Vísir - 28.10.1974, Blaðsíða 6

Vísir - 28.10.1974, Blaðsíða 6
Vfsir. Mánudagur 28. oktéber 1874. £ VÍSIR Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: y Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Haukur Helgason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Slmar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 Sfðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. 1 lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Vörumst víti Breta Það væri misráðið af launþegasamtökunum að stofna nú til vinnudeilna. Við vitum, að við höfum lifað um efni fram. Við höfum yfirdregið á reikningnum, og þann mismun þarf að greiða. Um það voru stjórnmálaflokkarnir á einu máli i haust. Rikisstjórnin hefur tekið eins vægt á málum og framast er unnt. Gengislækkunin var óhjá- kvæmileg til að bjarga útflutningsatvinnuvegun- um, sem voru á heljarþröm. Við hana varð af- koma útflutningsiðnaðarins yfirleitt bærileg, þótt enn sé tvisýnt i sumum greinum sjávarútvegs. Við komumst ekki hjá þvi að bera byrðarnar af hækkun verðlags, sem af henni stafar. Aðrar helztu orsakir verðhækkana hér á landi eru láglaunabætur, sem voru eðlilegar og sjálf- sagðar, bensinhækkun og verðhækkanir erlendis, sem við ráðum ekki við, og hækkun söluskatts, sem var óhjákvæmileg vegna slæmrar stöðu rikissjóðs. Ef við litum á tillögur stjórnmála- flokkanna til lausnar vandans, sem fram hafa komið siðan i vor, kemur i ljós, að þeir hafa allir verið nokkuð sammála um aðgerðir af þessu tagi. Vinstri stjórnin lagði til fyrir kosningarnar, að launahækkanir skyldu skornar niður i 20 prósent og launþegar með miðlungstekjur og hærri skyldu greiða skyldusparnað, auk afnáms visi- töluuppbóta. 1 þeim aðgerðum hefði falizt miklu meiri kjaraskerðing er núverandi rikisstjórn hef- ur gengizt fyrir. í viðræðum eftir kosningarnar um myndun nýrrar vinstri stjórnar samþykktu allir flokkarnir, að kjaraskerðing af þeirri stærðargráðu, sem nú er orðin eða meiri væri óhjákvæmileg. Alþýðubandalagið kom til dæmis fram með tillögur um nokkru meiri skerðingu launa en núverandi rikisstjórn hefur staðið að. Þvi fer og fjarri, að efnahagsvandinn hafi verið leystur með aðgerðum rikisstjórnarinnar til þessa. Við striðum enn við mikinn viðskiptahalla. Staða rikissjóðs er ekki góð og atvinnuvegirnir standa illa, margir hverjir. Við vissum fyrir, að við yrðum um hrið að nema staðar i lifskjarasókn okkar og greiða fallna vixilinn okkar. Rikis- stjórnin hefur farið hægt i sakirnar. Við þurfum að æja ögn. Þegar liður á veturinn á að draga úr verðbólgunni. Með viturlegum fjárlögum, þar sem rikisútgjöldum yrði i hóf stillt, væri unnt að skapa jafnvægi, sem illa hefur skort á undanförn- um árum. Hægfara aðgerðir rikisstjórnarinnar stefna að þvi að treysta að nýju stoðir efnahags- ins, svo að hefja megi hið fyrsta nýja sókn með bættum lifskjörum, en litið má út af bera. Við getum lært af nágrannaþjóð okkar, Bret- um, hvernig ekki á að standa að málum. Þar hef- ur ábyrgðarlitil verkalýðsforysta valdið miklu um upplausn i efnahags- og atvinnumálum. Har- old Wilson segir nú, að lifskjör á Bretlandi geti ekki batnað i næstu tvö ár eða fleiri, meðan verið sé að koma á jafnvægi. Slikt viti verðum við að varast. Það er ekki unnt að taka meira en til er. HH. BREZKUR FLUG- VÉLAIÐNAÐUR AÐ GEFAST UPP? Það er sennilega i fyrsta sinn i sögu flugs- ins á Bretlandseyjum, en núna horfa Bretar fram á, að þeir hafa enga meiriháttar flugvél i smiðum i bráð. Þegar Hawker Siddeley Avia- tion létu hætta viö hönnun H.S. 146-þotunnar, sem nota átti til flutninga á skemmri Ieiðum, var tekiö fyrir framlag Breta til flugsins f bili. Verðbólgan olli þvi. Eina umtalsverða flugtækið, sem Bretar vinna að um þessar mundir, er yfirhljóðfráa Con- corde-þotan, en hana smiða þeir lika I félagi við Frakka. — Jú, eina hafa þeir i smiðum þar fyrir utan. Það er 30 sæta flugvél með túrbinuhreyfli, sem kölluð er SD3- 30. Hana smiða Short-bræður og Harland. — Þá er það lika upptalið, nema þá að væri eitthvað á vegum flughersins. Þetta er búið að eiga langan að- draganda og kom engum á óvart, sem fylgzt hefur með flugtækni og flugvélasmiði. Allt frá lokum sið- ari heimsstyrjaldar hefur brezk- ur flugvélaiðnaður smám saman veriö að lúta i lægra haldi i von- lausri samkeppni sinni við hinn öfluga flugvélaiðnað Bandarikja- manna. Timamótin voru á sjötta tug aldarinnar, þegar De Hafilland Comet leit dagsins ljós, en það var fyrsta þotan, sem tekin var i þágu farþegaflugs. Cometinn flutti farþega i heilt ár, áður en fyrstu Boeing 707 var ekið út úr flugskýli. En árið 1954 urðu tvö hræöileg flugslys vegna ófyrir- sjáanlegra afleiðinga þreytu frá þotufluginu. Það tók um fjögur ár að finna lausn vandans, svo að Cometinn gæti byrjað farþegaflug að nýju. En á meöan hafði Boeing þróað 707-vél sina svo að hún hafði meira flugþol og burðarþol. Þótt Cometinn gæti troðið sér inn flugleiðina yfir Norður-At- lantshaf 1959, rétt i tæka tið til þess að verða fyrsta farþegaþotan á þeirri leið, þá náði Boeing 707 fljótlega öllum yfirráðum á þeirri leið. Cometin- um voru falin veigaminni hlut- verk og aðeins einn Comet seldist á móti hverjum tiu 707. Helzti sigur Breta á þessum ár- um i samkeppninni um fram- leiðslu flugvéla var túrbinuhreyf- ilsvélin, Vickers Viscount. Vegna forskots sins á túrbinusviðinu komst Viscountinn inn á innan- landsmarkað i Bandarikjunum, sem er afar mikilvægt hverri fjöldaframleiðslu á flugvélum. En strax og þoturnar fóru að ryðja sér til rúms, hvarf Viscountinn af sjónarsviðinu, þótt Flugfélagið hafi lengi vel notað tvær til flugs til Evrópu. Sigurför Boeing 707 og Douglas DC-8, sem fyrsta kynslóð þotunn- Hawker Harrier lóðfleyga herþotan, sem Hawker Siddeley hefur fram- leitt. Illlllllllll m UMSJÓN: G. P. ItollsRoyce — flugvélahreyfla framleiðendurnir byggja framtlð sfna á RB-211 hreyflinum fyrir Jumbo 747, sem hér sést á myndinni. Hawker Siddeley er aðili að smlði A-300 flugstrætósins, en hér eru vængirnir fyrir þann grip að koma með Super Guppy til Toulouse I Frakklandi frá Hawker-verksmiðjunum. gert ráð fyrir, að vélin kostaði rétt rúma eina milljón sterlings- punda, þegar hún yrði tilbúin til afhendingar sem átti að vera á árinu 1977.— En nú er þvi spáð, að H.S. 146 mundi ekki kosta minna en fjórar milljónir sterl- ingspunda. Það þýðir nánast, að hún yrði ekki samkeppnisfær við Fokker F-28-þotur eða VFW 614, sem báðar eru komnar langt i smiði. Um nokkurra mánaða skeið hefur framkvæmdastjórn Hawkers reynt að þrýsta á brezku stjórnina að auka fjárframlög sin til H.S. 146-smiðinnar. Eftir að starfslið Hawker-verk- smiðjanna hefur haft i hótunum, liggur brezka stjórnin undir þrýstingi stéttarfélaga til að hósta upp með meiru en þeim 46 milljónum sterlingspunda, sem upphafi hafði verið gerð ráð fyrir i fjárlögum. En hún hefur verið svifasein að draga upp budduna og bólar ekkert á frekari framlögum. B..A.C. og Hawker Siddeley eiga enn töluverð itök I herflug- vélaframleiðslunni, þar sem eru Harrier lóðfleyga herþotan frá Hawker og hlutur B.A.C. i ensk- frönsku Jagúar-orrustuþotunni. — v A sviði flugvélahreyfla framleiðir Rolls Royce jafnt og þétt fyrir hergagnaiðnaðinn. En framtið þeirra hvilir að miklu leyti á RB-211 hreyflinum, sem nota skal i Boeing 747 og hina langfleygu Tristar. Hjáleiga þessa iðnaðar — loft- siglingartækin — blómstra hinsvegar hjá Bretum, sem framleiða mikið af alls konar hjálpartækjum. Hlutur þessa þáttar flugvélaiðnaðarins vex með hverju árinu og eiga Bretar þar góða samkeppnisaðstöðu. En þegar kemur til framleiðslu á heilli flugvél þá virðast Bretar eiga sér þá einu von að fá að vera i samfloti með öðrum. ar, varð til þess að þær tegundir náðu svo föstum tökum á flug- vélamarkaðnum, að evrópskar flugvélaverksmiðjur hafa vart þurft að reyna að keppa þar við. Þó reyndi brezk flugvélaiðja að komast inn á markaðinn, þegar önnur þotukynslóðin kom i gagnið. Beitti hún fyrir sig tveggja hreyfla B.A.C. 1-11. En DC-9 var þá rétt nýkomin i gagnið. Þótt B.A.C. næði þvi að verða framleidd i 210 eintökum og seld jafnvel bandariskum flugfélögum, þá seldist DC-9 i fjórfalt meira upplagi. Svipaða sögu var að segja af Trident þeirra hjá Hawker Sidde- ley, sem tókst ekki að hasla sér völl utan brezks markaöar, þar til Kina öllum að óvörum gerði pöntun i tuttugu vélar 1972. En á heimsmarkaðnum hvarf Tridentinn i skuggann af ame- risku systur sinni, Boeing 727. Seldust rúmlega þúsund 727, sem gerir hana að beztseldu flugvél- inni frá lokum seinni heim- styrjaldar — nema ef vera kynnu einhverjar herflugvélar. Brezka stjórnin tók þátt i kostnaðinum af hönnun og smiði H.S. 146. Greiddi rikissjóður Breta helming. H.S. 146 átti að vera ódýr vél, fyrir innanlands- flug eða ámóta flugleiðir. Hún átti að koma i staðinn fyrir túrbinu- vélarnar. Þegar hafizt var handa við þessa áætlun i ágúst 1973, þá var

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.