Vísir - 10.10.1974, Side 5

Vísir - 10.10.1974, Side 5
Vísir. Fimmtudagur 10. október 1974. 5 ÚTLÖND í MlORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN Umsjón Guðmundur Pétursson Brýna Breta á kjörsókn ís- endinga Horfur sigurstranglegar fyrir Verkamannaflokkinn Björn Bjarnason símar frá London: Wilson forsætisráöherra og leiötogi Verkamannaflokksins var sigurviss I gær. Harold Wilson forsætisráð- herra var sigurviss I siðustu kosningaræðu sinni i gærkvöldi. i öllum skoðanakönnunum er Verkamannaflokkurinn sigur- vegari. — Edward Heath setur traust sitt einkum á þá, sem ekki hafa gert upp hug sinn. Samkvæmt könnunum hafa um 10% kjósenda eða 4 milljónir manna ekki ákveðið, hvernig þeir ætla að kjósa. Kjörstaðir voru opnaðir hér i Bretlandi kl. 7 i morgun og fram til klukkan 10 i kvöld geta 40 milljónir kjósenda ákveðið, hver fer með stjórn landsins næstu 5 ár. Keppnin er hörðust milli stóru flokkanna tveggja. En áhrif minni flokka geta ráðið úrslitum um það,hvort nokkur flokkur fái hreinan meirihluta á þingi. Skozkum þjóðernissinn- um er spáð góðum framgangi i Skotlandi. 1 siðustu kosningum juku frjálslyndir fylgi sitt úr 7% 119%. Kosningaþátttakan skipt- ir mjög miklu máli um úrslitin. Verkamannaflokkurinn græðir á mikilli þátttöku. Kjósendur hafa ekki verið áhugasamir i kosningabaráttunni. Þeir gengu siðast að kjörborðinu i febrúar? sl. er minnihlutastjórn Verka- mannaflokksins undir forystu Wilsons komst til valda. Þá var kosningaþátttakan 78%. 1 forystugrein sinni i dag hvetur blaðið The Guardian kjósendur til að neyta réttar sins. Til áherzlu minnir blaðið lesendur sina m.a. á góða kosninga- þátttöku á íslandi. „Þar láti menn ekki vegalengdir og leiðinlegt veður aftra sér frá þvi að kjósa.” — Og einnig getur blaðið um, hversu þátttakan hafi verið mikil i kosningunum 1944, þegar kosið var um, hvort ekki skyldi stofnað lýðveldi á ís- landi. Mér virðist alveg ljóst, eftir að hafa fylgzt með siðustu viku þessarar 3 vikna kosninga- baráttu, að atburðir siðasta vetrar skipta höfuðmáli i málflutningi allra flokka. Þá féll stjórn Ihaldsflokksins vegna árekstra við verkalýðshreyfing- una. Vinnuvikan hafði verið stytt i 3 daga. Rafmagn var skammtað og kol.— Verkamannaflokkurinn segir, að á 6 mánuðum hafi honum tekizt að koma atvinnulifinu á stað að nýju. Honum sé treyst- andi til þess að halda vinnudeil- um i skefjun i nánu samstarfi við verkalýðshreyfinguna. Ihaldsflokkurinn leggur áherzlu á nauðsyn þjóðareiningar. Allir flokkar eru sammála um, að Bretar hafi aldrei staðið frammi fyrir eins miklum vanda frá striðslokum. Heath segir, að þennan vanda sé ekki unnt að leysa nema með samstöðu allra flokka. Frjáls- lyndir höfða til þess, að vandi þjóðarinnar stafi af sifelldum deilum stóru flokkanna og að þeim hafi mistekizt að leysa vandann, og þvi sé ekki lengur unnt að treysta þeim.— Kosningalöggjöfin veitir alls ekki fullkomið jafnræði. 1 febrú- arkosningunum fengu ihalds- menn 38,2% atkvæða og 296 þingmenn, Verkamannaflokk- urinn 37,2% atkvæða og 301 þingmann og frjálslyndir fengu 19,3% atkvæða og 14 þingmenn Siðan 1935 hefur engin brezk rikisstjórn eins flokks haft stuðning meirihluta þjóðarinnar i kosningum. Samúðin með Frjálslynda flokknum er mikil og hann á ef til vill eftir að lenda i oddaað- stöðu á þingi. Það mundi vafa- litið vera gott fyrir brezkt stjórnmálalif, ef frjálslyndir fengju itök i næstu rikisstjórn landsins. Nóbels- verðlaun- in ekki þýðingar- mest Prófessor Gunnar Myrdal, annar hagfræðinganna, sem fengu Nóbelsverðlaunin 1974. segir að Nóbeisverðlaunin hafi ekki mikla þýðingu en vill heldur vara menn við þvi, að heimsins biði einhver versta kreppa siðari tlma. Á blaðamannafundi, sem hann efndi til i gær, eftir að til- kynnt var, að hann og prófessor Friedrich von Hayek frá Austur- riki fengju Nóbelsverðlaunin í hagfræði, sagðist prófessor Myr- dal „aldrei hafa haft minna að segja á blaðamannafundi”. „Verðlaunin hafa ekki svo ýkja mikla þýðingu. Það er hins vegar vinnan og það, sem þú skilur eftir, sem þýðingu hefur”, sagði prófessorinn og vék siðan talinu frá verðlaunaafhendingunni að skuggum framtiðar. Benti hann á verðbólguna, eiturlyfjanotkunina, kynþátta- hatrið, kaldhæöni o.fl. sem ein- hverja verstu erfiðleika er mann- kyn hefði átt við að striða á seinni timum. Ekki vildi prófessorinn segja, hvað hann ætlaði að gera við sinn hluta verðlaunanna. „Ef ég geri góðverk, set ég það ekki I blöðin”, sagði hann. Von Hayek sagði við frétta- menn, að honum segði þungt hugur um efnahagslif heimsins og að margt væri sameiginlegt með núverandi ástandi og aðdrag- anda efnahagshrunsins mikla 1929 — Honum kom verðlauna- veitingin mjög á óvart. LARSEN ENN Bent Larsen frá Danmörku heldur enn forystu sinni á Marlboromótinu i Manila, en i gær voru tefldar allar biðskákir sem safnazt höfðu fyrir. Larsen hefur 3 1/2 vinning, og KONA KENNEDYS TEKIN ÖLVUÐ VIÐ AKSTUR Joan Kennedy, 38 ára gömul eiginkona Edward Kennedy öldungadeildarþingmanns, var handtekin I gærkvöldi og kærð EFSTUR er hálfum vinning á undan Eugeni Vashiukov frá Sovét- rikjunum — t þriðja sæti eru jafn- ir með 2 1/2 vinning hver, Torre, Quinteros og Petrosjan. fyrir ölvun við akstur. — Hún hafðilent I þriggja bila árekstri skammt frá heimili hennar. Lögreglan skýrir frá þvi, aö bifreið frú Kennedy hafi lent aftan á annarri, sem stanzað hafði við rautt umferðarljós á fjölförnum gatnamótum. Sá bill kastaðist svo aftan á þann næsta fyrir framan. Meiðsli urðu engin á fólki. Frú Kennedy var leidd fyrir dómarafulltrúa, formlega ákærð, en siðan leyft á fara. Ekki hefur verið ákveðið, hvenær málið verður tekið fyrir. Eiginkona þingmannsins hefur reynt að forðast sviðs- ljósið, sem umlykur bónda hennar og Kennedyfjölskyld- una. Hún hefur átt við streitu- sjúkdóma að striða frá þvi i byrjun árs, þegar taka varð fót- inn af elzta syni þeirra hjóna. — Hefur hún siðustu mánuðina dvalið mikið á hressingarhæl- um. . Joan Kennedy hefur átt við erfiðleika að etja. Boston logar í kynþátta- óeirðum Þrjú hundruð þjóðvarðliðar voru sendir inn I Boston i morgun, þar sem kynþáttaóeirðir hafa blossað upp. — Um leið barst lög- regluliði borgarinnar 100 manna liðsauki frá nágrannasveitum til þess að reyna að hemja óeirðar- seggina, en iögreglumenn segja, að alger skæruhernaður sé hafinn milli blakkra og hvltra. óeirðirnar, sem staðið hafa undanfarna daga, héldu áfram I gærkvöldi og þá mest I Roxbury- hverfinu, þar sem blökkumenn búa. Eldri ökumaður, hvltur, var dreginn út úr bil sinum og laminn til óbóta, áður en lögreglan fékk skakkað leikinn. Aðrir bilstjórar hafa sætt grjót- <1 Blökkumaður i Boston reynir aö forða sér undan æstum múg hvitra manna, sem réðust á hann, þegar hann ók dóttur sinni frá skólanum. Hundrað hvitir menn stöðvuðu bilinn, flæmdu hann út, og eltu hann siðan uppi. kasti og aðsúg og sumir verið dregnir út úr bilunum á sama hátt og gamli maðurinn. Gripdeildir hafa átt sér stað i verzlunum, og bensinsprengju var varpað inn i eina búðina, en eldurinn þó slökktur, áður en verulegt tjón hlauzt af. Lögreglan hefur sett upp vega- tálma á götum til þess að hafa hemil á flokkum, sem fara um stræti til að koma illu af stað. 1 gær og i morgun voru það einkum blökkumenn, sem létu að sér kveða, en til þessa hafa það verið hvitir foreldrar og skóla- nemendur, sem vildu mótmæla þvi, að blökkumannabörn hefðu jafnan aðgang á við börn hvitra að skólabilum borgarinnar. — Höfðu hvitir gert aðsúg að svert- ingjum, sem leið áttu hjá mót- mælahópum. Okumenn skólabilanna hafa neyðzt til þess að fara fram á lög- regluvernd við störf sin þessa daga, en skólaráð borgarinnar hefur hafnað tilmælum um að fella niður kennslu.meðan heitt er i kolunum.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.