Tíminn - 21.04.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.04.1966, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 21. apríl 1966 TÍMINN AÐALFUNDUR STARFSMANNA FÉLA8S RÍKISSTOFNANA VOTTAR JEHÓVA HALDA MÓT í KEFLAVÍK Dagana 22.—24. apríl halda Vott ar Jehóva þriggja daga mót í sam- komuhúsi Nj arðvíkurhrepps „Stapa“ er hefst á föstudag kl. 19.45. Er þetta í fyrsta sinn, sem slíkt mót er haldið í Keflavík. Biblíufélagið „Varðturninn“ hefur séð um dagskrána, sem verður eins og á samsvarandi mótum erlendis. Um 100 gestir eru væntanlegir á mótið, flestir úr Reykjavík. Sunnudaginn 24. apríl kl. 15 verð ur fluttur opinber fyrirlestur, sem heitir „Ákveður þú sjálfur örlög þín?“ Ræðumaður verður hr. Laur- itz Rendboe. Vottarnir munu nota nokkrar klukkustundir daglega til þess að starfa meðal fólks. FB-Reykjavík, miðvikudag. Aðalfundur Starfsmannafélags ríkisstofnana var haldinn í gær- kvöldi, og var hann fjölmennur. Á fundinum voru samþykktar ályktanir um kjaramál ríkisstarfs- VEGIR ENN I SÆMILEGU ASTANDI SJ-Reykjavík, miðvikudag. Er blaðið hafði samband við Vegamálaskrifstofuna í dag var ekki vitað annað en að vegir væru enn í sæmilegu ástandi og Þing- vallaleiðin er enn í þokkalegu ástandi. Vegir eru sæmilegir frá Borgarfirði og norður á land, en nokkuð er farið að bera á hvörf- um á vegum hér í nágrenninu. manna og verður þeirra nánar get ið síðar. Formaður félagsins var endur- kjörinn Sverrir Júlíusson hagfræð- ingur, með 269 atkvæðum. Guðjón B. Baldvinsson hlaut 158 atkvæði. Aðrir í stjórn voru kjörnir: Páll Bergþórsson (Veðurstofu) 258 at kvæði, Sigurður Helgason (Toll- stjóraskrifstofu) 254 atkv., Helgi Eiríksson (Skipaútgerð) 250 atkv. Einar Ólafsson (Áfengisverzlun) 248 atkvæði Gunnar Bjarnason (Þjóðleikhús) 246 atkvæði, Her- mann Jónsson (Verðlagsstjóra- skrifstofu) 242 atkv. Aðrir frambjóðendur fengu frá 180 til 156 atkvæði. í varastjóm voru kjörin: Eiríkur Pálsson (Skattstofu Reykjaness) 267 atkv., Hulda Einarsdóttir (Landspítala) 255 atkv., Þorvaldur Steinarsson (Kópavogshæli) 240 atkv. Aðrir frambjóðendur fengu 1G2 atkvæði. Auk þessa voru kjörnir 19 fidl- trúar á þing BSRB og fengu þeir frá 283 atkvæðum til 246 atkvæða. Aðrir frambjóðendur til þings BSRB fengu frá 183 til 145 at- kvæða. 1FJÁRSÖFNUN FYRIR HAUKS- STAÐAFJÖL- SKYLDUNA Eins og frá hefur verið skýrt í fréttum varð m&il bruni fyrir skömmu að Hauksstöðum á Jökuldal, þar sem hjón méð fimm börn misstu mikinn hluta eigna sinna. Þessi fjölskylda er nú illa stödd sem að lík- um lætur, þar sem eignim- ar voru lítið tryggðar. Fjár- söfnun hefur verið hafin vegna fjölskyldunnar, og er áreiðanlega mikil þörf á hjálpinni, svo sem séra Bragi Benediktsson prestur á Eskifirði hefur lýst í ávarpi sínu í dagblöðunum. Þess er að vænta, að þeir sem geta rétti hér hjálpar- hönd, og vill Tíminn ein- dregið hvetja til þess, og hann tekur á móti framlög- um til fjölskyldunnar á Hauksstöðum eins og önn- ur dagblöð. Bifreiðastöð Hafnarf jarðar í nýjum húsakynnum Bifreiðastöð Hafnarfjarðar, sem er elzta bifreiðastöðin í Hafnarfirði, mun í dag flytja starfsemi sína í ný húsakynni að Reykjavíkurvegi 58. Jafn- framt mun hún starfrækja í hinu nýja húsnæði benzínstöð ásamt greiðasölu fyrir öku- menn bifreiða, sem og aðra veg farendur og viðskiptamenn sína. Er stöðin á opnu og rúm- góðu svæði austan megin Reykjavikurvegar og liggur mjög vel við allri umferð. Er þarna gert ráð fyrir fjölbreyttri afgreiðslu, sem hægt er að inna af hendi út í afgreiðslusal stöðv arinnar, svo og með svo- nefndu nestisfyrirkomulagi þ.e. afgreiðslu úr lúgum beint í bif reiðir. Er þetta fyrsta af- greiðslustöð sinnar tegundar í Hafnarfirði, en stöðum með þessu fyrirkomulagi fjölgar óð um og eru þegar starfræktar víða annars staðar við almenn ar vinsældir. Afgreiðsluhús stöðvarinnar er aðallega byggt úr stálbrind- um og gleri, svo og hlöðnum steini að nokkru og er að öllu leyti gert með það fyrir augum að mæta ströngustu kröfum, sem gerðar eru til þeirrar starf semi, sem hér um ræðir. Hið ytra er húsið látlaust og létt yfir því og lóðin mjög rúm góð með nægilegum bifreiða- stæðum. Teikningu hússins gerði Kjartan Sigurðsson, arki- tekt. MÓTMÆLTU ÁLSAMNINGI KT, Reykjavík, mánudag. Sl. föstudagskvöld gengust Borg- firðingar fyrir almennum fundi í hótelinu í Borgarnesi. Samvæmt upplýsingum eins fundarmanna, Halldórs E. Sigurðssonar, alþing- ismanns, var fundurinn vel sóttur. Framsöguræðumaður var Helgi Bergs, alþingismaður, og var góð þátttaka í umræðum á eftir. Þórir Steinþórsson, fyrrverandi skólastjori í Reykholti setti fund inn fyrir hönd undirbúningsnefnd ar og var fundarstjóri kjörinn Daníel Kristjánsson, bóndi og skóg arvörður á Hreðavatni. Fundarrit- ari var Karl Hjálmarsson, Borgar- nesi. Þessi ályktun var gerð á fund- inum: Almennur fundur hldinn í Borgarnesi 15. apríl 1966 mótmæl- ir eindregið samningsgerð þeirri um álbræðslu við Straumsvík, sem nú liggur fyrir alþingi, og skorar á alþingi að fella samninginn nú þegar. Að öðrum kosti krefst fund urinn þess, þar sem mál þetta get- ur skipt sköpum fyrir framtíð ís- lenzku þjóðarinnar þá verði samn ingurinn lagður undir dóm henn- ar við almennar kosningar til al- þingis eða með sérstakri þjóðar- at'kvæðagreiðslu. 16 framreiðslumenn og 12 matreiðslumenn útskrifast Að undanförnu hefur staðið yfir sveinspróf í Matsveina- og veit- ingaþjónaskólanum, og þar þreyttu 16 framreiðslunemar og 12 matreiðslunemar prófraun sína, og er það fjölmennasti hópur, er útskrifazt úr þessum skóla í einu. Þegar skólanum verður slitið að þessu sinni, er tíunda starfsári hans lokið. Sl. föstudag var sýn- ing á prófborðum annarra átta framreiðslunema, en halda varð tvær sýningar á prófborðum að þessu sinni vegna þess hve margir tóku próf. Einnig var sýning s.l. þriðjudag á köldum réttum mát- reiðslunema. Gífurlegur fjöldi fólks sótti þensar sýningar, sem eins og ætíð áður voru fyrir al- menning. Á þriðjudagskvöld var borðhald í Matsveinsr- og veitingaþjónaskól- anum fyrir ýmsa gesti, og mættu þar forustumenn hinna ýmsu fé- lagssamtaka veitingamanna, mat- reiðslumanna, framreiðslumanna, bryta, meistarar próftaka, ráðu- neytisstjóri og fulltrúi Iðnaðar- málaráðuneytisins o.fl. Tryggvi Þorfinnsson skólastjóri setti hófið með ræðu, einnig héldu ræður Kristinn Gunnarsson ráðuneytis- fulltrúi, Þorsteinn Pétursson for- maður skólanefndar, - Hjötur Hjartar forstjóri skipadeildar SÍS, Lúðvík Hjálmtýsson formaður Sambands veitinga- og gistihúsa- eigenda og að síðustu talaði for- maður Félags bryta Böðvar Stein- þórsson er verið hefur í skóla- nefnd Matsveina- og veitingaþjóna skólans í 13 ár, en látið hefur af þeim störfum nú. Allir ræðu- menn létu í ljós ánægju með frá- bæran árangur í starfi skólans, sem m.a. kæmi fram í árangri þeim, er nemendur sýndu á prófi nú. Þeir Lúðvík og Böðv- ar röktu nokkuð sögu skólamáls- ins áður fyrr, og sá síðarnefndi þakkaði samstarfið að málum skól ans, er hann hefur átt í skóla- nefnd og árnaði skólanum allra heilla í framtíðinni. í febrúar s.l. skipaði Iðnaðar- málaráðuneytið nýja skólanefnd Matsveina- og veitingaþjónaskól- ans, og er hún þannig skipuð: Þor- steinn Pétursson framkvæmda- stjóri Fulltrúaráðs verkalýðsfélag anna, og er hann formaður, Jón Maríasson framreiðslumaður ritari, Magnús Guðmundsson matsveinn, Tryggvi Jónsson matreiðslumaður | og Sigurjón Ragnarsson veitinga- j maður. SKRIF BORÐ FYRIR HEIMILI OG SKRIFSTOFUR DE LUXE - — r TF * U u r r /'i =g ■ FRÁBÆR gæði ■ FRÍTT STANDANDI ■ STÆRÐ: 90x160 SM ■ VIÐUR: TEAK M FOLfOSKÚFFA ■ ÚTDRAGSPLATA MEÐ GLERI A ■ SKÚFFUR ÚR EIK ■ HÚSGAGNAVERZLUN REYKJAVÍKUR BRAUTARHOLTI 2 - SÍMI 11940 SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.