Vísir - 07.10.1974, Blaðsíða 5
Vísir. Mánudagur 7. október 1974.
GíUN ÚTLÖND j MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN Umsjón Guðmundur Pétursson
Gaullistar glötuðu ör-
uggum þingsœtum
Gaullistar eru sem
lamaðir í Frakklandi eftir
tvo algerlega óvænta
ósigra um helgina, og
liggur f Ifotinu, að ólga inn-
an ráða þeirra kunni að
leiða til glundroða í forystu
f lokksins.
Það voru þeir Jean-
Philippe Lecat og Joseph
Fontanet, sem biðu ósigur í
aukakosningum í gær.
Fontanet er fyrrverandi
menntamálaráðherra — að
vísu ekki i flokki Gaullista
en nákominn þeim, en
Lecat er lærisveinn
Pompidous heitins og var
komandi stjarna innan
f lokksins.
Missir þessara þingsæta var
Gaullistum óskaplegur álits-
hnekkir, þvi a6 þeir töpuðu þeim
algerlega að óþörfu — svo að
segja.
Frönskum lögum samkvæmt,
þá lætur þingmaður þingsæti sitt
laust, þegar hann sezt i ráð-
herrastól, en við tekur varaþing-
maður flokksins. — Þeir Lecat og
Fontanet voru báöir ráðherrar i
stjórn Pompidous forseta.
Varaþingmenn þeirra drógu sig
svo i hlé til að efna þyrfti til auka-
kosninga.
Tilgangurinn var með þessu
sá, að slá tvær flugur i einu
höggi. Annars vegar að smala
miklu fylgi og hressa upp á and-
ann innan flokksins, sem hefur i
siðustu kosningum tapað fylgi. Og
hins vegar áttu varaþing-
mennirnir að vikja, til að hátt-
settari menn i flokksapparatinu
gætu komizt á þing.
En þá tókst svo hroöalega til.
I skuggann af þessum ósigri
hafa nær horfiö þau tiðindi, að
fjóriraðrir fyrrverandi ráðherrar
Gaullista hafa unnið aftur þing-
sæti sin i aukakosningum undan-
farinn hálfan mánuð. — Pierre
Messmer, fyrrum forsætisráð-
herra, og Oliver Guichard unnu
sin sæti i fyrstu umferð, þvi að
Þegar þeir œtluðu
einmitt að fagna
auknu fylgi og
koma forystu-
mönnum sínum
á þing_____________________
þeirfengu meira en 50% atkvæða.
Þó töpuðu þeir nokkru af þvi
fylgi, sem þeir höfðu áður haft.
Yves Guena vann auðveldan
sigur i gær, en Henri Torre slapp
naumlega inn
Svo virðist sem innan Gaull-
istaflokksins sé mikil óánægja
með hversu litill munur er á
stefnu hans og Giscard D’
Estaing forseta, og hafa yngri
mennirnir krafizt þess, að flokks-
forystan dragi skýr mörk, sem
sýni hvar stefna hans er frá-
brugðin stefnu Frakklandsfor-
seta.
Pyndaði herlögreglan
fréttamann
Newsweek?
Sagður hafa
játað á sig
njósnir fyrir
CIA í yfir-
heyrslum
herlögreglu
í Brazilíu
Fyrrverandi banda-
riskur trúboði, sem
sakað hefur öryggis-
lögreglu Braziliu um að
beita sig pyndingum,
játaði að hafa njósnað
fyrir CIA, leyniþjón-
ustu USA.
Eitt dagblaða Rio de Janeiro,
„Jornal do Brazil”, segir, að
Frederick Morris (40 ára), sem
var um tima fréttaritari
„Newsweek” og AP-fréttastof-
unnar, hafi játað á sig njósnirn-
ar fyrir öryggislögreglu hers-
ins, sem handtók manninn fyrir
viku.
Talsmaður sendiráðs USA i
Braziliu segist hvergi hafa
heyrt á neinar njósnir minnzt
fyrr i sambandi við Morris. En
sendiráðið mótmælti á föstu-
daginn við brazilisk yfirvöld
pyndingum, sem Morris er tal-
inn hafa þolað.
Mái þetta þykir liklegt til að
spilla mjög sambúð Bandarikj-
anna og Braziliu.
Morris bar sig upp undan þvi
við bandariska ræðismanninn i
Recife, að hann hefði orðið að
þola rafmagnspyndingar og
barsmiðar af hálfu herlög-
reglunnar. — Ræðismaðurinn
hefur staðfest, að áverkar hafi
verið á baki Morris, þjóhnöpp-
um og úlnliðum.
Sendiherra Bandarikjanna,
John Cummins, afhenti utanrik-
isráðherra Braziliu, Antonio
Azeredo da Silveira, skrifleg
mótmæli vegna þessa á föstu-
dagskvöld. Siðar þetta kvöld
voru báðir þessir embættis-
menn til staðar i veizlu, en yrtu
þá ekki á hvor annan.
Fleiri brazilisk blöð hafa tekið
upp skrif um, að Morris væri
njósnari. — En um þetta leyti
eiga Bandarikjamenn ekki
alltof miklum vinsældum að
fagna i Suður-Ameriku eftir
uppljóstranirnar um hlutdeild
CIA i þvi að grafa undan völdum
Allendes i Chile.
Fórst
f kapp-
aksturs-
keppni
A myndinni hér við hliðina
sjást rústirnar af kappaksturs-
bifreið Austurrikismannsins,
Helmuth Koiniggs, sem fórst á
kappakstursbrautinni i Watkins
Glen i New York I gær. — Bill
hans rann út af brautinni og
lenti undir öryggisgrindum en
ekillinn lézt samstundis.
Þetta var i annaö sinn, sem
hann tók þátt I formúlu
eitt-kappakstri, og um leið er
þetta annað árið i röð, sem ekill
ferst á Watkins Glen brautun-
um.
Sigurvegari i þessari keppni
varð Carlos Reutemann frá
Argentinu — En keppnin var um
leið liður i heimsmeistaramóti I
kappakstri, og varö Emerson
Fillipaldi heimsmeistari með
þvi að ná fjórða sætinu i þessari
keppni.
Rússnesku
konurnar
nœr öruggir
meistarar
Sovétrikin hafa nú 2-0 forystu i
fjögurra skáka úrslitum i
ólympiumóti kvenna i skák, sem
fram fer þessa dagana i Bogota.
Noma Grapirdashvili vann
sina skák viö Elizabetu frá
Rúmeniu og sömuleiðis Nana
Alexandria, og þurfa þvi rúss-
nesku konurnar ekki nema
hálfan vinning úr báöum skák-
unum, sem eftir eru, til að
tryggja sér olympiumeistara-
titil kvenna.
A meðan er byrjað Marlboro-
skákmótið I Maniia á Filipps-
eyjum, þar sem til 1 milljónar 755
þúsunda króna er að vinna I verð-
laun. Þangað hafa flykkzt 11 stór-
meistara og 4 alþjóðlegir meist-
arar, en þátttakendur eru alls 16,
og hafa þeir þegar teflt tvær um-
ferðir.
Tigran Petrosjan hefur þegar
tekið forystu, þvi að hann vann
Quinteros frá Argentinu i fyrri
skákinni,. en gerði jafntefli við
Kavalek i annarri.
Kavalek, Portisch, Ljubojevic,
Vashiukov (USSR) og Cardoso
frá Filippseyjum hafa allir einn
vinning hver. Larsen gerði jafn-
tefli I sinni fyrstu skák, en önnur
skák hans fór i bið. — Quinteros,
Andersson (sá sænski), Gligoric
og Pfleger hafa allir hálfan
vinning lika, en Gheorghiu er ekki
kominn með neinn vinning, enda
sat hann hjá i annarri umferö.