Vísir - 28.10.1974, Blaðsíða 7

Vísir - 28.10.1974, Blaðsíða 7
Vísir. Mánudagur 28. október 1974. 7 / =. SIÐAN £ Umsjón Jón Björgvinsson Hversu mikinn svefn þurfum við? Ef við vilj- um komast að þvi, er hentugasta og vinsælasta aðferðin sú, að stinga verkjaraklukkunni inn í skáp og telja svo klukkutímana frá því að við sofnuðum þar til við vöknum af sjálfsdáðum hress og endurnærð. Onnur aðferð er sú, að sleppa þvi að sofa og sjá hvað gerist. Sú aðferð er ævagömul og hefur verið notuð jafnt i visindalegum tilgangi sem og ómannúölegum. A timum rannsóknarréttarins var svefnleysi einmitt ein sú djöfullegasta pynting, sem þeir, er grunaðir voru um galdra, urðu að þola. Það er að segja svefnleysi, sem þröngvað var upp á þá. Margar konur, er taldar voru nornir, voru i raun og veru and- lega sjúkar, en eftir að þeim hafði verið haldið vakandi i marga daga óx sá sjúkleiki i al- gjöra sturlun. Þær urðu haldnar grimmd og ofbeldi, þar til þeirra eini friður var dauðinn. Frá upphafi hafa yfir- heyrendur vitað um niðurbrjót- andi áhrif svefnleysis. Það er aðferð, sem brotið getur vilja- sterka menn, án þess að skilja eftir svo mikið sem eina rispu. Aðferðin er fólgin i þvi að vekja fanga með óreglulegu millibili og leyfa þeim aðeins að sofa i blundum. Yfirheyrslur standa yfir timunum saman án hléa, en þeir sem viðurkenndu eða féllust á sekt sina fengu frið til að sofa. Aðferð þessi er langt frá þvi að vera ný, en nú á timum er hún þekkt undir nafn- inu „heilaþvottur”. Ef litið er i sögulegar heimild- ir, sést að ótölulega margar tapaðar orrustur, stærri slys og mistök má rekja til svefnleysis. Þannig var Perseus siðasta Makedoniu konunginum hald- ið frá svefni af Rómverjum og drepinn á þann hátt. Eins má með sanni segja að Haiti eigi sitt sjálfstæði svefnleysi að þakka. 1802, þegar Napoleon sendi her til eyjanna, sem var til muna fjölmennari en skæru- liðasveitir eyjarinnar, gripu skæruliðarnir til þess ráðs að efna til smáárása á næturnar og halda Frökkunum þannig frá svefni. Aö lokum var franski herinn kallaður frá eyjunum ör- magna af þreytu og hrjáður af sjúkdómum. Margar sögur um áhrif svefn- leysis eru til úr síðari heims- styrjöldinni, og enginn veit fyrir vist hvað svefnleysi á mikinn þátt i þeim geðsjúkdómum, sem margir fyrrverandi hermenn hafa þjáðst af eftir hrakninga i striðinu. Raunhæfar rannsóknir á áhrifum svefnleysis hófust upp úr 1940. Þeir, sem tóku þátt I rannsóknunum uröu kæru- lausari, athyglin dofnaði og þeir hættu að hreyfa sig að óþörfu. Þeir tóku að kvarta undan óskemmtilegum hugarburði og fannst, sem eitthvað þrengdi aö höfðiþeirra. Eftir 30 til 60 tima vöku töpuðu þeir fjarlægðar- skyni og hlutir breyttu um lögun. Sumum fannst sem gólfið gæfi eftir. Eftir 90 stunda vöku fóru tilraunadýrin að sjá stórkost- legar ofsjónir. Einn hrópaði á hjálp, þar sem honum fannst sem kóngulóarvefur væri klistraður við andlit hans. Timaskynið var að hverfa. Mennirnir tóku að hlæja að Svefninn er okkur lífsnauðsynlegur ástæðulausu en oftar greip þá þó dapurleiki. Þess voru greinileg merki, að svefnleysið eitt gat valdið gjörbreytingum á starf- semi heilans. Við fyrstu kynni hefði maður haldið að þeir, sem prófaðir voru hægðu á sér i hugsun og framkvæmdum. Flestir telja lika seinlæti koma samfara svefnleysi. Þvi fannst þeim óráðlegt, að aka bil eða gera annað það, sem krefst sekúndusnarræöis. En viö rannsóknirnar kom i ljós, að þessi skoðun er ekki rétt. Eftir 30 tima vöku brugðust menn stundum eins snöggt við og þeir, sem hvildir voru. Stundum var viðbragðið þó þre- falt lengra. Þegar vakan íengdist, lengdist viðbragös- timinn ekki að sama skapi, ( heldur varð hann sifellt ójafnari. Mennirnir voru látnir ýta á hnapp I hvert sinn, er ljós kviknaði. Þetta gera menn snöggt og örugglega eftir hvild. En i stað þess að verða seinni til eftir langa vöku, kom i ljós, að sá vansvefta fór að tapa úr hluta af ljósmerkjunum, þe.a.s. athyglin blundaði örskamma stund. Þeim syfjuðu tókst lika ágæt- lega að leggja saman tölur, svo lengi sem þeir höfðu nægan tima, en ef þeim voru sett tæp timamörk, skapaðist streita, sem olli þvi að útkoman varð ekki lengur nákvæm. I rannsóknunum kom I ljós að I samskiptum manna er mun meiri hætta á eftir vöku, að sá, sem á að framkvæma skipanir geri skyssu en sá sem gefur skipanir. Eftir 70 tima vöku, höfðu þó báðir tvöfaldað óná- kvæmni sina. Við athuganirnar kom i ljós, að ónákvæmnina mátti rekja til stuttra blunda, er ollu þvi, að sá syfjaði tapaði úr orðum eða merkjum. Þannig varö ljóst, aö ef nauðsyn væri að hafa van- sveftan mann á vakt, væri árangursrikara aö færa honum fyrirskipanirnar skrifaðar á blaö. Þegar þessir örstuttu blundir voru skráðir niður, kom i ljós, að þeir voru tiðastir siðla nætur, þegar likamshitinn var I lág- marki, en minnst bar á þeim er likamshitinn var mestur að kvöldi næsta dags. Þeir, sem fengnir voru i rannsóknirnar voru ekki látnir vaka lengur en 3-4 daga i lotu. Þetta er ekki mikið lengur en dæmi eru til meðal sjómanna, hermanna og þeirra, sem háðir eru vissum timamörkum. Enginn væntir þess, af van- svefta mönnum, að þeir séu duglegir eða snöggir til, en vita menn yfirleitt, að vansvefta maður hefur verri dómgreind en aðrir? Við tilraunirnar kom I ljós, aö við langa vöku hættu menn fljót- lega að lesa og spila flókin spil. Þeir veigruðu sér við likamlegri áreynslu og eyddu meir og meir af tima sínum i ósamhangandi og áhugalitlar samræður. í ljós kom, að hvatning jók árangur hinna vansvefta, sömu leiðis ef þeir fengu að vita árangur prófanna, sem sett voru fyrir þá. Einnig varð árangurinn betri, ef þeir fengu sjálfir að ráða vinnuhraðanum og eins ef viðfangsefnið var mjög áhugavert. Margir frétta- og blaðamenn hafa lika sagt að það sé spennan við að vinna að einhverri vissri frétt, sem komi þeim klakklaust i gegnum þriggja daga vinnu- lotu. Márgt bendlr tfl.'að langvar- andi vaka hafi I för með sér skammvinnar eða langvinnar afleiðingar á heilann. Enn hafa menn þó ekki verið látnir vaka það lengi, að afleiðingarnar séu ljósar. Þegar maðurinn fær styttri svefn en vanalega, er hann jafn- framt að breyta svefninum. Svefn, sem er tveim eða þrem timum skemmri en vanalega er ekki minnkuð útgáfa af hefðbundnum nætursvefni. Tilraunir með menn, sem látnir hafa verið sofa mismunandi lengi hafa leitt i ljós að það er yfirleitt draumatiminn sem styttist. En það fer eftir draumatimanum, hversu góður svefninn er. Svefnleysi breytir þvi ekki aðeins svefntimanum heldur og svefngæðunum. Það er ekki lengur hægt að fara I grafgötur um, að svefninn er manninum eins nauösynlegur og matur og loft. Hvarvetna i nútima þjóðfélagi er þess krafizt að menn séu viðbragðsfljótir og traustir, en þetta eru eiginleikar, sem aö- eins hinn úthvildi maður býr yfir. i r © ERLENDAR BÆKUR Námsbœkur Danskar Atlas 2. Astronomi. Bölgelære for gymnasiet. Dansk Sagaprosa. Nyere dansk prosa. Dansk skoleordbog. Ellære 1 og 2. Englene. 40rnes Danske Novelle. Fysik 1. og 2. Opgaver I fysik. Grafskrift for Rödhætte. Litteratur for Niende 1. Litteratur for tiende 1. Mekanik 1. og 2. NA/TE 2. og 3. Nudansk ordbog. Moderne dansk for udlændinge. Þýzkar Bidermann und die Brandstifter. Deutsche erzShlungen 1-2. Die Panne. Emil und die detektive. Lesehcft 1. Humor und satire. Max og Moritz. tíbungen zu synonymen verben. Franskar Rendez-vous en France C-1 og C-2. Choisi Pour Vous livre D’exercices. Enskar Bushfire and hurricane Paula. Developing skills. Living English structure. Target 1. og 2. Oxford advanced learner’s dictionary. New present day English 1-2. Organic Chemistry. Understanding the Earth. Latína Med larde pá latin Bókaverzlun SIGFÚSAR EYT1UNDSSONAP Austurstræti 18, sími 13135 • V <2> Fontana Pan SlGNET

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.