Vísir


Vísir - 17.09.1974, Qupperneq 16

Vísir - 17.09.1974, Qupperneq 16
VISIR Þriðjudagur 17. september 1974 „Gildir einu hvorum megin þeir eru" — Rauði krossinn hefur söfnun til hjólparstarfs á Kýpur „Okkur hafa borizt hjálpar- beiönir, en kveikjan að þessu varð eiginlega að það komu nokkrir Grikkir og griskumæl- andi Kýpurbúi að máli við okkur. Einn er giftur islenzkri konu hérna. Norðurlöndin hafa nú um margra mánaða skeið aðstoöað á Kýpur, og Danir og Sviar hafa til dæmis sent iækna og lyf þangað. Þeir fá styrk beint frá rikinu.” Þetta sögðu þau meðal annars, Hilmar Sigurðsson skrifstofu- stjóri og Dóra Jakobsdóttir ritari hjá Rauða krossinum, þegar við ræddum við þau, en Rauði kross- inn hefur nú ákveðið að hafa for- göngu um söfnun til hjálparstarfs á Kýpur. Gildir þar einu hvort i hlut eiga griskumælandi ibúar eyjarinnar eða tyrkneskumæl- andi ibúar. Rauði krossinn hefur aðstoðað yfirvöldin við að veita hjálp um 150 þúsund Kýpur-Grikkjum, sem misst höfðu heimili sin, einkum i Larnaca, Limassol og I Troodos fjöllunum. Þá hafa læknar annazt hjálp við 25 þúsund tyrknesku- mælandi menn, sem búa á grisku yfirráöasvæði. Fleira mætti upp telja, til dæmis hefur leitarþjón- ustan starfað af fullum krafti og leitazt við að sameina sundraðar fjölskyldur og koma boðum milli fólks sem aðskilið er af viglinu, og læknar Rauða krossins hafa heimsótt alla spitala á Kýpur til aö ganga úr skugga um að full- nægjandi læknishjálp sé veitt. Rikisstjórnir margra landa hafa heitið hjálp og hið sama gild- ir um Rauðakross-félög viða um heim. Lofað hefur verið um 400 milljón krónum, þar af nálega helmingi i vörum. En mikil hjálparþörf er enn og hefur verið leitað til rikisstjórnar og Rauða kross félaga um viðbótarhjáip. Tekið er á móti framlögum til hjálparstarfsins á Kypur i skrif- stofu Rauða kross íslands, öldu- götu 4. Þá má leggja framlög inn á giróreikning 90.000 i pósthúsum, bönkum og sparisjóðum. —EA á t'egar nernaoaraogeröir brut- ust út að nýju þurfti að einkenna hlutlaus svæði eins og fyrir er mælt I Genfarsáttmálum. Hér sjást fulltrúar Rauða krossins mála rauðan kross á lök utan viö Hilton hótelið, sem var yfir- lýst hlutlaust svæði. íbúarnir loka veginum sínum: Þriggja tíma akstur til Hveragerðis á vegleysunni Börnin I skólabflnum voru mótmælum fullorðna fólksins ein dregið fylgjandi. —Ljósm. Visis B.G Fjöldi bila með X- númerum stóð i alla nótt og i morgun á af- leggjaranum niður f Þorlákshöfn og lokaði veginum. Þetta voru ibúar Þorlákshafnar, sem tóku sig saman til þess að vekja athygli á slæmu ástandi vegar- ins. Vegurinn til Þorlákshafnar hefur lengi verið talinn mjög slæmur, og er þar fremur um kennt vondum ofaniburði en þvi, aö of sjaldan sé heflað. Menn hafa jafnvel haldið þvi fram, að það sé þriggja tima akstur frá Þorlákshöfn til Hveragerðis eft- ir veginum eins og hann er. „Það er enginn sérstakur for- svarsmaður fyrir þessu,” sögðu „verðirnir,” sem Visir hitti þar að máli i morgun. „Þetta eru al- menn samtök borgaranna og fyrir okkur vakir að vekja at- hygli á þvi, að þetta gengur ekki svona lengur.” Þeir, sem við hittum þarna að máli, voru sammála um, að við núverandi ástand yrði ekki unað lengur. Þar við bætist, að fram- kvæmdir við höfnina i Þorláks- höfn eru nú að hefjast, og þeir hafa með sér gifurlega grjót- flutninga eftir afleggjaranum. Þegar það bætist við núverandi álag, eiga notendur vegarins ekki von á góðu. Auk fjölda einkabila, sem stóð þarna á veginum i morgun, var m.a. stór áætlunarbill, sem var á leið með börn úr Þorlákshöfn i sundtima i Hveragerði. Börnin höfðu beðið á annan klukkutfma eftir að vera hleypt i gegn, og Efst á afleggjaranum niður f Þorlákshöfn var komin röð blla, sem beið þess aö komast á leiðarenda. — en X-biIarnir lokuðu — Ljósm. VIsis B.G. var nærri liðinn sá timi, er þau áttu að vera i sundi. Visir gerði fljótlega könnun i bllnum um áhuga barnanna á aðgerðum fullorðna fólksins og kom i ljós, að 39 voru fylgjandi lokun veg- arins, en 5 á móti. Olfubilstjóri, sem beið eftir að komast með oliu til húsahitunar til Þorlákshafnar, var á önd- veröum meiði. Hann taldi þetta frumhlaup af hálfu ibúanna og sagðisérskapi næst að snúa við án þess að afgreiða oliuna. Þessi vegur væri ekki lakari en aðrir vegir i Árnessýslu. En hinn mikli fjöldi þátttak- enda I þessari aðgerð sýnir, að Þorlákshafnarbúar eru á ann- arri skoðun. A það má lika minna, að vörubilstjórarnir, sem mestnota þennan veg, hafa mótmælt honum með þvi að leggja niður vinnu um tima. Meðan á þessari lokun stend- ur, flytja Ibúarnir sjálfir far- þega frá lokunarstaðnum til Þorlákshafnar og aftur til baka, ef mikið liggur við. —SH— „Ekki verri en aðrir malarVegÍr"- segir .egogerðh. Blaðið hafði samband við Vegagerð rfkisins og bað Jón Birgi Jónsson deildarverkfræð- ing um að segja álit sitt á þess- um aðgerðum. „Umferð er mikil um Þor- lákshafnarveginn og viðhald dýrt, þar sem sækja þarf allt efni i ofaniburð langt upp i Þrengsli. Þessi vegur er þó ekkert verri en margir aðrir malarvegir, sem minna heyrist kvartað undan. í vegaáætlun var gert ráð fyrir 6,6 milljón króna fjárveit- ingu til nýbyggingar vegarins, siðar var sú fjárveiting hækkuð i 11,6 milljónir samkvæmt bráðabirgðaáætlunum. Fyrir þessa upphæð er áætlað að vinna núna á þessu ári. Þessi fjárveiting ein er þó að- eins litill hluti af þvi, sem til þessa vegar þarf, ef um varan- legar bætur á að vera að ræða. Það er þvi i höndum fjárveit- ingavaldsins hver framvinda þessara mála verður.” -JB Loks fékk Hvammstangi kjallarann: KOSTAÐI 47 ÞÚS. í SÍMTÖLUM 0G FJÖLMARGAR FERDIR SUÐUR Frá þvi i marz hefur staðið I miklu stappi milli sjúkrahús- nefndarinnar á Ilvammstanga og Innkaupastofnunar rikisins um kjallara, sem nefndin vildi fá undir nýjan læknabústað. Nokkuð var ritað um málið i VIsi fyrir nokkru og hvort sem það hefur gert herzlumuninn eða ekki, þá hefur nú fengizt samþykki fyrir kjallaranum. Viö spurðum Guðbrand Kjartansson héraðslækni um álit hans: „Sjúkrahúsið á að fá kjallarann sem geymslurými og vissulega er ég ánægður með aö leyft skuli að nota kjallarann af einhverju viti i stað þess að fylla hann upp með sandi eins og til stóð. Það var þrýst á þessar stofn- anir fyrir sunnan úr öllum átt- um og þá fékkst samþykkið loks. Húsnæðið verður að visu 60 sentimetrum lægra en við ætluðum okkur i fyrstu. Við vildum bara að þetta húsnæði yrði ekki fyllt af möl. Við kröfðumst þess alls ekki, aö húsnæðið bættist við lækna- bústaðinn, heldur yrði notað á einhvern hagnýtan hátt t.d. fyr- ir sjúkrahúsið. Það er bara verst hversu miklu af opinberu fé hefur verið kastaö þarna á glæ. Það hefði verið hægt að byrja fram- kvæmdir i marz en vegna alls konar stapps er fyrst hægt að byrja að byggja núna.þegar all- ir hlutir eru orðnir margfalt dýrari.” „Þetta pex hefur kostað okkur 47 þúsund krónur I simtölum og margar ferðir suður”, segir for- maður sjúkrahúsnefndarinnar, séra Robert Jack. „Þeir spyrja okkur fyrir sunnan af hverju þeim hafi ekki verið sagt það strax að kjallarinn ætti ekki að tilheyra lækninum heldur t.d. sjúkrahúsinu. En það lá bara alltaf ljóst fyrir.” Blaðið spurði Skúla Guð- mundsson hjá Innkaupastofn- uninni um þessa breyttu af- stöðu. „Þetta er ákvörðun heil- brigðismálaráðuneytisins, og við höfum ekkert út á hana að setja. Málið strandaöi á þvi að það var lagt fyrir mjög illa undirbúið. Svo var hringlað með það fram og til baka af hálfu þeirra, sem það lögðu fram. Ekki var vitað hvar húsið ætti að standa, hversu hátt það ætti að vera, hvergötuhæð yrði eða um önnur atriði, sem ollu þvi, að um málið urðu nokkuð meiri sviptingar en annars hefðu þurft. En nú er málið afgreitt.” —JB

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.