Tíminn - 17.04.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.04.1966, Blaðsíða 9
21 SUNTíUDAGUR 17. apnl 1966 TÍMINN 40 er aftur á skæru Ijósunum og dáleitt ginningarfíflið látið skrifa hjá sér númerið á seðlinum sem á að gera eftirmynd af, svo að honum finnist hann taka þátt í verkinu. Skæru ljósin og rauða týran eru höfð á til skiptis, svo ginningar- fíflið haldi að það tilheyri. í raun og veru eiga ljósabreyt- ingamar síðar meir að auðvelda bófunum að hafa skipti á peningum og auðum pappír. Fyrirliðinn opnar nú tækið og útskýrir á flóknu tækni- máli hver og einn hluta „töfrakassans.“ Skýrt er frá að há- marksafköst þessa tækis séu hundrað seðlar í einu, en það verður til þess að ginningarfíflið fer að reikna í huga sín- um hvað lengi hann verði að tvöfalda eigur sínar. Eftir þennan undirbúning hefst sjálf framleiðslan. Slökkt er á skæru Ijósunum, svo eina birtan í herberginu er dauf skima frá rauða ljósinu. „Leynivökvinn“ er borinn á auðan pappírsmiða jafnstóran epningaseðli og honum komið fyrir á málsívalningi í tækinu, á annan sívalning er fest seðlin- um sem ginningarfíflið hefur skrifað hjá sér númerið á. Að svo búnu heldur snillingurinn tölu og útskýrir hvernig sívalningamir snúast þannig að mynstrið á peningaseðlinum færist á auða pappírinn. Síðan snúast þeir við og hin hliðin er prentuð. Svo er tækinu lokað og straum hleypt á. Suð heyrist og öðm hvoru neistar af gripnum. Fómarlambinu er sagt að prentunin taki sólarhring, hann er beðinn að standa á verði þann tíma og afhentur lykill að tækinu. Eftir þreytandi vöku fær hann að opna tækið að bófunum viðstöddum, og sér til furðu og ánægju sér hann þar tvo seðla með sama númeri og nákvæmlega eins. Til að sann- færa hann fyllilega er stungið upp á því að hann fari með sinn seðilinn í hvom banka, til að ganga úr skugga um hvort unnt sé að greina mun á þeim. Báðir bankagjaldker- amir fullvissa hann um að seðlamir séu ófalsaðir. Þar með er allur efi horfinn. Gjaldkeramir segja alveg satt, báðir seðlarnir eru ófals- aðstr. Bófamir hafa aðeins breytt einni tölu í öðru númer- inu, til dasmis 6 í 0, til þess að þau verið samhljóða. Þegar hér er komið sögu kemur þriðji maðurinn í bófa- flokknum afvífandi og þykist vera alþjóðlegur stórbraskari. Aðstoðarmaðurinn hvíslar að fórnarlambinu að þessi náungi sé áfjáður í að láta tvöfalda peningaeign sína og krefjist forgangsréttar, en það gremst auðvitað kaupsýslumanninum sem búinn er að verja tíma og fyrirhöfn til að auka eigur sínar. Honum er sagt að nú verði hann að 'nrökkva eða stökkva, komi hann með peninga sína þegar í stað skuli þeir láta hann ganga fyrir og koma með tækið heim til hans. Ginningarfíflið breytir oft öllurn eigum sínum í reiðufé, og á tilsettum tíma koma þrjótarnir heim til hans með tæk- ið og annan útbúnað. Þegar allt er reiðubúið kemur þriðji svikahrappurinn aftur á vettvang, rífst og skammast og krefst að minnsta kosti helmings af ágóðanum. En fórnarlambið tekur slíkt ekki í mál, því nú er tækið komið upp í húsi hans, og skipar bófunum að hefjast handa. Búið er um pen- inga hans í bögglum, hundrað seðlar í hverjum og pappírs- miðar á milli. „Leynivökva“ er úðað yfir bögglana og þeir látnir standa í klukkutíma svo vökvinn fái að jafnast. Þegar klukkutíminn er liðinn er einum böggli komið fyrir í tækinu og hinir látni í peningaskáp fórnarlambsins. Aftur er honum sagt að bíða í sólarhring, tækinu er læst og suð- ið hefst. Bófarnir sýna nú á sér fararsnið og segjast ætla að taka með sér auða pappírinn sem er afgangs til að bera í hann efnið, benda líka ginningarfíflinu á að háskalegt væri að hafa hann í húsi sínu, því hann yrði álitinn sönnunargagn um pen- igafölsun ef lögregla kæmi. Að sólarhring liðnum er fórnardýrið örþreytt og á nál- um af eftirvæntingu. Hann stöðvar tækið á mínútunni og opn | ar það. Öðru megin í því finnur hann hundrað auða pappírs- | bleðla, en hinu megin virðist vera seðlabunki. Svo þyrmir f yfir hann, þegar hann kemst að raun um að þar eru aðeins * tveir peningaseðlar, annar' efst og hinn neðst í bunkanum, L hitt er allt auður pappír. En ekki tekur betra við. í pen- | ingaskápnum er ekkert að finna nema auða pappírsmiða. | Nú getur hann ekki snúið sér til lögreglunnar án þess að j; játa um leið að hann hafi gerzt þátttakandi í tilraun til en- ' ingafölsunar, Seint og síðar nxeir rennur upp fyrir- ginning- í arfíflinu að bófárnir hafa haft meðferðis pappírsböggla og | skipt á þeim og peningunum meðan myrkt var í herberginu. f HERMINA BLACK 2 JiM hristi höfuðið. „Ég vissi ekki — “ — Hún lenti í bílslysi og braut á sér ökklann og hnéskelina. Að þvú, er mér skilst, hafði al'lt verið reynt áður en læknarnir sögðu henni, að hún myndi aldrei gera dansað aftur. Já! Og sem svar við upphrópun Jill, sagði hún: — Það var hræðilegt, að þetta skyldi koma fyrir. Og þrátt fyrir frægð og velgengi, er hún svo ung — aðeins tuttugu og þriggja eða fjögurra ára. Við verðum að vona, að endirinn verði happa- sælli núna, þegar hr. Vere Carr- ington, seon er einn af okkar beztu skurðlæknum í fótaaðgerð- um, hefur tekið þetta tilfelli að sér. Mér skilst, hélt yfirhjúkrun- arkonan áfram, og vissi ekki, að þó að hún hefði kastað sprengju, hefði hún ekki getað gefið hlust anda sínum meira áfall, að hann hafi sagt, henni, að ef hún vilji hlýðnast skipunum sínum út í yztu æsar, séu allai líkur á því að honum takist að koma henni „á tærnar" aftur. Og þegar Vere Carrington tekur eitthvað að sér, heppnast honum það venjulega. Við ættum að vera hreykin af því, að hann heur ákveðið að senda hana hingað. Þetta verður í fyrsta skipti, sem hann trúir okkur fyrir sjúklingi og það verður okkur vissulega vegsauki, ef við getum þóknazt honum — og ég held, að við munum geta það. Síðan gleymdi hún alveg embættisskyld um sínum og sagði: — Þetta verður samt erfitt verk, ég þarf ekki að segja þér það, að heilsa ungfrú - St. Just verður að mestu leyti undir hjúkr unarkonunni komin — ekki ein göngu góðri hjúkrun, heldur því, að hægt sé að fá hana til að hlýðn ast með glöðu geði, og síðast, en ekki sízt, að hún verði ekki þung lynd, Ég hef valið þig, vegna þess að þú ert ekki eingöngu dugleg, heldur er trúlegt, að þú eigir auð veldara með að skilja stúlku á þínum aldri. Þetta er mjög mikil vægt tilfelli og ég vil, að þú gerir allt, sem í þínu valdi stendur. — Já, frú. Ég mun vissulega gera mitt bezta. Þakka yður fyrir. JiU furðaði sig á, því, hve rödd hennar var stöðug. Eflaust hafði yfirhjúkrunarkonan verið að hrósa henni, hún átti eflaust að vera upp með sér. En hvað mundi yfirhjúkrunarkonan segja, ef hún , léti undan óstjórnlegri löng- j un sinni og hrópaði upp, að hún * vildi ekki gera það — að hún viidi heldur taka að sér að hjúkra drepsóttarsjúMingi, en sjúkl- ingi, sem væri undir eftirliti Vere Carrington. Hún hélt, að viötaliö væri á enda og stóð ósjálfrátt á fætur, en ungfrú Travers vldi efcki, að hún færi strax. — Auðvitað þekki ég hr. Carr ington vel, sagði hún. — Þó að hann hefði enga hugmynd um, að ég væri forstöðukona hér fyrr en hann hringdi til að gera ráðstaf- anir. Hann er frændi góðvinkonu minnar og var nemandi í St. Mo ica, þegar ég var hjúkrunarkona þar — fyrsta sþítaladeildin mín! Núna er hann einn af fremstu skurðlæknum þeirra. Venjulega kýs hann að koma einkasjúkling- um sínum fyrir í sínu eigin sjúkra húsi. Hún þagnaði og bætti við: — Alveg rétt, þú varst auðvit- að í St. Monica. Ég býst við, að þú hafi séð vinnubrögð hans og e.t.v. hefur þú lært eitthvað um vinnuaðferðir hans? Það væri mjög gott, ef þú hefðir gért það. Þessir miklu menn eiga sín erfiðu augnablik. Brún augu hennar leiftruðu. Jill þakkaði sínum sæla fyrir, að hún gat haldið gríimunni, sem er vernd hverrar hjúkrunarkonu, þegar er í huga hennar, sem hún má ekki koma upp um — þetta rólega lát bragð, sem ekki má bregðast, hvort sem hún stendur frammi fyrir lífi eða dauða. — Já, sagði hún stillilega. Ég var aðstoðarhjúkrunarkona á deild hans um hríð. — Ágætt. Yfirhjúkrunarkonan kinkaði ánægð kolli. — Gaztu gert honum til hæfis? Jill hikaði. -— Það var misjafnt. Hann get- ur verið — afar elskulegur, en hann er miskunnarlaus, ef eitt- hvað ber út af og hann heldur, að allir eigi sökina. — Jæja, ég vona, að hann þurfi ekki að vera „miskunnarlaus við þig, systir. Þú tekur sjúklinginn sem sagt að þér, um leið og hann kemur. — Þakka yður fyrir, frú. Jill var komin að dyrunum, þeg ar rödd yfirhjúkrunarkonunn- ar kallaði hana aftur til sín. — Hefur þú nokkurn tíma séð Söndru S.t Just dansa? — Nei. — Hún er — eða var, vesaling urinn — alveg dásamleg. Dans hennar í Gizelle var undursamleg ur. Yfirhjúkrunarkonan var ballett unnandi og reyndi ekki að dylja áhuga sinn. — Ég vildi óska, að þú hefðir séð það. Það mundi gera þig jafn vel enn ákafari í að hjálpa til við að gera hana heilbrigða aftur. Þetta gat vel verið rétt, en Jill vissi, að hún gat ómögulega haft minni áhuga á að hjúkra þessum, eða einhverjum öðrum sjúklingi Vere Carrington. Þegar hun stóð aftur fyrir utan dyrnar nokkrum mínútum sfðar, var munnur hennar þurr og hjarta hennar sló þunglega. En hve það var kaldhæðnislegt, að yfirhjúkr- unarkonan skyldi einmitt hafa val ið hana þegar hvaða önnur hjúkr unarkona sem var hefði eflaust dansað af æsingi yfir tækifærinu til að vinna með hinum hæfa skurðlækni, hversu „erfiður, sem hann kynni að vera. Hún leit á úrið. Tuttugu mínút ur þangað til hún þyrfti að snúa aftur til sjúklingsins, hún þurfti ekki að fara á vakt fyrr en klukk an fimm. Hún þurfti að fá frið, varð að reyna að koma einhverri reglu á ringulreiðina, sem ríkti í höfði hennar. Hún gekk frá byggingun- um og í gegnum hliðið « Jblóm- skrýddum veggnum og iagði leið sína eftir uppáhaldsstíg sínum yf ir vellina, sem umkringdu húsið og garðinn, niður að ánni. En henni varð ekki að ósk sinni um að vera ein. Hún hafði aðeins gengið stuttan spöl, þegar stúlku- rödd stöðvaði hana. — Halló, Jill — Jill leit við og leit treglega staðar og beið eftir Verunni, sem hafði áivarpað hana. ÚTVARPIÐ Sunnudagur 17. apríl 8.30 Létt morgunlög: 8.55 Fréttir 9.10 Morgunhugleiðing og morg untónleikar. 11.00 Messa í BreiSa gerðisskóla. Prestur: Séra Felix Ólafsson. Organleikari: Guðmund ur Gilsson. 12.15 Hádegisutvaro 13.15 Efnisheimurinn. Endurtek ið fyrra erindi dr. Þorstems Sæ- mundssonar stjörnufræðmgs: Drög að heimsmynd nútímans. 14.00 Miðdegistónleikar. 16.00 í kaffitimanum. 16.30 Veðurfregn ir. Endurtekið efni. 17.30 Barna tími: Skeggi Ásþjarnarson stjórn ar. 18.30 íslenzk, lög: Sunnlenzk ir kórar syngja. 18.55 Tilkynnmg ar. 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Frétt ir. 20.00 Jean Paul Satre. ''Kristj án Árnason flytur erindi. 20.30 20.30 Gestur í útvarpssal; Rado- slav Kvapil píanóleikari Irá Tékkóslóvaikíu. a. „í mistrinu" eftir Janacek. b. Tveir tékkneskir dansar eftir Smetana. c. Tittie- tattle eftir Dvorak. 21.00 A góðri stund Hlustendur í útvarpssal með Svavari Gests. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslóg 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 18. april 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegis útvarp. 13.15 Búnaðarþáttur: Meðal bænda og ráðu- nauta í Noregi. Bjarni Fanndal Finn- borgason flytur. 13.30 Við vinn una. 14.40 Við, sgm heima sitjum Rósa Gestsdóttir les Minningar Hortensu Hollandsdrottningar, í þýðingu Áslaugar Árnadóttur — sögulok. 15.00 Miðdegisútvarp 16.30 Síðdegisútvarp 17.20 Fram burðarkennsla í frönsku og þýzku. 17.40 Þingfréttir. 18.00 Úr myndabók náttúrunnar. Ingimar Óskarsson talar um áhrif sum arsins á náttúruna 18.30 Tónleik ar. 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Frétt ír. 20.00 Um daginn og veginn. " Vóm-s Karlsson blaðamaður tal Iar. 20.20 Spurt og spjallað í útv'>ipssal. Sigurður Magnússon fulltrúi stjórnar fundi. 21.25 Út- varpssagan: „Dagurinn og nótt- in“ eftir Johan Bojer í þýðíngu || Jóhannesar Guðmundssonar. il Hjörtur Pálsson les (17). 22 00 SFréttir og veðurfregnir. 22 10 Hljómplötusafnið í umsjá Gunn í ars Guðmundssonar 23.10 Að tafli Sveinn Kristinsson tlyt.ur j] skákþátt. 23.45 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.