Vísir


Vísir - 26.10.1974, Qupperneq 1

Vísir - 26.10.1974, Qupperneq 1
64. árg. — Laugardagur 26. október 1974 — 211. tbl. Rjúpnabönn bœnda ó afréttum ólögleg — — segja veiðimenn — baksiða Fékk yfir sig hagladrífu er hann var að huga að fé — baksiða Danskur gestur hvarf með málverkið — bls. 3 Stakk mann til bana — hefur áður verið úrskurðuð geðveil vegna minni stungumála SVERRIR SKORAR Á HÓLM - Bls. 3 Heimsmeistarakeppn- in i fimleikum: Turischeva varði heims- meistara- titilinn — Ofga Korbut í öðru sœti Ludmila Turischeva frá Sovétrikjunum varöi heims- meistaratitil sinn f fimleikum kvenna á 18. heimsmeistara- mótinu sem lauk i Varna I Búlgarfu i gær. Landa hennar Olga Korbut, var i öðru sæti, en A. Hellman frá Austur-Þýzkalandi lenti I þriöja sæti. Tvær sovézkar komu næstar i 4. og 5. sæti, þar E. Saadi og R. Siharulidze. Með þessum fjórum meðal sex fyrstu, og þar með sigur i sveitakeppninni, hafa Sovét- menn svo að ekki verður um villzt sannað yfirburði sina i þessari iþróttagrein. Lokastigin uröu sem hér segir: stig 1. Turischeva (Sovét) 78.450 2. Korbut (Sovét) 77.650 3. Hellman (A-Þýzkal.) 76.875 4. Saadi (Sovét) 76.425 5. Siharulidze (Sovét) 76.400 6. Zinke (A-Þýzkal.) 76.325 7. Dronova (Sovét) 76.125 8. Goreac (Rúmenia) 75.925 9. Schmeisser (A- Þýzkal.) 75.525 10. Medveczky 75.475 Samkvæmt fréttastofunni BTA varö bezti einstaki árangur i keppninni hjá Zinke, A-Þýzkal. 9.95 fyrir æfingar á tvislá. 34 ára gömul kona drap 28 ára gamlan mann i fyrrinótt. Konan skar manninn á háls og stakk hann. Hann lézt á slysadeild Borgarspital- ans skömmu eftir að hann var fluttur þangað. Atburðurinn átti sér stað á heimili konunnar og 17 ára gam- als sonar hennar að Suðurlands- braut 74a. Jóhannes Þorvaldsson. Heimsmeistarinn f fimleikum kvenna, Ludmila Turischeva. Eggjárnin, sem notuö voru viö manndráplö. Ekki er vltaö nákvæm- lega, hvaöa tæki konan notaöi viö verknaðinn. Ljósm. B.G. JAFNTEFLI í SVISS r Olafur H. Jónsson jafnaði þegar 20 sekúndur voru eftir af leiknum við Svisslendinga islendingar og Svisslendingar gerðu jafntefli i 4ra landa keppninni I handknattieik, sem fram fór I Ziirich i Sviss í gær- kveldi — 21:21. Svisslendingarnir náðu góð- um tökum á leiknum i upphafi og komust fljótlega i 6:1. En þá náði islenzka liðið sér á strik og tókst að jafna og komast yfir, 8:7, og i hálfleik hafði liðið 3ja marka forustu 11:8. 1 siðari hálfleik skiptust liðin á að jafna og hafa yfi.r, en þegar 20 sekúndur voru eftir var stað- an 21:20 fyrir Svisslendinga. Þá skoraði Ólafur H. Jónsson jöfn- unarmarkið og mátti ekki tæp- ara standa. Axel Axelsson var markhæst- ur islenzku leikmannanna, skoraði 8 mörk — eins og i leikn- um við Luxemborg á miðviku- dagskvöldið. Ólafur H. Jónsson skoraði 5 mörk, Einar Magnús- son 4 — öll úr vitum — Stefán 2 og þeir Jón Karlsson og Viðar Simonarson 1 mark hvor. —klp— OG NÚ ER AÐ KJÓSA A þessum fyrsta degi vetrar er likiegt, aö nokkur hrollur fari um menn. Til aö ylja mönnum birtum við i blaöinu i dag myndir af tiu islenzkum blómarósum. Þaö eru stúlkurnar, sem viö höfum verið að birta litmyndir af á forsiðu blaösins siðustu vikurnar. Þeim litmynda- birtingum er nú lokið og komiö aö þvi, að lesendur greiöi stúlkunum atkvæöi, en sú sem veröur hlutskörpust i sam- keppninni hlýtur aö launum ferð meö Ótsýn til Spánar eöa ttaliu. Sjá bls.5. Maðurinn, sem lézt, hét Jóhannes Þorvaldsson, sjómaður og átti heima i Nóatúni. Konan og Jóhannes höfðu verið saman um skeið. Nokkru eftir að þau fóru að vera saman stakk konan Jóhannes meö skærum i handlegginn, þannig að hann varð frá vinnu. Konan hefur nokkrum sinnum áður verið kærð fyrir að stinga fólk með hnifum eða skær- um. Meðal annars er stutt siðan hún stakk 15 ára pilt og einnig unga stúlku. Vegna þessarar áráttu hennar að stinga fólk hefur hún verið látin sæta geðrannsókn. Eftir þá rannsókn, sem gerð var fyrir tveimur eða þremur árum, var hún á geðsjúkrahúsi i nokkra mánuði. t fyrrakvöld var Jóhannes hjá henni og svo sonur hennar ásamt kunningja sinum. Piltarnir ætl- uöu á dansleik, en komust hvergi inn. Þeir komu aftur til baka um tvöleytið. Þá höfðu Jóhannes og konan setið að drykkju. Þegar þeir komu inn i húsið, var konan mjög fáklædd. Sonur hennar sá allt i einu, hvar hún brá hnifi á loft og skar þvert yfir háls Jóhannesar. Ekki er vitað hvort hann var með meðvitund þá. Son- urinn og kunninginn réðust að konunni og afvopnuðu þegar. Kunningi sonarins fór i næstu hús til þess að hringja á sjúkrabil, þar sem enginn sími var i húsinu. En honum gekk erfiölega aö vekja upp og sóttist þvi seint. Sonur konunnar varö þá óþolin- móður og hljóp yfir að bilavara- hlutaverzlun sem er örstutt þar frá. Þar braut hann upp útihurð- ina og hringdi á sjúkrabil. Þegar hann kom aftur, sá hann hvar móðir hans var að stinga Jóhannes með hnifi. Hann réðst að henni, afvopnaði hana og barði hana mörgum sinnum. Við það sökk annað augaö i konunni og hitt bólgnaði. Hún hlaut einnig sár á læri. Sjúkrabill og lögregla komu stuttu siðar. Þá lá Jóhannes viö útidyrnar. Hann var fluttur á slysadeild og konan einnig nokkru siðar i öðrum sjúkrabil. Dreng- irnir tveir voru færðir i fanga- geymslur. Konan játaði verknaðinn viö yfirheyrslur hjá rannsóknarlög- reglunni i gærdag. Mundi hún hvað gerzt hafði i stórum drátt- um. Hún var úrskurðuð i allt að 90 daga gæzluvarðhald og til að sæta geðheilbrigðisrannsókn. Kona þessi á þrjú börn önnur en son þann, sem bjó hjá henni. Hin börnin þrjú búa öll úti á landi. Drengjunum tveimur var sleppt úr varðhaldi i gær. Talið er að dánarorsök Jóhannesar hafi verið innvortis blæðingar af völdum stungusárs fyrir ofan viðbein. Réttarkrufn- ing hefur ekki farið fram. — ÓH Þetta er inngangurinn I húsiö viö Suöurlandsbraut þar sem atburöurinn átti sér staö. Þegar lögreglan kom aö húsinu f fyrrinótt, lá Jóhannes heitinn meö höfuöiö út yfir þröskuldinn. A minni myndinni er huröin á bilahlutaverzluninni, sem sonur konunnar sparkaöi upp, þegar hann komst hvergi I sima annars staöar. Ljósu flekkirnir á huröinni eru eftir sparkiö. — Ljósnt. B.G.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.