Vísir - 24.08.1974, Blaðsíða 10

Vísir - 24.08.1974, Blaðsíða 10
10 Vísir. Laugardagur 24. ágúst 1974. Akranes Islandsmeistari í dag? Stóra spurningin i iþróttunum i dag er, hvort Skagamönnum tekst að sigra Viking á Akranesi og hljóta þar með íslandsmeistara- titilinn i knattspyrnu 1974. Þeir eru nú með örugga forustu og hafa ekki tapað leik i deildinni — eða bikarkeppninni — til þessa. Leikurinn i dag, sem er næst sið- asti leikur þeirra i deildarkeppn- inni, er mjög þýðingarmikill fyrir þá, þvi að ef þeir sigra, eru þeir orðnir meistarar. Tapi þeir aftur á möti stigi gétá Keflvikingar náð þeim, ef allt gengur i haginn fyrir þá, og getur jafnvel oröið um aukaúrslitaleik að ræða milli þeirra og Skaga- manna. Þessi leikur er ekki siður þýðingarmikill fyrir Vikinga, sem berjast fyrir tilveru sinni i deildinni og verða þeir þvi ekki auðveldir viðfangs á Skipaskag- anum i dag. Leikurinn hefst kl. 16,00 og mun Akraborgin fara frá Reykjavik kl. 15,00 og til baka strax eftir leikinn. Úrslitaleikjunum i 3. deild verður haldið áfram i dag og verða þá þessir leikir: Kapla- kriki kl. 14,00 og 16,00. Stefnir- Austri og Stjarnan-Reynir, Sandg. Melavöllur kl. 14,00 og 16.00. Þróttur-Reynir, Arsk. og Viking- ur, Ólafsvik-KS, Siglufirði. Ef lið verða jöfn i riðlunum, leika þau aftur á morgun, en sigúrvegararnir mætast á Melavellinum á mánu- dagskvöldið. Tvö frjálsiþróttamót verða um helgina. Vesturlandsmótið fer fram á Núpi i Dýrafirði og Norðurlandsmótið á Laugum i Þingeyjars. Þá verða þrjú golfmót um helgina. A Hólmsvelli i Leiru fer fram BEA keppnin, sem er opin flokkakeppni, og á Siglufirði og ólafsfirði fer fram S.ó.mótið. Bæði þessi mót standa yfir i tvo daga. Kvenfólkið verður svo á ferðinni á sunnud., en þá fer fram opin kvennakeppni hjá GK i Hafnarfirði. 1 dag kl. 14,00 verður einnig leikur i Vestmannaeyjum milli heimamanna og Akureyringa. Annað kvöld verður svo siðasti leikurinn i þessari umferð á Laugardalsvellinum, en þar mæt- ast Valur og Keflavik. Sá leikur hefst kl. 19,00. Siðustu leikirnir i 1. deildinni i ár verða svo leiknir um næstu helgi ...það er að segja, ef ekki kemur til aukaleiks, og siðan er „kæruleikur” Vals og Fram eftir. Liðin, sem leika um næstu helgi, eru: KR-Akranes, Akur- eyri-Fram, Keflavik-Vestmanna- eyjar og Vikingur-Valúr. 1 2. deild verður einn leikur i dag — tveir fóru fram i gærkveldi — og er það mjög mikilvægur leikur i botnbaráttunni. Isfirðing- ar leika við Völsung á ísafirði, og verða heimamenn að sigra til að hafa möguleika á að halda sér i deildinni. tslandsmeistarar Vikings i 2. flokki i knattspyrnu: Aftari röð t.v.: Pétur Bjarnason, þjálfari, Heiöar Gunnarsson, Gunnar Kristjánsson, Hafliöi Loftsson, Halldór Jakobsson, Óskar Tómasson, Róbert Agnarsson, Þorbergur Jónsson, Eggert Guömundsson, Hjörtur Hjartar- son, Gunnlaugur Kristfinnsson, fyrirliði og Vilhelm Andersen, formaöur knattspyrnudeildar Vikings. Fremri röö: Þorbergur Jónasson, Ragnar Gislason, Ilaraldur Haraidsson, Gunnar Leifsson, Sigurjón Gíslason, Kristján Leifsson og Þorgils Arason. FH tapaði kœrunni t gærdag var kveöinn upp dómur i kæru þeirri, sem FH-ingar höfðuöu gegn Haukum i júni siöastliönum. Málið fjallaði um þaö, hvort varamenn teldust til leikmanna eða ekki. Dómsorð urðu þau, aö Haukar voru sýknaðir á þeim forsendum, aö leiksveit væri aö- eins þeir leikmenn, sem væru inn á vellinum hverju sinni. FH-ingar hafa ákveðið að áfrýja dómnum til K.S.t. (C’ Featurc, Syndicate. Inc . tC/J World ntrKi. rccrvcd 3 ' I Komið út. Þið eruð umkringdir! Byssumenn inn i banka... Lögreglan á staðnum. r----------o—----- Hvorki Þeir vilja.. þrjá blla, og fylgd til f lug vallarins, þar sem þeir vilja fá flugvél... Rólegur! meira né ©/##// . minna . —1 Þeir senda út skilaboð! Kona!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.