Vísir - 26.10.1974, Side 5

Vísir - 26.10.1974, Side 5
Vlsir. Laugardagur 26. október 1974. 5 1. Gyða Hafdís Margeirsdóttir 3. Helga Þórðardóttir 4. Magnea Ragnarsdóttir 5. Vala Jónsdóttir 6. Birna ólafsdóttir Hver þeirra kemst í suð- rœna sól? 7. Halldóra Emilsdóttir 8. Sigríður Björg Stefánsdóttir 9. Guðbjörg Sveinbjörnsdóttir 10. Kristín Erla Karlsdóttir — Greiðið atkvœði strax í dag Myndirnar af stúlkunum tíu hér til hliðar ættu að geta haft úr lesendum mesta kuldahrollinn á þessum fyrsta degi vetrar. Þetta eru stúlkurnar, sem taka þátt í samkeppninni um ferð með Otsýn til sólarlanda. Við höfum birt litmyndir af þeim öllum og nú er komið að þvi að greiða atkvæði. Hér fyrir neðan er atkvæðaseðill fyrir les- endur og er hægt að raða þar upp þrem stúlkum, en sú sem er sett efst á blað hlýtur 30 stig, sú næsta 20 stig og loks sú sem sett er i þriðja sæti 10 stig. Frestur til að skila atkvæða- seðlum er til 8. nóvember og verða úrslitin kynnt i Visi mánudaginn 10. nóvember. Eins og við höfum sagt frá áður, hlýtur hlutskarpasta stúlkan að launum ferð með Otsýn til sólarlanda. Getur hún va’.ið um ferð til Costa del Sol eða þá Gullnu strandarinnar á ttaliu. Býður útsýn stúlkunni það bezta, sem ferðaskrifstofan hefur upp á að bjóða á þessum stöðum — og það er töluvert. Ef stúlkan kýs að fara til ttaliu getur hún búið i eigin ibúð eða á hóteli að eigin vali. Og henni stendur til boða að taka þátt i kynnis- og skemmtiferðum Otsýnar. Þannig getur hún skoðað Feneyjar, farið að hinu heill- andi Gardavatni, virt fyrir sér tign Alpanna og sömuleiðis farið til Verona þar sem eru stórkost- legar óperusýningar undir ber- um himni. Nú, og ef stúlkunni okkar falla ekki óperur, getur hún brugðið sér á næturklúbb, en þeir eru einir tólf við Gullnu ströndina og auk þess er þar fjöldi annarra dansstaða, kvikmyndahúsa og leikhúsa. A Costa del Sol er ekki siður glaðvært og sólrikt. Þar getur stúlkan einnig valiö á milli hótelherbergis eða Ibúðar, en þess má geta, að á Torremolinos — þeim geysivinsæla sólarstað — býður Otsýn upp á ibúðir sem hver um sig er meö sérbaði, eldhúskrók, rúmgóðri stofu og svölum, sem snúa að ströndinni. Og þarna er hægt að fara i lengri og skemmri kynnis- og skoðunarferðir með Útsýn, þegar maður vill gera hlé á sól- böðum á ströndinni. t aug- lýsingapésum ferða- skrifstofunnar er sagt að fjölbreytnin sé nær óendanleg, en við látum nægja að geta hér um fjóra möguleika: í fyrsta lagi tveggja daga heimsókn til hinna frægu borga Andalúsiu, Sevilla og Cordova. 1 öðru lagi tveggja daga ferð til Marokko i Afriku, þá skemmtiferð til Granada til aö skoða hinar frægu Márahallir og yndisfögru garða Generalife, en það er sögufrægasti staður Spánar og helgidómur þjóðarinnar. Og loks má nefna kynnisferð til Malaga, sem veitir góða innsýn i spænskt þjóölif og sögu. Og nú er sum sé spurningin: Hver af stúlkunum tiu hlýtur ferð með Útsýn i sólina syðra? Verið ekki að tvinóna við hlutina. Fyllið út at- kvæðaseðlana strax i dag og póstleggið þá með utanáskriftinni: Dagblaðið VÍSIR, Siðumúla 14, Reykjavik. Og merkið i hornið á umslaginu: Samkeppnin 1974. I I I i................................................ I I 2 I X. ...................................•••••••••••• | I 3................................................. I 3................................. I

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.