Vísir - 17.09.1974, Side 7

Vísir - 17.09.1974, Side 7
Vfsir. Þriðjudagur 17. september 1974 7 Guðmundsdóttir vinnur enn við geómetrisk dæmi, sem ekki ganga upp. Liklega eru það sömu dæmin og „Afstraksjón- Création” málararnir leystu i Paris i kringum 1930. Yfirvegun á formum Að vefnaði bera verk Barböru Arnason af, bæði frá myndrænu og tæknilegu sjónarmiði, og svipaða sérstöðu hefur Leifur Breiðfjörð einnig i glermynd sinni — þó hann sé að visu sá eini i þeirri grein sem viðstaddur er. Meðal teikninga grafik og vatns- litamynda sýna verk Jóhönnu Bogadóttur að hún er að verða okkar besta grafikmanneskja, sem sérstaka tilfinningu fyrir áferð. Kolamyndir Snorra Sveins Friðrikssonar eru unnar af snerpu sem minnir á Hartung. Meðal höggmyndanna er upp- skeran ekki eins rikuleg. Sigurjón Ölafsson sýnir enn hve hug- myndaflug hans er frjótt i „Bið að heilsa”, frauðplastmynd þar sem hann vinnur úr hrynjandi lif- rænna bogaforma og flatra vél- forma, og nær að skapa verk sem býr yfir stórkostlegum og glettunum sannfæringarkrafti. Vona ég að Sigurjón fái þessa mynd steypta stærri sem fyrst og að hún verði sett á almannafæri Guðmundur Benediktsson vinnur staðfast við yfirvegum á einföldum standandi formum og lausnir hans eru bæði þroskaðar og áhrifarikar. Hallsteinn Sigurðsson gerir sig liklegan til að beina nýjum straumum inn i islenska þrividdarlist. Stein og gifsmyndir hans eru greinilega nemendaverk, þung form sem skapa litla spennu. „Ferningar” hans eru hins vegar nýnæmi. Þeir MYNDLIST eftir Aðalstein Ingólfsson eru greinilega innblásnir af „Cubi” bandariska snillingsins David Smith, þar sem ferningar úr stáli mynda hrynjanda i kringum miðöxul. En þar sem „Cubi” Smits eru margir i eðli sinu miðaðir við „Beint-á” lesningu, raðar Hallsteinn ferningum sinum i kringum aðal- öxul, og býður þannig upp á kringumgöngu. Finnst mér að verk hans mættu vera enn stærri til að hafa fyllri áhrif. Jóhann Eyfells er á góðri leið með að skapa sér einhvern alislenskasta höggmyndastil sem til er. Mér finnst lausnir hans enn nokkuð einhæfar, en sjálfsagt á hann eftir að nýta frekar þá möguleika sem efnið býður upp á. Sævar Danielsson sýnir þrjú smá og meinfyndin verk ( úr keramik ?) og Þorbjörg Pálsdóttir er upp á sitt besta með „Tvö börn”, og er vonandi laus við þá yfir- „dramatik” sem einkenndi fyrri myndir hennar. Tilþrif og tuggur t salnum hinumegin er heildarsvipurinn ekki eins góður. Myndir þeirra Sigurðar Örlygs- sonar og Gunnars Arnar Gunn arssonar bera þar af, svo gjör- ólikar sem þær eru. Sigurður hefurá skömmum tima unnið sig út úr áhrifum Bretans Robyn Dennys og náð að skapa sér eigin „ikonografiu”, einskonar ,,hryggliða”-tákn, sem hann svo endurtekur yfir myndflötinn og etur saman bogum og beinum linum. Einna slökust af myndum hans er nr. 85, þar sem ljósfjólu- bláminn stendur ekki undir hinum sterkari litum Hvað mig snerti var Gunnar örn Gunnarsson stjarna sams konar sýningar fyrir tveim árum. Pensildirfska hans og „expressjónisk” meðferð hans á mannslikamanum hituðu mér um hjartarætur. „Nú loksins eigum við einhvern sem reynir að feta i spor Bacons og De Koonings, með góðum árangri”. sagði ég við sjálfan mig. Pensildirfskan er þarna enn, en eldmóðinum er ein- hvern veginn ofgert og myndir hans eru annaðhvort ofþandar, eins og „Mynd” (nr. 46) „„Varúð” (nr. 48) (og Gunnar hlýtur að vita að „Peace” merki og gasgrimureru orðnar tuggur i myndlist), eða lausar við alla spennu, eins og „næturlif” (nr. 50) og „ungur maður” (nr. 51) Ein besta mynd Gunnars hér er smámyndin „Brún kona”, sem þó ber mikinn svip af einni af „Drottningum” De Kooning’s. En Gunnar á eftir að ná sér upp aftur, og fáum treysti ég betur til að blása i glæður islenzkrar myndlistar. Björg Þorsteinsdóttir á hér triptik sem slær augað með skærum litum eins og löðrungur. En þótt hún leysi hér það form- lega myndavandamál sem hún er að glima við, finnst mér vanda- málið sjálft hálf yfirborðskennt, og skilur þannig litið eftir. Þarf hún að setja sér fyrir erfiðari þrautir. Hér samanburður við Gunnar örn athyglisverður, þvi hann hleður myndir sinar svo miklum möguleikum og þær riða myndbyggingunni nær að fullu. Björg á hér einnig verk af poppuppruna sem nefnist „Dialogus”, en bæði hugmyndin Steinþór Sigurðsson: Leikmynd úr Tobacco Koad. Jóhannes Jóhannesson er lik- legast sá málari sem þrengstan stakkinn sniður sér hérlendis. 1 mörg ár hefur hann unnið við rannsóknir á myndgildi hringsins (og sólartáknið hefur e.t.v. verið þar á bak við) og má finna leifar af þeim athugunum i myndum hans hér, en form hans eru nú þétt læst i láréttum-lóðréttum llnum. E.t.v. of þétt, en samt bjargar litaskyn Jóhannesar honum að einhverju leyti úr prisundinni. Þykir mér liklegt að Jóhannes sé einn þeirra sem mundi græða á þvi að mála stærra. Kjartan Guðjónsson hefur einnig lengi unnið við sama vandamálið, hrynjandi mjórra forma yfir myndflöt, og eru myndir hans hér með beztu lausnum sem ég hef séð frá honum. Hörður Agústsson vinnur af miklum smekk úr liffræði- legum formum og akrýlikmynd Einars Þorlákssonar er unnin af miklu öryggi á sviði þar sem formleysi tekur oft stjórnina. Litir hans eru gullfallegir og vildi ég gjarnan sjá meira ogstærra af myndum hans. Pastelmyndir Einars,sérlega nr.129 og 130 voru einnig mikil opinberun fyrir mig, þvi að ég man ekki eftir að hafa séð pastel svo skarplega notað i abstrakt myndlist hérlendis. Myndir þeirra Margrétar Jóels- dóttur og Stephen Fairbarns komu mér einnig skemmtilega á óvart og voru að minu viti einn af hápunktum sýningarinnar. Bæði var uppsetning verkanna frumleg og áhrifarik, og leikur þeirra við sjónhimnuna margslunginn og skemmtilegur. Hringur Jóhannesson: Rafmagnsleysi, olia 1974. Barbara Arnason: Vængir, lopi 1972. Jónsdóttir Ream minnir dálitið á Lovisu i litameðferð og fyrir- myndavali, sem leggur meiri áherslu á sérstök sjónarmið. Sigurþór Jakobsson er of hógvær i vali á viðgangsefni, og virðast lausnir hans á þvi ekki athyglis- verðar. Sigriður Björnsdóttir viröist mér aftur á móti takast á við of mikið á of litlum fleti, form hennar eru of óróleg og þétt til að ramminn geti haldi þeim i skefjum. örygur Sigurðsson á hér þrjú stór verk, mynd af Eiriki Kristóferssyni sem er eitt besta „portrett” sem ég hef séð eftir hann, en aftur á móti eru stór- myndir hans af fornköppum al- gjörlega misheppnaðar, og verða risastórar teiknimyndir. Eyborg (varir...) og meðferð hennar eru orðnar hálfgerðar tuggur. Einar Hákonarson á hér ein- göngu litlar myndir, sem er skaði, þvi form hans eru of sterk fyrir svo litla fleti. Einnig skemma rammar þeir sem hann notar nokkuð fyrir myndunum. Verk Eliasar B. Halldórssonar þekkti ég ekki fyrir, en hann kom mér á óvart með fágaðri mynd- byggingu og finlegri meðferð á mjúkum formum. Kristján Guðnason vinnur einnig of smátt. hrynjandi forma hans er lifleg en litirnir bera myndirnar ofurliði. Held ég að þegar hann er betur búinn að skoða 1911-12 myndir Kandinskys, þá muni rætast úr þessu fyrir honum. Ragnheiður ENDURFÆÐING?

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.