lita á þessa menn sem einhverja sér lægri i þjóðfé- lagsstiganum, einhverjar óæðri verur. Þeir eru sjúklingar, alkó- hólismi er sjúkdómur engu siður en berklar eða hver annar alvar- legur sjúkdómur sem er. Þessir menn þurfa á hjálp að halda, en HVER VILL HJALPA ÞEIM? Samborgari. Stjórnarmyndun í vinstri sjóum siglujó hann sigldi áður feginn, en Ólafur Jóh. sagði Óla Jóh. að allt væri báðum megin. Skb. Fyrir kosningar Ekki hylla hópinn illa klofna, annars villan vinstri er vis að spilla fyrir þér. Aq.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.