Tíminn - 21.04.1966, Page 5

Tíminn - 21.04.1966, Page 5
FIMDttTlIDAGlIE 31. apríl 1966 Otgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Pramfcvæmdastjóri: Krlstján Benediktsson Ritstjórar: Þórarimi Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og indriði G. Þorsteinsson. Pulltrú) ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrimur Gislason Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, simar 18300—18305. Skrifstofur. Bankastræti 7 Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur, sítni 18300. Askriftargjald fcr 95.00 á mán lnnanlands — t Hausasölu fcr. 5.00 eint. — PrentsaniSjan EDDA hl. Meginhættan Lokið er nú tveimur umræðum um álsamninginn í neðri deild Alþingis. Þótt ríkisstjórnin hafi ekki látið sér segjast og virðist fastráðin í að knýja málið fram, stendur málstaður hennar ólíkt verr eftir þessar um- ræður. ISnkum hafa tvö atriði skýrzt miklu betur. Fýrra atriðið er það, að ríkisstjórnin hefur ekki getað nefnt neitt dæmi þess, að gerður hafi verið eins óhag- stæður oíkusölusamningur og Landsvirkjuninni er ætlað að gera við álbræðsluna. Viðurkennt er, að svissneski hiingurinn hefur fyrir nokkrum árum samið um 28% hærra raforkuverð í Noregi. Hrundið hefur verið öll- nm úti-eikningum Jóhanns Hafsteins um gróða íslend- inga af þessum orkusölusamningi, miðað við það, að ís- lendingar nýttu orku Búrfellsvirkjunarinnar einir. Þvert á móti hafa verið leidd sterkustu rök að því, að verðið,, sem álbræðslan á að greiða, muni ekki standa undir kostnaðarverði, og verður þetta þó enn tilfinuanlegra síð- ar, þegar nýjar, dýrari virkjanir koma til sogunnar. Hitt atriðið er það, að rikisstjórnin og talsmenn henn- ar hafa ekki getað bent á eitt einasta dæmi, er sé hlið- stætt við gerðardómsákvæði samningsins, þ.e. að ál- bræðslufyrirtækið, sem á þó að skrásetjast íslenzkt, skuh vera undanþegið íslenzkum dómstólum. Rök rfkisstjórnarinnar og stuðningsmenn hennar fyr- ir því að ganga að samningnum, þrátt fyrir alltof lágt rafmagnsverð og vansæmandi gerðardómsákvæði, hafa fyrst og fremst falizt í fullyrðingum, sem lýsa jöfnum höndum vantrú á landi og þjóð. Forsætisráðherrann hef- ur endurnýjað áróður sinn um harðbýlt og erfitt land og jafnvel gengið svo langt að skírskota bæði til Svarta- dauða og móðuharðinda! Og hvarvetna hefur gægzt fram vantrúin á, að þjóðin geti treyst á eigið framtak, og því verði að byggja á erlendu einkafjármagni og erlendri aðstoð í vaxandi mæli. Þegar þetta allt er athugað, verður það ljóst, að þótt álsamningurinn sé stórgallaður og óaðgengilegur, felst höfuðhættan í þeim hugsunarhætti, sem stjórnað hefur þessari samningagerð rikisstjórnarinnar. Það er vantrúin á landið og vantrúin á, að þjóðin geti byggt landið af eigin rammleik. Ef menn með slíkan hugsunarhátt ráða hér áfram, munu í kjölfar álsamningsins fara aðrir enn verri samningar við erlenda aðila. Áugljós frá upphafi Auðséð er á aðalforystugrein Mbl. í gær, að ritstjórar blaðsins gera sér orðið ljóst, að þeir hafa skotið yfir markið með árásunum á Ólaf Jóhannesson í sambandi við gerðardómsákvæðið í álsamningnum. En þótt Mbl. dragi orðið heldur í land, reynir það enn að gefa í skyn, að Framsóknarmenn og þó einkum Ólafur Jóhannesson, hafi átt mörg tækifæri til að lýsa andstöðu við gerðardómsákvæðið, en ekki gert það fyrr en nú. Hér fer Mbl. eins og áður með vísvitandi ósannindi, því að Framsóknarmenn hafa við öll tæki- færi tekið fram, að væntanleg álbræðsla ætti að vera undir íslenzkum lögum og þar með íslenzkri lögsögu. Andstaða þeirra gegn gerðardómsákvæðinu hefur því verið augljós frá upphafi. Því meira, sem Mbl. elur á þessum rógi, því meiri verð- ur skömm þess. TÍWIINN_____________________________________5 r-........ ■ '■■■' .................■> Walter Lippmann ritar um alþjóðamái: Hvert er takmark Búddatrúar- manna í Suöur-Vietnam? Verður þess óskað, að Bandaríkjaher flytjist burtu? MIKIÐ veltur á, hvort póli- tísku átökin í Víetnam snúast aðeins um enn ein af hinum mörgu mannaskiptum, sem orð ið hafa síðan 1963, eða eitt- hvað annað. Út lítur fyrir, að pólitísku átökin séu að þessu sinni annað og meira, ekki aðeins ein mannaskiptin enn meðal hershöfðingjanna, held ur djúpstæð, almenn átök. Búddatrúarmenninrir eru I kjarni stjórnarandstöðunnar og þeir heimta ríkisstjórn af nýrri gerð, en ekki aðeins breytingu á stjórninni, sem nú fer með völd, til dæmis brott- hvarf Kys hershöfðingja. Breyting ríkisstjórnar úr yf irráðum hershöfðingja í yi'ir- ráð óbreyttra borgara væri væri ekki mannaskipti ein held ur bylting. Byltingareðli hreyf ingarinnar, sem nú er uppi, kemur glöggt fram í þeii-ri staðreynd, að leiðtogar Búdda- trúarmanna krefjast, að stjórn óbreyttra borgara leysi núver- andi stjórn hershöfðingjanna af hólmi áður en kosningar eru látnar fara fram. Þeim er fullvel ljóst, að í landi eins og Víetnam sigra þeir, sem sjá um framkvæmd kosninganna. Leiðtogar Búddatrúarmanna biðja um ríkisstjórn, sem þeir hafi tögl og hagldir í, þegar ríkisstjóm hershöfðingjanna víkur. SPURNINGIN er því, hverra fultrúar Búddatrúarmennirn- ir eru. Við búum ekki yfir neinni haldgóðri vitneskju um þetta, einkum þó fyrir þær vakandi minnihluta. Og hvort sakir, að engum blaðamönnum frá Bandaríkjunum eða öðrum vestrænum ríkjum er unnt að afla sér áreiðanlegrar vitneskju um eðli og afl stjórnarand- stöðu í landi, þar sem heiftúð- ug borgarastyrjöld geisar. Hitt vitum við, að í öllum stjórnar- byltingum, sem orðið hafa síð an Diem féll árið 1963, hafa Búddatrúarmennirnir gegnt for ystuhlutverki ef þeir hafa haft af þeim afskipti á annað borð. Byltingar eru ávallt verk sem Búddatrúarmennirnir eru I meirihluta eins og sakir standa eða ekki, er sennilega satt, að engin stjórn geti hald- ið völdunum i Saigon til lang frama ef Búddatrúarmennirnir eru henni andstæðir. Nokur ástæða er til að ætla að Búddatrúarmennirnir berist á faldi hækkandi og hraðfara óánægjuöldu. Óánægja ríkir vegna heiftarlegrar verðbólgu, er þjakar fátæklingana grimmi lega. Óánægja er með al- hliða og augljósa spillingu sem veldur hungruðum fórnardýr- um mikilli hneykslun. Og auð vitað er almenn óánægja með grimmd og hörmungar stríðs- ins yfirleitt. Síðast en ekki sízt ríkir óánægja yfir þrúgandi nærveru fjölmenns, auðugs og fámálugs, erlends herliðs frá þjóð með framandi menningu. VEL MÁ VERA, að ástandið í Víetnam sé nú komið á það stig, að eitthvað hljóti undan að Iáta, og fáeinir menn, sem athugað hafa ástandið gaum- gæfilega með eigin augum hafi séð þetta fyrir. Sá tími kann að vera runninn, að við séum í úlfakreppu. Fyrir hendi sé stöðug hneigð hers Suður-Víet- nama til að draga sig í hlé jafn ótt og við fjölgum í okkar eig in her og tökum að okkur auk in yfirráð. Þannig eigum við í sífellu yfir höfði okkar sjálf- virkar kröfur um æ fjölmenn- ari bandarískan her. Her okkar krefst ákaflega mikils olnboga rýmis og orkar því sem þrúg- andi farg á hið frumstæða og einfalda smáþorpa-efnahagslíf Vietnama. Allt veldur þetta al- mennu hatri á stríðinu. Búddatrúarmenn hafa að- stöðu til að vita gerla, hvað gerist með þjóðinni og er því ekki nema skynsamlegt að gera ráð fyrir, að þeir breyti í sam ræmi við það ástand, sem lýst var hér að ofan. Og ef þetta er í raun og veru svona í pott- inn búið, verðum við að gera ráð fyrir margvíslegum afleið- ingum. í fyrsta lagi getur svo farið, að Ky hershöfðingi og foringj arnir, sem fara með völdin ásamt honum, afráði að kveða uppreisn Búddatrúarmannanna niður með vopnavaldi. Verði það úrræði ofan á, er senni- legast, að þeir stofni á þann hátt til nýrrar borgarastyrjald ar innan þess hluta Vietnam, þar sem við höfum bækistöðv- ar, og afleiðingar slíkrar borg- arastyrjaldar er ekki með nokkru móti unnt að reikna út fyrirfram. Við megum ekki gleyma því, að fall Diems hófst með kúgun Búdatrúarmanna. Við verðum og að vona, að George Ball aðstoðarutanríkis- ráðherra mæli fyrir munn ráð- andi afla, þegar hann fullyrðir, að við ætlum ekki að láta draga okkur á nokkurn hátt inn í þessar innanlands deilur. í ÖÐRU lagi gæti hent, að Búddaitrúarmenn semdu um vopnahlé við Viet Cong, þegar þeir væru búnir að koma borg- aralegri stjórn á laggimar. Því ættum við að taka með jafnað- argeði, ef við viljum teljast hyggnir. í þriðja lagi gæti komið fyr- ir, að ríkisstjórn Suður-Viet- nam segði okkur, að ekki væri framar þörf fyrir hernaðarað- stoð okkar og byði okkur að hverfa á burt með herafla okk- ar. Ef og þegar þetta yrði upp á teningnum, yrðum við að taka til nýrrar athugunar þá leið, að búa um okkur í öruggum stöðv um, en þeirri leið var hafnað með fyrirlitningu í byrjun þessa árs. Ef til þessa kæmi hefði okk ur að vísu mistekizt að koma því fram, sem raunar var aldrei unnt, eða að vinna fullnaðar- sigur á Viet Cong og leggja allt landið undir stjórn Kys hershöfðingja. En engin ástæða væri til að láta þetta rugla sig alveg í ríminu. Við hefðum eftir sem áður ósigraðan her í Indó-Kína. Og hann hyrfi auðvitað á sínum tíma á brott af meginlandi Asíu, en að minni hyggju ætti brottflutn- ingurinn — hvernig og hvers eðlis hann yrði — að vera eitt af veigameiri samningsatriðun- um, þegar gengið yrði frá stefnunni í Asíumálunum. Ef og þegar að því kæmi, að stjóm vizka taki við, fælist mjög gott tækifæri í samningum um tíma setningu og áfangaskiptingu brottflutnings hersins, og af- stöðu þess til gagnkvæmrar ábyrgðar. I

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.