Tíminn - 17.04.1966, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.04.1966, Blaðsíða 6
18_________________________TIMINN__________ SUNNUDAGUR 17. apríl 196« 3LAÐAMAÐUR TÍMANS RÆÐIR VIÐ ÁSKEL EINARSSON Þegar komið er til Húsavíkur, blasir við ferðamanninum hrein- legur bær. Það má í rauninni telja furðulegt, hve hreinlegur hann er, því þama hefur þróazt útgerð og fiskvínnsla, en þau óhreinindi, sem ððrum slíkum stöðum virðast fylgja, blasa ekki við á Húsavík. Er inn í bæinn kemur, verður aHs staðar fyrir uppbygging. Þama er risinn nýr barna- og gagnfræðaskóli, þarna er nýtt sjúkrahús í byggingu og félags- heimili. Þarna era nýjar og glæsi legar verbúðir og fiskiðjuver í byggingu og alls staðar eru ný íbúðarhús að rísa, eða nýlega fullbyggð. Húsavík er sérstæð um marga hluti. Þar hefur úrgerð þróazt í skjóli Fiskiðjusamlagsins og þar era þjónustufyrirtæki fyrir stór an hluta Þingeyjarsýslu og þar er eitt elzta kaupfélag landsins. Þessi þjónustufyrirtæki hafa skapað þá aðstöðu, að bænum vegnar vel, þótt fiá^^ngur þregðist af og til. Blaðamanni Tímans gafst fyrir skenunstu tækifæri til að hi*ta að máli bæjarstjórann á Húsavik, Áskel Einarsson, og spjalla við liann nokkra stund. Áskell var í skrifstofu sinni, er blaðamann bar að garði og var bersýnilega í önn við að stjórna málefnum bæjar ins. Hann var í þann veginn að fara á einhvem mikilvægan fund um bæjarmálefni, og síðan átti hann að mæta á öðrum fundi og þá um önnur málefni varðandi bæ inn, Hann „þarf að vera^ með nefið ofan í öllu” eins og Áskell komst sjálf ur að orði. Það liðu nokkrar klukkustundir áður en Áskell hafði lausa stund. Þá vfldi hann gjaraan ræða um alla heima og geima, en efst í huga blaðamauns var að forvitn- ast um málefni Ilúsavíkur. Það kom í ljós, að mikil fólks- fjölgun hefur orðið á Húsavík á undanföraum áram. Segja má, að Ilúsavík sé bær unga fólksins, því að 40 af hundraði íbúa þar, era undir 16 ára aldri. Það var því ekki úr vegi að spyrjast fyrir um atvinnumöguleika fyrir hið unga fólk, sem er að hefja lífsstarfið. — Atvinnuástandið er gott hér, nema helzt um vetrarmánuðina. Undanfarna tvo vetur hefur ótíð og hafís í fyrra staðið útgerðinni fyrir þrifum. En það er ekki nóg að atvinnumöguleikar séu góðir. Upþbygging á félagslegum svið- um virðist þurfa að fylgja eða koma á undan veralegri íbúa- aukningu. í landi, þar sem at- vinna er nóg, spyr fólkið ekki fyrst og fremst um atvinnuskil- yrði, heldur um húsnæðismál og félagsleg atriði, svo sem aðstöðu til skólagðngu, og heilbrigðismál, o.þ.h.“ — Hvemig er þeim málum hátt ag á Htisavík? — Á þessum sviðum hefur þró unin orðið mjög ör á síðustu ár- um. Ekki alls fyrir löngu var lok ið við stórt og veglegt barnaskóla hús í bænum, og tók það við af gömlum skóla, sem var orðinn of lítill. í hinu nýja skólahúsi er starfræktur bama- og gagnfræða skóli. Það þykir sýnt, að á næstu árum verði byggingin orðin of h't- il fyrir báða skólana, svo ráðizt verður í undirbúningsfram- Húsavik. Hin nýja Fiskiðjusamlagsbygging og kirkjan i baksýn. víkurtúni og verður framkvæmd- um haldið áfram á þessu ári. Stefnum við að því að ljúka við malarvöll á næsta árL Með tím- Áskell Einarsson, bæjarstjóri Húsavíkur kvæmdir við byggingu nýs gagn fræðaskóla á þessu ári. Þess má geta, að í skólanum er stór og vandaður íþróttasalur, þar sem áhugamenn hafa aðstöðu til íþróttaiðkana sér að kostnaðar- lausu. Sama er að segja um þá aðstöðu, sem bærinn veitir í skóla húsinu og barnadagheimilinu fyr- ir félagsstörf og tómstundaiðju. Aðistaða fyrir félagslíf hefoir ekki verið eins og bezt væri á kos ið hér á Húsavík. Hefur þar kom ið til skortur á hentugri félags- aðstöðu. Nú höfum við hins veg- ar ráðizt í byggingu glæsilegs fé- lagsheimilis, sem á að geta Ml- nægt kröfunum. Þar verður stór salur fyrir almennar skemmtan- ir og annar fyrir kvikmyndasýn- ingar og leikstarfsemi. Þá verða á efri hæð litill salur fyrir smærri samkomur ásamt herbergjum fyr- ir félagsstarf. Hótel verður svo reist í sambyggingu við félags- heimilið. Það, sem hamlað hefur framkvæmdum að talsverðu leyti, eru stórfelld vanskil félagsheim- ilasjóðs, en reynt hefur verið að halda áfram framkvæmdum eftir megni. Úr þvi, að ég er farinn að tala um félagsmálin, vil ég geta þess, að á síðasta ári var hafin bygg- ing mikils íþróttaleikvangs á Húsa anum á að koma þarna grasvöll- ur og sérvellir f. handknattleik. Þá verður á þessu ári unnið að nýjum bamaleikvelli fyrir norður bæinn. Hér er og nýlega byggð sundlaug, sem nýtir heitt vatn, sem kemur upp undan Húsavík- urhöfða. Nú er áformað að byggja yfir laugina á næstu árum. — Hvað vilitu segja mér um heilbrigðismálin ? — Á síðasta ári var gerð fok- heJd ný sjúkrahússbygging, fyrir 30-60 sjúklinga á Húsavík. Fram kvæmdum er nú haldð áfram og búizt er við, að sjúkrahúsið verði tekið í notkun 1968 eða 1969. Að byggingunni standa auk bæjarins SuðurjÞingeyjarsýsla og Keldu- neshreppur í N-Þing. Þegar bygg ingu sjúkrahússins lýkur, verður það mikill og merkur áfangi í heilbrigðismálum héraðsins, sem býr að því um langa framtíð. Ný- lega er lokið endurbótum á lækn- ingastofum og læknisbústað. Ný sjúkrabifreið hefur verið fengin hingað fyrir tilstilli Rauða Kross Húsavíkur með ríflegum styrk frá Húsavíkurbæ. — Þú sagðir mér áðan, að Hús- víkingar byggðu afkomu sína að mjög miklu leyti á útgerð. Hvað telur þú markverðast í útgerðar- málum hér? — Þegar minnzt er á útgerð, kemur mér fyrst í hug Fiskiðju- samlagið, þar sem það helzt í hend ur við útgerðina. Hin reisulega bygging Fiskiðjusamlags Húsavík- ur er eitt af því fyrsta, sem fyrir augu ber, þegar komið er af hafi. Fyrirtæki þetta er sameign bæjar- ins, kaupfélagsins og annarra smærri hluthafa. Það var reist með almennu átaki hér á áranum kring um 1950, og er almennt talið, að Fiskiðjusamlagið sé í fremstu röð frystihúsa um hagkvæman rekstur. Fyrirtækið hefur bætt mjög hag útgerðarinnar hér. Það hefur þrátt fyrir minnkandi afla greitt fisk- verðsuppbætur fram yfir ákveðið fiskverð. Það ákvæði er og í lög- um fyrirtækisins, að skylt er að greiða uppbót á innlegg, ef tekju- afgangur verður. Óhætt er að full- yrða, að þetta er einsdæmi á land- inu, en það 'hefur gert það að verk um, að við höfum komizt hjá þeirri ógæfu, að sitja uppi með mörg frystihús, sem kepptu um fiskmagn, sem raunar væri ekki til skiptanna. Fiskiðjusamlagið hefur i vaxandi mæli tekið upp fjftlbreyttari nýt- ingu fiskafurða, að því er varðar frystingu og glímir nú við ýmis ný verkefni í sambandi við fryst inguna. Athugun fer nú fram á vegum samlagsins á því, hvort ekki sé hægt að auka verðmæti afurða úr beinum og úrgangi með ný- tízkulegri nýtingaraðferðum. Þá mun Fiskiðjusamlagið eflaust taka til athugunar á næstu árum, hvort ekki sé hægt að heilfrysta hluta aflans, t.d. kola og flatfisk, þíða síðan upp og fulivinna á þeim tíma, sem enginn afli berst að landi. Fyrir þessu er reynsla er- lendis og er ekki vafa undirorpið, að þetta yrði veruleg atvinnubót í bænum. Um útgerðina má annars segja, að héðan eru gerðir út fjórir §tór- ir bátar til síldveiða og útgerðar annars staðar. Hlutdeild þeirra í atvinnuuppbyggingunni heima fyr ir er því aðallega bundin við síld- ina. Héðan róa átta þilfarsbátar allt árið og leggja upp afla sinn uyggmg ii-isKio|usamiags nusaviKur n. r.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.