Vísir - 24.08.1974, Blaðsíða 20

Vísir - 24.08.1974, Blaðsíða 20
Laugardagur 24. ágúst 1974. Eignast flugvöll í dag Flugvöllurinn þeirra á Selfossi verður formlega opnaður i dag með pompi og pragt, cf veður hindrar ekki flug. Flugvöllurinn verður opnaður klukkan tvö i dag, og Selfyssingar búast við nokkuð mörgum vélum eöa um 15-20, ef veður leyfir. Fallhlifarstökk fer fram i tilefni opnunarinnar, og þá fer einnig fram listflug og svifflug og sýnd veröur björgun með þyrlu. Að sögn Jöns Guðmundssonar er flugvellinum ekki lokið, þótt hann sé opnaður nú, en hann er vel nothæfur. Eftir er að setja á hann slitlag. — EA Fyrstu 7 mánuðina: 22 þús. tonnum meira Nú þarf fleiri skip Heildarafli togaranna fyrir jan./júlf 1974 er 87.743 lestir samkvæmt aflafréttum Ægis, en það eru hróðahirgðatölur á móti 53.797 fyrir sama tima f fyrra. Þess ber að gæta, að gifur- legar breytingar hafa orðið á togaraflotanum. Siðutogar- arnir orðnir miklu færri og skuttogararnir fleiri. Meðalafli á skuttogara hefur orðið um 10% minni i ár en i fyrra. Heildarþorskaflinn f ár, bæði á bátum og togurum, var 273.792 lestir en i fyrra 277.198 lestir. Síldaraflinn 16.620 á móti 15.391. Loðnuafli 463.251 á móti 440.988, rækjuafli 3.483 á móti 4.207, hörpudiskur 1.120 á móti 2.479, humarafli 1.767 á móti 2.551 og annar afli 5.358 á j móti 379 i fyrra. Heildaraflinn alls er þá 765.391 lestir i ár, en 743.193 lestir i fyrra á sama tima. — EVI— RIGNIR í DAG! — en léttir til á morgun Þó að sólin helli ekki geislum sinum yfir mannskapinn í dag, þá er nokkur von til þess, að eitthvað sjáist til hennar á morgun. 1 dag spá veðurfræðingar austan átt og rigningu víða, og þá einkum sunnan til á landinu. Þaö er þvi ekki hið æskilegsta veöur til ferðalaga, en það dug- ar lltið að kvarta, þvi að við höfum verið vel inn undir hjá veðurgoðunum hingað til. Sólguðinn virðist lika renna hýru auga til þeirra á suðurhorninu á morgun. Þá er spáð.að létti til með norðaustan átt. Hins vegar snýst til hins verra noröan- og austanlands, en þar verur rigning á morgun. — EA Lá við að hljómtœki Nazareth fœru ekki út Neituðu að fljúga nema gegn staðgreiðslu Tapið á hljómleikunum er hálf milljón Það lá við, að sex tonn- in af hljómflutningstækj- unum, sem hljómsveitin Nazareth kom með hing- að færu ekki héðan aftur. Iscargo flutti tækin og rótar- ana hingað til lands. A miðviku- dagsnótt, eftir að hljómleikun- um var lokið, voru sendiferða- bilar fengnir til þess að aka tækjunum út á Reykjavikur- flugvöll, þar sem vél Iscargo ætiaði að taka þau. Þegar út á völl kom, neituðu sendiferðabil- stjórarnir að afhenda tækin, fyrren búið væri að greiða akst- urinn. Nú var illt i efni, þvi að Jósafat Arngrimsson, sá sem stóð að baki hljómleikunum, var heima hjá sér i Keflavik. Ekki batnaði ástandið, þegar Is- cargovélin neitaði að fara, fyrr en búið væri að greiða flutnings- gjaldið að fullu. Það átti að vera um 800 þúsund krónur. Vélin átti aö fara af stað kl. 7 um morguninn, en fór ekki fyrr en kl. 9, þegar Jósafat mætti með greiðsluna og greiddi alla flutningana i reiðufé. Eitthvað stapp mun einnig hafa orðið i sjálfri Laugardals- höllinni með greiðslur til hljóm- sveitarinnar, en úr þvi rættist einnig. Jón Ólafsson, sem hélt tón- leikana fyrir Jósafat, sagði i viötali við Visi, að þrátt fyrir það tap, sem augsýnilega yrði af tónleikunum, væri hann ánægður. Samtals munu 2211 miðar hafa selzt á hljómleikana. Kunnáttumenn hafa reiknað út frá þvi, að tapið á hljómleika- haldinu verði hálf milljón, enda eru útgjaldaliðir mjög margir, og hljómsveitin sjálf i raun og veru ekki dýrust. Leigan á Höll- inni mun hafa verið hálf milljón króna. Þurrisinn, sem notaður var til að búa til reyk á sviðinu, kostaði um 50 þúsund krónur. Og þegar búið var að taka skatta og gjöld af miðaverðinu, stóðu ekki nema um tæpar 1100 krónur eftir. önnur útgjöld voru auk þess mörg. -ÓH „Rétt llta hingaö Pétur”, sögðu sjónvarpsmennirnir og Pétur Hoffmann lét ekki standa á þvi. Sjálfur konungur Austur- strætisins var festur á mynd- segulbandið hjá þeim sjón- varpsmönnum sem og aðrir þættir I hinu litskrúðuga mann- llfi i Austurstrætinu. Sjónvarpið var mætt með stóra strætóinn sinn niðri i Austurstræti f eftirmiðdaginn I gær. Þar var siöan tveiin myndavélum komið fyrir, á meðan myndsegulbandið f sjón- varpsstrætónum ritaði allt það niður, sem augu myndavélanna sáu. Þetta efni verður svo væntanlega notað I sjónvarps- þátt um Austurstrætið og mannlifið þar. -JB/Ljósm. Bj.Bj. r BAÐIR SEGJA HINN VERA SVINDLARANN Enn stendur staðhæfing gegn staðhæfingu i bflasvindlmálinu, sem sagt var frá í blaðinu i fyrradag, þar sem 700 þúsund kr. vorusviknar út úr amerisk- um bilasölum. Báðir mennirnir, sem kærðir eru, halda þvi fram, að svikin liafi að mestu veriö framkvæmd af hinum aðilanum. Ekki liggur þvi Ijóst fyrir, hvor hafi haft svikin i frammi, eða hvort þeir stóöu saman að þeim, sem þykir óliklegra. Sannanir beinast þó meira að manninum, sem hefur haft atv. af þvl i mörg ár að flytja ínn notaða bila frá Bandarikj- unum. Hinn maðurinn hóf sam- starf við hann I bílainnflutn- ingnum I fyrravor. Sá heldur þvi fram, aö greiðslusvikin hafi veriö framkvæmd af félagan- um, til þess að koma sér út úr skuldum hérlendis. Maðurinn, sem hefur starfað við bilainnflutninginn i nokkur ár, stóð einn að umboðssölu- fyrirkomulaginu. Lét hann nokkra þessara bila upp i gaml- ar skuldir. Hann hefur veriö lýstur gjaldþrota. Þá má taka þaö fram, að bók- hald hans er allt i óreiðu, en ekki bókhald hins mannsins, eins og sagt var frá i blaðinu i gær. Sá maður segist ekki hafa verið I samstarfi með hinum, heldur einungis starfað hjá honum, og ekki tekið við neinum kvittunum eða þviumliku. Hann segist heldur ekki hafa hjálpaö hinum við peningaöflun. Þess má geta, að bilarnir voru aldrei fengnir út úr vöru- geymslu skipafélagsins, sem flutti bilana hingað án fullnægj- andi pappira. — ÓH Þetta eru þrlr bilanna af komu með 14 bila sendingu þeim, sem eftir standa I vöru- hingaö i sumar. Fimm bllar geymslu Hafskips af innflutn- eru nú eftir af þeirri sendingu. ingi félaganna. Þessir bilar Ljósm.: Bj. Bj.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.