Vísir - 07.10.1974, Síða 2

Vísir - 07.10.1974, Síða 2
2 Vlsir. Mánudagur 7. október 1974. Hvaö geröir þú, ef þú fengir óvænt mánaöar frl á fullu kaupi? Páll Bragason, viöskipta- fræöingur: — Ég lægi sennilega I leti. Ég hef ekki efni á ööru, nema happdrættisvinningur fylgdi meö i kaupbæti. óskar óiafsson, vélgæzlumaöur: — Ég færi utan og slappaöi af. Ja, helzt til Mallorka eða Kanarieyjanna. Ég fór til Costa del Sol i sumar, en fékk þó alls ekki nóg. En þaö er víst engin hætta á aö ég fái óvænt fri. Hinrik Thorarensen, verzlunar- maöur: — Ég myndi skella mér til sólarlanda og lita á íslendinga- byggðirnar þar. En það kæmi mér mjög á óvart, ef ég fengi slikan glaöning. Guölaugur Long, trésmiöur: Ég reyndi bara að hafa það ofsalega gott. Ég svæfi út fyrsta morgun- inn og sennilega líka þann næsta. Helgi Sigurjónsson, húsasmiöa- nemi:— 1 fyrsta lagi kæmi sllkur glaðningur mér geysilega á óvart. En ég myndi slappa bara vel af og koma bæöi við I bóka- safninu og rikinu, þótt ég sé annars litið fyrir kojufylliri. Þorsteinn Höskuidsson, rafvirki: — Ég myndi sennilega slá víxil og halda til Mallorka. Þar myndi ég svo sleikja sólina, en ósköp litla von á ég nú á sllkum glaöningi. Ég er ekki einu sinni búinn að fá mitt sumarleyfi ennþá og veröur sennilega ekkert úr því úr þessu. „Og svo spyr fólk, hvers vegna það séu alltaf slys á sjónum" Söluturninn á ferðalagi: Þegar gamli söluturninn, sem stóö slöast á Arnarhóli, var fluttur I burtu vegna gatna- breytinga, brá mörgum borgar- búanum viölika mikiö og ef stjórnarráöiö heföi veriö flutt I burtu. En þeir hinir sömu geta tekiö gleöi sina aö nýju: Borg- arstjórn hefur samþykkt aö láta gera turninn upp og koma honum fyrir á Arnarhóli eða sem næst þeim staö, þar sem hann upphaflega var á Lækjar- torgi. Ekki er endanlega ákveðið, hvernig turninn verður svo notaður, en bent er á i samþykkt borgarstjórnar, að þar sé tilvalinn staöur fyrir upp- lýsingastarfsemi fyrir borgar- búa og gesti, svo sem ferða- málanefnd hefur þegar fariö fram á, fyrir almenningssima, blaða- og frimerkjasölu og aðra þá þjónustu, sem æskileg er á þessu aðaltorgi borgarinnar, sem orðið er dvalar- og úti- vistarsvæði Reykvikinga. FlutningSmaður þcssarar tillögu var Elin Pálmadóttir. —ÞJM En nú er hann að koma aftur! f LESENDUR HAFA ORÐIÐ Erla Alexandersdóttir skrifar: „Það er mikið rætt og ritað um sjóslys þessa dagana, og þá eink- um hvort hægt sé að kenna sjó- mönnum sjálfum um þær lim- lestingar, sem þeir verða fyrir. Að sjálfsögðu eiga þeir sjálfir sökina, segja menn á skrifstofum, sem aldrei hafa kannski komið á sjó. Það eru til störf, sem engin ábyrgð fylgir. Það eru lika til menn, sem vinna ábyrgðarstörf, en hafa enga ábyrgðartilfinningu, vita ekki að um líf annarra er kannski að tefla. Jú þeir vita það, þeir hugsa aðeins ekki um það. Maður sem selur báta, er hann að hugsa um hvort fleytan er sjófær? Eða er hann aðeins að hugsa um ágóðann? Og skipa- skoðunarmaðurinn? Hvað gerir hann, þegar bátur er ekki með neinum þeim öryggisútbúnaði, sem nú er krafizt og er lifsnauð- synlegur. Hann gerir ekki neitt. Bllar eru teknir úr umferð sé skoðun þeirra ábótavant,bilstjór- ar þurfa að próf. Þess þurfa sjó- menn ekki. Þeir mega drepa bæði sjálfa sig og aðra við að vinna fyrir gjaldeyri fyrir þjóðina. Það var I sumar, að maður fékk þá hugdettu að kaupa bát. Það gekk til með venjulegum hætti og samningar voru gerðir þess eðlis að haffærisskírteini Heytunnar lægi írammi við afsal sem átti að sjálfsögðu að tryggja, að allur öryggisútbúnaður og annaö væri I lagi. Það mættu allir aðilar hjá lögfræðingi, sem lika var skipasali, og þar voru margar hendur á lofti, til að taka við greiðslu, en plöggin voru ekki komin að norðan. Hann slapp við illan leik með peninga sina, sagð- ist ekki borga fyrr en staðið væri við þá hlið málsins, enda leið ekki á löngu þar til lögfræðingurinn hringdi og sagöist hafa i staðfestu skeyti fengið frá skoðunarmanni , upplýsingar um, að báturinn væri sjóklár og skoðaður. Hver trúir ekki lögfræöingi? Hann trúði honum. Maðurinn, sem aldrei hefur stjórnað sjö tonna báti, fór norður með tvo unglingsdrengi, sem ætluðu að vera til sjós með honum. 1 samn- ingum stóð, að báturinn ætti að afhendast á þeirri höfn, þar sem þeir ætluðu að róa, Raufarhöfn, en eigandinn taldi óþarfa aö standa I því. Þeir lögðu út I slæmt veður frá Húsavík, og voru ekki komnir langt þcgar þeir uppgötvuðu, að talstööin var biluð, lensidælan var ónýt, björgunarbáturinn ekki I lagi og þegar þeir komust til Kópaskers var startarinn líka bilaður. Þar lágu þeir svo I við- gerðum á bátnum á aðra viku. Það vitnaðist löngu seinna að skoðunarmaður Húsvlkinga hafði bannað að báturinn færi úr höfn, en það var ekki tilkynnt neinum af viðkomandi, heldur haföi hann sagt það bróður fyrrverandi eig- anda bátsins, kannski á förnum vegi. Svo segir fólk, þvl eru alltaf slys á sjónum?” „GVENDAR- BRUNNA- KRÓNAN" Iljálmtýr Pétursson skrifar: „Það má með sanni segja að Is- land sé búið að vera stjórnlaust I 30 ár eða allt frá stofnun lýð- veldisins. Þá var hagur landsins blómlegur I viðskiptum við önnur lönd. Þá voru inneignir þjóðar- innar i erlendum gjaldeyri á ann- an milljarð, gengi dollars þá kr. 6.50. Þá byrjaði nýsköpunarævin- týrið af litilli fyrirhyggju. Pantaðir voru allt að 30 togarar, eins og væri verið að biðja um vínarbrauð I búð, þrátt fyrir öra tækniþróun i skipasmiðum og á öllum sviðum eftir styrjöldina. Þessi Jörfagleði stóð stutt, inn- eignirnar hurfu og skuldir hrönn- uðust upp. Nú var stiflan brostin, skrúfan var komin i gang. Synda- flóðið hefur síðan herjað á þjóð- ina,stjórnvitringar okkar eru lokaðir inni I örkinni á „Ararat” þó skipt hafi verið um áhöfn og vaktmenn við og við. — Þjóð, sem hafði möguleika á að hafa einn sterkasta gjaldmikil i heimi likt og Svisslendingar og V-Þjóðverj- ar, vegna stríðsgróða, Marshall- gjafa og góðæris til lands og sjáv- ar, og þarf aðeins að fæða 200 þús. sálir. Að hér er bókstaflega allt á hvolfi, er algjört heimsmet i ráðleysi og stjórnleysi. t 30 ár hefur verið stundaður „Dansinn á Gili” alltaf hefur verið hlaupið niður brekkuna og nú siðustu ár er þetta hreint spretthlaup og aldrei meira en nú. Ekki er annað að sjá en spretthlaupararnir springi á limminu. 1 sjálfu sér eru fjármál ákaflega einföld eins og allir hlutir, ef rétt er að farið og réttlætis gætt. Ef verðmælirinn er stöðugur, er sama hvort menn eiga hús, skip, jörð eða peninga, sem rikið gefur út, þá er engin ástæða til kapphlaups. Allt fram að ollukreppunni fyrir ári var hægt að halda verðþenslunni m jög I skefjum með sterkri stjórn á hlutunum. Vitanlega átti að verðtryggja krónuna td. með visi- tölu byggingakostnaðar, þá væri ástandið annað i dag. Nú er búið að ræna öllu sparifé frá heiðar- legu fólki, sem eru „hinir nyt- sömu sakleysingjar” Það er búið að krúnuraka þá, á timum þessarar frægu hár og skeggald- ar. Frá stofnun lýðveldisins 1944 hefur gengi okkar heimsfrægu krónu verið fellt 7 sinnum úr dollar 6.50 i kr. 118, og hvenær verður næsta stjörnuhrap ? Ráðamenn Islands haldið bara áfram á sömu braut, svo sem útlit er fyrir. Meðan Gvendarbrunnar ekki þrjóta, dælið bara vatni i krónuna.” Það eru vandræði að geta ekki ort neitt um alþingismenn og eyða á pappírinn dálitlu af rándýru blýi. En þeir eru í fríi á launum alllengi enn og auðvitaðer rándýra blýið þá Iíka í fríi. Ben.Ax

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.