Tíminn - 27.04.1966, Side 3

Tíminn - 27.04.1966, Side 3
MIÐVfKUDAGTJR 27. apríl 1966 TfMINN f SPEGLITÍMANS Eíns og kunnugt er gengu þen í hjónaband fyrir skemmstu þau Sophia Loren og Það kemur engin ný kvik- mynd með bítlunum á markað inn árið 1966. Til stóð að hef ja skyldi kvikmyndatöku á þriðju kvikmynd bítlanna í maílok eða júnfbyrjun, en henni hef ur nú verið frestað þar til í haust, en það þýðir það að kvikmyndin kemur ekki á mark aðinn fyrr en í byrjun 1967. Þessi seinkun á rætur sínar að rekja til þess að ekkert hand- rit, sem bítlarnir eru ánægðir með hefur fundizt. Kúrekahetjan Roy Rogers lét það nýlega uppskátt, að hinn frægi hestur hans Trigger, lézt í júlí í fyrra, af elli. Trigg er hafði tekið þátt í 188 kvik myndum. Roy Rogers sagði, þegar hann tilkynnti dauða hans: — Ég vildi ekki segja frá þessu fyrr til þess að hryggja ekki aðdáendur hans. Á uppboði í París keypti mexikanskur milljónamæring- ur málverk, sem heitir Svartir svanir. Keypti hann málverk ið, sem sir Winston Churchill hafði málað, á um það bil 400 þús. íslenzkra króna. Hinn nýi borgarstjóri New York borgar John Lindsay hef ur ráðið unga stúlku, Katrina Thomas til þess að taka mynd ir af honum, þegar hann kem- ur frám opinberlega. í árslaun á hún að fá ca 400 þús. ísl kr., sem teknar verða af fram lagi ríkisins til fátækra. Lord Bernhard Montgomery hefur nú tilkynnt að hann hygg ist selja málverk, sem Churc hill gaf honum að gjöf. — Ég Carlo Ponti. Hjónavígslan átti sér stað í einni útlborg Parísar Sévre og það var borgarstjór- er sannfærður um það að Win ston hefði þótt vænt um það, að ég seldi málverkið og gæfi andvirðið til líknarstarfsemi, — sagði lávarðurinn. Margaret Danaprinsessa var eins og kunnugt er fyrir stuttu á ferðalagi um Suður-Ameríku Þegar hún var að fljúga með tveggja hreyfla flugvél frá Ohile stanzaði annar hreyfill- inn og vélin varð að nauð- lenda. Síðan skipti hún um flugvél og sú vél varð að snúa við sökum veðurs. Eftir þess inn þar sem framkvæmdi vígsl una. Þessi mynd var tekin af þeim hjónum sama dag. ar flughrakningar var prinsess unni nóg boðið og tók sér bíl til þess að komast á leiðar- enda. ★ Hóteleigandi nokkur í Las Vegas í Nevada, sem er frægur bær af því, að þar er hægt að fá fljótan skilnað, hefur nú höfðað mál á einn fyrrverandi gest sinn, og krafizt skaðabóta fyrir það, að gesturinn hafði eyði'lagt dýra innréttingu í hótelinu. Hér var um að ræða hátalara. Þegar menn hátta sig ofan í rúm í hótelinu segir rödd í hátalarann: „Við vonum að þér sofið vel“. Sá sem ákærð ur er, hefur lýst sig sekan í málinu. Hann segir, að bað sé rétt að hann hafi eyðilagt hátal arann, því það hafi ekki verið nóg, að einhver bablaði í tækið, þegar hann gekk til sængur, heldur hafi sama setningin kveðið við í hvert sinn sem hann sneri sér við í rúminu. Sean Connery öðru nafni James Bond hyggst nú láta taka af sér allar tattóveringar af hendleggjum og bringu. Þess ar tattóveringar eiga rætur sín ar að rekja til þess tíma, þeg ar hann var til sjós. í kvik- myndum þessum eru tattóver ingarnar huldar með sminki. Margaret prinsessa er nú orð in góður viðskiptavinur tízku kóngsins fræga, Cardin, og er það sagt í Bretlandi, að það sé eiginmanni hennar, Snowdon lávarði að þakka. En í Banda- rfkjunum er því haldið fram, að það sé Mia Farrow — vin- konu Frank Sinatra — að þakka, en hún var önnur í röð- inni á eftir Margaret á listan- um yfir verst klæddu konur heims. Eftir að listi þessi var birtur skrifaði Mia prinsess- unni bréf og sagði meðal ann- ars: — Að við skyldum báðar vera kjörnar á þennan lista, orsakar það, að við þurfum að vinna saman gegn öllum snohb unum. Og þetta — að því er sagt er í Bandaríkjunum — féll prinsessunni ekki í geð. Peter O’Toole, sem er ís- lenzkum bíógestum vel kunnur úr myndunum Beckett og Ara- bíu-Lawrence, hefur nú leyst mikinn vanda í sambandi við klæðaburð, að minnsta kosti hvað viðvíkur sokkum. Hann hefur tekið það ráð að klæðast eingöngu grænum sokkum, hvort heldur hann klæðist smóking eða sportfötum. Sjálf- ur segir hann, að það sé af því að grænt er litur sorgarinnar og hann ferðist mikið og honum finnist lífið oft ömurlegt. En konan hans gefur aðra skýr- ingu. Peter er svo latur, að hann nennir ekki að leita að sokkum, sem fara við fötin, sem hann fer í. Hér sjást fjórir Óscarsverð- launahafar ásamt verðlaunun um. Talið frá vinstri: eru Lee Marvin. sem kjörinn var bezti leikari ársins, Julie Christie, sem var kjörin bezta leikkona ársins. Shelley Winters bezta leikkona í aukahlutverki, og Martin Balsam, bezti leikari í aukahlutverki. 3 Á VÍÐAVANGI „Lýðræðisleg ný- breytni" íhaldið í Reykjavík hefur tekið upp nýja áróðursaðferð í borgarstjórnarkosningum. Sést' á því að nú þykir mikils við þurfa, og nú er að duga eða drepast. Þessi nýja aðferð er í því fólgin, að borgarstjórinn, en ekki Sjálfstæðisflokkurinn (honum þykir varla veifandi núna) boðar til funda í stórum samkomuhúsum, og eru fund- irnir ætlaðir íbúum ákveðinna hverfa borgarinnar. Morgun- blaðið er að vonum ákaflega f hrifið af þessu og skrifar um það leiðara, þar sem blaðið u kallar þetta „lýðræðislega ný- | breytni". Það má til sanns vegar færa að þetta sé „lýðræðisleg ný- ií breytni“, og verður það ljósara, í þegar tilhögun og allt, sem fram fer á fundunum, er athug- að nánar. Fundarboðið er þannig, að birtar eru stórar myndir af borgarstjóra, sem flytja skal ræðu (langa), og einum dilk (íhaldsborgarfulltrúa), sem fær að flytja ávarp. Síðan eru birtar myndir af einum fundar stjóra og tveimur fundarritur- um. Það er sem sagt helzta „lýðræðislega nýbreytnin“ í þessu að jafnvel fundarritarar eru flokksskipaðir fyrir fram, en gamla lýðræðisreglan (úr- elt) er að fundir kjósi sér sjálf ir a. m. k. fundarritara og helzt fundarstjóra líka. Pantaðar fyrirspurnir Þegar á fund er komið held- ur borgarstjóri nær klukku- stundar áróðursræðu fyrir ágæti íhaldsstjórnar í Reykja- vík. Að því loknu fær fylgdar- dilkurinn að flytja ávarp. Eft- ir það er fundarmönnum boð- ið að gera stuttar fyrirspurnir, ekki að flytja gagnrýnisræður, aðeins stuttar fyrirspurnir, scm borgarstjóri svarar. Margar þessar fyrirspurnir eru búnar til í skifstofu borgarstjóra og menn fengnir til að bera þær fram, og þeim svarar borgar- stjóri greiðlega og hiklaust. Eru þær sérstaklega til þess Iagaðar, að íhaldið geti haldið á lofti því sem á að gera. Aðrar koma og fram frá fundarmönn- um sjálfum, þær spurningar eru miklu betri og þýð- ingarmeiri fyrir íbúana. Þá stendur stundum í borgarstjóra að svara, og hann segist „ekki geta tímasett þetta“, eða að þetta „verði rannsakað“. í gær mátti lesa spurningar og svör í Mogga, og var furðulega auð- velt að sjá, hvaða spurningar voru tilbúnar á borgarskrifstof- um og hvaða spurningar voru frá borgurunum sjálfum. Gætu verið góðir fundir Ekki er vafi á þvi, að slíkir samtalsfundir milli borgara og stjórnenda borgarinnar gætu verið góðir og gagnlegir og um- talsverð „lýðræðisleg ný- breytni", ef til þeirra væri stofnað af réttsýni og sann- girni. en því miður er ekki því að heilsa. Hér er aðeins um íhaldsáróður að ræða á kostn- að borgarsjóðs. Ef fundirnir ættu að ná tilgangi sínum, ætti borgarstjóri aðeins að svara fyrirspurnum og gagnrýni, sem fram kæmi, en ekki að eyða meirihluta fundartímans i áróð Framhald á bls. 15

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.