Tíminn - 21.04.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.04.1966, Blaðsíða 9
9 FOIMTUDAGUR 81. aprfl 196« í Egilsstaðakauptúni fékk ég gistingu í húsi nr. 1 við götu, sem nefnist Laufás, og þar búa hjónin Sigríður Vilhjálmsdótt- ir og Einar Stefánsson bygg- ingafulltrúi, nú ein á bænum, því að synir þeirra tveir eru uppkomnir og búsettir annars staðar, Vilhjálmur skóiastjóri í Reykholti og Stefán verkfræð injznr í Svfþjóð. Rassar vantar tilfinnanlega gistQrás með matsölu í vaxandi stað eins og Egilsstaðakaup- túni, þar sem margir leggja leið sína um, bæði sumar og vetnr. Fáein heimili í kauptún- inu hafa hlaupið undir bagga með þvl að hýsa gest og gest. Og ég get borið um það, að hjá Sigríði og Einari væsir ekki um ferðalanga, sem að garði ber og eru það heppnir að fá gistingu á annað borð. Og ekki þarf langt að leita til að forvitnast um upphaf og þróun Egilsstaðakauptúns, því að Einar byggði einmitt fyrsta 'P/A v jg ''f'A’ V , fclÍlÉlIÍÍ ííí;:*:- • ÉL. WBmmmW' -* - * Sigríður Vilhjálmsdóttir og Einar Stefánsson á heimili sinu að Laufási 1, einu fyrsta íbúðarhúsinu í EgilsstaðakauptúnL Stærsta hús Austurlands rís á Egils- stöðum - félagsheimili tíu hreppa . ■ iMiiiiíSíiíí: húsið þar, sjúkrahúsið, og síð- an gerðust þau hjón frumbyggj ar þar á staðnum. Áður hafði Einar verið bóndi niðri á fjörð unum í nokkur ár, en húsasmið ur miklu lengur, og nú allmörg síðustu ár eftirlitsmaður með húsbyggingum á Austurlandi. Þegar ég fór að spyrja Einar um það, hveniig byggð hafi byrjað þar sem nú er staðakauptún, svarar hant JÞannig hófst nú það, au ákveðið var að hrepparair á Fljótsdalshéraði skyldu ráðast í það sameiginlega að byggja sjúkraskýli hér á Egilsstöðum. Þegar laeknissetrið á Brekku í Fljótsdal brann, fluttist héraðs læknirinn út á Eiða og sat þar til bráðabirgða. Þá kom upp sú hugmynd að byggja héraðs- læiknissetur hér á Egilsstöðum. Vorið 1944 var byrjað. að smíða spítalann hér og siðan dýra- læknisbústað, við vorum fengn ir til að standa fyrir því, Guð- jón snikkari og ég, og þessi hús komust undir þak um sum arið. Þetta eru einar fyrstu byggingarnar, sem komust upp hér, en þó hafði einn maður áður byrjað að byggja sér fbúð arhús, Oswald Nielsen, dansk- ur maður, sem lengi hafði starf að á Egilsstaðabúinu hjá Sveini bónda. Og þetta sama ár var skipulögð byggð hér, hluti af því, sem nú er. Ég vann við spítalann og læknisbústaðinn til næsta vors, en þá tók ég að mér fyrstu byggingar Kaupfé- lags Héraðsbúa hér, bæði verzl unarhús og bragga tvo fyrir fólkið að búa og matast í. Og þá um haustið byrjaði ég á þessu Ibúðaiihúsi minu, og þetta ár byrjuðu tveir aðrir að Grein og myndir: G.B. byggja sér fbúðarfiús, Ari Björnsson og Kormákur Er- lendsson, eða öllu heldur Er- lendur faðir hans. Við fluttum inn í þetta hús 1. desember, og um líkt leyti Steinþór Eiríksson í sitt hús, þótt ekki væri því lokið, varð að flytja í það þannig, en ég var betur settur að geta búið í mötuneyti kaupfélagsmanna þangað til ég lauk við mitt hús. Svona gekk þetta næstu árin, að byggð voru þrjú eða fjögur hús að meðaltali á ári. Þessi næstu ár hélt ég áfram að byggja fyrir kaupfélagið, á eftir verzlunar- húsinu og mötuneytisbröggun- um kom sláturhúsið og síðan mjólkurstöðin. Síðan liðu nokk ur ár, að ekki lét kaupfélagið byggja meira fyrr en byrjað var á trésmíðavericstæðinu og þar næst byggður söluskálinn, fyrir þrem árum. Nú síðustu árin hafa annars verið stærstu stökkin í byggingamálum hér á staðnum, í fyrra voru upp und ir tuttugu hús gerð fokheld, og í vor verður sennilega byrjað á 10—20 húsum og þá von- andi haldið áfram með þau hús, sem gerð voru fokheld í fyrra. — Svo eru iðnaðarhús að auki? — Já, ég nefndi trésmíða- verkstæði kaupfélagsins. En snemma á árum var byggt hér búvélaverkstæði, sem Búnaðar- samband Austurlands byggði upp að nokkru, en Steinþór Eiríksson átti áhöldin og hef- ur veitt því forstöðu síðan. Nú nýverið var stofnað hér bygg- ingafélagið Brúná, sem hefur þegar búið sig allvel að vélum og tækjum, byggði allmyndar- legt trésmíðaverkstæði hér, og þar byggði einn bifreiðaverk- stæði við hliðina, svo nú eru hér tvö bíla- og búvélaverk- FélagsheimiIiS, sem tiu hreppar sameinast um á Egilsstöðum, verSur vígt 17. júni. Enn óbyggð þrílyf álma tO vinstrt, sem stækkar hóslS nálega um helming. Björn Sveinsson stæði og tvær trésmiðjur. Svo er hér pípuverksmiðja nýrisin sem framleiðir bæði pípur, gangstéttarhellur og skilrúma- steina. — Og félagdieimilið, þá er það engin smásmíð? — Það er víst áreiðanlega stærsta hús sinnar tegundar á Austurlandi, og þó er ekki ris- inn nema rösklega helmingur af því, en fullsmíðað verður það trúlega eitt stærsta félags- heimili landsins. Að bygging- unni standa tíu hreppar á Fljótsdalshéraði, Egilsstaðir með um helming, og hinir hrepparnir níu mismunandi stór framlög og einnig afnot, mest næstliggjandi hreppar, af því að þeir hafa betri aðstöðu til að nota húsið en þeir, sem fjær eru settir, eins og Jökuls- árhlið, Jökuldalur, Skriðdalur og Hjaltastaðaþinghá. — Og komið langt smíði hússins, sem risið er? — Já, það var nú byrjað á þessu fyrir einum sex árum. en heldur seint hefur gengið vegna þess, að félagsheimila- sjóður hefur svo lftið getað lagt af mörkum af þvf, sem honum hlutfallslega ber, og einnig hefur gengið illa að fá lán í þetta. Nú stendur yfir síðasti áfangi þessa húss, kost- ar um hálfa þriðju milljón, og húsið verður vígt 17. júní í sumar. En það, sem komið er, er aðeins samkomuhúsið, stærð ar salur, sem rúmar um 500 manns í sæti, og veitingasalur. En eftir er að byggja álmu, aðeins byrjað að grafa fyrir henni, og þar á að vera hið raunverulega félagsheimili. Iíún verður nærri eins stór að flatarmáli og á þrem hæðum. Nú er komin aðstaða fyrir skemmtanir, leiksýningar, kvik myndasýningar, en eftir er að búa út húsnæði fyrir starf- semi félaganna. Þar á að koma gott húsnæði fyrir fjórðungs- bókasafnið og einnig byggða- safnið, sem er nú í geymslu að Skriðuklaustri. Bókasafnið fær inni hér i stofu í kjallaranum til bráðabirgða, útlánsaðstaða og dálítið lessalsrými. En um byggðasafnið er það að segja, að mig minnir, að Gunnar skáld Gunnarsson gaf þrjú her bergi í húsi sínu að Skriðu- klaustri, er hann fluttist það- an og gaf ríkinu jörðina, sér- staklega handa byggðasafni fyr ir Austurland. En þegar til- raunastöðin tók þar til starfa og þurfti á öllu húsnæðinu að halda, var þrengt svo að safn- inu, að það var seinast flutt í herbergi í kjallara, þar sem það er raunar a'ðeins í geymslu. Nú mun ríkið hafa gefið vil- yrði um að kaupa þessi þrjú herbergi á Skriðuklaustri, sem Gunnar skáld gaf safninu sér- staklega, og andvirðið verði síð an lagt í þetta félagsheimili, þar sem byggðasafnið fái síðan inni. Og til að skapa fjórðungs bókasafninu framtíðaraðstöðu leggja sýslurnar væntanlega drjúgan skerf í bygginguna. — Hvað mun þessi bygging kosta? — Ég hef ekki fyrirliggjandi tölur um það. En ég get ímynd að mér, að þessi álma muni kosta nálægt tiu milljónum króna, það er fullgert að inn- an, en þá er eftir að múrhúða það utan, einnig er mikið verk aJ lagfæra lóðina kringum hús ið, þar þarf uppfyllingar, útbúa bílastæði og fleira. Þetta verð- ur mikil og glæsileg bygging eins og hún er hugsuð og von- andi, að hægt verði að halda áfram með hana sem fyrst, unz fulllokið er við hana. ★ Héraðsbókasafn Fljótsdals- héraðs er raunar tíu ára gam- alt, var stofnað 1956, en hús- næðisskortur hefur mjög háð starfseminni þangað til nú, að það fær fyrst inni í kjallara félagsheimilisins, lítið húsnæði og þó visi að lessal 1 einu horni herbergisins, en síðar verður því vitaskuld gert hærra undir höfði, þegar félagsheimilið er allt risið af grunni og gnæfir eins og fjall yfir kauptúnið við Lagarfljót. Einn í bókasafns- nefndinni og maður, sem lætur sér mjög annt um vöxt og við- gang safnsins, er Björn Sveins son, fyrrum bóndi á Eyvindará, nú skrifstofustjóri mjólkurbús- ins og býr í nýtízku smáíbúðar- húsi að Selási 13, og þangað skrapp ég til hans eitt kvöldið til að forvitnast um þetta safn. — Ég hefði haldið, að hér væri eldra héraðsbókasafn en tíu ára, Björn. — Já, þetta safn var ekki stofnað fyrr en 1956, en áður voru hér vitaskuld til bókasöfn í hverjum hreppi. Og nú, þegar þeir verða aðilar að Héraðs- Framhald á 11. síðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.