Vísir - 28.10.1974, Blaðsíða 9

Vísir - 28.10.1974, Blaðsíða 9
Vlsir. Mánudagur 28. október 1974. 9 Sigur eftir Mikill fögnuður var í búðum islenzka landsliðs- ins í handknattleik í Sviss á laugardaginn eftir að liðið hafði sigrað það vestur- þýzka með 3ja marka mun — 18:15 — í hand- knattleikskeppninni/ sem þar var háð um helgina. Þetta var i fyrsta sinn I ellefu landsleikjum, sem það islenzka sigrar það vestur-þýzka og þvi ekki að undra þótt menn væru kátir. Auk þess féll liðið saman eins og bráðið stál og lék eins og sannkallað stjörnulið allan tim- ann. Þjóðverjarnir skoruðu fyrsta markið i leiknum, en næst þegar Island varð í 2. sœti Crslit einstakra leikja og loka- staðan I 4ra landa keppninni i handknattleik, sem fram fór i Sviss um helgina: tsland—Sviss 21:21 Ungverjal.—V. Þýzkal. 17:12 fsland—V.Þýzkaland 18:15 Ungverjal.—Sviss 18:18 V. Þýzkalarid—Sviss 15:12 Ungverjai.—island 31:14 1. Ungverjaland 3 2 1 0 66:44 5 2. tsland 3 1 1 1 53:67 3 3. Sviss 3 0 2 1 51:54 2 4. V-Þýzkaland 3 1 0 2 42:47 2 gegn Vestur-Þjóðverjum 10 tapleiki við höf um fengu þeir að glima við aldursfor- seta islenzka liðsins — Hjalta Einarsson — sem stóð I markinu allan timann og varði eins og ber- serkur. 1 hálfleik hafði islenzka liðið yfirburðastöðu 8:3 og i slðari hálfleiknum var enn bætt við, er Ólafur H. Jóhsson tók til sinna ráða og skoraði 4 mörk i röð eftir aö Axel Axelsson hafði matað hann á linunni. Var mikill kraftur i Ólafi, er hann skoraði þessi mörk — greip boltann með vinstri og lagði hann yfir i hægri á leiðinni inn I teiginn, og allt eftir þvi. Þegar 10 mlnútur voru eftir af leiknum, var staðan 16:10 fyrir Island. Þá tóku Þjóöverjarnir upp á þeirri leikaðferð að leika ,,maður á mann” og héldu þvi áfram út leikinn. Réttu þeir að- eins úr kútnum við það — skoruðu 5 mörk á móti 2 mörkum ís- lendinga — og urðu þvi loka- tölurnar 18:15 fyrir island. Islenzka liðið lék stórgóðan handbolta I þessum Ieik og sigur- inn engin tilviljun. Nú féll allt saman — sókn, vörn, markvarzla og annað tilheyrandi og allir sýndu slnar beztu hliðar. ólafur H. Jónsson var markhæstur með 4 mörk, Axel Axelsson skoraði 3, Jón Karlsson 3, Gunnar Einars- son, Einar Magnússon og Stefán Halldórsson 2 mörk hver og Viðar Simonarson og Pálmi Pálmason 1 mark hvor. Vestur-þýzka liðið olli áhang- endum slnum miklum vonbrigðum I þessum leik, eins og I hinum leikjunum i mótinu. Þarna er þó ekki neitt unglingalið á ferðinni, eins og margir hafa haldið — aldurinn svipaður og hjá islenzku leikmönnunum — en margir nýir menn eru I liðinu og náðu þeir ekki nægilega vel saman, þrátt fyrir það að liðið var I æfingabúðum I Danmörku vikuna fyrir mótið. -klp- þeir komust á blað var staöan orðin 5:1 fyrir Island. Þeir réðu ekkert við Islenzka liðið i sókninni og komust varla I gegn um vörn- ina hjá þvi. Þegar það svo tókst Jón Karlsson — skoraði þrjá mörk gegn V-Þjóðverjum. LJOSIÐ tungsten halogen VINNULJÓS FYRIR VERKTAKA OG BYGGINGAMEISTARA HF. SEGULL VERZLUN RAFMAGNSIÐNAÐUR RAFTÆKJAVINNUSTOFA. NÝLENDUGÖTU 26 SÍMAR 13309 - 19477 SKÝRING: Vegna sérstaks og timabundins samnings við CANDY verk- smiðjurnar hefur okkur tekist að fá verðlækkun á CANDY uppþvottavélinni C-184. Vél þessi hefur reynst mjög vel, en við höfum haft hana á boðstólum i nokkur ár. Candy er ódýr vinnukraftur Kostir vélarinnar: Verð í dag kr. 64,500 Sími 26788 1. Notar eingöngu kalt vatn. 2. Tveir spaðar með mis- munandi mikium vatnsþrýst- ingi. 3. Tvær hurðir (opnast þar af leiðandi ekki eins langt fram og ein stór hurð). 4. Sex þvottakerfi. 5. Innra byrði úr ryðfriu stáli. Birta og ylur í skammdeginu. Vetur er sú árstið, sem bezt hentar til að mála innanhúss. Færið birtu og yl i húsið, með samstemmdum litum og litatónum. -JRIRB Munið nafnið VITRETEX, það er mikilvægt, þvi: Endingin vex með VITRETEX. Framleiðandi á islandi: S/ippfé/agið íReykjavíkhf Málningarverksmiðjan Dugguvogi - Simar 33433 og 33414

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.