Tíminn - 21.04.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.04.1966, Blaðsíða 8
8 TÍMINN FTMMTUDACfUR 21. aprí! 1966 Halldór Kristjánsson, Kirkjubóli: A AÐ ÞYÐA KVÆÐI? í AJþýðublaðinu 8. marz s.l er riterð ertlr Ólaf Jónsson — ÓJ. — um þýdd Ijóð frá tólf löndum eftir Þórodd Guðmundsson frá Sandi. Þessi ritgerð er harður dóm ur og ber nafnið Ofraunir. Rit- dómarinn telur, að Þóroddur valdi ekki verkéfnunum, frumtextinn verði stundum „að afkáralegu hnoði á íslenzku“ og megi ráða „dómgreindarleysi“ þýðandans „á verk sitt af því hvað hann færist I fang“ þar sem hann reyni að þýða góð kvæði. Sem sýnislhorn af þessum rit- dómi tek ég^ hér upp hluta af gagnrýninni. Ó.J. segir: „f kvæði Bertel Gripenbergs, Ett ensamt skidspár er hugsun skáldsins, lífi hans líkt við skíða- slóð sem að lokum hverfur í fjar.sk ann: Ett ensamt skidspár sem söker sig bort í skogarnas djup, ett ensomt skidspár som kröker sig fram över ásar och stup, över myrar dár yrsnön flyger och martall stá gles och kort — det er min tanke som smyger allt langre ooh lángre bort. Úr þessu verður lýsing skíða- göngu í þýðingunni, og þar er það, „þráin“ sem þreytir hana: í einsemd er skeiði skapað á skíðum um myrkviðar geim, þar beygt er, en hvergi hopað við hæðir og framhjá þeim, en fjúk meðal furanna drífur, við fenin sem strjálast þær, mín þrá á seiðvængjum svífur í sífellu lengra og fjær. Þýðandi týnir niður þegar í upphafi, líkingunni, sem kvæðið byggist á, gerir úr henni tóman afkáraskap, þó seinni erindin tvö séu ekki óhaglega orðuð í þýð- ingunni lúta þau bæði í lægra haldi fyrir vanskilningi hennar. Hendingu eins og: Jafnt maður sem hrím er hlýnar mun hverfa, eins þú og ég í fjarska er búin barni við brennandi spurningu svar. í einsemd fær slóð hver endi á ætternis bröttum svip. Þar sem textinn er sumpart mis skilinn, sumpart vanskilinn bera sjálfa meginhugmynd kvæðisins of urliði, sem enda virðist aldrei hafa orðið ljós fyrir þýðandanum." Þannig hljóða þau orð. Nú hef ég aldrei tekið próf í sænsku en O.J. mun árum saman hafa lesið bókmenntir við háskóla í Sviþjóð. En það hefur löngum verið talið einkenni á íslenzkri menningu að búkarlar gerðu sig digra. Mér skilst að Gripeniberg láti skíðaslóðina alls ekki hverfa í fjarskann eins og ritdómarinn segir, heldur enda á hengiflugi. Þriðja og síðasta erindi kvæðisins er svona: Ett ensamt skidspár som slutar vid plöstslig svikande brant der vindsliten fura lutar sig ut över klippans kant — vad stjárnoma blinka kalla, hur skymmande skogen stár, hur latta flingoma faHa pá översnöade spár! Hefði Ó J. verið sendur til að rekja slíka slóð og gæfi þá skýrslu, að hún hyrfi að lokum í fjarsk- ann, þætti og villandi mér það lélegt svar og miklu réttari skýrsla þess, sem segði, að sá, sem slóðina gerði, hefði gengið fyrir ætternisstapa. Ég fæ því ekki betur séð en að þar hafi Þórodd- ur frá Sandi skilið Grepenberg betur en Ólafur Jónsson. f meðferð kvæðisins hjá Þór- oddi verður sú breyting mest að hann gerir almennt það sem höf- undur bindur við einstaka slóð, en ég sé ekki að það spilli mynd kvæðisins. Gildi þess mun hvort eð er vera við það bundið að lesandinn skynji hið almenna við þessa örlagastund. Öllu meira finnst mér að Þórodd beri af leið þar sem hann segir: í fjarska er búin barni við brennandi spumingu svar — í staðinn fyrir: i fjárran förblevo svaren pá frágar som hjártat bor — Þýðingin virðist mér benda til þess að svarið býði manns ein- hvers staðar í fjarska en fmm- textinn skilst mér að segi það eitt, að engin svör fáist á þeirri slóð, sem endar þar, sem gengið er fyr- ir ætemisstapa og síðan fennir yfir. Þetta er þó meira blæmun- ur en efnismunur beinlínis. Mér finnst að Þóroddur skiU vel síðasta erindinu eins og það er: f einsemd fær slóð hver endi á ætternis bröttum núp, sem fjallafuran þar bendi oss fram á hin geigvænu djúp er stjömur á himninum stíga, hve stálköld er þeirra glóð, en flygsuraar hvítu hníga á hverfandi skíðaslóð. FERMINGAR Ferming í Fríkirkju Hafnar- fjarðar á sumardaginn fyrsta, kl 2. Prestur: Séra Kristinn Stefánssson Drengir: Eyjólfur Þór Kristjánsson, Álfa- skeiði 51. Gunnar Eyiþór Ársælsson, Öldu- götu 46. \ Hjalti Ríkarðsson, Kelduhvammi 9 Hörður Einarsson, Grænukinn 28. Jóhannes Ólafsson, Álfaskeiði 80. Karl Sigurðsson, Skúlaskeiði '40. Lúðvík Ingibjörn Hauksson, Strandgötu 43. Sigurgeir Sigurðsson, Hverfisg. 42. Svavar Geirsson, Hringbraut 5. Þorbjörn Jóhann Sveinsson, Brekkiihvammi 7. Ægir Bjorgvinsson, Garðavegi 1?. Örn Sigurðsson, Skúlaskeiði 40 Stúlkur: Dagbjört Jóna Bragadóttir, Aust- urgötu 33. Hafdís Sigurdórsdóttir,, Hverfisg. 24. Hildur Ríkharðsd. Kelduhvammi 9 Guðrún Einarsdóttir, Lynghv. 1 Kristrún Harpa Rútsdóttir. Öldu- götu 42. Sigurbjörg Hilmarsdóttir, Strand- götu 50. Sigríður Einarsdóttir, Kölduk. 25. Sigríður Jónsdóttir, Eyrarhrauni, Steinunn María Benediktsdóttir. Fögrukinn 12. Grensásprestakall. Ferming I Há teigsklrkfu á sumardaginn fyrsta. 21, aprfl Id. 2. Prestur: Sr. Felfx Ólafsson. Stúlkur: Borghlldur Jósúadóttir, Stóraig. 16 Jóhanna Linnet, Hvassal. 135 Rósa Einarsdóttir, Hvassal. 119, Sigríður Hanna Kristinsd. Hvassal 129 Sigríður Siemsen, Hvassal. 53 Unnur Valg. Ingólfsd. Grensásv. 58 Unnur Ólafsd. BreKkugerðl 4 Þóra Helgadóttir Hvammsgerði 3 Þórdis Bára Hannesd. Fossvogsbl. 51 Drengir: Elrikur Jónsson, HvassaL 73. Finnur Torfi Magnússon Hvassal. 22 ívar Guðmundsson, Hvassal. 46. Jakob Fenger, Ilvassal. 67 Jóhann Guðnason, Hvassal. 115 Jóhannes Tómasson Hvassal. 83 Jón Hreinn Finnsson, Hvassal. 26 Jón Karl Friðrík Geirsson, Hvassal 63 Jón Hjörtur Gunnlaugss. Sogav. 26 Kjartan Bragi Kristjánss. Heiðarg. 39 Miatthías Sigurðsson, Hvassaleiti 153 Ómar Másson, Stóragerði 4 Óskar Sæmundsson, Hvassaleiti 95 Sigurður Viggó Grétatrsson, Hvassa leiti 153 Sigurður Árm. Sigurjónsson. Hvassaleiti 16 Sigþór Magnússon, Helðargerði 55 Snorri Hjaltason, HeiðargerfH 10 Stefán Sigurðsson, FGrensásvegi 58 Svanberg Gunnar Hólm Garðarss. Hvassaleiti 16 Yngvi Þór Kristinss. Grenásv. 58 Þorsteinn Magnússon, Stórag. 58 Þorsteinn Magnússon, Stóragerði 11 Þorvaldur Finnbjömsson, Hvassa- leiti 13. Þórarinn Egill Svetnsson, Brekkn- gerði 18. Ferming í Hallgrímskirkju Sum- ardaginn fyrsta, kl. 11 f. h., Dr Jakob Jónsson. Drengir: Börkur Vífill Gunnarsson Berg- mann, Víghólastíg 19, Kdpav Sverrir Gaukur Ármannsson, Digranesvegi 64, Kópav. Stefán Brynjólfsson, Óðinsgötu 17 Steinar Unnsteinsson Beck, Haga- mel 27, Hafsteinn Þór Garðarsson, Njáls götu 18. Stúlkur: Ólöf Una Árnadóttir Beck, Víði hvammi 32, Kópavogi Valgerður Stefánsdóttir, Álfta- mýri 46, Sigríður Sigurðardóttir, Safam. 25 Olga Guðbjörg Stefánsdóttir Víði- hvammi 13, Kóp. Inga Lis Östrup Hauksdóttir, Freyjugötu 35, Anna Margrét Jónsdóttir, Guðrún argötu 7 Ólöf Hilmarsdóttir, Bjargarstig 14 Ósk Hilmarsdóttir, s. st Nú mun ég ekki eltast meira við einstök atriði úr gagnrýni Ó.J. þó að mér virðist að víðar kunni að orka tvímælis um túlkun hans. Skarpleika hans og samvizkusemi skal ég ekki ræða frekar. Hins vegar er rétt að gera sér grein fyrir þvi hvar íslenzkir þýð- endur yfirleitt stæðu ef þeir væm komnir undir stóradóm Ólafs Jóns sonar. Flestir munu nefna Magnús Ás- geirsson einna fyrstan ef telja skal snjalla ljóðaþýðendur á ís- lenzku. Þýdd ljóð hans vom mikið lesin og nutu alþýðuhylli. Hann var metinn jafnt snjöllustu skáld- um síns tíma og Sigurður Nordal tólk hamn með þeim Sýnisbók ís- lenzkra bókmennta. Magnús er því óumdeilanlega talinn öndvegis- þýðandi. Sízt vil ég nokkuð minnka hann, en mér finnst að það væri fróðlegt að athuga hvern ig hann stæðist meðferð og próf hjá Ó.J. Fáir munu telja sann- gjarnt að ætlast til annars meira en að menn jafnist á við Magnús Ásgeirsson. Einhver frægasta þýðing Magnús ar er skáldið Wennerbóm eftir Fröding. Hún er snilldarverk lysti lega unnin, enda vandaði Magnús svo til hennar að hann breytti frá því sem er í fyrsta hefti þýðinga hans og birti endurskoðaða þýð- ingu í fimmta hefti. En þó að vel sé unnið munu þó flestir telja að sums staðar hafi kvæðið tapað sér í þýðingunni. Bemm t.d. saman: Framhald á ■- síðu. MINNING Markús Guðbrandsson böndi Spágiisstöðum Þann 18. þ.m. var jarðsettur að Hjarðarholti í Dalasýslu Markús Guðbrandsson bóndi, Spágilsstöð- um. Hann var fæddur 21. sept. 1902. Sonur hjónanna Sigríðar Sigurbjömsdóttur og Guðbrandar Jónssonar bónda að Spágilsstöð- um. Bæði vom þau ættuð úr Lax- árdalnum. Markús var þriðji í röð- inni af 11 systkinum, sem ólsust upp í foreldrahúsum. Guðbrandur á Spágilsstöðum var hvort tveggja í senn bóndi góður og félags- hyggjumaður mikill og minnisstæð ur þeim, er hann þekktu. Systkin- in á Spágilsstöðum vöndust á unga aldri allri sveitavinnu. Þau nutu líka fræðslu og bókalesturs í upp- vextinum. Markús átti þvi láni að fagna að dvelja í Hjarðarholts skóla hjá Bimi Jónssyni skóla- stjóra þar. í æsku var Markús við störf að búi foreldra sinna. Síðar var hann í mörg ár ráðsmaður hjá Theodór Jónssyni bónda f Hjarð- arholti og að Skrauthólum á Kjal- amesi hjá Frans Benediktssyni. Margvísleg önnur störf tók hann að sér yfir lengri eða skemmri tíma, enda alls staðar eftirsóttur. Hvar sem hann fór var orðstír hans sá sami að þar færi drengur góður og mikilhæfur, sem aldrei mátti vamm sitt vita í neinu starfi. Engum, sem til þekktu, kom það á óvart, er Markús hóf bú- skap að Spágilsstöðum árið 1944, að hann myndi verða bóndi ágæt- ur og skipa sér á bekk meðal beztu bænda þessa lands. Fram- kvæmdamaður var hann mikill. Byggði öll hús jarðarinnar og gerði það smekklega og myndar- lega. Túnið margfaldaðist, mýrar þomuðu, og landað var afgirt. Bú- fénaðinn ræktaði hann og fór vel með, enda glöggur og natinn hirð- ir, sem skildi vel, hvers virði bónd anum er ræktun lands og búfjár. Nær er mér að halda, að öllu bú- fé hafi hann átt jafn létt með að sinna, en engum duldist, er sá hann handleika hesta, að þar fór saman hjá honum lagni og lipurð knapans og það, að „vaskur" hest ur vildi vöskum manni þjóna“. Þótt hugur og hönd Markúsar væri lenigst af bundin við búst.örfin heima fyrir, var hann oft kvaddur til ýmiss konar opinberra starfa. Þar naut hann fyllsta trausts sam- starfsmanna sinna. Var hann um skeið deildarstjóri Laxárdalsdeild- ar hjá Kaupfélagi Hvammsfjarðar, varamaður í stjórn Kf. Hvamms- fjarðar, í stjóra Nautgriparæktar- félags Laxdælinga, í forðagæzlu nefnd, safnaðarfulltrúi m.m. Árið 1957 var hann kosinn í stjórn Búnaðarsambands Dala- manna, og átti hann þar sæti til æviloka. Það er mér ánægja að minnast samvinnu við hann á þeim vettvangi, en sakna þess líka, þegar komið er að leiðarlokum að njóta ekki lengur þess góða hugarþels, sem Markús bar í brjóst til manna og málefna. Markús var drengur góður, gam ansamur, hlédrægur, greindur vel, samvinnuþýður, hygginn hjálpfús, vinfastur og vinmargur og höfð- ingi heim að sækja. Heimili hans var myndarlegt, þjóðlegt og snyrtílegt. Þar naut sín vel dugn- aður og myndarskapur konu hans, Salbjargar Halldórsdóttur frá Magnússkógum, sem bjó honum og bömum þeirra hlýlegt mynd- arheimili. Börn þeirra em: Sigríður búsett í Reykjavík og Jóe heima á Spágilsstöðum. Sonur Markúsar, áður en hann kvæntist er Reynir, búsettur í Garðahreppi og kvæntur Guðríði Jónsdóttur. í desember í vetur fann Markús til lasleika, og átti hann síðan við sjúkdóm að stríða, sem leiddi hann til bana 11. þjn. Fyrir hönd samstarfsmanna og vina hins látna votta ég eiginkonu hans, börnum, systkinum og öðrum vandamönn- um samúð. Jafnframt minnist ég góðra kynna og vel nnninna starfa. Blessuð sé minning mæts mannx Ásgeir Bjamason.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.