Tíminn - 27.04.1966, Síða 11

Tíminn - 27.04.1966, Síða 11
MEÐVIKUDAGUR 27. apríl 1966 TÍMINN n VERÐIR LAGANNA TOM TULLETT 47 einhverju móti yfir peninga. Hann drakk bjór en sagði fátt. Sjálfsaðdáunar gætti í fari hans, enginn vafi var á að hann var hreykinn af að hafa komizt hjá gálganum og gerði sér ekki minnstu rellu út af því, að nú ætlaði hann að skýra heiminum frá þvi út í yztu æsar hvernig hann myrt mann. Eitt sinn í samræðunum sagði maður í hópnum eitthvað sem reitti Hume til reiði. Heiftarglampi kom í brún augu hans og andartak var andlit hans illilegra en nokkurt annað, sem borið hefur fyrir mín augu. Svo leið kastið hjá og dauft bros kom aftur á varirnar. Honum voru greidd 2000 sterlings- pund fyrir frásögnina af því hvernig hann myrti Stanley Setty, og með þá fúlgu hvarf hann um stund. Alltaf neitaði hann að skýra frá heimilisfangi sínu, hann fór úr leigubílum við einhverja stöð neðanjarðabrautarinnar. Eitt fyrsta verk hans var að breyta um nafn og taka' upp nafnið Brown. Hvernig átti hanna ð geta lifað, sagði hann, undir flekkuðu nafni Hume? Hann fengi ekkert tækifæri til að bæta ráð sit£ en það sagði hann lögreglunni að væri ásetningur sinn. Nú ætlaði hann að leggja land undir fót. Endurminningar sínar gat hann birt án minnstu áhættu, þvi að rann vissi vel að samkvæmt enskum lögum má ekki draga sýknaðan mann aftur fyrir lög og rétt fyrir sömu sök. Hume tók brátt að villa á sér heimildir eins og fyrri daginn. Með einhverjum brögðum tókst honum að ná í nýtt vegabréf með nafninu „Stephen Bird.“ Með það í höndum komst hann til Zúrich í maílok 1958 og þóttist vera flug- nemi. Raunar var Hume eitt sinn flugnemi í brezka flug- hernum, en hann var leystur úr herþjónustu sökum meiðsla. Síðan var hann svo dæmdur fyrir að. látast vera herflugmað- ur, bera tignarmerki liðsforingja í heimildarleysi og skreyta sig með heiðursmerkjaborðum. Fyrsta daginn, sem hann dvaidi í Sviss hitti hann stúlkuna, sem hann trúlofaðist síðar. ,í>®tta var gullið tækifæri fyrir mann, sem minntist æsku sinnar með beiskju .Hann var óskilgetinn og óíst að mestu upp í barnaheimilum. Nú kynntist hann sannri ástúð, því Trudy Sommer varð bálskotinn í honum. Hún veitti honum hlýju og umhyggju, sem hann þráði og ýtti undir sjálfs- traust hans. í þrjá mánuði gat hann hegðað sér eins og efnaður maður. Hvorki vinkona hans né foreldrar hennar vissu neitt um fortíð hans, og þau lögðu fúslega trúnað á mikilfenglegar sögurnar, sem hann sagði þeim. Hann bar upp bónorð við Trudy, kvaðst vera kanadiskur reynsluflugmaður og í góðum efnum. Ekki bar á öðru en hann héldi sig ríkmannlega og virtist ekki þurfa að gera sér neinar áhyggjur út af morgundeginum. En aðeins þrem dögum eftir að þau Trudy kynntust, lagði hann af stað til Kanada, kvaðst þurfa að reka þar háskalegt erindi. Líklega hefur hann ætlað að láta líta svo út sem hann væri þýðingar- mikill njósnari. Stúlkunni, sem var afar ástfangin, þótti þetta leitt en grunaði ekkert. Hann kom til Montreal undir nafninu Stephen Bird, var búinn aö setja upp gleraugu og fékk mánaðar landvistar- leyfi. Efth viku dvöl ákvað hann að halda áfram til Kali- forníu, þar sem hann snuddaði í kringum kvikmyndatöku- verin í þeirri von að kynnast fólkinu sem lifir á að skapa þann gerviheim glits og harðneskju sem hann dáði og öfund- aði. Hann mataðist í frægum veitingahúsum við Sunset Strip, flatmagaði og svnti í Santa Monica og sat tímunum saman við drykkju og horfði á öldur Kyrrahafsins gjálfra við glugg- ana á Albatross Bar, samkomustað fína fólksms. Af lestri bóka um afrek bandarískra bófa fékk hann þá hugmynd að ræna peningaflutningsbíl í Los Angeles, en komst að þeirri niðurstöðu að áhættan væri of mikil. Hann lét við það sitja að sigla umhverfis Alcatraz, fangelsiseyjuna alræmdu í San Francisco-flóa. Loks fór honum að leitast í Kaliforníu og flaug heim til Trudy. Nú var fé hans á þrotum og á því þurfti að ráða bót. Manninum er rétt lýst í þvi að aldrei datt honum í hug að leita sér atvinnu. Hann þóttist eiga inni hjá umheiminum og ákvað að hafa bækistöð í Zurich en efla sér fjár í öðrum Evrópulöndum. Fyrst fékk hann augastað á London, því hann taldi að lögreglan þar myndi ekki gruna sig um bankarán sem hann háfði i hyggju. Þánnig stótT á því að hann kom inn í útibú Midland-bankans í Brentford rétt fyrir hádegi sólbjartan laug- ardag í ágúst. Hann var á engan hátt dulbúinn. Veifandi > DANSAÐÁ DRAUMUM HERMINA BLACK 9 hinu sanna, svaraði hann og lét engan bilbug á sér finna. Og síð- an, þegar Jill færði sig í átt til dyranna stóð hann aftur á fætur: — Eruð þér búnar á vakt, Syst- ir? — Ég ætla aðeins að fara og fá mér te, herra, svaraði hún. — Ég þarf að tala við yður áður en ég fer. Ég mun hitta yð- ur á stigapallinum eftir tuttugu mínútur. — Já, herra. Þegar hún lokaði hurðinni fann hún til skyndilegrar gremju. Ekki vegna þess, að beiðnin líktist meir skipun, hún var vön að taka við skipunum og hlýðnast þeim, en vegna þess — ja, einhvem veginn hefði hann ekki getað verið óper- sónulegrj þó hún hefði verið vegg urinn. Samt sem áður var hegðun hans lýtalaus á margan hátt. Vertu ekki svona heimskuleg, ávítaði hún sjálfa sig óþolinmóð. Eftir þeim persónulega áhuga. sem hann hefur sýnt þér eða mun sýna þér að dæma. gætirðu alveg eins verið veggurinn. Og samt var þetta ekki allskostar rétt — hann hafði þiðnað dálítið í nokkrar vikur. Þegar það hafði verið mjög vandasamt tilfelli í skurðlæknadeildinni, þar sem hún hafði nýlega verið gerð að aðstoð- arhjúkrunarkonu, fyrir rúmlega átján mánuðum síðan. Þetta til- felli hafði boðið leikni hans byrg- inn, en hann hafði verið meira en nógu fær til að geta tekið hraustlega á móti og hann hafði þegið með þökkum undirgefna samvinnu Jill. Þessar allt of stuttu vikur hafði hún reynt þá æsingu, sem fylgir þvi að vera meðhöndluð sem tryggur samstarfsmaður Vere Carrington og finna að hann taldi samstrfið nauðsynlegt. Og hún hafði unnið svo fúslega —stritað svo óskaplega og lok- að augunum fyrir þeirri staðreynd að i fyrsta sinn á starfsferli henn- ar var það læknirinn sem skipti mestu máli. hún hafði unnið til að hljóta viðurkenningu auk þess að njóta þess að vita að hún var að hjálpa sjúkri manneskju að endurheimta heilsuna. Það var ekki fyrr en seinna, að sú uppgötvun að viðurkenning Vere Carrington var henni mikil- væg, kom eins og þruma úr heið- skiru lofti. Og það hafði verið upp- haf alls. Eftir að þessi sérstaki sjúkling ur hafði verið læknaður og út- skrifaður af sjúkrahúsinu —ann- ar minnisvarði til vitnis um stór- kostlega leikni hr. Carrington — hafði Jill fundizt eins og hann hefði gert sér grein fyrir því hve mikið hún hafði hjálpað, þó svo hann minntlst ekki einu orði á það, og henni fannst sem kveðja hans, þegar hann mætti henni, ásamt hinu sjaldgæfa brosi hans væri merki um að hann myndi eftir aðstoð hennar. Hún hafði yfirgefið sjúkrahúsið meðan hann var i sumarleyfi, en þó hún væri einnig viss um, að hann mundi fljótt gleyma að hún hefði nokkru sinni verið þar, hafði hún stöku sinnum þorað að vona, að hann mundi furða sig á hvað hefði orðið af henní, áður en hann gleymdi. En nú var hún viss um að hann hafði ekki einu sinni þekkt hana aftur, og hún fann til auðmýking- ar yfir veikleika sínum. Hún sagði við sjálfa sig, að nú væri hún far in að vitkazt dálítið — væri hætt að vera „svona barnaleg" eins og hún var alltaf að brýna fyrir Judy Hún strengdi þess heit. að venja sig á að hitta Vere Carrington an þess að hjartað færi að slá órar í brjósti hennar. Og þó — var hann raunveru- lega svona kaldur og strangur? Hann virtist svo sem vera nógu mannlegur þegar Sandra St. Just átti í hlut. Það var gremjulegt að finna hjartað, sem hún hafði verið svo ákveðin á að stjórna herpast sam- an og titra eins og opið sár. Skyndilega fannst henni hún hata Vere Carrington og spurði sjálfa sig hvort það væri ekki heppilegasta tilfinningin að bera í brjósti til hans. Hún gleymdi að ást og hatur eru aðeins tveir endar á sama prikinu. IV. kapituli. Jill forðaðist stóra, bjarta her- bergið, þar sem hún vissi, að eins margar hjúkrunarkonur og kæm- ust fyrir mundu safnast saman til að drekka te. Svó margir af starfsliðinu voru ballettunnendur, að hún gat ekki mögulega forð- ast spurningaflóð um nýja sjúk- linginn sinn og hún hafði enga löngun til að rökræða um Söndru, þar sem nafn hr. Carrington mundi áreiðanlega verða nefnt. Hún gekk eftir ganginum til eldhússins, sem nú var mannlaust, fékk sér tebolla og gekk út að glugganum með hann og vísaði ákveðin frá sér öllum órólegum spurningum. Hún minnti sjálfa sig á að hún var hér tii að vinna verk — verk sem var henni mikilvægara en allt annað í heiminum, bún ætti að vera þakklát fyrir að fá að starfa hér á þessum fallega og vel stjórn- aða stað. Skylda, Jill! sagði hún við sjálf sig. Skylda — skylda! Þetta var e.t.v. feuldalegt orð, stundum gat það skyndilega virzt sem lokuð gata. En þetta var að- alatriðið — megin innihaldið í lífi hjúkrunarkonunnar. Ekki per- sónulegar tilfinnngar hennar. Hvað sem öðru leið kunni hún vel við Söndru og fann á öliu, að hin stúlkan endurgalt tilfinn- ingar hennar. Það var mikil hjálp. Nákvæmlega tuttugu mlnútum eftir að hún yfirgaf sjúkling sinn kom hún aftur á breiða stigapall- inn, sem var fyrir utan herbergi Söndru. Hr. Carrington hafði sagt, að hann myndi hitta hana á stiga- pallinum og þar sem hún vissi, að hann var maður sem ætlaðist til þess að fólk færi nákvæmlega eftir fyrirskipunum sínum, reyndi hún ekki að berja að dyrum og tilkynna honum að hún væri kom- in. Hann mundi koma þegar hann væri tilbúinn. Hún þurfti ekki að bíða lengi. Hún hafði gengið út að stóra glugganum, sem lýsti upp gang- inn, þegar hún heyrði hurð opn- ast og hún sneri sér snöggt við. Vere Carrington gaf henni merki um að standa kyrr og kom til hennar. Einhvers staðar i djúpi hugar síns þóttist Jill viss um. að hún gæti þekkt þetta léttilega fótatak hvar sem væri. En hún sóð kyrr með hendur fyrir aftan bak og beið eftir þvi að hann tæki til máls. ' Hún var langt frá þvi að vera smávaxin. en hún varð að halla höfðinu aftur á bak tii að horfa framan í hr. Carrington, sem var sex feta hár. Samt bar hann hæð- ina vei eins og flestir vel vaxnir, háir menn, ieit hann alls ekki út fyrir að vera óvenjulega stór. Þrátt fyrir allt gat Jili ekki ÚTVARPIÐ Miðvikudagur 27. aprfl 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Há- degisútvarp 13.00 Við vinnuna 15.00 Miðdegisútvarp .16.30 Síð degisútvarp 16,30. Síðdegisut- varp 17 40 Þingfréttir. 18.00 Lög á nikkuna- Franeone o. fl leika. 18.45 Tilkynningar 19.20 Veð urfregnir 19 30 Fréttir 20.00 Daglegt mál Árni Böðvarsson flytur þáttinn. 20.05 Efst á baugj Björgvin Guðmundsson og Björn Jóhannsson taia um erlend málefni 20.35 Raddir lækna Kar) Strand talar um þáttaskil t sögu geðspítala 21. 00 Lög unga fólksins. Gerður Guðmundsdóttir kynnir 22 00 Fréttir og veðurfregnÍT. 22 15\ „Bréf til H1ina“. saga eftirV Þórunni Elfu Ma’núsdottur Höf flytur (2) 22.35 Be.gísk tónlist. 23.10 Dagskrárlok. Fimmtudagur 28. apríl 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádeg isútvarp 13.00 Á frívaktinni Ey- dís Eyþórsdóttir stjórnar óska lagaþætti fyrir sjómenn. 15.00 Miðdegis- útvarp 16.30 Síðdegisút- útvarp. 17.40 Þingfréttir 18.00 Úr söngleikjum og kvikmynd um. 18.45 Tilkynningar 1920 Veðurfregnir 19.30 Fréttr 20. 00 Dagleg mál Árni Böðvnrsson alar. 20.05 Okkar á milli: Ham let Jökull Jakobsson og Sveinn Einarsson taka saman dagskrá. 21.00 Sinfóniuhljómsveit ís- lands heldur tónleika í Háskóla bíói. 21.45 Ljóð eftir Þorstein Valdimarsson Elín Guðjónsdott ir les. 22.00 Fréttir og veður fregnir. 22.15 „Bréf til Ulinac eftir Þórunni Elfu Magnasdfut ur. Höfundur lýkur sögu smnj (3) 22.35 Djassþáttur Ólafur Stephensen kynnir. 2305 Bridgeþáttur Hialtl Etiasson og Stefán Guðjohnsen ræðast víð 23.30 Dagskrárlok. Á morgun

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.