Vísir - 17.09.1974, Side 2

Vísir - 17.09.1974, Side 2
2 Vísir. Þriðjudagur 17. scptember 1974 vísnsm: Hvað kostar mjólkurlítrinn? (23,40) Örn Helgason, dósent: — Láttu mig sjá, ætli hann kosti ekki 22 krónur og f'ernan þá helmingi meira. Kinar Björnsson, starfsmaður hjá Tryggingastofnuninni: — Blessaður vertu, 48, nei, það er benzinið. En hún fer i 48 með þessu áframhaldi. Guðbjörg Sigurðardóttir, húsmóðir: — Veit það ekki almennilega. 40eða 50 krónur, nei þar á ég við fernurnar. Hjörtur Guðjónsson, Saurbæ: — Ég fæ mina mjólk heima við, svo að ég veit ekki, hvað þið borgið fyrir litrann. Sigtryggur Þorsteinsson, sjómaður: — Veit það ekki, svo langt er siðan ég keypti mjólk sið- ast, en vonandi ódýrari en benzin- ið. Gunnlaugur Árnason, kennari: — Siðast þegar ég keypti kostaði hann 20,50 kr., en það var fyrir þrem vikum. Tómas Sigurðsson, næturvörður: — Um 23 krónur. Ég drekk frekar súrmjólk en nýmjólk. VINNUVELARNAR I UMFERÐINNI Sveinn Ólafsson hringdi: ,,A leið minni eftir Hafnarfjarð- arveginum einn morguninn lenti ég á eftir heljarmikilli gröfu, sem þar var á ferð. Ég var þvi 10 minútur að aka frá Silfurtúninu á Kópavogsháls. Það, sem mér finnst sjálfsagt að slik vinnutæki geri, er, að þau viki af veginum og hleypi annarri umferð fram hjá sér. Það er feykinóg pláss utan við malbikaða veginn til að stærri tæki gæti notað það til að hliðra til fyrir annarri umferð. Slikt er sjálfsögð tillitssemi. Þótt maður vilji kvarta yfir að- ferðum slikra gröfubila, er skrá- setningarmerkið ýmist það litið eða þakið auri, að það er ómerkj- anlegt. Það væri til mikilla bóta, ef slikar vélar yrðu merktar með stærra skilti en önnur ökutæki. 1 þessu sambandi vil ég einnig benda á það, sem einn af þeim, sem daglega verða að aka eftir þessum vegi, að þar er hæglega pláss fyrir 3 akreinar. Að brúm undanskildum er metra breið ræma öðrum megin við malbik- aða veginn, nú og tveir og hálfur eða þrir metrar hinum megin. Með þvi að gera jafn einfaldan hlut eins og að malbika þessar ræmur, væri hægt að liðka mikið til fyrir umferðinni. Mætti þá stjórna þvi með ljósum eins og svo viða er gert erlendis, i hvora áttina þriðja akreinin er opin hverju sinni og væri það eftir um- ferðarþunga. En þegar minnzt er á þessa hluti við yfirvöld, er eins og verið sé að tala við steina. Sömu sögu er t.d. um svonefnd framhjá- hlaup við gatnamót að segja. Nú hefur sliku verið komið upp við Vifilsstaðaveginn, en engu siður er þörf á framhjáhlaupi við af- Róbert Jack skrifar: Ég las um daginn i Visi viðtal við Englendinginn Tony Knapp, sem hefur verið að þjálfa K.R. i sumar i knattspyrnu. í viðtalinu kastar hann miklum skugga á knattspyrnudómara hérlendis og gerir hann ekkert úr starfi margra þeirra. Ég hefi miklu meiri reynslu heldur en þessi góði maður, bæði af islenzkri knatt- spyrnu og islenzkum knatt- spyrnudómurum, og er ég algjör- lega ósammála honum. Islenzka knattspyrnan er áhugamannaleikur og er hún leikin á svipuðu stigi og t.d. Athenian-knattspyrnudeildin, i London og úthverfi og eftir þvi, sem ég veit um dómarahæfi- leika þar, eru islenzku dómar- arnir yfirleitt langtum betri. Ennfremur hafa þeir dómarar hérlendis, sem hafa á undanförn- um árum dæmt leiki erlendra liða á erlendri grund i ýmsum bikarkeppnum, staðið sig vel, með mjög fáum undan- tekningum. En það er alltaf erfitt fyrir knattspyrnudómara að dæma leiki, þar sem leik- mennirnir sjálfir kunna ekki að fullu leikreglurnar. Án þess að ég vilji á nokkurn hátt finna að okk- ar knattspyrnumönnum, finnst mér, að allt of margir þeirra kunni ekki nógu vel knattspyrnu- lögin. Sama má segja um áhorf- endur. Það I sjálfu sér gerirstarf dómara sérstaklega erfitt. Árás Tony Knapp á islenzka knattspyrnudómara er I hæsta máta dónaleg. Hann var ráðinn til þess, meðal annars aö kenna strákum sinum að skora mörk og honum tókst það ekki sem skyldi. Hvi þá að kenna þeim um sem dæma leikina? Ég álit að FH hafi fengið bezta knattspyrnuþjálfarann á Islandi i sumar, ennfremur var knatt- spyrnuferill hans athyglisverð- astur þeirra erlendu þjálfara, sem hér hafa verið i ár. Ekki var hann yfirleitt óánægður með knattspyrnudómara i annarri deild, og liöi hans tókst að vinna deild sina með yfirburöum. tslenzkir knattspyrnudómarar þurfa ekki að láta Tony Knapp segja sér fyrir verkum. Gagnrýni hans er hróp örvæntingar og vonbrigöa, merki „Big Mouth”, 5^m við höfum ekkert með aö_, gera hér á tslandi, hvorki i knatt- spyrnu né ööru. tslenzk dómarastétt er sivax- andi i starfi sinu og afturför er ekki til. Þegar islenzku knatt- spyrnudómararnir hafa dæmt leiki i Evrópumeistarakeppni á Celtic-velli i Glasgow, hafa allir verið ánægðir með þá. Það mælir tvimælalaust með þeim, þvi Celtic er bezta lið á Bretlandseyj- um um þessar mundir, og hefur formaður félagsins sagt mér það. Að lokum vil ég segja, að löngu áður en brezka knattspyrnan vissi um Tony Knapp lék ég bæði i Skotlandi og Englandi i minni- háttar knattspyrnu upp i atvinnu- mennsku og yfirleitt eru dómarar hér i dag sizt verri, og oft betri, en margir sem ég hafði reynslu af. leggjarann úl Arnarnes, þar um veginn i Silfurtúnið. Það eru sem mörg slys hafa orðið og um- þessir smáhlutir, sem geta bjarg- ferðahnútar. Sama er að segja að svo miklu. VEIT ÞJOÐVILJINN EKKI, AÐ IÚÐVÍK RÍÐ FISKMATINU? ,,t siðasta sunnudagsblaði Þjóðviljans cr forsiðufrétt um lögbrot Fiskmats rikisins varð- andi mannaráðningar, og er það haft eftir drengs ula sem verið hefur I Fiskvinnsluskólanum. Nú vil ég upplýsa Þjóðviljann um það, að Lúðvík Jósepsson hefur verið æðsti yfirmaður Fiskmats rikisins þrjú siðustu ár og látiö þetta viögangast átöiulaust. Ég get lika upplýst Þjóðviljann um það, að sam- komulag hjá fyrrverandi ráð- herra og fiskmatsstjóra var alla tið mjög náið og gott, enda er fiskmatsstjóri búinn að koma vildarvini sinum, skrifstofu- stjóranum, í það að hafa yfir- umsjón með öllum grásleppu- hrognum og hefur hann verið á þönum um aUt land i þvi starfi en unnið svo skrifstofustörfin i yfirvinnu og mun hafa haft nokkur hundruö þúsund krónur á ári fyrir það. Þetta sýnir ráð- deild og reglusemi fyrrverandi ráðherra i starfi”. Reykjavik 10. sept. 1974 Fiskimatsmaöur. PS. Þvi miður get ég ekki skrifað undir nafni þar sem ég er fastráðinn hjá matinu og ekki hátt settur. Óþýdd fótboltaviðtöl Akureyringur hringdi: „Gætuð þið ekki komiö þeim skilaboðum áleiðis til sjón- varpsins fyrir mig að þýða við- tölin sem fram fara á eftir ensku knattspyrnunni i Iþrótta- þáttunum . Ég er mikil’.áhugamaður um ensku knattspyrnuna, og viðtölin, sem fara fram á eftir, finnst mér allmerkileg. En þar sem ég er lélegur enskumaður, vildi ég gjarnan sjá texta með við- tölunum. Ég er áreiðanlega ekki einn um þetta, enda horfa svo margirá iþróttaþættina, að þetta er nauðsynlegt”. MA EKKI NOTA SÉR LIT- SJÓNVARPIÐ Þóra H. Jóhannesson I Breiðholti simaði: „Ég vil beina þvi til allra sem vilja hafa valfrelsi og sjónvarp, hvortþeiræ*' "'ki að taka upp hanzkann Albert Guð- mundsson -*r að berjast fyrir rétti o. allra. Nú, þegar ekki sést til Kefla- vlkursjónvarpsins, sjáum við vel, hversu ábótavant hinu islenzka er. Efnið, sem sýnt er i islenzka sjónvarpinu, er það lélegt, að ekki reynist unnt að halda ung- lingunum he> . • á kvöldin. Nú, þegar mikil hiuti sjónvarps- tækja er að .erða úr sér genginn, endurnýjar fjöldi manna tæki sin. Ég býst við, að flestir vildu fá sér litsjónvarps- tæki. Þau koma hins vegar ekki að neinum nolum i náinni fram- tið, nema við sjáum Keflavikur- stöðina. Þar verður án alls efa mun fyrr boðið upp á litaútsend- ingu en hjá þvi islenzka. Reyndar geri ég einnig ráð fyrir þvi, að almennt vildi fólk borga hærra verö fyrir litsjón- vörp sin, ef hluti þess verðs færi I sérstakan litsjónvarpssjóð, sem flýtti fyrir litútsendingum frá islenzka sjónvarpinu Ef ekkert verður að gert, er alveg áreiðanlegt, að hér á okkar heimili verður tækið inn- siglað fyrir næsta borgunardag afnotagjalds og ég skora á alla áhugamenn að gera það sama. Annars hefði ég mikinn áhuga á að komast i samband við þá, sem vilja setja upp loftnet sem gerðu höfuðborgarbúum kleift að ná Keflavikursjónvarpinu eftir sem áður”. Fjánnál útvarps Þoli sjónvarpið komist oftlega ekki hjá þvi að ausa út peningunum i stað þess að spara eru Magnús og Gunnar og Andrés Lénharðir á þvi að útvarpið kunni vel með seðlana að fara. Ben.Ax.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.