Vísir - 10.10.1974, Side 16

Vísir - 10.10.1974, Side 16
GAMLIESSEXINN A AÐ FARA Á SAFN „Honum er ráðstafað. Hann á að fara á safn. Þetta er eini bíllinn í landinu af þessari gerð, sem hefur verið í gangi fram á þennan dag." Þetta sagði Bjarni Einarsson, járnsmiður, þegar við spurðum hann að því, hvort hann væri búinn að sel ja bílinn sinn, sem er af gerðinni Essex '31 og nýlega var aug- lýstur í Vísi „Ætli hann fari ekki á byggðasafnið í Görðum á Akra- nesi. Þeir hafa óskað eftir þvi að fá hann, og mér finnst það vel við hæfi. Annars er þetta ekki „óbrenglaður” Essex lengur. Það er búið aö taka aftan af húsinu á honum og setja pall i staðinn. Það var gert áður en ég keypti hann fyrir 20 árum, og þannig hef ég notað hann. Svo er hann með Studebaker Commander vél, sex strokka, með nógan kraft. Ég hef notað hann alveg fram undir þetta, en tók hann af skrá um daginn, af þvi ég hef nú fengið annan bil. Annars er hægt að setjast upp i hann og aka honum hvert á land sem er. Undanfarið hafa alls konar strákar verið að fala hann af mér, en ég hef ekki viljaö láta þá fá hann þvi maður veit það, að ef strákar næðu i hann, yrði hann öskuhaugamatur á engri stund”. Aðeins er vitað um einn annan bil af gerðinni Essex i landinu, sá er frá 1929 og i.eigu Gunnars Ágústssonar, hafnarstjóra i Hafnarfirði. Sá bill er „óbrengl- aður” og i öruggri geymslu. Sögur herma að einhvers staðar á Austurlandi liggi tvö flök af þessari gerð, en ekki vitað, hvar eða i hvaða ástandi. Magnús Skaftfjeld, bifreiðar- stjóri, sem á slnum tima rak Bæjarbilastöðina I Reykjavik, flutti Essex bilana inn. „Ég flutti 87 Essex og Hudson bila inn”, sagði Magnús. „Ég notaði Essexana á stöðinni og þeir reyndust vel, þóttu góðir miöað við það, sem þá var. Ég hef ekki lengi séð bil af þessari gerð — kannski ég labbi að sjá þennan”. —SH Enn er leitað að hálfu milljón- inni - kaupfélagsstjórinn hœttir Rannsókn á hinu dularfulia innbroti i kaupfélagshúsið á Hellissandi fyrr I sumar hefur ekki leitt neitt nýtt I ljós. Hálfa milljón, sem hvarf úr pen- ingaskáp kaupfclagsútibúsins er jafn týnd og áöur. Kaup- félagsstjórinn, sem bjó i hús- inu, beið talsverðan álits- hnekki sökum þessa máls, og hættir hann störfum viö útibú- ið um næstu áramót. —ÞJM Hann litur ekki svo dónalega út, Esscx bfllinn, þótt hann sér orðinn 33 ára. Hjá bilnum stendur Bjarni Einarsson, sem hefur átt hann og ekið I 20 ár — í aftursæti bílsins giittir I pappakassa — það eru varahlutir, sem eiga að fylgja honum. Ljósm. Vfsis B.G. Nú rif jum við upp söguna — á annan hátt en í skólabókum Meö sýningunni, tsland- islendingar, 11 alda sambúð lands og þjóðar, gefst mönnum kostur á að rifja upp tslands- söguna ef þeir eru farnir að rýðga i henni. Liklega festist hún lfka miklu betur i minni með þessu móti. Skólafólki er svo gefinn kostur á að sjá sýninguna á vissum timum undir leiðsögn kennara. Sýningin verður opnuð I dag klukkan fimm, en hún verður opin til 24. nóvember. A sýningunni er margt aö sjá, eins og gefur aö skilja, en segja má að sagan sé túlkuð svolitið öðruvlsi en I skóla- bókunum. Minni áherzla er lögð á einstakar persónur, en meira er sagt frá aðstæðum i landinu. Sýning þessi er næstsiðasti liður I dagskrá þjóðhátiðar- nefndar, en siðasti liðurinn veröur sýning á þjóðháttakvik- myndum, sem hefjast væntan- lega I haust. —EA „IÆKN/R/NN AlDtlllS [KKI SKUIDLAUS VIÐ SKATTINN! — leiðréttir bœjarfógetaskrifstofan í Keflavík „Ekki sagöi læknirinn ykkur alveg rétt frá viðskiptum sinum við skattheimtuna hér I Kefla- vlk”, sagöi Valtýr Sigurðsson hjá bæjarfógetanum þar syðra I viðtali viöVisi I morgun. „Sann- leikurinn er sá, að umræddur læknir skuldar enn alla fyrir- framgreiöslu þessa árs”. „Kannski lækninum finnist það ekki vera upphæð, sem skipti ýkja miklu máli”, hélt Valtýr áfram. „En okkur hér hjá bæjarfógeta finnst þó 1,5 milljón króna vera umtalsverð upphæð”. „Það var þvl ekki að ástæðu- lausu, sem menn frá okkur heimsóttu lækninn þeirra erinda að knýja fram greiðslu skuldar- innar,” sagði Valtýr. „Það er ekki rétt, sem hann segir, að menn okkar hafi borið upp erindi sitt I heyranda hljóði. Þeir töluðu við hann einslega”. „Til lögtaksaðgerða kom ekki á þessari stundu. Læknirinn fór með mönnum okkar á bæjar- skrifstofurnar og greiddi þar 400 þúsund krónur — en það var þó ekki upp I fyrirframgreiðsluna, heldur skuld hans frá I fyrra. Hann á með öörum orðum ennþá eftir að greiða hin lög- boðnu 60 prósent upp I skattana”, sagði Valtýr að lokum. —ÞJM „Al- húsið er ódýrt! — segir bygginga- fulltrúi V Alversins „Við erum ekki tilbúnir að lýsa áliti okkar á þeirri tilraun, sem nú er verið aö gera með smiði ál- húss. Hér hafa engar athuganir farið fram á áli sem byggingar- efni”, sagði Haraldur Ásgeirsson, forstjóri Rannsóknarstofnunar byggðingariðnaðarins, i viðtaii við VIsi Byggingarfulltrúi álverk- smiðjunnar I Straumsvik var ekki tilbúinn til að taka undir þá full- yrðingu, sem fram kom I VIsi varðandi álhúsið, að það sé það dýrasta á Arnarnesinu: „í kostnaðaráætluninni er ekki gert ráð fyrir að smiði hússins kosti meira en 15 milljónir”, sagði hann þegar hann hringdi til blaðsins eftir birtingu fréttar- innar. „1 dag þykir það ekki vera dýrt hús”, sagði hann ennfremur. „Það heyrast jafnvel sögur um að viðlika stór einbýlishús úr stein steypu hafi kostað 25 til 30 milljónir”. —ÞJM KORCHNOI- VINNINGUR, LOKSINS? Korchnoi á möguleika á að ná sinum fyrsta sigri gegn Karpov i einvlginu I Moskvu, en 10. skák þeirra fór í bið I gær. Karpov hefurunnið tvivegis, en Korchnoi aldrei til þessa. Skák þeirra var eins og hér segir, þegar hún fór i bið: 1. e4 - e6 2. d4-d5 3. Rd2 - c5 4. exd - exd 5. Rf3 - Rc6 6. Bb5 - Bd6 7. 0-0 - Rc7 8. dxc - Bxc5 9. Rb3 - Bd6 10. Rbd4 - 0-0 11. c3 - Bg4 12. Da4 - Bh5 13. Bd3 - h6 14. Be3 - a6 15. Hfel - Dc7 16. h3 - Ra5 17. Rh4 - Rc4 18. Dc2 - Rxe3 19. Hxe3 - Bh2+ 20. Khl - Bf4 21. Heel - Bg5 22. Rhf5 - Rxf5 23. Rxf5 - Bg6 24. Rd4 - Bxd3 25. Dxd3 - Hfe8 26. Df3 - Db6 27. He2 - Bf6 28. Hdl - He4 29. Rf5 - Hae8 30. Re3 - De6 31. Hxd5 - Bg5 32. Hd4 - Hxd4 33. cxd -Dxa2 34. Rc4-Hd8 35. Dd3 - b5 36. Re3 - De6 37. d5 - Dd7 38.b4-Dd6 39. Dd4-Kf8 40. De4 - Bxe3 41. Hxe3 - Dxd5 42. biö. VISIR Fimmtudagur 10. október 1974. Grillstaðurinn: Stofn- öryggið fœr þrjú líf Grillstaðurinn I Hafnarfirði, sem ekki gat opnað vegna raf- magnsskorts og Visir skýrði frá á mánudaginn, var opnaöur I fyrra- dag. Eftir að greinin birtist I Visi, komst formaður Rafveitunefndar Hafnarfj. I málið og gaf hann heimild til að staðurinn yrði opn- aður með þeirri raforku, sem fyrir væri. Starfsmennirnir verða að reyna að haga vélanotkun sinni þannig, að of mikiö álag skapist ekki, og hefur það gengið vel til þessa. Ef þeir sprengja stofnöryggi hins vegar þrisvar sínnum verður staðnum lokað á ný- Starfsmaður staðarins sagði, að það hefðu verið mikil viðskipti, eftir að hægt var að elda. Lögfræðingur hefur verið fenginn til að skera úr um, hvort það er eigandi grillstaðarins eða nærliggjandi trésmlðaverk- stæðis, sem greiða á kostnað af nýrri heimtaug i fyrirtækin. Eigandi grillstaðarins vill halda þvi fram, að rafmagnsskorturinn hafi verið leyndur galli á húsinu, sem hann keypti undir reksturinn. Þar til úr þessu fæst skorið, verður grillstaðurinn að spara við sig tækjanotkunina. —JB

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.