Vísir - 07.10.1974, Side 3
Vísir. Mánudagur 7. október 1974.
3
Vestfirðingar óttast
vatnslítinn vetur
„Við erum hræddir
um vatnslitinn vetur.
Jörðin er þurr og
skaflar litlir.
Reiðhjallavirkjun við
Bolungarvik og Fossa-
virkjun við ísafjörð
hafa nú þegar of litið
vatn”.
Þessar upplýsingar
fengum við hjá Aage
'Steinssyni, rafveitu-
stjóra hjá Rafmagns-
veitum rikisins á Vest-
fjörðum, þegar við
inntum hann eftir þvi,
hvernig Vestfirðir
væru undir vetur búnir
með rafmagn.
Mjólkárvirkjun hefur hins
vegar yfirfljótandi vatnsafl eins
og er. Þar voru viðbótarmiðlan
ir teknar i notkun siðastliðinn
vetur, og einnig er unnið að
stækkun stöðvarinnar, sem á að
komast i gagnið næsta sumar.
Þá e'r lika unnið að þvi að auka
disilaflið til rafmagnsfram-
leiöslu um 1400 kilóvött, en enn-
þá er ókomin ein vél til þess að
þvi marki verði náð. Vonir
standa til, að hún verði komin á
sinn stað i nóvember. Um 15%
af orkuframleiðslu Vestfjarða
fékkst með disilvélum á siðast-
liönum vetri, en Aage taldi, að
það myndi verða nær 20% i
vetur.
Þegar stækkun Mjólkár-
virkjunar lýkur, dugar það til
þess að stöðva disilvélarnar um
sinn og meira en það, en gert er
ráð fyrir, að eftir tvö ár þar frá
verði orkuþörfin komin i það há-
mark, sem hægt verður að
framleiða með raforku i vatns-
aflsvirkjunum á Vestfjörðum.
,,Þá vonumst við til að komin
verði tenging við „megin-
landið”. Við höfum sett upp til-
raunastöð á einum stað á há-
lendinu og biðum eftir meiri
snjó til að komast nógu langt
upp með tvær aðrar. Þetta eru
mælar, sem eiga að mæla
Isingartogið, en hálendisleiðslu
af þessu tagi er einna hættast
vegna Isingar,” sagði Aage að
lokum.
—SH
styttum
nýkomið
Skólavörðustig 16 simi 13111
Pjbbum pbur eingöngu
órbalöbb’rur til gjafa
Deilt um sundlaug ó Álafossi:
Sagði Álafossi
upp húsnœði,
sem þeir telja
sig eiga sjólfir
í uppsiglingu hjá
bæjarfógetanum í
Hafnarfirði er deilumál
sem risið hefur vegna
gamla sundlaugar-
hússins að Álafossi.
Verksmiðjan að
Álafossi hefur á siðustu
árum notað þetta hús
undir pökkunar-
deildina, en nú eru
þarna vörugeymslur.
Asbjörn Sigurjónsson hefur
látið þingfesta hjá bæjar-
fógetanum i Hafnarfirði út-
burðarmál, þar sem hann telur,
að hann eigi húsið en ekki
verksmiðjan, en hún hafi fengið
að nota húsið endurgjaldslaust I
öll þessi ár. Ásbjörn sagði verk-
smiðjunni upp húsnæðinu þann
14. febrúar siðastliðinn.
Forstöðumenn verksmiðjunnar
töldu þá uppsögn hina furðu-
legustu og önzuðu ekki
tilmælum, þar sem þeir hafa
aldrei efazt um það, að þeir eigi
húsnæðið sjálfir.
Gerðarbeiðandinn, Ásbjörn
Sigurjónsson, telur einnig að
verksmiðjan hafi rýrt þessa
eign sina með þvi að fjarlægja
naglfasta hluti og selja sumt af
þeim.
Þykir honum það of langt
gengið, þar sem húsið tilheyri
ekki verksmiðjunni, en hún hafi
fengið að nota það endurgjalds-
laust til þessa.
Málið snýst þó ekki nema að
nafninu til um útburðarkröfuna,
heldur er deilt um hver eigi
húsiö. Forráðamenn verksmiðj-
Sundlaugarhúsið er til vinstri,
en til hægri er möguneyti
starfsmanna. Það hlýtur að
vera heldur óvenjulegt aö
lækur renni mitt undir hús,
eins og þarna er. Ljósm. BG.
unnar standa fast á þvi að verk-
smiðjan eigi húsið og hafi alla
tið átt frá þvi rikið tók við
rekstrinum og framkvæmda-
sjóður gerðist hluthafi að verk-
smiðjunni árið 1948. Segir verk-
smiðjustjórnin engum blöðum
um það að fletta, að i þeim yfir-
færslum hafi fylgt öll hús
tilheyrandi verksmiðjunni og
þar með sundlaugarhúsið, en
þessi hús voru áður i einkaeign
Sigurjóns Péturssonar ásamt
verksmiðjunni i heild.
Asbjörn hefur áður hótað
útburðarmáli á hendur verk-
smiöjunni úr sama húsi, en
málið var þá fellt niður. Nú er
útburðarmálið hins vegar aftur
á döfinni og verður það tekið
fyrir hjá bæjarfógeta i Hafnar-
firði þann 9. október.
—JB
Fórnin rann út í
Niunda einvigisskák þeirra
Korchnois og Karpovs varð jafn-
tefli, eins og menn höfðu spáð i bið-
stöðunni á föstudagskvöld. Er það
sjöunda jafnteflið.
Korchnoi byrjaði meö enska leiknum, eins og
hann hefur gert undantekningarlaust, en að þessu
sinni var það sem Karpov brá út af I öðrum leik. —
Siðar I skákinni hafnaði Karpov peðsfórn, sem
Korchnoi rétti að honum, en fórnaði sjálfur I 17.
léik riddara til þess að opna drottningu sinni og
biskup rými til athafna. — Þessi tilþrif dofnuðu þó
smám saman niður I þref um stööuávinninga, þar
sem hvorugur vildi skipta upp og rann taflið út I
jafntefli.
jafntefli
Keppendurnir tefldu aðeins tvo leiki i biðskák-
inni og sættust þá á jafntefliö. Korchnoi hafði
hvitt I þessari skák, sem hér er I heild sinni:
1. c4 - Rf6; 2. Rc3 - e5; 3. Rf3 - Rc6; 4. g3 - Bb4; 5.
Bg2- 0-0; 6. 0-0 -e4; 7. Rel - Bxc3; 8. dxc -h6;9.
Rc2-b6; 10. Re3-Bb7; U.Rd5-Re5; 12. b3-He8;
13. a4 - d6; 14. Ha2 - Red7; 15. h3 - a5; 16. Be3 -
Rxd5; 17. cxd - Df6; 18. c4 - Dg6; 19. Dbl - Bc8: 20.
Bb4 - Rc5; 21. Kh2 - Bd7; 22. Hgl - h5; 23. Hd2 -
He7; 24. Dcl - Df5; 25. De3 - f6; 26. Hc2 - Kf7; 27.
Hc3 - Hac8; 28. Hfl - Kg8; 29. Dcl - Dg5; 30. Dxg5 -
fxg; 31. He3 -Kh7; 32.Hhl-Kg6; 33. Kgl -Ra6; 34.
Kh2 -Rb4; 35. Hcl - g4; 36. h4 - Bf5; 37. Kgl - Kh7;
38. Kfl - Bg6; 39. Kel - Hf7; 40. Bhl - Kg8 .
Hér voru skákskýrendur sammála um, að
skákin væri jafntefli, þótt keppendurnir mættu til
þess að hreyfa menn tvisvar til viðbótar, áður en
þeir sættust á jafnteflið.
Rýmingarsala - Rýmingarsala
Rýmingarsala ó kuldaúlpum. Barna og unglinga úlpur fró 1.000 kr. Fullorðins úlpurfró 1.500 kr.
Vinnuúlpur fró 1.500 kr. Vinnublússur fró 900 kr.
Vinnufatabúðin - Vinnufatabúðin - Vinnufatabúðin
Laugavegi 76 Hverfisgötu 26 Hafnarstrœti 5