Vísir - 26.10.1974, Page 9
Vísir. Laugardagur 26. október 1974.
SIGRAR YNGRI EÐA
ELDRI KYNSLÓÐIN?
Nú dregur til úrslita i
meistarakeppni Bridgefélags
Reykjavikur I tvimenning, en
siðasta umferðin verður spiluð i
dag kl. 13 i Domus Medica.
A-riðillinn verður þannig
skipaður:
1. Guðlaugur R. Jóhannsson
Örn Arnþórsson 1027
2. Einar Þorfinnsson —
Hjalti Eliasson 993
3. Guðmundur Pétursson —
Karl Sigurhjartarson 954
4. Hallur Simonarson —
Þórir Sigurðsson 945
5. Hörður Arnþórsson —
Þórarinn Sigþórsson 938
6. Einar Guðjohnsen —
Guðmundur Arnason 879
7. Simon Simonarson —
Stefán Guðjohnsen 879
8. Gylfi Baldursson —
Sveinn Helgason 878
9. Bragi Erlendsson —
Rikarður Steinbergsson 871
10. Hermann Lárusson —
Ölafur Lárusson 870
11. Gunngeir Pétursson —
Viðar Gunngeirsson 843
12. Jón Gislason —
Snjólfur Ólafsson 842
Baráttan stendur milli yngri
og eldri kynslóðarinnar og er
þáð min spá að „gömlu menn-
irnir” verðir þungir á bárunni i
siðustu umferðinni. Þrjátiu og
fjögur stig eru hins vegar mikið
forskot og allar likur á þvi, að
ekkert fái ógnað öruggum sigri
yngri kynslóðarinnar, enda hafa
þeir haft forystu allt mótið.
Unglingaverðlaunin virðast
heldur ekki i óvissu, þvi
menntaskólanemarnir, Einar
og Guðmundur, hafa allgott
forskot.
Að komast i hæpin 7 grönd i
tvimenning er ávallt góð skor,
ef þau vinnast. Hallur og Þórir
fóru engar krókaleiðir i eftir-
farandi spili:
Staðan var a-v á hættu og
norður gaf.
♦ 4
V 6-5-2
♦ A-K-G-9-6-5-3
♦ 4-3
♦ 9-7-6-5
V10
♦ 8-7
♦ K-D-10-9-7-2
♦ K-D-10-8-3
VD-8-7-4
♦ 2
♦ G-9-6
♦ A-G-2
VA-K-G-9-3
♦ D-10-4
4bA-K
Sagnirnar voru stuttar og
óvenjulegar:
Norður Austur Suður 'Vestur
Hallur Þórir
3 G P 7 G P
P P
Þrjú grönd lofa þéttum láglit
og þótt Hallur teygi sig aðeins
þá er það aðeins af þvi að
staðan er hagstæð.
Austur spilaði út spaðakóng
og Hallur gat talið 12 slagi. Það
var hins vegar aðeins rútina að
fá þann þrettánda með
kastþröng á austur og Hallur
var fljótur að þvi.
AÐALSVEITA KEPPNI
BR AÐ HEFJAST
Næsta miðvikudag hefst aðal-
sveitakeppni Bridgefélags
Reykjavikur og eru allir bridge-
menn beðnir um að fjöimenna.
Þarna gefst tækifæri til þess að’
spila við marga bestu bridge-
menn landsins, en meðal þátt-
takenda eru islands- og
Rey kjavikurmeistarar að
ógleymdum landsliðsmönn-
unum.
Þátttaka er öllum opin, og
þurfa þátttökutilkynningar að
berast sem fyrst til stjórnar
féiagsins. Tilvalið tækifæri til
þess að láta skrá sig er i dag i
Domus Medica og horfa jafn-
framt á úrslitin I tvimennings-
keppninni.
Örn (snýr baki I ljósmy ndarann) og Guðlaugur aö spila við eina kvennaparið i mótinu, Vigdisi Guðjóns-
dóttur (til vinstri) og Höllu Bergþórsdóttur. Frú Louise Þóröarson fylgist með af athygli.
Sigra þeir I dag?
HÉR GEGN VETRARRÍKI BÓNDI BARÐIST
Ef ég man rétt er fyrsti
vetrardagur i dag. Er þvi rétt
að fara að búa sig undir vetur-
inn, eins og það er kallað,
huga að kuldaskóm og öðrum
skjólflikum og setja nagla-
dekkin undir bilinn. Þegar
búið er að þessu eru allir færir
i flestan sjó og þurfa ekkert
að óttast nema rafmagnsleysi,
sem er þó ekkert afskaplega
hættulegt, og ekki laust við að
sumum finnist slikt bara
skemmtileg tilbreyting i
skammdeginu.
Þórður Einarsson yrkir fyrstu visuna i
þættinum i dag.
Veðurbarinn ævi alla
úti gekk hann-kólguhretin
létu siðan fauskinn falla
fátækan og litils metinn.
Ekki þurfum við, með okkar góðu lifs-
kjör að óttast hretin og væri nær að likja
okkur við sveru eikurnar i Hallorms-
staðarskógi sem standa af sér öll veður
heldur en fúna trjágrein.
Jóhann i Sveinatungu kveður.
Vetrinum fylgir óhjákvæmilega snjó-
koma hér hjá okkur þrátt fyrir það, að
veðurfræðingar hafi komist að þvi að
veður fari heldur hlýnandi hér.
Guðmundur Ingi yrkir.
í draumi komstu nú I nótt til min
og náttkjóll var það eina sem þú barst.
Ég leit þig hrifinn eins og æðri sýn
— svo engilbjört og mjallahvit þú varst.
Af enni þér og æskuljósri kinn
svo undarlega hvítum bjarma sló
sem töfrar gripið hefðu huga minn.
— Ég held að þetta viti á meiri snjó.
1 þeirri sveit, sem ég var I mörg sumur
þurfti ekki að hugsa um rafmagnsleysi.
Þar var ekkert rafmagn. Mór og tað var
notaö til eldiviðar og svo seint var kveikt
á ollulömpunum að nú væri það talið kol-
niðamyrkur, sem þá var sæmilega les-
bjart. Ekki man ég hvenær rafmagn kom
I sveitina, hitt þykist ég viss um að þar
væru bændur enn þótt þeir kynnu ekki að
sjúga mjólkina úr kúnum með rafmagni
eða þeyta heyinu upp i hlöðurnar með
blásurum.
Páll V.G. Kolka kveður
Hér gegn vetrarriki bóndi barðist,
banvæn stundum hreppti sár,
þjóðar sinnar illum vættum varðist
vaskra kyn I þúsund ár.
Úr þvl að illum vættum tókst ekki að
granda bændum i öll þessi ár, er ekki von
að rafmagnsleysinu hafi tekist það. 1
Þingeyjarsýslum hefur svonefndur orku-
skortur verið tilfinnanlegur undanfarin ár
og er þetta nú orðið vandamál alls
heimsins. En þingeyingar þurfa sitt raf-
magn ekki siður en aðrir. Við getum vist
ekki lifað án rafmagns nú orðið i það
minnsta ekki þessu svokallaða góða lífi.
Arnmundur Gislason yrkir.
En vittu það, grimmlyndi vetur!
og vertu ekki að hreykja þér neitt,
að bliðan má hörkunni betur
— og bráðum þér verður of heitt.
A ævidags stund
eins ertu, maður, og blómið á grund.
Þitt lif er ei minna né meira,
þó mælirðu fleira.
Eitt af þvi sem mér fannst einkenna
haustið i sveit voru fuglarnir, sem hópuðu
sig til æfinga fyrir hið langa flug til heitari
landa.
Ingólfur Pálmason yrkir.
Og þegar hregg i grasi gráu þýtur
og gestir sumars flognir eru um höf,
ég uni sæll við angan munablóma,
við auðlegð hjartans — þina dýru gjöf.
Hér I þéttbýlinu hef ég ekki tekið eftir
þessu. Ég hef raunar ekki heldur tekið
eftir staðfuglunum. Einu fuglarnir sem
maður verður var við að einhverju ráði
hér eru dúfur, og svo endur ef maður gerir
sér fer niður að tjörn, fyrir utan auðvitað
rjúpuna, sem maður borðar á jólunum.
Hannes J. Magnússon yrkir.
Þótt logi fagurt ljósin þin i kvöld,
er litlum fuglum ævin býsna köld.
Og minnstu þess, sem býrð við birtu og yl,
að buga að þeim, sem fáir hugsa til.
Þar með læt ég útrætt um veturinn.
Hvert sem við litum sjáum við fram-
farir. Sumar eru góðar, aðrar slæmar.
Sigurður á Arnarvatni yrkir.
Sá hreini grýti ’ana, herrann kvað.
Þeir hikuð við að gjöra það.
En seinna varð það að sannri list.
— Og sá er mestur sem grýtir fyrst.
Er hægt að trúa þvi, að þvi meira sem
mannvitið verður minnkar manngildið að
sama skapi.
Freysteinn Gunnarsson yrkir.
Hvitingar landa leita
langt burt i suðurátt.
Surtarnir viðnám veita.
Vist á þar margur bágt.
Hitt er þó mesta meinið,
mein, sem er fornt og nýtt:
sumt fólk er svart inn við beinið,
en sýnist þó vera hvitt.
Kannski hefur þetta alltaf verið svona.
Jón frá Langey kveður.
Veraldar er venjan slik
að virða hinum betur
þann sem undir finni flik
falið úlfinn getur.
Of ef til vill er það ekki nema eðlilegt að
það takimannvitiðlangan tima að komast
að þvi, að manngildið er miklu meira
virði en það.
Stephan G. Stephansson yrkir.
Og villunótt mannkyns um veglausa jörð
svo voðalöng orðin mér finnst,
sem framfara skíman sé skröksaga ein
og skuggarnir enu hafi ei þynnzt.
Því jafnvel í fornöld sveif hugur eins hátt
og hvort er þá nokkuð sem vinnst?
Ben. Ax.