Tíminn - 20.04.1966, Qupperneq 5
MIÐVIKCDAGUR 20. aprfl 1966
5
Otgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
FramJkvœmdastjóri: Kristján Benedi.kt.sson Ritstjórar- Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fuiltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson Aug-
lýsingastj.: Steingrimur Gíslason Ritstj.skrifstofur 1 Eddu-
húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur Bankastræti 7 Af-
greiðslusimi 12323 Auglýsingasimi 19523 Aðra? skrifstofur,
sími 18300. Áskriftargjald kr 95.00 á mán lnnanlands — t
lausasSlu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA hl.
Fjórir framboðslistar
Þeir fjórir flokkar, sem hafa átt fulltrúa í borgar-
stjóm Reykjavíkor á yfirstanaandi kjörtímabili,, hafa nú
fengiS frá framboðslistum sínum Ekki er kunnugt um,
að aðrir aðilar séu að hugsa um framboð. í seinustu
borgarstjórnarkosningum voru framboðslistarnir sex, því
að þá buðu bæði Þjóðvarnarmenn og bindindismenn
fram sérstaklega. Ber að fagna því, að framboðslistum
hefur fækkað, því að það dregur úr þeim klofningi, sem
Sjálfstæðisflokkurinn hefur grætt mest á.
Fullvíst má telja, að andstöðuflokkar Sjálfstæðisflokks-
ins munu allir halda þeirri fulltrúatölu, sem þeir hafa
nú. Þótt líklegt sé, að fylgi Alþýðuflokksins hafi haldið
áfram að hraka, mun fylgistap hans ekki vera svo mikið,
að hann haldi ekki einum fulltrúa. Þótt mikil óeining sé
innan Alþýðubandalagsins, eru ekki heldur líkur til þess,
að það tapi fulltrúa. Hins vegar er ljóst, að hjá því er
ékki um neina vinningsmöguleika að ræða. Öllum kemur
hins vegar saman um, að Framsóknarflokkurinn sé ekki
aðeins viss um að halda hinum tveimur fulltrúum sínum
heldur sé hann langlíklegastur til að vinna fulltrúa af
borgarstjómarmeirihlutanum Milli hans og Sjálfstæðis-
flokksins verður því höfuðbaráttan í þessum borgar-
stjórnarkosningum.
Slíkt er ekki heldur undarlegt. Reykvíkingar hafa áð-
ur fyrr bæði eflt Alþýðuflokkirin og Alþýðubandalagið
til aðalforystu gegn Sjálfstæðisflokknum í borgarstjórn-
inni. Fyrst var það Alþýðuflokkurinn, síðan Alþýðu-
bandalagið. Hvort tveggja hefur reynzt illa. Því hafa
þessir flokkar verið að tapa undanfarið. Alþýðuflokkur-
inn hafði einu sinni sex fulltrúa í borgarstjórninni, en
hefur nú aðeins einn. Alþýðubandalagið hafði einu sinni
fimm fulltrúa. en hefur nú þrjá Reynslan af starfi þess-
ara flokka í borgarmálum hefur verið sú, að þeir hafa
verið að missa fylgi. Hins vegar hefur Framsóknarflokk-
urinn aukið stöðugt fylgi sitt 1 undanförnum borgar-
stjórnarkosningum, og bætti við sig borgarstjórnarfull-
trúa í seinustu kosningum Fleiri og fleiri Reykvíkingar
hafa gert sér Ijóst að hanr, er vænlegasta aflið til for-
ustu gegn Sjálfstæðisflokknum.
\
Framsóknarmenn í Revkjavík ganga því bjartsýnir
til þessara kosninga. En bjartsýnin má ekki verða til
þess, að menn liggi á liði sínu. Sigur, sem vekur athygli
og markað getur spor í stiórnmálasögunni, vinnst ekki,
nema allir peir, sem veita vilja íhaldinu verðugt aðhald
og áminningu. gangi einbeittlega að verki og láti ekk-
ert ógert til að ná því marki
Dýrtíðarófreskjan
Hinar geysilegu verðhækkanir sem orðið hafa síðustu
daga á neyzlufiski í landinu, eru táknrænt dæmi um það,
hvernig uppgjafastjórnin sleppir dýrtíðarófreskjunni
lausri á almenning, og fyrst og fremst á þá, sem sízt
mega við slíkum áföllum. Þegar neyzlufiskurinn hækkar
í einu stökki um 40—80%, svo að veldur í fyrstu lotu
3—4 vísitölustigum, þá blasa tvær staðreyndir við al-
menningi: Að völdum situr ríkisstjórn sem hef'ur ger-
samlega gefizt upp í baráttu við dýrtíðina. og hún skirr-
ist ekki við að hleypa dýrtíðarófreskjunni. sem hún hef-
ur alveg misst haid á, beint á þá, sem vanbúnastir eru
við sljkri heimsókn.
TÍMINN
Walter Lippmann ritar nm alþjóSamál:
Beita veröur Samein. þjóðunum
gætilega í Rhodesiudeilunni
Þær hafa enn ekki náð lengra en að vera hvítvoðungar
SAMEINUÐU þjóðirnar hafa
nú í fyrsta sinn beitt ákvæðum
VII kafla stofnskrárinnar. Það
var gert samkvæmt beiðni
Stóra-Bretlands og með stuðn-
ingi Bandaríkjanna. Þama var
farið inn á alveg nýtt svið,
þar sem VII. kaflinn fjallar um
beitingu hervalds til þess að
knýja fram frið.
Öll önnur ákvæði stofnskrár
innar fjalla um friðsamlegar
athafnir, svo sem sættargerðir
og málamiðlanir. En VII. kafl
inn gerir ráð fyrir, að Samein-
uðu þjóðirnar grípi sjálfar til
hervalds, til þess að koma í
veg fyrir „ógnanir gegn friðin-
um friðrof og árásir'. Aðildar
ríki Sameinuðu þjóðanna hafa
ávallt hliðrað sér hjá að draga
VII. kaflann inn í deilur sínar
þar til í þetta sinn.
Öryggisráðið hefur nú, sam
kvæmt VII. kafla stofnskrárinn
ar tekig á sig skuldbindingar i
deilunni milli kynþáttastjórna
arinnar í Rhodesíu, uppreisnar
stjórnar Ians Smiths og stjórn
ar drottningarinnar í Breta-
veldi. Játa ber, að öryggisráðið
varð að teygja orð stofnskrár
innar og „skýra“ þau til þess
að koma þesu fram. Ekki verð
ur sem sé um það deilt, að
deila Breta og Rhodesíumanna
er deila innan Bretaveldis.
Uppreisn Ians Smiths gegn
brezku krúnunni er ekki árás
fullvalda ríkis gegn öðru full-
valda ríki.
TIL ÞESS að þoka Rhodesíu
málinu inn á vettvang VU-
kafla stofnskrárinnar hafa lög
fræðingar haldið fram, að
stjórn Smiths í Salisbury sé
„ógnun við friðinn” vegna kyn
þáttastefnu sinnar og tilveru.
Þegar Öryggisráðið var búið að
ganga inn á þessa skilgrein- '
ingu hafði það lagalegan rétt
til að heimila Bretum að koma
■ veg fyrir að olía, sem ætluð
var Rhodesíumönnum, væri
flutt í skipum til portúgalskra
hafna.
Að minu viti verður því ekki
móti mælt að raunveruleg ógn-
un við friðinn felist í kraum-
Harold Wilson
andi kynþáttadeilum í þeim
hluta Afríku, sem lýtur valdi
Rhodesíumanna, Suður-Afríku-
manna og Portúgala, Öryggis-
ráðið á ekki i höggi við tíma-
bundna, óvænta atburði, held-
ur raunverulega en ekki í-
myndaða ógnun gegnvart fram
tíðinni.
f Suður-Afríku og Rhodesíu
rikir yfirdrottnunarstefnu
hvítra manna, sem í raun og
veru setur allri von hins inn-
fædda meirihluta Afríkumanna
stólinn fyrir dyrnar. Samt á
þetta í enn ríkari mæli við á
landsvæðum þeim, sem lúta
Portúgölum.
Á ÞVÍ er mjög veruleg hætta
að þessi undirokun innfæddra
af hálfu hvítra manna valdi ó-
eirðum, uppreisnum og fjölda-
vígum, og leiði til kynþátta-
styrjaldar. sem bæði ríki
svartra manna í Afríku og ríki
hvítra manna f Evrópu dragist
inn í.
Hættunni verður ekki vísað
á bug með axlaypptingum ein
um saman. Hún er raunveru-
ieg. Hitt er ekki jafn augljóst,
hvort nauðsynlegt var eða
hyggilegt að draga Sameinuðu
þjóðirnar inn í deiluna um upp
reisnarstjórn lans Smiths á
þessu stigi. Aðildin dregur
þann dilk á eftir sér, að bæði
Sameinuðu þjóðirnar og Bretar
verða um ieið aðilar að deilu,
sem einskorðast ekki við Rhod
esíu heldur nær einnig til’Port
úgals og Suður-Afríku.
Hefði ekki verið ákjósan-
legra að ríkisstjórn Wiisons
hefði farið með Rhodesíumálið
sem brezkt vandamál? Gátu
Bretar ekki beitt brezkum að-
gerðum, sem hefðu aðeins náð
til aðildarríkja samveldisins,
áður en Sameinuðu þjóðimar
voru kvaddar til aðildar að
deilu, sem er ekki alþjóðleg —
ekki enn að minnsta kosti?
MIKILVÆGARA flestu öðru
er. að Sameinuðu þjóðimar
séu ekki notaðar sem skálka-
skjól við erfiðar ákvarðanir.
sem eru óvinsælar heima fyr-
ir Vissulega eru Sameinuðu
þjóðirnar ekki á neinn hátt
heimsstjórn. sem getur gengið
tran fyrir skjöldu, þegar þjóð-
legar stjómir eru hræddar við
að grípa í taumana. Sameinuðu
pjóðirnar geta til dæmis ekki
kveðið niður styrjöldina í Víet-
nam
Meðan stórveldin greinir
lafn mikið á og raun ber vitni
er höfuðverkefni Sameinuðu
ojóðanna hið sama og hvers
annars hvítvoðungs, eða að
life af til þess að geta vaxið
or broskazt
Þegar búið er að ráða til
’.ykti, meginmálum kalda stríðs
ins bæði í Evrópn og Aslu. og.
Sameinuðu þjóðimar eru í
'•aur og sannleikt orðnai að
ailsherjar samfélagi, er fyrst
unm að treysta á þær sem meg
invarðveitandá friðarins, en
fyrr ekki.
Ji