Tíminn - 17.04.1966, Blaðsíða 10

Tíminn - 17.04.1966, Blaðsíða 10
«■ .— ; " - ’ ~ "____TÍBBIMM Bréf um bjór til Biörns Páksonar, alþingismanns Kunningi góður! Gaman þótti mér að þú skildir skrifa um bjórinn í Tímann. Mér líkar vel hvað þú ert hófsamur þar. Þú tekur það fram, að án efa sé hægt að verða ofurölvi af bjór og vitnar talsvert í fomar söigur. Þú veizt því sjálfsagt að það getur enn átt við, sem segir í Hávamálum, að ölið sé fólki ekki jafn gott og sagt sé: — Esa svo gott sem gott kveða öl alda sonum, því að færra veit er fleira drekkur eins til geðs gumi. „Vilji bindindismemi gera eitbhvað af viti í áfengismáíum ættu þeir að vinna að því, að dregið væri úr sölu brenndra dry.kkja". Þarna er ég alveg sammála íþér, en hvað skal gera. Mér skilst. að þitt úr- ræði sé það eitt að láta menn drekka bjór. Nú er þatð auðvitað rétt að þegar búið er að fylla einn kút af öli verður ekki bætt á hann brennivíni meðan hann er fullur. En þér hlýtur nú að vera kunnugt um það, að magakútur mannsins hefur afrennsli. Þegar ég leit inn á bjórstofur Kaup- mannahafnarborgar hér um árið virtrst mér, að það afrennsli væri óspart notað þar til að rýma fyrir nýjum birgðum. Ekiki taldi höfundur Hávamála neitt veganesti verra en ofdrykkju öls og það var öl en ekki brenni vfn, sem hann átti við. Þetta þarf ekki að segja þér, — en þú segir í grein þinni: TRÚLOFUNARHRINGAR Fljót afgreiðsla. Sendum gegn póstkröfu. GUÐM. ÞORSTEINSSON, gullsmiður, Bankastræti 12. RYÐVORN | Grensásvegi 18, sími 30945 i Látið ekki dragast að ryð- verja og hljóðeinangra bif- j reiðina með TECTYL BÍLALEIGAN VAK U R Sundlaugavegi 12 Sími 35135 og eftir lokun símar 34936 og 36217. Nú skal ég segja þér það, Björn minn góður, að það virðist taka langan tíma að breyta drykkjuvenjum þjóða. Norðmenn og Finnar eru t. d. brennivínsþjóð ir en Danir eru bjórþjóð. Og þetta er ekki af því, að Finnum og Norð mönnum sé bjórinn bannaður. Þeir eru bara vanari að láta ann að sterkara á sína kúta og vilja hafa það svo. Þú heldur að bjérinn sé okkur hollur þar sem hann geri menn lata og værukæra. Þurfum við þá ekki annars fremur með en letinn ar, Björn á Löngumýri? Veiztu hvað hann Ólafur Davíðsson sagði um bjórinn? „Eg hef kannski drukkið 10 bjóra á dag að meðaltali, en aldrei heldur annað, aldrei toddý aldrei brennivín. Eg varð svo að segja aldrei' fullur, og þó ég yrði fullur í hæstá* lági 3. hvern mán uð, þá var ég alltaf sama Ijósið og geðstillingarmaðurinn. En það sem verst var við þetta yfir- unna stadium var það, að mér varð lítið úr verki.“ Þetta sagði hann og annarsstað ar: „Eg hef verið gagntekinn af letidofa og makræðisdrunga. Ó- merkilegar viðræður við kunn- ingjana, hugsunarlausar legur upp í sófa, þjór, hafa verið mínar ær og kýr upp á síðkastið". Og þetta var Ólafur Davíðsson, frábær maður að manndómi og dugnaði eins og Björn Pálsson og talinn þola áfengi flestum eða öllum löndum betur á þeim árum í Höfn. Það kann að vera skárra fyiir iDDlf- £ -Se/l/rg Einangrunargler Framleitt einungis úr úrvals gieri — 5 ára ábyrgð Pantið tímaniega. KORKIÐJAN h.f. Skúlagötu 57 Sími 23200 konuna að maðurinn liggi í „leti- drunga", hugsunarlaus uppi í sófa“ en sé úti í brennivínsslag, en helzt ættum við að setja markið hærra. Góð kona er þess verð að hafa manninn heima í fullu fjöri og með réttu eðli. Svo er rétt að þú vitir það líka að bjórþamibið danska er talið eiga drjúgan þátt í taugaveiklun og andlegri og líkamlegri vesæld fjölda fólks. Um væntanlega bjórdrykkju íslenzkra bænda í kaupstaðarferð um er það að segja, að áfengur hjór hentar ekki þeim, sem aka bflum. Eg vil þakka þér fyrir umhyggju þína fyrir sjómönnunum þegar þeir dvelja í landi fjarri iieimil um sínum. En ég held að við ættum að mæta því verkefni með öðru en áfengum bjór. Þú talar illa um tóbakið, svo sem vert er, því að það er óþverri, en þó við séum skap- menn eins og verður að vera ef eitthvað á að ganga undan manni, verðum við alltaf að vera sann- gjamir og forðast allt ofstæki, ]>ó að við látum ekki tízkuna blinda okikur né venjur og það hvað fjöldinn gerir deyfa dómgreind okkar. Því getum við ekki lokað augunum fyrir því, að tóbakið ger ir menn þó' ekki snöggvitlausa eða bráðsljóva svo að þeir verði hætfulegir sjálfum sér og öðrum eins og áfengið gerir. Áfengis- nautn er annarri óhollustu verri vegna þess, að hún breytir persónu leikanum og minnkar og máir út eðlilegan mun manns og skepnu. Þessu mega jafngáfaðir menn og við erum aldrei gleyma, þó að margur sé sóðaskapurinn. Alveg er ég hissa á því, að þú skulir leggja þig niður við þá vitleysu að sumir telji að við höf um betri skilyrði en aðrar þjóð ir til að framleiða bjór, þar sem við höfum betra vatn. Veiztu þá ekM að vatnsból' Kaupmannahafn ar er afrenmislið úr skolpleiðslun um og þar eru tvær heimsfræigar ölgerðir og enginn bjór í heimin um þykir betri en Tuborg og Gamli Karlsberg? í flestum eða ölhrm stórborgum „Mns menntaða heims" er neyzluvatnið nú iðnað- arvamiipgur, dauðhreinsað og ýnaslega betrumbætt af miklum lærdómi í verksranðjum. Það er satt hjá þér að hjóna skQnnðum myndi fækka og færri heimili leysast «rpp ef dregið væri úr notkun brenndra drykfcja. Að því verðtnm við að stefna, og þá auðvitað fyrst og fremst með dæmi okkar sjálfra, því að persórra leg áhrif manna eins og Bjöms á Löngumýri eru hreint ekki lítils virðL En við minnkum brenni- vínsdrykkju lítið eða ekM með því að bæta á markaðinn nýju áfengi, sem brennivínsneytendur myndu margir telja hentugan afréttara þegar þeir eiga að mæta til vinnu timbraðir og miður sín. Ýmsir trúa því, að bjórinn væri mein laus í vinnutíma og á vinnustað og því myndum við smám saman feta í spor Dana og eignast hóp bjórmanna, sem væru undir áhrif um áfengis við vinnu sína. Vinnu afköst minnkuðu, slysahætta yxi en brennivínið héldi áfram að vera óskadrykluir vínmanna utan vinnu tíma. Furða ef jafn gáfaður maður og þú getur ekki skilið þetta. Á ég að trúa því ti) frambúðar? Beztu kveðjur. Halldór Kristjánsson. SUNNUDAGUR 17. aprfl 1966 MINNING Guðrún Eiríksdóttir Ijósmóðir starfi, og ef saga þessarar byggð- ar verður einhvern tima skráð, væri þáttur Guðrúnar Eirflcsdótt- ur ljósmóður í sögu þeirri fyrir marga hluti merkur. En á meðan svo er ekki geymum við sveitung- arnir minningarnar um þessa mikilhæfu konu sem við áttum samleið með á lífsgöngu þessari. Þannig mun og einnig minningin um góða eiginkonu og móður verða syrgjandi fjölskyldu leiðar- ljós á ókomnum leiðum. SveitungL Hún var fædd 5. maí 1901, að MiMaholti í Hraunahreppi, Mýrar- sýslu, dóttir Eiríks Sigurðssonar bónda og konu hans Steinvarar Ármannsdóttur. Ársgömul fluttist hún með foreldrum sínum að Ytri Görðum í Staðarsveit og síðar eða árið 1925 er þau brugðu búi og fluttust að Gröf í Breiðuvíkur- hreppi, þar sem hún átti heima til síns lokadægurs 30. sept. s.l. Börn þeirra Eiríks og Steinvar- ar voru 5 og eru nú 3 á lífi, öll voru þau mjög mannvænleg, harð- dugleg og félagslynd svo til fyrir- myndar var og lengi mxm minnst verða. Er það nokkuð til marks að árið sem fjölskylda þessi flytur að Gröf, er fyrst stofnað ungmenna- félag í sveitinni og tóku systkin- in strax mjög virkan þátt í því, og það mun varla ofsagt, að með stofnun þessa félagsskapar og áhuga og eldmóði þeirra Grafar- systkina, ásamt ótöldu áhugasömu ungu fólki í sveitinni, hafi byrj að nýtt tímabil f sögu sveitarfé- lagsins. En sú saga verður ekki frekar rakin hér. Árið 1925—26, nam Guðrún ljós móðurfræði, og gerðist strax að námi loknu ljósmóðir í hreppn- um. Gegndi hún því starfi hér ætíð síðan og kom eigi ósjaldan fyrir að til hennar væri leitað úr ná- grannabyggðarlögunum. Vann hún þessi störf af skyldurækni og trúmennsku: Var við orð haft hve hún var ætíð fljót að ferðbúast hvernig sem á stóð og á hvaða tíma sem var. Árið 1937 giftist Guðrún, Har- aldi Jónssyni kennara og síðar hreppstjóra úr Breiðuvíkur- hreppi, ættuðum úr Vestur-Skafta- fellssýslu, eignuðust þau 5 börn, sem öll eru á lífi, var þeim hjón- um það mikið metnaðarmál að mennta börnin og búa þau þann- ig, sem bezt undir lífsbaráttuna, fyrst með heimanámi og síðan til framhaldsnáms eftir því hvert hug- ur þeirra stefndi og efni voru til Vegna starfa eiginmannsins við barnakennslu langan tíma á ári hverju og fjarveru sem af því leiddi, komu hin daglegu störf og umsjá heimilisins að miklu leyti í hlut Guðrúnar, þann tíma, kom sér þá óefað vel það mikla þrek sem henni var gefið. Því skal þó ekM gleymt né fram hjá gengið, að góðrar aðstoðar nutu þau hjón og heimilið í heild, frá uppeldis- systur og nöfnu Guðrúnar sem dvaldi í Gröf frá bernsku. Guðrúnu var í blóð borin rík þrá eftir starfi og atíhafnasemi, henni nægði ekM störfin sem heimilið útheimti og erilsamt ljósmóður- starf. Hún gekkst snemma fyrir stofnun íkvenfélags í sveitinni og var formaður þess lengst af, eða þar til fyrir fáum árum, að þrek- ið fór að bila. Hún átti ríkan þátt í að koma á hvfldarviku húsmæðra í sýslunni. Henni auðnaðist að sjá þá hugsjón verða að veruleika þó sjálf nyti hún þess aldrei að eiga þar hvfldarstund, en henni var það nóg að sjá árangur verkanna, þó hún sjálf bæri ekki alltaf svo mikið úr býtum eftir erfiðan starfsdag. Guðrún var gjörvileg kona í sjón, hress og glöð í við- móti, hreinskiptin og dró ekki fjöð ur yfir meiningu sína, trygglynd og vinaföst. Og nú er þessi kona öll. Það er mikill sjónarsviptir að slíkum einstakiingum, sem á jafn ótvíræð an hátt hafr komið við sögu i fá- mennu byggðarlagi, átti svo rík- an þátt í félagslegu uppbyggingar- FIMM ÁRA AFMÆLI Framhald af bls. 13. mikil hátíðarhöld á þessum degi á Kúbu. Ákveðið hefur verið að reisa minningarstyttu á ströndinni, þar sem 137 af hermönnum Castros létu lífið í þesisum bar dögum. OLÍUNNI. . . . Framhald af bls. 13. ir við brezka sendiráðið", eins og hann orðaði það. Útvarpið i Suður-Afríku birti þá frétt í gær, að Wilson væri að reyna að fá Hendrik Verwoerd, forsætisráðherra þar í landi, til þess að miðla málum í Rhodesíu- deilunni. í gærkvöldi var þessari frétt vísað á bug í London, sem al rangri. Frá Durban í S-Afríku berast þær fréttir, að olíuskipið „Manu ela“ hafi í morgun undirbúið brott för. Ekki er vitað hvert skipið mun halda með olíufarm sinn, sem átti upphaflega að fara til Rhodesíu. Sumar fregnir herma, að skipið fari tii Rotterdam og losi cvlíuna þar. ÞÁTTUR KIRKJUNNAR Framih. at Vi. síðu. líkama og sálar fá að þroskast og njóta sín. Lífið í náinm snertingu við Guð og hans vilja, hið góða, fagra og full- komna. Líf í hreinleika, góðleika og sigrandi mætti hins heilaga, með útsýni til sjónhrings og samræmis við eilífðina. Þar fá veizlugleðin og fæð an, skemmtanimar og dans- inn sinn heilnæma blæ til sannrar bamingju og fegurð listarinnar sinn fuila, skæra ljóma. Árelius Níelsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.