Vísir - 10.10.1974, Side 6

Vísir - 10.10.1974, Side 6
6 Vísir. Fimmtudagur 10. október 1974. VÍSIR Útgefandi: Rcykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason Fréttastj. erl. frétta: Björn Bjarnason y Auglýsingastjóri: Skúii G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Slmar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Síöumúla 14. Simi 86611. 7 linur Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. t lausasölu 35 kr. eintakiö. Blaöaprent hf. Orkan er undirstaðan Orkan er undirstaða lifsins á jörðinni og gifur- leg orkunotkun er forsenda velmegunarþjóð- félaga nútimans. Saga efnahagslegra framfara fylgir sögu vaxandi orkunotkunar. Þess vegna er orkubúskapurinn vafalitið mikilvægasti atvinnu- vegur nútimans, svo sem iðnaðarrikin hafa kom- izt áþreifanlega að raun um i oliuskömmtunarað- gerðum Arabarikja. Fyrir iðnbyltinguna notaði mannkynið litið af orku, aðallega plöntur og dýr, sér og húsdýrum sinum til framfæris. Einnig voru þó notuð segl til að beizla orku vinds og mylluhjól til að beizla orku vatns. Reiknað hefur verið út, að samanlagt hafi þetta gert hverjum manni kleift að nota að meðaltali 12 kilóvattstundir af orku á dag. Nú notar hins vegar hver ibúi orkuþróaðs rikis um og yfir 1700 kilóvattstundir af orku á dag, eða rúmlega 140 sinnum meira en menn notuðu fyrir iðnbyltingu. Þessi gifurlega aukning er ein helzta forsenda velmegunarinnar i mestu orku- notkunarrikjum heims. Verulegur hluti þessarar orku kemur frá birgð- um i iðrum jarðar. Segja má, að þær séu birgðir óbeénnar sólarorku, sem safnazt hafa fyrir á milljónum ára. Við göngum ört á þessar birgðir. Arlega eru notuð kol, sem samsvara um hundrað alda framleiðslu sólarinnar á kolum, svo að dæmi sé nefnt. Og olian gengur langtum hraðar til þurrðar. Við höfum lika varanlegri orku i mynd kjarn- orku, vatnsafls og jarðvarma. Sú orka eyðist litt eða ekki, þótt af sé tekið, og sama gildir um beina notkun sólarorkunnar, sem alltaf er verið að reyna. Á íslandi erum við svo lánsamir að vera fá- menn þjóð i stóru landi mikillar vatnsorku og jarðvarma. Við höfum náð ágætum árangri i að virkja þessa orku og þurfum jafnframt að leggja aukna áherzlu á virkjunina. Við urðum snemma mjög framarlega i virkjun jarðhita til húsahitunar, þótt margt sé enn ógert á þvi sviði. En við höfum einnig dregizt aftur úr að þvi leyti, að við erum rétt að byrja að beizla jarð- varmann til rafmagnsframleiðslu. Við höfum þó um nokkurt skeið vitað, að slikar virkjanir eru jafnvel ennþá hagkvæmari en vatnsaflsvirkjanir. Margar litlar jarðvarmastöðvar út um byggðir landsins geta framleitt jafnódýra raforku og stórar vatnsaflsstöðvar á borð við Sigöldu. Á undanförnum árum hefur verið farið of rólega i rannsóknir á þessu sviði. Nú er kominn timi til að taka til óspilltra málanna og reisa fyrst gufuaflstöð við Kröflu og siðan margar fleiri stöðvar til almennrar raforkunotkunar. Hinar dýru og stóru vatnsaflsvirkjanir getum við svo fremur notað til að koma upp stóriðju i landinu. Við þurfum að stefna að þvi að nota eftir skamman tima eingöngu innlenda orku til ljósa, hitunar og til að knýja staðbundnar vélar. Jafn- framt þurfum við að fylgjast miklu betur með til- raunum til að nota raforku til að knýja farartæki, ekki aðeins bila, heldur einnig skip. Hugvits- mönnum heimsins mun fyrr eða siðar takast að leysa hin óleystu vandamál á þeim sviðum. Það verða ein merkustu timamót i sögu þjóðar- innar, þegar við erum orðnir sjálfum okkur nógir i orkuframleiðslu. Ekkert framfaramál okkar er mikilvægara en einmitt að flýta þeirri þróun sem mest. —JK Stuttri kosningabaráttu lauk hér i Bretlandi i gær. Siðustu skoðanakannanir spáðu Verkamanna- flokknum 10-14% meirihluta atkvæða. Harold Wil- son, leiðtogi flokksins og forsætisráðherra, er sigur- viss, en varar flokksmenn sina við andvaraleysi, þvi allt geti gerzt þar til atkvæðin hafa verið talin. Edward Heath formaður íhaldsflokksins hefur i kosninga- barúttunni lagt áherzlu á nauðsyn þjóðareiningar. Fái flokkur hans meirihluta ætlar Heath að mynda stjórn sem ekki verður einungis flokksstjórn. Frjálslyndi flokkurinn fékk um 19% atkvæða i siðustu þingkosn- ingum i febrúar. 6 milljónir kjós- enda greiddu flokknum atkvæði, en hann hefur aðeins 14 þing- menn. Þessi staðreynd hefur leitt til umræðna um nauðsyn þess aö kosningalögunum verði breytt. Frjálslyndir eru reiðubúnir til einhvers konar viðræöna um samstjórn landsins að kosningum loknum. Kosningabaráttan hefur verið háö i sjónvarpi og öðrum fjöl- miðlum. Ber hún keim af forseta- kosningunum i Bandarikjunum, þvi að mest er fylgzt með framá- mönnum flokkanna. Edward Heath tók upp nýja baráttuaö- ferð. Hann hélt óformlega fundi með kjósendum, þar sem hann svaraði spurningum i stað þess að flytja langar ræður. A blaða- mannafundum hans, sem ekki hafa verið fjölmennir fóru við- ræður fram á óformlegan hátt, og var allt gert til að sýna nýja mynd af Heath, þar sem hann væri frek- ar talsmaður sáttfýsi en and- stöðu. Verkamannaflokkurinn hefur lagt mesta áherzlu á það I kosn- ingabaráttu sinni að honum ein- um sé treystandi til að stjórna landinu, miðað við það ástand sem rikti i febrúar siðastliðnum, þegar Heath tapaði kosningunum eftir verkföll kolanámumanna og árekstra milli rikisstjórnarinnar og verkalýðshreyfingarinnar. Verkamannaflokkurinn hefur sett fram hugmyndir um lausn efna- hagsvanda Breta, sem allir flokkarnir eru sammála um, að sé sá mesti siðan frá lokum siðari heimsstyrjaldar. Lausn Verka- mannaflokksins byggist á þvi að náin samvinna verði milli rikis- stjórnarinnar og verkalýðs- hreyfingarinnar. Sem svar við þessu hefur Ihaldsflokkurinn lagt áherzlu á nauösyn þess að ekki megi ein- ungis taka tillit til verkalýðs- hreyfingarinnar, nauðsynlegt sé llllllllllll Björn Bjarnason skrifar frá London: að ná þjóðareiningu um lausn vandamálanna. Edward Heath hefur sagt aö nái Ihaldsflokkurinn meirihluta muni hann strax á laugardaginn kalla formenn annarra stjórnmála- flokka til viðræðna við sig i for- sætisráðherrabústaðnum og hef ja tilraun til að mynda breiða sam- stööu um lausn vandamála þjóðarinnar. I næstu viku muni hann siðan snúa sér til verkalýðs- hreyfingarinnar og atvinnurek- enda. En likurnar á þvi að Ihalds- flokkurinn nái meirihluta á þingi, en á þvi byggjast þessar hug- myndir Heaths, eru ekki miklar miðaðvið úrslit skoðanakannana, sem birtust i dag. Sú skýring hefur verið gefin á mikilli fylgisaukningu Frjáls- lynda flokksins i kosningunum i febrúar, að þá hafi harðir árekstrar milli stóru flokkanna stuðlað að þvi að fólk leitaði til þess flokks, sem mælti með mála- miðlun, og þess vegna hafi það kosiö Frjálslynda flokkinn. Hins vegar er bent á það núna að báðir stóru flokkarnir fari sér óvenju hægt i baráttunni. Óskir Ihalds- flokksins um þjóðareiningu leiða auðvitað til þess að málflutningur Heaths einkennist af sáttfýsi. Segja ýmsir að þessi afstaða muni laða þá ihaldsmenn sem kusu Frjálslynda i febrúar aftur til Ihaldsflokksins að þessu sinni, og þess vegna sé ekki við þvi að búast að Frjálslyndir auki at- kvæðamagn sitt meira en þá var I febrúar. Þá fengu þeir um 19% atkvæða, en höfðu i kosningunum 1970 aðeins 7% atkvæða. Utanrikismál eru litið sem ekk- ert rædd. Kjósendur virðast ekki láta deilurnar um aðildina að Efnahagsbandalagi Evrópu hafa Thorpe, ieiðtogi frjálslyndra, er hugsi fyrir kosningarnar. Kannski er hann að ihuga sam- steyputilboð Heaths. mikil áhrif á sig. Hins vegar geta formenn stjórnmálaflokkanna Efnahagsbandalagsins i ræöum sinum, og á fundi sem Wilson hélt i Birmingham á sunnudaginn lýsti hann þvi yfir og itrekaði þá stefnu flokksins að hann mundi efna til þjóðaratkvæðagreiöslu um aðildina að Efnahagsbanda- laginu innan 12 mánaða ef hann næði meirihluta á þingi á morgun. Menn lita á hugmyndir Verka- mannaflokksins um þjóðarat- kvæðagreiðslu sem viðleitni til þess ekki sizt að sætta andstæð öfl innan flokksins um aðildina að bandalaginu. A fundi með tals- manni Verkamannaflokksins hér i London i fyrradag, kom það fram, þegar ég spurði hann um stefnu flokksins til Efnahags- bandalagsins, að þessi talsmaður taldi flokkinn i grundvallaratrið- um vera fylgjandi aðild að Efna- hagsbandalaginu. Vissulega stangast þessi yfirlýsing tals- manns flokksins á við ýmsar yfir- lýsingar frambjóðenda hans. Þrátt fyrir skuggalegar horfur fyrir ihaldsmenn ber Ted Heath sig hressilega, en VVilson er alvarlegur i bragði, þegar hann varar kjósendur við aö kjósa ekki yfir sig atvinnuleysi.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.