Tíminn - 17.04.1966, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.04.1966, Blaðsíða 7
SONNUDAGUR 17. aprfl 1966 TÍMINN 1? BÆJARSTJÓRA, HÚSAVÍK UM BÆINN VIÐ SKJÁLFANDA :■ ' < m %''' : ■ >' >; vinnslu heima. Auk þeirra er gerður út héðan fjöldi trillubáta. Húsvíkst atvinnulíf á því mest undir heimaútgerðinni og segja má, að hún sé slagæð í bæjarlff- inu. Mikið veltur því á að sjórinn sé sóttur allan ársins hring, enda eykst þessi útgerð með hverju ári. Eldd eru liðin nema tíu ár síðan vetrarútgerð var næsta fá- tíð hér. Þá var ráðizt í bátakaup fyrir forgöngu bæjarins, kaupfé- lagsins og fjölmargra einstaklinga. Var keyptur 50—60 tonna bátur, sem gerður var út héðan heima frá 1957, þar til hann var seldur. Ekki er vafamál, að með þessari Heitt vatn úr þessari borholu hef ur glætt vonlr um aS hægt verSI að koma á hitaveitu á næstu árum. útgerð var rudd braut vetrarút- gerðar frá Húsavík. Var þetta þess vegna eitt þýðingarmesta átak, er gert hefur verið til eflingar at- vinnu í bænum. Á síðustu árum hefur ufsaveiði hleypt fjöri í út- gerðina hér. Ennfremur hefur fjöldi trillubáta stundað hrogn- kelsaveiði með góðri afkomu. — En hvað um aðrar atvinnu- greinar? — Um aðrar atvinnugreinar er það að segja, að þjónustugrein- arnar eru í miklum vexti. Húsa- vík er gamall og gróinn verzlun- arstaður og miðstöð fyrir Þingeyj- : arsýslu. Hér er staðsett elzta kaup- félag landsins, Kaupfélag Þingey- inga. Það hefur í sívaxandi mæli tekið þátt í atvinnulífi bæjarins og segja má, að það sé nú einn af hyrningarsteinum þess. Hin mikla verzlunar- og iðnaðarþjón- usta, sem það veitir víðlendum og blómlegum sveitum, gefur Húsavík gildi sem viðskiptamiðstöð. Vöxt- ur og viðgangur kaupfélagsins og sveitanna er því lóð á skálar Húsavikur. — Eg las í blöðunum um dag- inn, að þið hefðuð fengið hér heitt vatn. Hafið þið átt mikið við til- raunir til þess? — Það var lengi draumur Hús- víkinga að leggja hitaveitu frá Hveravöllum í Reykjahverfi til Húsavíkur Samkvæmt áætlunum Sigurðar Thoroddsens, verkfræð- ings árið 1958 hefði sú hitaveita ekki orðið fjárhagslega hagkvæm, Ny siukrahusbygging, sem Husavik mun bua lengi að. Ýmiss konar annar iðnaður heí- ur vaxið hröðum skrefum í skjóli viðskiptanna. Ég vil geta þess til fróðleiks, að þróunin hér á Húsa- vík hefur verið sú, að þjónustu- greinarnar hafa tekið til sín meira af fólksfjölguninni en sjávarútveg- urinn. Þessi þróun gerir atvinnu- lífið hér traustara en almennt ger- ist. — Hverjar eru hugmyndir þín- ar í sambandi við uppbyggingu at- vinnuveganna? — Mér finnst engum vafa bund- ið, að niðurlagningarfyrirtæki á sjávarafla sé ein líklegasta leiðin til atvinnuörygigis á Norðutlandi, en hér á Húsavík eru einmitt ákjósanleg skilyrði fyrir slíkan iðnað. Hér er nú í smíðum stórt sláturhús, sem nota mætti bæði fyrir kjötvinnslu og niðurlagningu sjávarafurða. Neytendapakkningar á kjötvörum hljóta að ryðja sér til rúms og liggur þá beint við, að með aukinni geymslutækni verði sláturhúsinu mögulegt að fara inn á þá braut. Hér hefur trésmiðjan Fjalar tek ið upp fjöldaframleiðslu á innrétt- ingum í hús og hefur fyrirtækið aflað sér markaða víða um land. Þetta sýnir að fyrirtæki úti á landi geta sótt inn á markaði þéttbýlis- ins. Þarf að koma á fót fleiri slíkum fyrirtækjum. Segja má, að það sé að verða fastmælum bundið, að byggð verði kísilgúrverksmiðja við Mývatn. Ennfremur kemur til greina, að söluskrifstofa verði staðsett á Húsavik. Má búast við að verk- smiðjan hafi mikla þýðingu fyrir athafnalífið í bænum. í vetur hefur verið með afbrigð- um snjóþungt og hefur það vakið margan til umhugsunar um fóður- birgðamálin. Lengi hafa verið uppi hugmyndir um að nýta jarðhitann á Hveravöllum og hina glæsilegu ræktunarmöguleika á Hvamms- heiði og í Reykjahverfi til hey- mjölsvinnslu. Ekki er vafamál, að þarna eru góð skilyrði til þessa. En niðri á Húsavík kæmi fóður- birgðastöð og blöndunarstöð, þar mætti framleiða ýmsar fóðurteg- undir og nota bæði korntegundir, fiski- og síldarmjöl ásamt hey- mjöli I fóðurblönduna. Ef þetta kemst í framkvæmd skapar það norðlenzkum landbúnaði stórauk- ið afkomuöryggi. Mér finnst það augljóst að iðnaður verði að vaxa hér til þess að taka á móti hin-1 um aukna fólksfjölda i bænum. Félagshelmilisbyggingin nýja, sem en hins vegár gæti hitaveita frá borholum í bæjarlandinu komið til greina. Samkvæmt ráðlegging- um Gunnars Böðvarssonar ákvað bæjarstjórnin að láta gera boran- ir í bæjarlandinu. Er nýlega lokið prófun dýpstu holunnar, og kom í Ijós, að þar er að fá a.m.k. 5.4 sek.lítra af 94 stiga heitu vatni. Hinar borholurnar verða einnig prófaðar á næstunni og vonandi er þar árangurs að vænta líka Sá árangur, sem fengizt hefur glæðir mjög vonir manna um að lagt verði út í hitaveitu á Húsavík í allra næstu framtíð. — Hvaða framkvæmdir eru fyr- irhugaðar hér á næstunni? — Ég hef nú nefnt ýmsar fram kvæmdir í sambandi við félagsmál. Auk þeirra get ég nú nefnt ýmsar aðrar framkvæmdir, sem standa yfir. Bærinn er nú að byggja nýtt bæjarhús og er að ljúka við slökkvistöð, fangageymslur og lög- regluvarðstofu. Á efri hæð hússins verður innréttað skrifstofuhús- næði fyrir bæinn. Við höfnina er alltaf unnið að framkvæmdum. Þar má til dæmis nefna nýjar ver- búðir úr steinsteypu. Þessar ver- búðir eru mjög vel úr garði gerð- ar, og eru sennilega í fremstu röð sinnar tegundar hér á landi. Þá stendur fyrir dyrum að gera miklar hafnarframkvæmdir vegna kísilgúrsins. Má nefna byggingu tveggja geysistórra skemma á veg- um kísilgúrverksmiðjunnar við Mývatn. Þessar skemmur eiga að rísa hér við höfnina og verður bygging þeirra liður í uppbygg- ingu Húsavíkur. Nú fer fram ný- bygging á húsa- og vélakosti Fisk- er í smíðum. iðjusamlagsins og aukast þá af- kastamöguleikar þess um 40 — 60%, svo að það annar öllum afla nema máske í ufsahrotum. Að lokum má nefna fyrirhugaða var- anlegu gatnagerð, sem verður mik ið mannvirki. — Úr því þú minnist á gatna- gerð, langar mig til þess að spyrja þig um samgöngurnar hér. — Húsavík er sæmilega sett með samgöngur, miðað við marga aðra staði. Hafnarskilyrði eru góð og alltaf er verið að vinna að þvi að bæta höfnina. Flugsamgöngur hafa orðið okk- ur hér mikil samgöngubót, síðan flugvöllurinn var gerður i Aðaldals hrauni, en erfiðlega hefur geng ið að fá ríkisvaldið til þess að sinna þessum velli sem skyldi. Þetta lætur dálítið einkennílega í eyrum, þar sem vitað er, að þessi flugvöllur er einn hinn bezti til aðflugs á öllu Norðurlandi, þrátt fyrir frumstæð skilyrði. Enn fremur hitt, að það er álit Loft- leiðamanna, er bezt þekkja til um millilandaflugið, að í Aðaldal séu ákjósanleg skilyrði fyrir milli- landaflugvöll fyrir flugvélar af stærstu gerð. Allt bendir til þess, að hvað sem tímabundnum sér- hagsmunum líður, verði á næsta áratug gerður flugvöllur í Aðaldal, er nota má til millilandaflugs og verði um leið varavöllur Kefla- víkurflugvalar. Nú í vetur var það augljóst, að flugvöllurinn er lífæð héraðsins um samgöngur. En allt- af má búast við að samgöngur teppist vegna snjóalaga. Þýðing flugvallar í Aðaldal er líka önnur. Hér eru víða fagrh* staðir, sem laðað geta ferðamenn. Aðstaða er öU að batna til mót- töku ferðamanna, svo Húsavík get ur í framtiðinni orðið vinsæll ferðamannastaður. — En hvað um göturnar hér? — Það er í sjálfu sér ekki mik- ið um þær að segja. Þær eru slæm- ar, víst er það. Þess ber þó að gæta, að í bæ, sem byggður er að mestu leyti upp af einbýlis- húsum, hlýtur gatnagerðin að verða ærið kostnaðarsöm. Hér höf um við haft á hverju ári tilbúnar 20 lóðir með götu-, vatns- og hol- ræsalögn. Þrátt fyrir þetta höfum við ekki innheimt gatnagerðar- gjöld. Þau hefðu numið 1.5 millj- ónum króna, ef fylgt hefði verið gjaldskrá Reykjavíkur á síðasta ári. Ex hér á ferðinni stórfelld aðstoð við húsbyggjendur. Aðstaða til varanlegrar gatnagerðar er hér mjög erfið. Skipta þyrfti um jarðveg 1 til 2 metra djúpt víða á götustæðinu. Þetta verkefni kall ar nú mjög fast að allra næstu árin. K. T. BÆR, ÞAR SEM BUID ER í HAGINN FYRIR KOMANDIKYNSLÚÐIR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.